Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 8

Dagblaðið - 30.04.1979, Síða 8
8 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. Danmörk: Þúsundum sagtupp í skipasmíðastödvum — hið opinbera neitar að styrkja skipasmíðastöðvar eða veita ríkisábyrgðir Forráðamönnum Burmeister og Wein hinnar miklu dönsku skipa- smíðastöðvar hefur verið tilkynnt að danska rikið muni hvorki veita fyrir- tækinu fjárhagslega aðstoð eða ríkis- ábyrgð til að byggja fjögur skip. Átti að smíða þessi fjögur til að koma í veg fyrir, að til fjöldauppsagna starfsmanna þyrfti að koma á næstu mánuðum. Tilkynning ríkisvaldsins um að engin aðstoð verði veitt þýðir að segja verður upp eitt þúsund tvö- hundruð og Fimmtiu starfsmönnum hjá Burmeister og Wein á næstunni. Þessi stefna danskra stjórnvalda mun einnig þýða það, að alls mun þrjú þúsund starfsmönnum verða sagt upp í hinum nítján dönsku skipa- smíðastöðvum á næstu mánuðum. Hinar nítján stöðvar þurfa að fá verkefni fyrir fjóra milljarða danskra króna á næstu tveim árum til að geta komizt hjá því að grípa til frekari uppsagna starfsfólks. Eru horfur á að það megi takast taldar fremur litlar. Að sögn Arne Christiansen við- skiptaráðherra Dana þá var um að ræða 370 milljón danskra króna styrk og ríkisábyrgð fyrir Burmeister og Wein. Ef það framlag hefði fengizt taldi stöðin sig geta smiðað fjögur skip. Tvö fyrir aðila í Burma og tvö fyrir Sudan.Ráðherrann sagði að með hliðsjón af efnahagslegri stöðu þessarra tveggja landa þá hefðu verið yfirgnæfandi líkur á því að danska ríkið hefði orðið að greiða þessar þrjú hundruð og sjötíu milljónir. Slíkt hefði ekki verið talið verjandi. Erlendar fréttir Banna leikföng með hakakrossinum Hæstiréttur Vestur-Þýzkalands lagði fyrir stuttu bann við þvi að hakakross- inn — merki þýzkra nasista — væri notað á leikföng barna. Málið snerist um leyfi til að setja líkan af flugvél á markaðinn. Vél þessari var flogið í síð- ari heimsstyrjöldinni og hafði þá haka- krossmerkið á stélinu. Hermenn Idi Amins eiga nú bága ævi og eiga sér orðið fáa fylgismenn. Fregnir af hryðjuverkum þeirra þar sem þeir hafa farið um á flótta undan hermönnum Tansaniu og hinnar nýju stjórnar Uganda hafa vakið mikinn óhug. Á myndinni sést, er Tansaniuhermenn þjarma að manni, sem talinn var fyrrum liðsmaður Amins. Gerðist þetta i borginni Jinja. Ekkert hefur frctzt af Idi Amin sjálfum. Aftur á móti mun Kenyastjórn hafa framselt hvftan aðstoðarmann hans sem ákærður er fyrir morð og annan skepnuskap. Ef þú þreytist á göngunni gerír þú þér litið fyrír og setur saman reiðhjólið og hjólar af stað. Viljir þú aftur fara að ganga brýtur þú reiðhjólið saman svo það verður ekki stærra en venjuleg skjalataska. Sá sem hannaði grípinn heitir Juan Szumowski, arki- tekt að mennt og er fæddur f Argentfnu. Hlaut hann fyrstu verðlaun á sýningu i Bretlandi fyrír gríp sinn. Vestur-Þýzkaland: Kristilegir demókratar sigruðu í Schleswig-Holstein Kristilegum demókrötum tókst að halda meirihluta á þinginu í Schleswig- Holstein riki í Vestur-Þýzkalandi. Fengu þeir eins þingsætismeirihluta og 48% atkvæða. Töpuðu þeir nokkru fylgi en skýringin er talin sú að kjós- endur margir studdu loforð jafnaðar- manna um algjört kjarnorkubann í rik- inu. Er það í andstöðu við stefnu flokksins í Bonn. Jafnaðarmenn juku nokkuð fylgi sitt og fengu nú um það bil 42% greiddra atkvæða. Frjálsir demókratar hafa einnig fulltrúa á þingi Schleswig-Holstein. Danirreisa sykurverksmiöju íSovétríkjunum Dönsku sykurverksmiðjurnar munu verða fyrsta þarlent fyrirtæki til að opna skrifstofu í Moskvu. Hefur fyrir- tækið undirritað samning um að endur- byggja og skipuleggja sykurverksmiðju i Úkraínu. Er það talið verða verk upp á eitt hundrað milljónir danskra króna. Erlendar fréttir Skákmótið í Montreal: TAL KOMINN í FORUSTU — en Karpov aðeins hálf um vinningi á eftir og með tvær biðskákir Mikhail Tal er kominn í efsta sæti á skákmótinu í Montrea! eftir að hafa sigrað Danann Bent Larsen. Hefur Tal þá 9,5 vinninga og er hálfum vinningi á undan Karpov heimsmeistara, sem að vísu á einnig tveim biðskákum ólokið. Skák hans við Portisch frá Ungverja- landi í gær fór i bið. Kavalek frá Bandaríkjunum sigraði Huebner frá Vestur-Þýzkalandi. Spassky og Hort gerðu jafntefli, einnig þeir Timman frá Hollandi og Ljubojevic frá Júgóslavíu. Staðan eftir fjórtán umferðir af átján er þá þessi: Tal er efstur með 9,5 vinninga, Karpov kemur í öðru sæti með 9 vinn- ninga og tvær biðskákir, Portisch er með 7,5 vinninga og tvær biðskákir, Ljubojevic 7,5, Huebner 6,5, Hort 6 og eina biðskák, Kavalek, 5,5, Timman 5 og tvær biðskákir, Spassky 4,5 og eina biðskák og Larsen rekur lestina með fjóra vinninga og tvær biðskákir. Biðskákir verða tefldar í dag, fimmtánda umferðin á morgun. Mótinu lýkur næstkomandi sunnudag. ísrael: Skæruliðar réðust á olíuleiðslu og dælustöð Palestínuskæruliðar réðust á fjögur skotmörk innan landamæra ísraels yfir helgina, að sögn talsmanns skæruliða. Meðal þeirra skotmarka var olíuleiðsla og dælustöð nærri strönd Miðjarðar- hafsins, rétt við borgina Ashkelton. Þó kosningar I Bretlandi farí yflrleitt fram meó fríðsamlegum hætti getur þó oft hitnaó i kolunum vegna þeirra. Almennar þingkosningar fara fram þar i landi hinn 3. næsta mánaðar. Aö þessu sinni eru þaö helzt öfgasinnar til hægrí og vinstrí sem láta hendur skipta. Einkum mun þjóöernissinnaður flokkur, sem berst fyrír þvf að allir litaðir íbúar Bretlands verði fluttir á brott, valda ýmsum hugarangrí. Hefur hvað eftir annað komið til handalögmála þar sem sá flokkur hefur haldið fundi. Einn maður hefur fallið i þeim átökum.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.