Dagblaðið - 30.04.1979, Page 15

Dagblaðið - 30.04.1979, Page 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. 15 ifl ÖRUGGARI - ENDINGARBETRI arar. Það var einn angi hennar sem síðan hafði talsverð áhrif á íslenska myndlistarmenn um 1950, gegnum París. Þessi sýning í Guggenheim- safninu nýtur sjálfsagt ekki mikillar hylli hjá almenningi, bæði sökum hins óvenjulega efniviðar og' huglægrar afstöðu myndlistar- mannanna, en fyrir fræðimenn og sérstaka áhugamenn, er hún mikils virði. Henni lýkur svo á næstunni eða 6. maí. í Museum of Modern Art var hins vegar ys og þys um páskana og var helsta aðdráttaraflið snotur sýning á 23 málverkum eftir Edward Munch sem ekki þarf að fjölyrða um fyrir íslendinga. Einnig höfðu margir áhuga á tylft lágmynda eftir Frank Stella, sem eru formyndir (maquettur) að stærri verkum. Það er nær engin leið að geta sér til um það hvað Stella er að fara um þessar mundir, svo mikill hrærigrautur er myndlist hans. Væntanlega fæst úr því skorið á næstu árum hvað vakir fyrir honum. Bjórglas í Skúlptúr- garðinum Báðar þessar sýningar voru að enda og stóð til að opna sýningu á gjöf Jamcs Thrall Soby til safnsins en hann var í forsvari fyrir M.O.M.A. hér fyrr á árum og átti mjög gott safn nútímamyndlistar. En þeir sem ekki hirða um sýningar- vafstur safnsins geta ávallt reikað um og skoðað þau frábæru verk sem þar er að finna — helztu perlur kúbismans, fauvismans, súrrealisma, dada og amerískrar myndlistar. Síðan er upplagt að fá sér kaffi eða bjórglas úti í skúlptúrgarðinum. Whitneysafnið getur hins vegar ekki státað af miklu safni og leggur mest upp úr því að setja upp viða- miklar yfirlitssýningar á bandarísk- um listamönnum. Fram að 10. júní stendur þar yfir sýning á verkum Cy Twombly sem er að mínu viti einn merkasti listmálari Bandaríkjamanna í dag þótt hann sé búsettur í Róm. Útundan í USA Twombly hefur lengi staðið utan við menningarpólitík í heimalandi sínu og hefur því e.t.v. orðið útundan. En nú er úr þeirri ávöntun bætt því sýningin er myndarleg og er fylgt úr hlaði með ritsmið eftir franska heimspekinginn Roland Barthes. Twombly er fæddur árið 1928 í Virgíníufylki og gekk ungur m.a. í Svartafjallsskólann (Black Mountain College) sem var lengi útungunarstöð fyrir framsækna lista- menn. Þar kynntist hann m.a. Robert Motherwell og Frans Kline en meðal þeirra sem kenndu við skóla þennan voru Josef Albers, skáldið Charles Olson, Buckminster Fuller, John Cage, Merce Cunningham dansari o.fl. Um 1950 hóf Twombly nám við Art Students League í New York, ferðaðist siðan vítt og breitt um Evrópu og Afríku en settist að í Róm árið 1957 þar sem hann hefur orðið fyrir miklum áhrifum af siðmenningu Miðjarðarhafslanda. Á skólatöf lu Það er erfitt i stuttu máli að lýsa myndlist Twomblys. Það tekur tímann sinn að læra að meta hann og suma rekur í rogastans yfir málverk- um sem virðast eins og útkrotuð tafla í skólastofu með setningum á víð og dreif, klunnalegum flatarmálsteikn- ingum, tölustöfum o.s.frv. Að upplagi er Twombly sambland af afstrakt ' expressjónista og lista- skrifara (calligraphic artist) og með hið fyrra að bakhjarli tekur hann ýmsa áhættu með stór, næstum Innanhúss í Guggenheim safninu. Þar stendur yfir sýning á konstrúktifum lágmyndum. m Bandag Hjólbarðasólun h.f. Dugguvogi 2 - Sími 84111 alhvít eða grá málverk og ofan í þau fer Twombly með blýanti eða svart- krit, teiknar eða krotar léttilega. „Skriftin” samanstendur af eins konar óræðum skilaboðum til áhorf- enda, minnispunktum, endur- minningum, talnaröðum og ekki síst slitrum úr griskum goðsögnum. Roland Barthes ræðir sérstaklega áhuga Twomblys á grískri menningu og heimspeki og hvernig hann kemur fram í verkunum og einkar- lega er Barthes umhugað um að tengja málverkin og ýmis þau hugtök sem Grikkir notuðu yfir leikverk og leiksýningu: pragma eða staðreynd- ina, tilviljunina (tyche), útkomuna (telos) viðbrigði (apodeston) og fram- kvæmd (drama). Gegnsýrð sól En kunni áhorfandinn ekki að meta þessa hlið á málverkum Twomblys þá er alltént hægt að beygja sig undir þokka þeirra. Þau er gegnsýrð sól, tíbrá, værð og munúð sem stundum minnir mann bæði á veggmyndir í Pompei og Tiepolo. Yfirlitssýningin á verkum Cy Twombly í Whitneysafninu stendur til 10. júní. En það er einnig nóg að gera annars staðar i bænum. Hafi menn tíma til þess að rölta um SoHo (sem er skammstöfun á „South of Houston Street”) og kannski mið- borgina líka er upplagt að bregða sér i hin mörgu galleri sem þar blómstra. Þar getur fólk séð nær öll viðhorf í myndlistum. Franska listakonan Niki de Saint Phalle sýnir í Gimpel 1040 Madison Ave., til 23. maí, málarinn Sam Francis er í Davidson- galleríinu, 43 E. 78 St. til 5. júní, Ellsworth Kelly sýnir málverk i Helman við 13 E. 75 St. til 31. maí Jules Olitski sýnir í Knoedler, 19 E. 70 St, Tony Smith, Minimal mynd- smiðurinn góðkunni, sýnir verk í Space, 32 E 57 St., og Popplistar- frömuðurinn Tom Wcsselmann sýnir i Janis á 6 W. 57 St. Á West Broadway, Spring Street, Greene Street og Wooster Street má svo finna conceptlist, videó, umhverfis- list og annað í þá veru. En menn verða að gefa sér drjúgan tíma og fara ekki geyst í skoðunina. KELLY fólksbíladekk eru viðurkennd um allan heim fyrir frábær gæði og einstaka endingu. Á kvartmílu- og kappakstursbrautum nota sérfræðingarnir og atvinnumennirnir KELLY dekk og segir það allt sem segja þarf um gæði þeirra. KELLY hjólbarðar eru fáanlegir á flestar gerðir fólksbíla og jeppa. Með KELLY verða hjólbarðarnir öruggari og endingarbetri. UMFELGUN Á AUGNABLIKI Á hinu nýja umfelgunarverkstæði okkar að Dugguvogi 2 leggjum við áherslu á lipra og hraða þjónustu. Ný dekk, sóluð dekk, viðgerðarþjónusta og umfelgun. Öruggir menn - augnabliks bið og málið er afgreitt á þægi- legan og traustan hátt. Velkominn á nýjan stað með þjónustu í sérflokki. HfW TYRE COMPANY LIMITED

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.