Dagblaðið - 30.04.1979, Page 18
18
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979.
Bílasýning Kvartmíluklúbbsins
Benni botnaði jeppa-
búrið upp stígann
Kvartmíluklúbburinn hélt árlega
bílasýningu sína nú um páskana. Allt
frá stofnun klúbbsins fyrir um
fjórum árum hafa verið haldnar bíla-
sýningar, þar sem félagar klúbbsins
hafasýnt almenningi farartæki sín.
Fyrsta sýning Kvartmíluklúbbsins
var haldin í porti Austurbæjarbarna-
skólans vorið 1976. Var sú sýning
opnuð kl. 2 sýningardaginn og stóð í
þrjár klukkustundir. Komu um sjö
hundruð manns á sýninguna.
Önnur sýningin var haldin við Bila-
sögu Guðfinns bak við Hótel Esju og
var hún að hluta tii inni. Opnunar-
tími hennar var' aðeins lengri og
komuhátt á annað þúsund manns til
að skoða hana, þrátt fyrir að sýning-
ardagurinn væri aðeins einn.
Þriðja sýningin var haldin um
páskana vorið 1978 og að þessu sinni
var ákveðið að halda sýninguna inni
svo að veður gæti ekki spillt
sýningunni. Var Laugardalshöllin
tekin á ieigu og sýningin haldin í þrjá
daga. Voru fengnir bílar víðs vegar af
landinu á þá sýningu og komu um 10
þúsund manns til að skoða hana.
Má þakka það þeirri sýningu að unnt
var að malbika kvartmílubrautina í
Kapeliuhrauni síðastiiðið haust.
Fjórða sýningin var síðan haldin
nú um síðastliðna páska eins og fyrr
sagði. Var hún að þessu sinni haldin í
Sýningahöllinni við Bíldshöfða og
var sýningardögunum fjölgað úr
þremur í sex. Reyndi stjórn Kvart-
míluklúbbsins að gera allt til að
sýningin yrði sem best. Var bílum
safnað saman víða af landinu en auk
þess var fluttur inn til landsins sér-
smíðaður kvartmílubíll frá Svíþjóð.
Það fór einnig svo sem við var búizt,
sýningargestum fjölgaði og að þessu
sinni komu um 20 þúsund manns,
börn og fullorðnir, að sjá sýninguna.
Svo sem við er að búast þurfti
sýning þcssi mikinn undirbúning og
enn meiri vinnu yfir sjálfan sýningar-
tímann. Það hefði orðið lítið úr
sýningunni ef ekki hefði komið
til allur sá fjöldi áhugamanna sem
vann kauplaust á sýningunni og fyrir
hana til að gera sýninguna sem bezta.
Sýningin var á báðum hæðum
Sýningahallarinnar. Niðri voru allir
fólksbílarnir en þeir voru 50 talsins.
Á efri hæðinni voru mótorhjólin,
jepparnir, leiktækin, bilabrautin og
plastmódelsamtökin, sem sýndu
módel af bílum. Ekki var um margar
leiðir að velja til að koma hjólunum
og jeppunum upp á efri hæðina en
sú auðveldasta, stiginn, var valin.
Var gaman að fylgjast með
jeppagæjunum meðan þeir keyrðu
upp. Læddust þeir allir í lága drifinu
upp stigann, nema Benedikt Eyjólfs-
son. Hann fékk það verkefni að
koma 350 kúbika jeppanum hans
Ólafs Ólafssonar upp stigann.
Botnaði hann jeppabúrið og vippaði
sér upp á efri hæðina með öll hjólin á
lofti. Hefur hann sjálfsagt verið með
hugann í einhverri jeppakeppninni en
eins og menn muna sigraði Benedikt í
fimm jeppakeppnum síðastliðið
sumar.
Birgir Jónsson á verklegasta kvartmílubílinn sem var á sýningunni. Bíll Birgis er Holy Smoke Monsan hans Pústmanns.
\
Oddur Ólafsson átti athyglisverðasta bílinn að þessu sinni en Oddur bjó bílinn
sinn til úrgömlum jeppa og Corvair.
Þegar Kvartmíluklúbburinn hélt
aðra bilasýningu sína gaf Jón
Garðarsson í versluninni Úr og
klukkur klúbbnum þrjá farandbikara
sem hafa verið veittir á bílasýningum
siðan og eru það sýningargestir sem
ákveða hverjir hljóta þá hverju sinni.
Aðgöngumiðinn er jafnframt at-
kvæðaseðill og geta sýningargestir
þar kosið fallegasta bílinn, athyglis-
verðasta bílinn og verklegasta kvart-
mílubílinn á sýningunni.
Það var mikið verk að telja öil at-
kvæðin en þegar því var lokið kom í
ljós hvaða bílar höfðu orðið hlut-
skarpastir. f keppninni um fallegasta
bílinn lenti Eyjólfur Sverrisson í
þriðja sæti en bíll hans er Pontiac
Trans Am. Annar varð Vilhjálmur
Ástráðsson en hann á ’55 Ford, bláan
að lit og er það án efa fallegasti og
best með farni gamli bíliinn á íslandi
og þótt víðar væri leitað. í fyrsta
sæti lenti Gylfi Pálsson, en hann á
fallegasta bílinn á íslandi, Chevrolet
Corvette árg. 1977.
Margir athyglisverðir bílar voru á
sýningunni en í þriðja sæti varð
Birgir Jónsson með svörtu Monzuna.
í öðru sæti varð Vilhjálmur Ástráðs-
son, aftur með ’55 Fordinn, en í
fyrsta sæti varð Oddur Ólafsson.
Mátti með sanni segja að hann á
athyglisverðasta bílinn á íslandi i
dag. Billinn hans er samansettur úr
tveimur öðrum. Eru það Willys jeppi
og Chevrolet Corvair. Setti hann
Corvair boddíið á jeppagrindina og
má segja að Oddur sé „upp á
annarri hæð” þegar hann keyrir um
fjöll og firnindi.
Að lokum kusu sýningargestir
verklegasta kvartmílubílinn á
sýningunni, en það mun þá vera sá
bíll er þeir telja sigurstranglegastan í
kvartmílunni. i þriðja sæti þar lenti
Benedikt Eyjólfsson með 455
Pontiac jeppann ógurlega, en hann
vann fimm jeppakeppnir af af sex á
jeppanum síðastliðið sumar. í öðru
sæti varð Örvar Sigurðsson formaður
Kvartmíluklúbbsins með 454
Camaróinn, en hann var valinn verk-
legasti kvartmílubíllinn í fyrra. í
fyrsta sæti varð síðan Birgir Jóns-
son,en bíll hans er 302 kúbika
Chevrolet Monza. Er þar með
kominn Pústmanns Monzan fræga í
nýju lakki og með auknum búnaði.
Verður gaman að fylgjast með hversu
sannspáir sýningargestir hafa verið
þegar keppnir hefjast á kvart-
mílubrautinni í Kapelluhrauni.
Jóhann Kristjánsson.
Bíleigendur fcngu frjálsar hendur mcð uppsetningu bíla sinna og sýndu þeir margir hverjir mikla hugmyndaauðgi.
DB-myndir Jóhann Kristjánsson.
Sýningargestum þótti Corvettan hans Gylfa Pálssonar vera fallegasti bíllinn á
sýningunni.