Dagblaðið - 30.04.1979, Side 35

Dagblaðið - 30.04.1979, Side 35
DAGBLAÐID. MÁNUDAGUR 30. APRÍL 1979. Ath; Platán fœst í FALKANU ROLLING STONES á sviði. Þeir þóltu standa sig afbragðsvel á blindrahljóm- leikunum þó að þeir hefðu aðeins getað æft sig í fjórar klukkustundir fyrir hljómleikana. DB-mynd Hallgrímur Björgólfsson. ----- 0 MðNNflKORNSFRÍrT í frétt um útkomu nýiu Mannakornsplöt- unnar, Brottför klukk- an átta, sem birtist a poppsíðunni á föstudag slæddust nokkrar vill- ur Þar féll til dæmis niður nafn bassateikara Mannakorns, Jóns Kristins t<>rtes, sem leikur bæöi með á plot- unni og á dansteikjum þeim sem fynrhugaðir eru með Mjómsveitinni i mai og júní. Þá var Björn Björnsson tvisvar í fréttinni en að ýálfsögðu leikur aðeins einn Björn með Mannakorni. Hlutaðeigendur eru beðnir velviröingar a þessum villum Keith Richards hefur afplánað eiturlyfjadóm sjnn íKanada Rolling Stones sönnuðu enif e/ifu sinni yfirburði sína Dóminum yfir Richards hefur veríð áfrýjað Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones, hefur afplánað refsingu sína. í síðustu i iku lék hann ásamt hljómsveitinni á tvennum hljómleikum i Toronto í Kanada að viðstöddum um fimm þúsund manns, þar af um 1500 blindum. Óvist er hvort Rolling Stones leika meira saman á þessu ári. Richards var eins og kunnugt er af fréttum dæmdur í október siðastliðnum fyrir að hal'a haft heróin í fórum sínum í Kanada. Dómurinn hljóðaði upp á sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og auk þess krafðist dómarinn þess að Keith og félagar hans efndu til hljómleika til styrktar blindu fólki i Kanada. Dóminum var áfrýjað Sækjandinn í máli Keith Richards hefur áfrýjað þessum dómi og var Keith tilkynnt það við komuna til Toronto. Slík tilkynning er frum- skilyrðið fyrir þvi að hægt sé að á- frýja dómi i Kanaa. Keith tók þvi vissa áhættu með þvi að láta sjá sig. Hefði hann hins vegar ekki komið og haldið hljómleikana hefði hann ekki staðið við sitt og þvi orðið að taka út refsingu sína innan fengelsis- múranna. Gífurlegur spenningur var meðal aðdáenda Rolling Stones í Toronto þegar hljómleikarnir voru haldnir. Aðgöngumiðar, sem alla jafna kosta um fimmtán dollara, voru komnir upp í fjögur hundruð dollara stykkið. Samtök blindra voru þó ekki eins hrifn af þessu hljómleikkahaldi og aðdáendur og töldu þá móðgun fyrir fatlað fólk yfirleitt. Margir blindir, sem fengu senda miða, endursendu þá. Þeir sem á hinn bóginn létu sjásig voru flestir mjög ánægðir með skemmtunina sem fór vel fram að flestu leyti. Aðalathyglin beindistað Richards Á þessum blindrahljómleikum var Keith Richards í fyrsta skipti á ferli Rolling Stones miðpunktur hljóm- sveitarinnar. Hingað til hefur aðalat- hyglin fyrst og fremst beinzt að Mick Jagger. Er Richards birtist á sviðinu var honum fagnað innilega. Ilann var með blað i hendinni — sennilega skrifaða ræðu — og gekk að hljóðnemanum. ,,Ég er mjög ánægður mcð að vera kominn hingað til ykkar,” sagði hann og hikaði síðan við, kastaði blaðinu og endurtók að sér þætti ákaflega gaman að vera kominn til Kanada og hóf síðan upp leik sinn á- samt upphitunarhljómsveitinni Barbarians í laginu Before They Make Me Run. — Keith samdi það sjálfur á meðan hann beið dóms. Að því loknu gekk Mick Jagger fram á sviðið og saman fluttu þeir æskuvinirnir lagið Prodigal Son (Glataði sonurinn). Hljómsveitin Barbarians, sem kom fyrst fram á hljómleikunum, er ný af nálinni. Ron Wood gitarleikari Rolling Stones stofnaði hana og leikur með henni ásamt til dæmis Keith Richards og Stanley Clarke. Barbarians eru nú á hljómleikaferða- lagi og vonandi verður hægt að greina frá þeim siðar. Þrátt fyrir að Rolling Stones gæti aðeins æft sig í fjórar klukkustundir fyrir hljómleikana í Toronto þóttu þeir standa sig vel. Það er ekki að ófyrirsynju sem hljómsveitin er talin í hópi klassískra rokkhljómsveita. Hljómleikarnir teljast því að mörgu leyti til sögulegs viðburðar í rokksögunni. Keith Richards afplánað dóm sinn, sem allt eins hefði getað verið ævilangt fangelsi, og blinda fólkið fékk dálitla til- breytingu — eins og til var ætlazt. -SS/ÁT- KEITH RICHARDS I lögfræðingafylgd. Þessi mynd er frá iví I júli árið 1977. Þá var hann ákærður fyrir að hafa haft undir höndum mikið magn af heróíni og haft í hyggju uu selja það. Richards játaði að hafa átt eilurlyfið og þar með var felld niður kæran um að hann hefði ætlaö að selja það. — Hann var aðalstjarna hljómleikanna og var fagnað gífurlega er hann gekk fram á sviðið.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.