Dagblaðið - 30.04.1979, Qupperneq 40
Dagskráin fer aö þynn-
ast ummiöjan mánuö
— ef ekki kemur til aukið fé
„Enn sem komið er hafa stjórn-
völd ekki svarað okkur nema í fjöl-
miðlum,” sagði Ólafur R. Einarsson,
formaður Útvarpsráðs, í viðtali við
DB um þær miklu umræður sem
spunnizt hafa um bágan fjárhag
ríkisfjölmiðlanna og þá sérstaklega
hljóðvarpsins. „Við eigum samt von
á því, að málið verði rætt núna á
næstu tveimur vikum, en ef ekkert
verður að gert, má búast við að
áhrifa fjárskortsins fari að gæta í
endaðan maí.”
Ólafur sagði að Ijóst væri að ríkis-
fjölmiðlarnir hefðu fengið til ráðstöf-
unar sömu krónutölu og jafnvel
lægri en í fyrra og það gætu allir sagt
sér að hrykki hvergi nærri til.
Verðbólgan hefði tekið sinn skerf og
framleiðsla útvarps og sjónvarpsefnis
yrði æ kostnaðarsamari.
Það var haft eftir Ólafi í Helgar-
póstinum, um helgina, að honum
hefði fundizt það ósmekklegt,
að framkvæmdastjóri hljóðvarps,
Guðmundur Jónsson, hefði útvarpað
þætti sínum Óperukynningu í stað
þáttarins í vikulokin er sá þáttur féll
niður fyrri laugardag:
,,Ég vil engu bæta við það, ég er
búinn að skjóta á það. Hins vegar er
það min skoðun, að þegar tækni-
menn útvarps leggja niður vinnu til
að mótmæla algjörlega óviðeigandi
vinnuaðstöðu og vinnuálagi, eigi þess
að sjást merki í dagskránni”, sagði
Ólafur.
-HP.
Prjónað á barnaári
Frísandi af vilja prjónar Skjóni með ungan
indíána á bakinu. Þessi indíáni er að því leyti
ólíkur þeim einu sönnu að hann er íslenzks þjóð-
ernis. Skjóni og strákur voru eitt afþeim atriðum
sem Hestamannafélagið Fákur bauð upp á ti/sýn-
is og skemmtunar / gœr, í tilefni barnaárs.
DB-mynd Sv. ÞormJDS.
frjálst, áháð daghlað
MÁNUDAGUR 30. APRÍL1979.
Stendur á lokafram-
kvæmdum við flugvöll
íLandeyjum:
Hefði
borgað sig
á einum
degi
„Lokaframkvæmdin, til að fá
þennan völl við Bakka í Landeyjum
samþykktan, hefði borgað sig á einum
degi, því flug milli Eyja og hans tekur
ekki nema fimm mínútur í stað 15
minútna til Hellu,” sagði Bjarni Jónas-
son, flugmaður í Vestmannaeyjum í
viðtali við DB í morgun. Bjarni hefur
lagt útfyrir þeim framkvæmdum, sem
fyrir eru.
Flugvél hans og vél frá Vængjum
mynduðu loftbrú milli Hellu og Eyja á
föstudag og fluttu m.a. út mikið af
kærkominni mjólkurvöru. Áætlaður
flutningskostnaður með að aka mjólk-
inni frá Selfossi til Hellu og fljúga
henni þaðan til Eyja, er um 45 krónur á
líterinn og greiðir bæjarsjóður Vest-
mannaeyja þann kostnað fyrst um
sinn.
Snemma í morgun var ekki flugfært í
Eyjum, en Bjarni hugðist hefja flug
jafnskjótt ogveðurgengið niður. -GS.
Söluskattur á
gasolíu
felldur niður
Söluskattur á gasolíu verður senni-
lega lagður niður. Auknar tekjur
ríkisins vegna hækkunar á bensíni og
olíu munu fara til að hækka olíustyrki,
afnema söluskatt á gasolíu og greiða
kostnað við ráðgjafarþjónustu og
aðrar aðgerðir til orkusparnaðar.
Þetta kom fram í viðtali DB við
Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í
morgun. Bensínlítrinn hækkar til fulls í
samræmi við erlendar hækkanir. Frá
málinu átti annars að ganga á ríkis-
stjórnarfundi, sem hófst skömmu fyrir
hádegið. -HH.
Sorphaugarnir Selfossi:
A.m.k. tvö tonn á dag
— af úrgangi frá sláturhúsunum
„Stórgripaslátrun er hér daglegá;
þannig að nauðsynlegt er að aka
úrgangi á sorphaugana á hverjum
degi”, sagði Sigurður Guðmundsson
verkstjóri í stórgripaslátrun hjá Slátur-
„Húsasorpið
ekki betra”
„Það er nú ekki aðallega
úrgangurinn frá sláturhúsunum
sem fólk hér á Selfossi kvartar
undan,” sagði Vilhjálmur
Baldursson, starfsmaður SS á
Selfossi. „Það er húsasorpið sem
er öllu verra. Bréfadrasl alls
konar fýkur stöðugt frá haugun-
um og yftr bæinn. Þetta þarf
maður að vera að hreinsa af
girðingum og fara með aftur á
haugana.
Bæjaryfirvöld virðast ekki láta
urða sorpið nægilega títt, þannig
að draslið fýkur til og frá. Þó ber
að taka fram að ástandið á haug-
unum hefur batnað frá því sem
áður var.
Áður var sorpið brennt og þá
barst fnykurinn oftlega yfir bæ-
inn, mönnum til lítillar gleði.”
__________________ JH.
félagi Suðurlands á Selfossi í samtali
við fréttamann DB.
Eins og DB greindi frá á föstudag er
ástand á sorphaugum Selfoss vægast
sagt bágborið vegna mikils úrgangs sem
berst frásláturhúsunum á Selfossi.
„Það má reikna með þvi að um tvö
tonn af stórgripaúrgangi sé fluttur á
haugana hvern meðaldag”, sagði
Sigurður. „Þá er átt við hein og innmat
allan. Reikna má með því að daglega sé
slátrað hér um 20—25 kálfum og öðru
einsafkúmognautum.Þámá gera ráð
fyrir þvi að um 40—50 svínum sé
slátrað á dag. Þetta margfaldast síðan í
haustslátrun sauðfjár.
Þessi úrgangur er þó ekki eingöngu
frá SS, því einnig kemur hluti frá
Sláturhúsinu Höfn á Selfossi.”
-JH.
Samtökin hætta skipu-
lögðu flokksstarfi
—Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á landsf undi
Landsfundur Samtakanna ákvað
um helgina með öllum greiddum
atkvæðum, aö hætt skyldi skipu-
lögðu starfi á vegum flokksins.
>x Þó skuli landsfundur kvaddur
shman fyrir næstu kosningar og þá
ákveðið mvð' /tBHti til ríkjandi
aðstæðna á þeim tíma, hvort boðið
verður fram í kosningunum eða ekki.
„Framtíðin verður að skera úr um
það,” sagði Magnús Torfi Ólafsson,
formaður Samtakanna, þegar DB
spurði hann, hvort Samtökin væru
aö lognast út af. „Af okkar hálfu er,
verið að draga rökréttar ályktanir af
kosningaúrsiitunum,” sagði Magnús.
„Landsfundur mun svo ákveða fyrir
kosningar, hvort grundvöllur verði
fyrir kosningaþátttöku og frekari
baráttu.”
Magnús sagði aö sumum fulltrúum
hefði þótt miður, að starfið yrði tak-
markað eins og ályktunin kveður á
um, en samstaða hefði orðið að lok-
um.
Landsfundurinn sagði að ekki
hefði skapazt nein ný pólitísk skilyrði
fyrir starfi flokksins eftir kosning-
arnar.
Félagsmenn Samtakanna á
stöðum, þar sem flokkurinn fékk
kosna bæjarfulltrúa eða hrepps-
nefndarmenn, eru hvattir til að
„halda hópinn”.
Æðstu forystumenn flokksins
fengu yfirumsjón yfir eigum flokks-
ins, þangað til annað verður ákveðið.
-HH.
Bátsþjófs
leitað
á Akranesi
Bát var stolið úr Akraneshöfn
aðfaranótt sunnudags og skilað þangað
skemmdum upp úr sjö á sunnudags-
morgun. Er nú þjófsins leitað, þvi
talsverðar skemmdir voru unnar á
bátnum.
Báturinn heitir Sædís AK 6 og er 2,5
tonns frambyggður plastbátur, hvítur
að neðan og rauður að ofan. Á honum
er m.a. radarmastur. Sást maður sigla
inn til Akraness á honum og var ekki
nánar hugað að því menn töldu þar
eigandann á ferð. Svo var ekki og eru
allir sem upplýsingar geta gefið beðnir
að hafa samband við Akraneslögregl-
unar.
Báturinn var brotinn upp, mæla-
borðið sprengt upp og tengt saman.
Við það hafa orðið skemmdir á vél
m.a. startari ogalternatorónýttir.A^