Dagblaðið - 06.06.1979, Side 1
lijálst
óháð
dagbiað
Ennbólar
ekkertá
nýju fisk-
verði
— sjá baksídu
Valdabarátta í Fram-
segir þingmaður Alþýðubandalagsins—„úr lausu lofti gripið,”
segir Steingrímur Hermannsson
„Valdabaráttan í Framsókn tefur
nú aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
launa- og efnahagsmálum. Við
biðum eftir, hver verði næsti leikur
Ólafs Jóhannessonar. Þvi höfum við
ákveðið að bíða i nokkra daga,”
sagði einn þingmaður Alþýðubanda-
lagsins i viötali við DB i morgun.
„Við vitum ekki, við hvern við
eigum aö tala við núverandi að-
stæður,” sagði þingmaðurinn. „Við
töluðum við Steingrím Hermannsson
i 10 daga, en siðan eyddi Ólafur öUu
þvi, er áunnizt hafði. Alþýöubanda-
lagið lagði fram tillögur um launa-
málin fyrir mánuði.” Alþýðubanda-
lagið tekur nú iiklegar en áður hug-
myndum um bráðabirgðalög, sem
meðal annars fresti verkföllunum.
Þingmaðurinn sagði, að þróunin
innanlands og ekki siður erlendis
kallaði á miklu víðtækari aðgerðir í
efnahags- og kjaramálum en menn
hefðu ætiað sér fyrir nokkru.
„Þetta er algerlega úr lausu lofti
gripið,” sagði Steingrímur Her-
mannsson dómsmáiaráöherra í við-
tali við DB i morgun, þegar hann
var spurður, hvort valdabarátta ætti
sér stað i Framsóknarflokknum.
Steingrímur taldi, að slíkur orðrómur
hefði kviknað, af því að Ólafur
Jóhannesson hefði talið of mikið
dregið úr tiiiögum um bráðabirgða-
lög vegna afstöðu Alþýðubandaiags-
ins og talið, að betra væri að gera
ekki neitt fremur en eins litið og
Alþýðubandalagið lagði tii.
-HH.
RÁÐHERRANN VEIT
EKKERT UM ÁFENG-
ISSÖLUNA GÓDU
—í kjallara fjármálaráöuneytisins
„Ég veit ekkert um þetta og get síðustu daga tritiað niður í kjallara- landsins þegnum er gert að greiða
þvi ekkert um það sagt. Þetta hlýtur herbergi í Arnarhvoli. Tilkynna þeir fyrirsömuvöruíútsölumÁTVR.
að vera einhver venja, sem aðrir hafa þar nöfn sín og númer og afgreiöslu- Hversu viðtækt það er að ríkis-
skapað,” sagði Tómas Árnason fjár- menn sannreyna þá hvort nöfn þeirra starfsmenn fái þessi hlunnindi er enn
málaráðherra er DB spurði hann í séu til ískrám er tilstaðar eru. Sé svo ekki vitað, enda gat fjármáiaráðherra
morgun um þááfengissöiu, sem fram fá þeir afhentan pakka sem í eru landsins engar upplýsingar um það
hefur farið til starfsmanna stjórnar- þrjár flöskur af eðlu áfengi og gengur gefið og þessi áfengissala fer fram án
ráösins að undanförnu. pakkinn yflr borðið gegn greiðslu, hans vitundar í þvi húsi sem skrif-
Stjórnarráðsstarfsmenn hafa sem er aðeins brot af því sem öðrum stofur hans eru í. -ASt.
5. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979 — 125. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREÍÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI27022.
Þessi mynd var tekin á Akureyri um
hvitasunnuhelgina en þeir norðanmenn
kunna sannarlega að meta veðurblíð-
una sem veríð hefur að undanförnu
enda fengið að bíða eftir henni. Hitinn
á Akureyrí hefur faríð upp undir 20 stig
síðustu daga. DB-mynd KristjánTngi.
VEDUR-
BIÍDAN
ÁFRAM
„Það verður um það bil sama veður-
blíðan í dag og undanfarna daga og
ekki er vafi á því að sumarið er komið.
Það er löngu komið.” Þannig fórust
orð einum af veðurfræðingum Veður-
stofu íslands í samtali við Dagblaðið í
morgun. Hann sagði að veðrið riúna
væri mjög eðlilegt veður miðað við
þennan árstíma. Það er því útlit fyrir
að a.m.k. Sunnlendingar geti sólað sig
áfram í dag eins og undanfarna daga.
Hins vegar er gert ráð fyrir að skýjað
verði fyrir norðan og austan.
-GAJ-
SAMA
Mjólkurfræðingar:
Einhver
glæta?
„Sáttanefnd boðaði til fundar í
mjólkurfræðingadeilunni í gær-
kvöldi og það virðist meiri glæta í
málunum en áður,” sagði Guð-
laugur Björgvinsson forstjóri
Mjólkursamsölunnar í morgun:
,-,Þetta var í fyrsta skipti er ein-
hverrar bjartsýni gætti”.
„Það er misjöfn sjón manna,”
sagði Torfi Hjartarson sáttasemj-
ari er DB bar ummæli Guðlaugs
undir hann. „Það er ekki víst að
allir hafi séð glætuna, þar sem
samningar strönduðu.”
Að sögn Guðlaugs verður
mjólk dreift í dag, en nokkur
biðstaða var i morgun, þar sem
mjólk hafði ekki borizt frá Sel-
fossi. -JH.
A