Dagblaðið - 06.06.1979, Síða 3

Dagblaðið - 06.06.1979, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979. 3 Þaö er vafalaust ekkert spaug fyrir Reykjavfkurblla að lenda I umferðinni á Akureyri. EKKERT SPAUG —að lenda íumferðinni íReykjavík Hafnar- fjarðar- strætó — mætti verafyrrá ferðinni á morgnana Farþegi skrifar: í miðborg Reykjavíkur vinnur þó nokkuð af fólki úr Hafnarfirði og Garðabæ sem á að mæta í vinnu kl. 9 á morgnana. Fólkið tekur þá strætó sem fer kl. 8.30 úr Hafnarfirði, því enginn nennir að taka bílinn kl. 8 og bíða fyrir utan vinnustaðinn í hálf- tíma. Hins vegar er vagninn sem fer kl. 8.30 aldrei kominn fyrr en um níu og jafnvel 2—3 mínútur yfir (og reyndar báðir vagnamir því það eru tveir vagnar sem fara úr Firðinum kl. 8.30). Þvi spyr ég Landleiðir hvort ekki sé nokkur möguleiki á að þessi vagnar fari frá Hvaleyrarholti kl. 8.25 svo fólkið komi ekki alltaf of seint i vinnuna. Ég veit að vagnarnir eiga að ieggja af stað frá Hvaleyrar- holti 2—3 mínútur fyrir raunveruleg- an brottfarartíma en því miður gera þeir það ekki, þó svo þeir séu komnir tímanlega þangað. Ég er viss um að ég mæli fyrir munn margra og bið ég fólk að láta heyra í sér um þessi mál. Friðrik Sigurjónsson á Akureyri skrifar: Ég er einn af mörgum sem lesa Dagblaðið með mikilli ánægju og þar á meðal greinar sem birtast um hin ýmsu mál sem aðrir lesendur skrifa i blaðið um hluti sem þeir eru ánægðir meðogöfugt. Heldur súrt að heyra Nú langar mig til að svara öku- manni að sunnan, sem eftir greininni Égheld það nó.lagsi. Þaðer þettameð hann Albert P. hringdi: Mig langaði til þess að gauka því að lesendum Dagblaðsins, svona til upplýsingar í allri umræðunni um Al- bert Guðmundsson alþingismann, að hann var fyrsti atvinnumaðurinn í knattspymu hér á landi. Hann er því fyrsti maðurinn sem kom undir sig fótunum með löppun- um . . . Okkur finnstallt dýrtfdag Hjörtur sendi okkur þessa vísu í til- efni smjörkaupa: að dæma, sem hann skrifar í blaðið 26.5. sl., virðist vera hinn eini og sanni ökumaður. Hann tiltekur öku- menn að norðan, þó sérstaklega Akureyringa, fyrir ruddalegan akstur á höfuðborgarsvæðinu sem er að sjálfsögðu ekki til sóma fyrir þessa menn. Þetta finnst mér, og vafalaust fleirum hér í bæ heldur súrt að heyra. En ég vil benda þessum klára ökumanni á að það er ekkert spaug fyrir utanbæjarmann, hvort sem hann er frá Akureyri eða ekki, að lenda i umferðinni í Reykjavik eftir kannski 1—2 ára fjarveru. Þar er ein- lægt verið að gera breytingar á götum og setja upp alls konar ný merki í þeirri miklu slysaumferð sem þar er, því ekki er hægt að hrósa mörgum ykkar fyrir tillitssemi og þolinmæði jDegar þið verðið varir við bíla utan af landi. Það hef ég margoft séð, svo ekki sé talað um þann geðveikislega ökuhraða sem þarna virðist vera við allar aðstæður. Nú skulu þorpsbúar læra að aka Ég get líka bent þessum klára ökumanni á að það sem hann segir um akstursmáta norðanmanna, sem er ekki til sóma, er nákvæmlega það sama og gerist (trúlega ekki verra) þegar margir hverjir af ykkur Reykjavíkurbúum heiðrið okkur með nærveru ykkar og þykizt nú geta kennt þessum þorpsbúum hvernig hinn eini og sanni ökumaður er. Ég hef til dæmis séð Reykjavíkurbíla reyna að böðlast á móti umferð I Hafnarstræti og hluta af Skipagötu hér á Akureyri sem eru einstefnu- akstursgötur, svo eitthvað sé nefnt af því tagi. Líka má benda þessum vini okkaráaðfátt erverra sembilstjór- ar úti á landsbyggðinni lenda í heldur en að mæta sunnanbílum með R, Y eða G númerum úti á malarvegunum okkar. Þó eru sem betur fer margar undantekningar. Eins og naut í f lagi En yfirleitt eru þeir eins og naut í flagi svo ég vitni nú í nautin hjá þessum vini okkar. En batnandi öku- manni er bezt að lifa og kannski vill þessi klári ökuþór taka það að sér að hjálpa og leiðbeina þessum fá- ráðlingum að norðan, eins og mér og fleirum, þegar við komum suður næst. Við hér fyrir norðan myndum með ánægju gefa þessum eina og sanna ökumanni, ásamt fieiri slíkum, góð ráð í okkar fábrotnu umferð á Akureyri. Ég tala nú ekki um ef þeir fara út á mölina eða í snjóinn. Það er líka annað sem mig langar til þess að spyrja um. Þegar leiða- kerfi Hafnarfjarðarvagnanna var breytt, þ.e. með tilkomu Hring- brautarkeyrslunnar, finnst mér eins og gleymzt hafi að setja niður biðstöð við Björk. Það eru því margir sem þurfa að ganga dágóðan spotta ef þeir taka vagninn sem fer Hring- brautina og mun þeim fjölga með til- komu nýbygginganna í Hvömmun- um. Er einhver skýring á þessu? Að þessu undanskildu, sem í raun er ekk- en alvarlegt, hef ég ekkert út á þjón- ustu Landleiða að setja. Ég hef hing- að til alltaf komizt leiðar minnar með þeim. Mér þætti samt vænt um ef þeir tækju ofangreind mál til athug- unar. Raddir lesenda Sendum í póstkröfu um a/ft land E78x15 KR. 19.500 BR 78x13 KR. 16.600 G 78x15 KR. 21.500 615x13 KR. 16.500 H 78x15 KR. 23.600 700x13 KR. 15.600 L 78x15 KR. 27.600 BR 78x14 KR. 17.900 LR 78x15 KR. 31.500 CR 78x14 KR. 19.800 HR 70x15 KR. 29.200 H78x14 KR. 22.300 JR 78x15 KR. 29.800 B 78x14 KR. 16.900 GR 78 x 15 KR. 26.500 P205/70Rx14 KR. 22.800 HR 78x15 KR. 27.400 P205/75Rx14 KR. 21.800 GR 70x15 KR. 27.400 SAMYANG HJÓLBARÐAR 615x13 KR. 13.750 135x14 KR. 22.950 560x13 KR. 14.350 E 78x14 KR. 23.650 590x13 KR. 15.450 560x15 KR. 17.750 A78x13 KR. 16.550 700x15jeppa KR. 35.800 B 78x13 KR. 19.300 700x16 jeppa KR. 36.600 640x13 KR. 17.200 600x12 KR. 13.950 • Sólaðir hjólbarðar ávallt fyrirliggjandi • Einnig margar aðrar gerðir hjólbarða Enginn bætir okkar hag, enda hlaðnir sorgum. Okkur finnst allt dýrt í dag, en dýrara flest á morgun. V. • Sannfærist með þvíað leita tH okkar Skipholti 35 Sími 31055 ✓ Spurning dagsins Hvar vildirðu búa annars staðar en á Hvolsvelli? Margrét Hreinsdóttir húsmóðir: Ég vildi nú helzt hvergi annars staðar búa, kann svo vel við mig eftir 20 ára bú- setu. Annars hugsa ég að ég vildi þá einna helzt búa í Ameríku. Ólafur Ólafsson kaupfélagsstjóri: Ég vildi allra helzt búa hér á Hvolsvelli en annars þá undir EyjafjöUum, þaðan sem ég er upprunninn. Haraldur Júlfusson bóndi: Ég bý nú ekki á HvolsveUi, hins vegar þarf ég að sækja hingað hluti svo til daglega, svo maður er hér nú oft. Hildur Árnason húsmóðir: Ég bý nú reyndar inni á Sámsstöðum en kann mjög vel við mig hér, en mikið hefur breytzt á HvolsveUi frá því ég kom hingað fyrst árið 1934. Sveinn Ásgeir Jónsson, 7 ára: Ég hugsa ég vildi þá einna helzt búa í Reykjavík. En hér er gott að komast á hestbak. Hermann Ingason verzlunarmaður: Ég held ég vildi ekki búa erlendis, hér er at- veg prýöilegt að vera. Ekki langt að fara til að komast á hestbak og það er mikill kostur.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.