Dagblaðið - 06.06.1979, Síða 6
6
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979.
Hestaþing Mána
verður haldjð á Mánagrund við Garðveg 9. og
10. júní. -
Dagskrá:
Laugardagur 9. júní, kl. 14.00 A og
B flokkar dæmdir — Unglingar
fæddir '65 og yngri.
Unglingar fæddir '61—'64.
Töltkeppni, gæðingaskeið.
Sunnudagur 10. júní kl. 14.
Kappreiðar
800 m brokk
250 m skeið
250 m unghrossahlaup
350 m stökk
800 m stökk
Úrslit í keppnisgreinum, dómum lýst. Þátttaka
og skráning keppnishrossa í síma 92-1343 fyrir
8. júní. Hestamannafélagið Máni Suðurnesjum.
Til sölu fjallabíll
GMC árg. 1977, rally wagoon, 11 farþega
með framdrifi, 8 cylindra, sjálfskiptur, vökva-
stýri, toppgrind og ný dekk.
Borgartúni 24, sími 28255.
Sauðárkrökskaupsstaður óskar eftir að ráða
félagsmálastjóra
Starfið felst í yfirumsjón með og uppbyggingu
á starfsemi kaupstaðarins á sviði félagsmála,
svo sem öldrunarþjónustu, heimilishjálp, dag-
vistun barna, íþróttamálum, tómstunda-
málum og fleira. Umsóknir þar sem fram 1
kemur greinargott yfirlit um menntun og fyrri
störf skulu sendar bæjarstjóranum. Frekari
upplýsingar veitir bæjarstjórinn í síma 95-
5133.
Styrkir til háskólanáms
í Alþýðulýðveldinu Kína
Stjórnvöld í Alþýðulýðveldinu Kina bjóða fram tvo styrki handa Islendingum til háskóla
náms í Kina háskólaárið 1979—80. Styrkirnir eru ætlaðir stúdentum til háskólanáms i allt aö
fjögur til fimm ár í kinverskri tungu, bókmenntum, sögu, heimspeki, vísindum, verkfræði.
læknisfræði, eða kandidötum til eins árs framhaldsnáms í kínverskri tungu, bókmenntum,
sögu og hcimspeki.
Umsóknum um styrkina skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 101
Reykjavik, fyrir 30. júni nk. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið
30. mai 1979.
Hrossaræktardeild
Ölfushrepps,
Þorlðkshöfn
Tekið verður við hryssum undir Hrafn
583 frá Arnarnesi í girðingu Hrossa-,
ræktardeildar Ölfus 20. júní nk. Hafið
samband við Halldór Guðmundsson,
Hjarðarbóli Ölfusi. Sími heima 99-4178,
vinnusími 99-1692.
Pólland:
Páfitilheima-
borgar sinnar
hefur ekki sparað stórar yf irlýsingar í heimsókn sinni og
hvetur kaþólikka til að krefjast aukins trúf relsins
Jóhannes Páll páfi, sem hefur
vakiö athygli fyrir skorinoröar yfir-
lýsingar í opinberri ferð sinni um
fæðingarland sitt, Pólland, mun
koma til borgarinnar Krakov í dag en
þar er páfi fæddur fyrir 59 árum. í
Krakov var hann erkibiskup undir
nafninu Karol Wojtyla í samfleytt
fjórtán ár, áður en hann tók við em-
bætti páfaíRóm.
Það verður stór stund fyrir
Jóhannes Pál að koma aftur til
Krakov, borgarinnar þar sem hann
ólst upp og þjónaði síðan eftir að
hann hafði tekið vígsiu. Æðstu menn
kirkjunnar í borginni eru meðal hans
nánustu vina. Vel gæti farið svo að
páfi fengi aldrei aftur tækifæri til að
líta fæðingarbæ sinn augum.
Þess er beðið með eftirvæntingu
hvort Jóhannes Páll muni láta frá sér
fara frekari yfirlýsingar um stöðu
kaþólsku kirkjunnar i Póllandi.
Hann hefur verið skorinorður í.
ræðum sínum hingað ti! og hvatt til
baráttu fyrir auknu trúfrelsi í ríkjum
kommúnismans í Austur-Evrópu.
Hvatti hann leiðtoga kirkjunnar í
Póllandi til að krefjast slíks af hinum
kommúnísku leiðtogum landsins.
Pólska kirkjan, en meginhluti,
þjóðarinnar játar kaþólska trú, hefur
lengi krafizt viðurkenningar stjóm-
valda, aðgangs að fjölmiðlum og
leyfis til fleiri kirkjubygginga. Hefur
ríkisvaldið verið tregt til að veita
slíkt.
Nicaragua:
Önnur stærsta
borgin í höndum
mm m m — sendimanni f rá
Guatamala rænt af
OCVff fIJff fIO ftCV skæruliðum í Managua
Skæruliðar sandinista voru sagðir stærstu borg Nicaragua, í gærkvöldi.
ráða lögum og lofum í Leon, næst- Þar mun þó hafa verið barizt nokkuð.
Þjóðvarðliðar Somoza einræðisherra i Nicaragua standa nú 1 ströngu i baráttu
sinni gegn skæruliðum, sem virðast eiga hylli flests fóiks i landinu.
Hernaðarráðgjafa sendiráðs Guata-
mata í Managua, höfuðborginni, var
rænt í gær af skæruliðum. Er talið
að með því hafi þeir viljað vara varnar-
samtök Mið-Ameríkuríkjanna við því
að blanda sér í baráttu þeirra gegn
einræðisstjórn Somoza hershöfðingja
og forseta landsins sem sandinistar
vilja steypa af stóli.
Margir flóttamenn hafa komið frá
Nicaragua yfir til nágrannaríkisins
Honduras og hefur stjórnin þar tekið
við þeim, þó svo að talið sé að hún sé
ekki hrifin af þróun mála í Nicaragua.
Að sögn þeirra sem rætt hafa við
flóttamenn, sem sagðir eru um það bil
tólf hundruð hingað til, eru flestir
þeirra stuðningsmenn sandinista.
Virðist svo með flesta landsmenn í
Nicaragua. í það minnsta er allsherjar-
verkfall það sem boðað var fyrir tveim
sólarhringum að undirlagi skæruliða,
sagt nær algjört og allt athafnalíf í
Managua og öðrum borgum landsins
lamað. Virðist svo sem andstaðan gegn
Somoza einræðisherra aukist stöðugt.
Ætt hans hefur verið við völd síðan
árið 1933 og þá lengst af í skjóli banda-
rískra aðila. Eru bardagar nú og and-
staöan sögð mun harðari en í septem-
ber síðastliðnum, þegar sandinistar létu
síðast að sér kveða. Þá tókst
þjóðvarðliði Somoza forseta að lokum
að kæfa tilraunir skæruliða.
Kaupmannahöfn:
Hommar í hungurverk-
fall til stuðnings,
félögum sínum í Iran
Þrátt fyrir loforð stjómar Khom-
einis í íran er enn haldið áfram að
taka kynvillinga þar af lífi. Síðast
bárust fregnir af slíku á sunnudaginn
er tveir þeirra voru líflátnir fyrir þær
sakir einar að aðhyllast eigið kyn.
Danskir kynvillingar hafa ákveðið
að gangast fyrir hungurvöku, félög-
um sínum í íran til stuðnings. Á
mánudaginn var mótmælastaða
þeirra við íranska sendiráðið i
Kaupmannahöfn. Ætluðu sumir
félaga í samtökum kynvillinga að
dvelja við sendiráðið í einn sólarhring
samfleytt án þess aö neyta vatns né
matar.
Samtökin 1948, sem eru félags-
skapur kynvilltra karla og kvenna í
Danmörku, segjast ekki aðeins vilja
mótmæla meðferð íranskra yfirvalda
á kynvillingum, einnig sé mótmælt
hinni nýju stefnu stjómvalda eystra
þar á konum og réttindum þeirra.
Segja forsvarsmenn dönsku samtak-
anna, að samkvæmt sjónarmiðum
hinna nýju múhameðsku yfirvalda í
íran sé konan nánast eign karl-
manna, án nokkurra réttinda. Khom-
eini hefur lýst þvi yfir að konur i íran
eigi að taka aftur upp hinn hefð-
bundna svarta búning og andlits-
blæju. Talið er að tugir kynvillinga
hafi verið teknir af lífi í fran síðan
hin nýju stjómvöld tóku þar við
völdum.