Dagblaðið - 06.06.1979, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979.
7
OLAFUR
GEIR
Erlendar
fréttir
REUTER
Las Vegas:
Karpovteflir
einvígi við Brown
Heimsmeistarinn í skák Ana-
toly Karpov frá Sovétríkjunum
hefur samþykkt að leika gegn
bandaríska stórmeistaranum
Walter Brown einvígi i borginni
Las Vegas í Nevada í september
næstkomandi. Samkvæmt
Reuterskeyti virðist hér aðeins um
eina skák á að ræða og á sigur-
vegarinn að hljóta alla vinnings-
|upphæðina, fimmtíu þúsund
dollara eða jafnvirði átján millj-
óna íslenzkra króna.
Anatole Karpov, sem er tutt-
ugu og átta ára að aldri, gekk i
hjónaband á laugardaginn var.
Brúðurin heitir Irina og er frá
Moskvu.
í viðureignummilli Karpovsog
Walter Brown hefur hinn fyrr-
nefndi ekki tapað til þessa.
Brown, sem varð Bandaríkja-
meistari árin 1974, 1975 og 1977
hefur tapað þrisvar fyrir heims-
meistaranum en níu sinnum hefur
orðið jafntefli í viðureign kapp-
anna. í einvíginu á hvor keppandi
að hafa eina klukkustund til um-
hugsunar.
Bandaríkin:
Úrskurði um
stöðvun DC-10
þotna hnekkt
Bandarísk flugmálayfirvöld
tilkynntu í morgun að hnekkt
hefði verið úrskurði dómara um
að allar ÐC-10 farþegaþotur í
bandarískri eigu ættu að hætta
flugi þar til annað yrði ákveðið.
Dómarinn taldi sig þurfa fullvissu
um að þoturnar væru öruggar til
flugs áður en hann gæti leyft flug
þeirra. Úrskurðinn kvað hann
upp að kröfu samtaka banda-
rískra flugfarþega. Mál þetta
kemur í kjölfar flugslyssins í Chi-
cago á dögunum, er DC-10 þota
fórst og með henni 273 farþegar.
Eru gallar í búnaði þotunnar tald-
ir hafa valdið slysinu.
Ítalía:
Óvissaeftir
ósigur
kommúnista
Óvissuástand er í itölskum
stjórnmálum eftir að komm-
únistaflokkur landsins tapaði i
þingkosningunum sem fóru þar
fram um helgina. Talið er að
Andreotti leiðtogi Kristilegra
demókrata verði áfram við völd
en hann stjórnar bráðabirgða-
stjórn Ítalíu. Kristilegir demó-
kratar eru enn stærsti flokkur
landsins og hlutu 38,3% at-
kvæða. Kommúnistar fengu
30,4% atkvæða og töpuðu 4% og
fengu 27 þingmönnum færra en í
kosningunum 1976. Sigurvegarar
í kosningunum eru einkum litlir
miðflokkar.
Stjórnarskipti
íbyltingu
Yfirmenn í flugher Ghana til-
kynntu í gærkvöldi að þeir hefðu
nú öll völd í landinu eftir upp-
reisn gegn fyrri herforingjastjórn.
Foringi hinnar nýju stjórnar er
Jerry Rawlings. Er hann for-
maður tíu manna byltingarráðs.
Belfast:
Ráðherra lofar að-
gerðum til að hindra
misbeitingu lögreglu
Humphrey Atkins hinn nýskipaði
Norður-írlandsmálaráðherra í stjóm
Margrétar ' Thatcher, forsætis-
ráðherra Bretlands, lofaði í gær
skjótum aðgerðum til að koma i veg
fyrir illa meðferð lögreglunnar á
föngum. Er þá átt við þá sem
grunaðir eru um að taka þátt í
skemmdarverkum á vegum írska lýð-
veldishersins, eða annarra þeirra
öfgaafla, sem standa fyrir hryðju-
verkum áNorður-írlandi.
Atkins ráðherra lofaði þessu á
fundi með lögregluyfirvöldum á
Norður-írlandi og tók ennfremur
fram að aðgerðirnar væru ekki
eingöngu til verndar þeim, sem teldu
sig hljóta illa meðferð lögreglu eða
hermanna. Lögreglumenn sem yrðu
fyrir óréttmætum ásökunum borgara
mundu einiiig njóta góðs af að-
gerðunum.
Við komandi aðgerðir mun, að
sögn Humphrey Atkins, verða byggt
á hinni svonefndu Bennetskýrslu en
samkvæmt henni hafa lögreglumenn
á Norður-írlandi orðið uppvísir að
því að beita grunaða fanga ólögleg-
um aðferðum við yfirheyrslur.
Hann sagðist þó vilja taka fram
að hann teldi höfuðorsökina fyrir
mörgum kvörtunum yfir illri hegðan
norður-írsku lögreglunnar vera þá,
að henni hefði gengið vel í baráttu
sinni við skæruliða. Bennetskýrslan
tæki einnig til þess að mjög erfitt
væri um vik við að vinna gegn liðs-
mönnum frska lýðveldishesins.
Aldrei mætti þó slaka á, því að einn
fangi sem hlyti illa meðferð væri ein-
um fanga of mikið.
Lögregla og herliö á Norður-írlandi
eiga erfitt með að sanna hverjir eru
félggar í írska lýðveldishernum og
eru oft sökuð um harkalegar aðgerðir
við leit sína að þeim.
Ýmsir minnihlutahópar eins og til dæmis arabar og Kúrdar hafa snúizt gegn hinum nýju valdhöfum í íran. Á myndinni
sést einn liðsmanna araba í borginni Khorramshahr en þar krefjast þeir meiri sjálfsstjórnar. Borgin er lielzta útflutnings-
höfn írans.
Mótmæla
loftárásum
íraka
áKúrda
íransstjórn hefur mótmælt harðlega
árásum herflugvéla frá írak á nokkur
þorp innan landamæra írans. Þær eru
sagðar, hafa gert loftárásir á fjögur
þorp Kúrda en þeir munu hafa flúið til
íran eftir átök við írakskar hersveitir.
Kúrdar hafa lengi verið helztu and-
stæðingar stjómarinnar i írak. Hafa
friðsamleg samskipti þar á milli verið
fátíð á síðari árum. Krefjast Kúrdar
sjálfræðis en þeir eru fjölmennir mjög í
írak eins og fleiri ríkjum i þessum
heimshluta. Keisarinn í íran hélt lengi
vel hlífiskildi yfir þeim eða þar til fyrir
um það bil þremur árum að hann sætt-
ist við stjórn íraks og lofaði þá meðal
annars að hætta stuðningi við Kúrda.
Dró þá mjög úr frelsisbaráttu þeirra.
Henni hefur aftur á móti vaxið fiskur
um hrygg eftir uppreisnina gegn keis-
aranum og óvissuna í íran í kjölfar
hennar.
fjórir af 350 íbúum hafa verið myrtir og fjórir í viðbót sloppið naumlega líf s
Bærinn Scoresbysund á
Grænlandi á að öllum Ukindum
heimsmetið í morðum, miðað við
höfðatölu. Á eins árs tímabili hafa
fjögur morð verið framin þar, auk
þess sem fjórir til viðbótar hafa verið
sakaðir um morðtilraunir.
Að mati kunnugra er ekki nema
ein skýring á ósköpunum. Misnotkun
áfengis. — Áfengið hefur auk
manndrápa og tilrauna til slíks verið
orsökin til margra árása, sem hafa
valdið fólki varanlegri örorku og
heilsutjóni.
Engin löggæzla er í Scores-
bysundi. Þar er aðeins einn fuUtrúi
stjórnvalda á staðnum, nokkurs
konar hreppstjóri, sem að sjálfsögðu
má sín lítils við að halda uppi lögum
og reglu, þegar áfengismisnotkunin
er í hámarki.
í viðtali við lögreglufuUtrúa í
Nuuk (Godthaab), sem birt var í
danska blaðinu Aktuelt, segir að
síðastUðið ár hafi verið framin átján
morð á Grænlandi. Hafi þau aldrei
verið fleiri. íbúar landsins eru rétt
tæplega fimmtíu þúsund. Svo virðist
sem nokkuð hafi dregið úr þessarri
óhugnanlegu þróun það sem liðiö er
af þessu ári.
! viðtaUnu við lögreglufulltrúann
kemur fram að morð eru talin hlut-
fallslega mun fleiri í Grænlandi en í
Danmörku. í fyrmefnda landinu eru
þau eitt á hverja 2700 íbúa en aðeins
eitt á hverja hundrað og fimmtíu
þúsund íbúa í þvi síðarnefnda.
Lögreglufulltrúinn i Nuuk telur í
viðtalinu að frjálslegar reglur um
meðferð áfengis í Scoresbysundi séu
höfuðorsök þess hve margir verða
þarmannsbani.
Að sögn blaðsins Aktuelt er á-
fengisvandinn í Grænlandi geig-
vænlegur. í Jacobshavn eru bömin
og unglingarnir sögð hafa tekið til
sinna ráða. Hafi þau farið þess á leit
að tekið verði fyrir áfengissölu á
næstunni. Þá á að halda þar þrjár
skemmtanir í tilefni hins alþjóðlega
barnaárs.