Dagblaðið - 06.06.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ1979.
13
róttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Sveinbjarnar Hákonarsonar liggur f netinu, án þess
DB-mynd Hörður.
i Svein-
■ sökktí
igum
rk á síðustu 4 mínútum
nesvannKR3-l
fyrir markið. Miðvörður KR skallaði frá marki
en beint í fætuma á Sveinbirni, sem þakkaði
fyrir sig og skaut gullfallegu viðstöðulausu skoti
rétt innan vítateigs, sem hafnaði í KR-markinu
án þess að Hreiðar kæmi neinum vörnum við.
Fjórum mínútum síðar lék Sveinbjörn sama
leikinn og skoraði fallegt mark eftir fyrirgjöf
Kristjáns Olgeirssonar.
Sveinbjöm átti mjög góðan leik hjá Skaga-
mönnum, svo og Guðjón Þórðarson, sem er
farinn að skila boltanum mjög vel frá sér, auk
þess að vinna nær hvert einasta návígi sem hann
lendir í. Kristján Olgeirsson og Árni Sveins voru
einnig góðir en báðir hræöilega einfættir — Árni
þó sér í lagi. Framlínan var slök en Andrés barð-
ist vel að vanda er hann kom inn á.
Hjá KR ber fyrst að nefna Birgi Guðjónsson,
ætíð byggjandi upp og á sífelldri hreyfingu. Þá
átti Vilhelm góðan leik svo og Sverrir, en er að
verða óeðlilega grófur í leik sínum. Sæbjöm
varamaður sýndi jákvæð tilþrif og sömu sögu er
að segja um Jóstein, sem kom í stað Ottós.
Hreiðar var mjög óömggur og landsliðsmið-
herjinn Jón Oddsson var vart með í leiknum.SSv
„Egeránægður
með sigurinn”
— sagði þjálfarí Skagamanna
Klaus Jiírgen Hilbert
„Ég er ánægflur með sigurinn en fjarri því að
ég sé ánægflur mefl leikinn sjálfan,” sagfli hinn
einkar geflfelldi þjálfari þeirra Skagamanna,
Klaus Jiirgen HUbert, eftir leikinn i gærkvöldi.
„Úrslitin voru mjög jákvæð fyrir okkur og það
er alltaf gott að vinna sigur á útivelli, eins og við
gerflum i kvöld.”
„KR-liöið barðist mjög vel í leiknum, en
okkur urðu þau mistök á að ætla aö reyna að
„spila okkur inn í leikinn”. Slíkt er ekki hægt á
íslandi. Þannig lékum við úti í Indónesíu með
góðum árangri, þ.e. náðum fyrst yfirtökunum í
spilinu og síðan kom baráttan. Hérna er þessu
öfugt farið,” sagði Hilbert.
„Nei, ég er alls ekki ánægður með framlínuna
í leiknum hjá okkur — hún brást öðm fremur og
framlínumenn okkar, þeir Matthías og Sigþór,
réðu ekki við hlutverkið. Annars var ég ánægður
með Sidda í fyrsta markinu — hann átti það
alveg. Matthías er kannski ekki fljótur lengur, en
hann er mjög góður af leikmanni á þessum aldri
að vera.”
,,Ég er nokkuð bjartsýnn á sumarið, en enn
sem komið er er engin heildarmynd komin á
hlutina. Við þurfum að leggja hart að okkur í
sumar — það bíður okkar erfið vinna,” sagði
Hilbert í lokin.
Enn kemur Þróttur á óvart!
Þróttur frá Neskaupstafl kom mjög
á óvart i gærkvöldi mefl þvi að sigra
Þór frá Akureyri á sínum eigin heima-
velli — 2—0 i mjög slökum og tilþrifa-
litlum leik þar sem Þróttur hafði undir-
töldn allt frá byrjun og vann afar sann-
gjaman sigur. Staðan i hálfleik var 1—
0.
Þórsarar áttu einhvern sinn allra
slakasta dag I lengri tima í gær. Allt
vantaði — meira að segja baráttuna,
sem hefur svo oft einkennt liðið. Enda
fór svo að sigur Þróttar var mjög
öruggur. Þróttur sótti linnulitið allan
fyrri hálfleikinn, án þess þó að skapa
sér nein veruleg færi, en á 41. minútu
uppskáru Þróttarar mark. Þórhallur
Jónasson tók þá aukaspyrnu frá hægri
og gaf vel fyrir markið þar sem Magnús
Magnússon, mjög sterkur miðvörður
Þróttar, fékk að skalla knöttinn
óáreittur í markið — mjög fallegt mark
Ihjá Magnúsi.
' í síðari hálfleik jafnaðist leikurinn
talsvert og um tíma virtíst svo sem að
Þróttarar væru að missa tökin á
honum, en þeir tóku við sér á ný og
náðu undirtökunum. Á 72. minútu var
réttilega dæmd vítaspyma á Gunnar
Austfjörð fyrir að bregða Erlendi
jDavíðssyni inni í vítateig. Bjarni
Jóhannsson skoraöi örugglega úr
spyrnunni. Tveimur mín. fyrir leikslok
munaði minnstu að Þróttur bættí við
sínu þriðja marki en Björgúlfur
Halldórsson komst einn í gegn eftir
stungubolta. Varnarmenn Þórs töldu
hann rangstæðan en sluppu með
skrekkinn þar því skot hans fór rétt
framhjá markinu.
Af leikmönnum Þróttar ber fyrst að
nefna þá Sigurberg Sigsteinsson og
Erlend Davíðsson. Sigurbergur er
geysiöruggur í vörninni og skallatækni
hans er afar góð. Þá var Erlendur mjög
hættulegur frammi. Magnús mjög
sterkur miðvörður og í heildina barðist
liðið mjög vel og átti sigurinn fyllilega
skilið. Um lið Þórs er bezt að hafa sem
fæst orð. Þar gekk ekkert upp —
viljinn var ekki einu sinni fyrir hendi.
-St.A.
Fram—Þróttur í kvöld
t kvöld Id. 20 leika á Laugardals-
vellinum Fram og Þróttur — lið sem
almennt er búizt vifl afl verfli i sitt í
hvorum enda 1. deildarinnar í sumar.
Frömurum er spáð mikilli velgengni á
meflan Þrótti er spáð einu af neflstu
sætunum. Þrátt fyrir afl aðeins tveir'
leikir hafa verifl leiknir hjá liðunum til
þessa má glöggt sjá að þessar spár
munu afl miklu leyti rætast.
Framarar hafa sýnt mjög góða leiki
í vor á sama tíma og ekkert hefur
gengið hjá Þrótti og liðsmórallinn ekki
virkað upp á það bezta. í fyrra vann
*Fram báða leikina gegn Þrótti — 4—1
og 1—0. Árið áður var Þróttur í 2.
deild en 1976 léku Þróttarar í 1.
deildinni og þá vann Fram einnig báða
leikina.annan 6—0 oghinn 1—0. Ekki
er mikil ástæða til að ætla annað en að
Framarar fari með sigur af hólmi
einnig í kvöld og skipi sér þar með í 1.
og 2. sætí deildarinnar.
Olivia
hefur þan
ilm
sem hœfir
þér bezt
’ v" Cj V\* ✓ n íf
gSg&st&sS- / > i f •/
% * f
5 /Sr/ é
1 l ■- ,. $
V J
f m v ww ff
5
■'"'r
m m m i
■
I: . < -.................
HEILDVERZLUN: JÚLÍUS SVEINBJÖRNSSON
LAUGAVEGI 26 - SÍMI 20480. EINKAUMBOÐ: PUSSYCAT VÖRURNAR
■Á"; .■1
mK:
ÉÉIS