Dagblaðið - 06.06.1979, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. JÚNÍ 1979.
19
Á myndsegulbandi: Fjölskylda okkar
kom frá fjalláhéruðunum. Pabbi,
kallaður Flathaús, var saklaus
sveitastrákur.
Auðvitað ekki. Lögreglan falsaöi ákæru
til aö fela pólitískt hneyksli.
í bók þinni bendir þú á, að faðir þinn
hlautaldrei dóm.
Leikmenn „Dripplaranna” eru ekki
ánægðir.
framlínumenn þeirra eða við kveðjum
olíudoliarana
Viljum taka á leigu
1—2 herb. íbúð sem fyrst. Erum tvö í
heimili. Heitum reglusemi og góðri um-
gengni. Fyrirframgreiðsla. Uppl. hjá
auglþj. DB í síma 27022.
H—908.
Óska eftir 3ja herb. fbúð
á Akranesi, fyrirframgreiðsla ef óskað
er. Uppl. í síma 93—1674 eftir kl. 8 á
kvöldin.
Óskum eftir 2—3ja herb. fbúð,
helzt i vesturbænum. Fyrirframgreiðsla.
Tilboð sendist DB sem fyrst merkt
„Reglusemi 916”.
Einbýiishús eða stór ibúð
óskast til leigu, fyrirframgreiðsla ef
óskað er. Höfum meðmæli frá núver-
andi leigusala. Uppl. í síma 29206 til
júníloka.
Óska eftir 2—3ja herb. íbúð,
get borgað 1/2 til 1 ár fyrirfram. Uppl. í
síma 71710 milli kl. 19 og 21 og i 30154
milli kl. 8 og 18.
Ungur reglumaður óskar
eftir herbergi sem fyrst. Uppl. í síma
43340.
(i
Atvinna í boði
8
Óskum eftir að ráða
starfskraft til að safna augl. og fleira við-
komandi, þarf helzt að hafa reynslu.
Vinsamlega leggið inn umsókn á augld.
DB merkt „Auglýsingar 96”.
Dugieg og reglusöm stúlka
óskast til starfa i matvöruverzlun.
Tilboð sendist blaðinu fyrir fimmtu-'
dagskvöld merkt „Reglusöm 160”.
Gröfumaður.
Vantar gröfumann með próf. Uppl. í
síma 34602.
Stýrimann vantar
á 50 lesta netabát. Uppl. i síma 96-
51122.
Vantar unglingsstúlku
til innistarfa í sumar. Uppl. i síma 99-
6895 milli kl. 8 og 11 í dag og næstu
daga.
Viljum ráða menn í byggingavinnu, i
innanhússfrágang og flutninga. Uppl. í
síma 35051 og 75215 ákvöldin.
Bifreiðasmiðir.
Viljum ráða bifreiðasmiði eða réttinga-
menn strax. Uppl. í síma 35051 og
75215 ákvöldin.
Starfskraftur óskast
í matvöruverzlun. Uppl. i síma 35968.
Sumarvinna.
Röskur piltur, 15—16 ára, vanur sveita-
störfum, óskast í sveit í sumar. Uppl. í
sima 22896 eftir kl. 19.
Duglegur vandvirkur
starfskraftur óskast til ræstingarstarfa.
Uppl. í síma 30815 til kl. 7.
Sölumaður
óskast í hlutastarf til að selja járnsmíða-
vélaverkfæri og áhöld, einnig bátadísil-
vélar. Hentugt aukastarf fyrir áhuga-
saman vaktavinnumann með nokkra
enskukunnáttu. Uppl. hjá auglþj. DB í
síma 27022.
H—793
Vana handfæramenn
vantar strax, matsvein og háseta. Uppl. í
síma 92-8234.
Afgreiðslufólk óskast
í matvöruverzlun, bæði í fullt starf og
hálfs dags starf. Einnig vantar i sama
fyrirtæki bókhaldsaðstoð hluta úr degi.
Tilboð merkt „Strax 858” sendist DB.
Ráðskona óskast f sveit,
má hafa með sér börn. Uppl. í síma 92-
8418 eftir hádegi.
Atvinna óskast
Vestmannaeyjar.
Vanur sjómaður óskar eftir góðu plássi á
bát með búsetu í Vestmannaeyjum í
huga. Nánari uppl. í síma 18339.
Atvinna f Hafnarfirði.
34 ára kona óskar eftir atvinnu í Hafnar-
firði, margt kemur til greina en helzt
ekki vaktavinna. Uppl. í síma 53216.
Erá 16. ári
og óska eftir vinnu í sumar. Uppl. í síma
73796.
Er samvizkusöm,
verð 16 ára í ágúst og vantar vinnu í
sumar, meðmæli ef óskað er, allt kemur
til greina. Uppl. í síma 30518 eftir kl. 4.
Maður vanur smfðum,
tamningum og almennum sveitastörfum
óskar eftir atvinnu. Uppl. i síma 33850.
23ja ára maður,
sem vinnur þrískipta vaktavinnu, óskar.
eftir aukavinnu alla daga og um helgar.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022.
H—2154
Rafvirkjaiðnnemi
óskar eftir aukavinnu við hvað sem er,
hefur bil. Uppl. í síma 51066 eftir kl. 5.
16 ára stúlka
óskar eftir vinnu í sumar, margt kemur
til greina, vön ýmsum störfum. Uppl. í
síma 84436.
16 ára stúiku
vantar vinnu í sumar. Uppl. í síma
53542.
lSárastúlka
óskar eftir sumarvinnu, margt kemur til
greina. Uppl. i síma 77229.
18árastúlka
óskar eftir vinnu, allt kemur til greina,
helgarvinna eða dagvinna. Uppl. í síma
52872 eftir kl. 7.
Fjölskyldumaður
óskar eftir góðri framtíðarvinnu, vanur
vélgæzlu, bæði til sjós og lands, margt
annað kemur einnig til greina. Uppl. í
síma 73909.
Tvær stúlkur,
14 og 15 ára óska eftir vinnu i sumar,
vanar sveita- og gróðurhúsavinnu.
Margt annað kemur til greina. Uppl. i
síma 99-1619.
Get tekið að mér múrverk.
Uppl. í síma 99-3334 eftir kl. 17.
Verð 15 ára i sumar
og óska eftir plássi í sveit eða kaupstað.
Uppl. í síma 29635, Margrét.
9
Barnagæzla
B
Öska eftir að taka börn
í gæzlu hálfan daginn, frá kl. 1. Uppl. í
síma 86691.
Óska eftir stúlku
til að gæta 20 mánaða stelpu frá kl. 9—6
í vesturbæ eða Breiöholti. Uppl. i síma
77239.
Óska eftir barnfóstru,
12— 14 ára, til að gæta 2ja ára barns
allan daginn í sumar sem næst Blöndu-
bakka. Uppl. í sima 75570 eftir kl. 8
kvöldin.
14 ára stúlka
óskar eftir að passa börn í vesturbænum
ísumar. Uppl. ísíma 13773.
£g er 13 ára stelpa
og óska eftir að gæta barns eftir hádegi í
júní og júlí, helzt í vesturbænum. Uppl. í
síma 14459 milli kl. 5 og 7.
Barngóð stúlka,
13— 14 ára, óskast til að gæta 2ja og 3ja
ára drengja úti á landi. Uppl. í síma 99-
3228 eftir kl. 7.
11—14 ára góð stúlka
í Háaleitishverfi óskast til að gæta 2 ára
stúlkubarns öðru hverju á kvöldin og
um helgar. Uppl. í síma 81663.
Égerl3ára
og vil taka barn í sumar, helzt nálægt
Álftamýri. Frekari upplýsingar í síma
30920 eftir kl. 6.
12árastelpa
óskar eftir að passa barn hálfan eða all-
an daginn í júní og júli, helzt i Breið-
holti. Uppl. i síma 72169.
Unglingsstúlka
óskast til að gæta 7 mán. gamals bams
frá kl. 12—18, helzt í miðbænum. Uppl.
ísíma 11463.
Au pair — England.
Vantar barngóða stúlku til að gæta
drengs í 2 mánuði. Uppl. í síma 44101.
Óska eftir 12—14 ára stúlku
í Hafnarfirði til að gæta ársgamallar
telpu nokkra tíma á dag í sumar. Uppl. í
sima 53800.
9
Sumardvöl
8
14 ára strákur
óskar eftir að komast á gott sveitaheimili
i sumar, mjög duglegur og vanur sveit.
Uppl. hjá auglþj. DB í síma 27022.
H—095
Get tekið tvö börn,
8—10 ára, í sveit fyrir meðgjöf. Uppl. á
Signýjarstöðum um simstöðina Reyk-
holt.
9
Einkamál
B
Er ekki einhver skilningsrfk
og félagslynd stúlka á aldrinum 18—30
ára til í að sýna kvenhæfileika sína og
deila samvistum með ungum, glaölegum
og geðgóðum manni? Algerri þag-
mælsku heitið. Tilboð sendist blaðinu
fyrir 15.6. merkt „Þagmælsku heitið”.
Reglusamur piltur,
22ja ára, óskar að kynnast grannvaxinni
og laglegri stúlku á aldrinum 18—23
ára. Tilboð ásamt mynd ef til er sendist
DB fyrir 9. júní merkt „G.Þ.S.”.
Halló dömur!
Lífsglaður maður á fertugsaldri, óskar
eftir nánum kynnum við konur, ógiftar
eða giftar, á aldrinum 18—45 ára. Ein-
hver fjárhagsaðstoðer einnig hugsanleg.
Ég heiti þér 100% þagmælsku, svo ef þú
hefur áhuga á þessu þá leggðu svar
ásamt uppl.inn á afgreiðslu DB sem fyrst
merkt „Góð tilbreyting”.
9
Ymislegt
B
Óska eftir að taka tjaldvagn •
á leigu i 1 1/2 mánuð í sumar, júlí og
hálfan ágúst. Vinsamlegast hringið í
síma 14679.
17. júnfnefndir ’79:
Til þjónustu reiðubúinn á þjóðhátíðar-
daginn. Grétar Hjaliason eftirherma.
Umboðssími 16520, aðrir símar 24260
og 99-1644.
9
Spákonur
B
Spái i spil og bolla
frá 10—12 og 7—10 á kvöldin, hringiðí
síma 82032. Strekki dúka í sama númeri.
9
Þjónusta
B
Tek að mér almenna málningarvinnu,
úti sem inni, tilboð eða mæling. Uppl. í
síma 76925 eftir kl. 7.
Skerping.
Skerpum sláttuvélar, garðklippur, ljái,
hnífa og skæri. Uppl. í síma 16722 milli
kl. 7 og 9.
Gróðurmold — gróðurmold.
Mold til sölu, heimkeyrð, hagstætt verð.
Uppl. i síma 73808.
Get bætt við mig málningarvinnu,
utan húss og innan. Pantið utanhúss-
málninguna tímalega. Ódýr og vönduð
vinna. Greiðslukjör. Uppl. í sima 76264.
Garðeigendur athugið.
Tek að mér slátt og snyrtingu á einbýlis-,
fjölbýlis- og fyrirtækjalóðum, geri tilboð
ef óskað er, sanngjarnt verð, Guð-
mundur sími 37047. Geymið auglýsing-
una.
Tek að mér
almenna málningarvinnu úti sem inni,
tilboð eða mæling. Upplýsingar í síma
86658 eftir kl. 5. Hallvarður S. Óskars-
son málarameistari.
Húseigendur—Málarar.
Tökum að okkur að hreinsa hús o.fl.
áður en málað er. Háþrýstidæla sem
tryggir að öll ónýt málning og óhreinindi
hverfa. Fljót og góð þjónusta. Uppl. í
síma 19983 og 37215.
Atvinnurekendur.
Atvinnumiðlun námsmanna er tekin til
starfa. Miðlunin hefur aðsetur á skrif-
stofu stúdentaráðs í Félagsstofnun stúd-
enta við Hringbraut. Sími miðlunarinn-
ar er 15959 og er opinn frá kl. 9—17 alla
virka daga. Stúdentar, mennta- og fjöl-
brautaskólanemar standa saman að
rekstri miðlunarinnar.
Glerisetningar.
Setjum í einfalt gler, útvegum allt efni,
fljót og góð þjónusta. Uppl. í síma 24388
og heima í síma 24469. Glersalan
Brynja. Opið á laugardögum.
Kéflavfk — Suðurnes:
Til sölu túnþökur, mold í lóðir, gróður-
mold. Útvega ýmiss konar fyllingarefni.
Fjarlægi umframefni af lóðum. Útvega
allar vélar og tæki til lóðagerða. Uppl. í
síma 92-6007.