Dagblaðið - 21.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.07.1979, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLl 1979. DB á ne ytendamarkaði .... ' * unmm samkeppni í Hveragerði: „öll samkeppni er mjög góð, sér- staklega fyrir neytendur, sem nú geta fengið tómata og agúrkur á mun lægra verði en áður. Þrátt fyrir þetta lága verð náum við sömu sölu og jafnvel betri,” sagði Bragi Einarsson í Eden i Hveragerði í samtali viö neytendasíðuna. — Þeir tveir aðilar sem hafa verið einna umsvifamestir í grænmetissölu í Hveragerði, Bragi í Eden og Páll Michaelsen hafa lækkað verð á tómötum, agúrkum og blómum eftir tilkomu markaðarins og er nú svo komið að þeir eru komnir niður fyrir markaðsverðið með verð á II. flokks tómötum. Er kg. selt núna um helgina á 900 kr. Bragi gengur meira að segja lengra, því Hann hefur lækkað I. flokk um 100 kr. um helgar. I. flokkur hefur verið á sama verði eða 1200 kr. á öllum sölustöðunum. II. flokkur kostar hins vegar 1000 kr. á markaðinum. Tómataverðið undir „markaðsverði” — um helgar. II. flokkur núá900kr. verðið. Þá selst meira magn og allir græða, bæði neytendur og seljendur. Áður en þessi háttur komst á söluna varð að aka stórum hluta framleiösl- unnar á haugana um háuppskerutim- ann, og enginn fékk neitt, hvorki framleiðendur né neytendur! í leiðinni má þó benda á að ekki getur talizt hagkvæmt, fjárhagslega, fyrir neytendur úr Reykjavík að aka beinlínis austur í Hveragerði til þess að kaupa sér þessar ódýru afurðir, þvi benzínverðið er orðið það hátt. Samkvæmt útreikningum FÍB eyðir meðal fólksbíll um 10 lítrum á hundrað km, en það er einmitt um það bil vegalengdin í Hveragerði og til baka aftur. Má því bæta rúmlcga 3000 kr. kostnaði við, ef farið er gagngert austur til innkaupanna. En ef menn eiga hvort eð er leið um ,,tómata”- og blómabæinn Hvera- gerði borgar sig að gera innkaupin í leiðinni. í gær kostuöu tómatarnir 1390 kr. i Blómavali, en á útimarkaöinum ó Lækjartorgi kostuðu þeir 1280 kr. og gúrk- urnar i II. verðflokki 790 kr. DB-mynd Ámi Páll. Gúrkurnar eru einnig á mjög hag- stæðu verði fyrir neytendur, þær kosta 2-300 kr. á markaðinum, 200 kr. hjá Páli en 250kr. í Eden. Þá má fá mjög ódýrar pottaplönt- ur á öllum þessum stöðum. Sagði Páll að hann seldi allar sinar potta- plöntur á heildsöluverði, allt niður í 550 kr. Hins vegar er algengt verð 1550 kr. í Eden má fá 6-8 stk. af rósum í búnti á 600 kr. Fyrir utan potta- plöntur á „góðu” verði. Þarna sannast svo sannarlega það sem haldið hefur verið fram í DB að útkoman verði hagstæðari hjá öllum aðilum með því að lækka Verðið í Reykjavík Þess má geta að tómatakíló kostaði í gær í Blómavali í Sigtúni 1390 kr. I. flokkur, II. verðflokkur á agúrkum var 675 kr. kg. (rúml. tvær gúrkur). í Víði í Starmýri kostaði I. flokkur af tómötum 1280 kr. og gúrkurnar 975 kr. kg., en það var I. flokkur. í Matardeildinni i Hafnarstræti kostaði kg. af I. fl. tómötum 12651 kr., og gúrkur 1035 kr., en í SS í Austurveri kostaði kg af tómötum 1566 kr. og 1031 kr. agúrkukílóið hvorutveggja I. flokkur. -A.Bj. Frá Vistheimilinu Sólborg, Akureyri Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur framlengist til 27. júlí. 1. Sameinuð staöa framkvæmdastjóra og forstöðumanns. I starfinu felst yfirstjórn stofnunarinnar. Umsækjandi hafi uppeldisfræðilega menntun og einhverja reynslu í stjórnunarstörfum. 2. Staða deildarstjóra. Starfið er fólgið í daglegri verk- stjórn á deildum heimilisins og þátttöku i heildarstjórn og skipulagningu stofnunarinnar. Þroskaþjálfa- eða önnur hliðstæð menntun tilskilin. Skriflegar umsóknir um stöður þessar sendist stjórn Vistheimilisins Sólborgar í pósthólf 523, 602, Akureyri. KVARTMÍLUÆFING Sunnudaginn 22. júlí verður æfing í kvartmílu- akstri á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni. Þeir, sem hug hafa á að taka þátt í Miðsumars- kvartmílukeppninni geta þá æft sig fyrir hana og látið skrá sig í keppnina. Brautin verður opin milli kl. 2 og 4. Stjórnin. Ólögmæt innheimta Pósts og síma Póstur og simi heldur áfram ólög- mætum innheimtum sínum. Sigurður Elíasson, Háaleitisbraut 60, hefur skýrt DB frá þvi að honum hafi verið sendur reikningur frá stofnuninni þar sem honum er gert að greiða ferðakostnað og vinnu vegna flutnings á síma. Að auki á hann að greiða flutningsgjald. Sigríður Elíasson kvaðst ekki sjá af hverju hann ætti að greiða Pósti og sima ferðakostnað og vinnu fyrir flutning sem hann hefði sjálfur fram- kvæmt. DB bar þetta undir Gísla Jónsson, stjórnarmann i Neytenda- samtökunum, sem rannsakað hefur svipuð mál að undanförnu. Hann kvað Sigurð einungis skyldugan til að greiða flutningsgjald. Ferðakostnað og vinnu mætti Póstur og sími ekki innheimta þegar eigandi flytji síma sinn sjálfur. Má jafnframt benda á að póst og símamálastjóri sjálfur er mjög hlynntur því að sem flestir flytji simtækin með sér sjálfir, þar sem hægt er að korna því við. -G.M. ~~ 1 PÓST- OQ SlMAMÁLASTOFNUNIN j Sfmstjórlnn 1 Reykjavlk Háaleltisbraut 60 105 FYLGISKJAL MEÐ REIKNINGI 04 617 79 Kr. /5 Flutningsgjald 27.500 — GJaldskrárhakkun maí, Jiíní.Jdlí 1.600 Afnotagjald ágdstmánuð. 3.100 Ferðakostnaður 4.000 Vinna 1.700 37.900 Söluskattur 20% af kr.32.200 6.440 Reykjavfk. 1/? 19 79 44.340 Símasnúran kostar “ — enásett 500 kr. metrinn —— Hérna er nokkuð skrautlegur reikningur fyrir 6 metra símasnúru. Metrinn kostar 500 kr., en þar sem símnotendur geta ekki sjálfir komið snúrunni á tólið verður í rauninni að greiða 1550 kr. fyrir metrann — Símnotandinn sem átti þennan reikning átti heima i Breiðholtinu, en símamenn höfðu nokkra daga til umráða til að koma með snúruna þannig að hægur vandi hefði verið að safna nokkrum verkefnum saman og fara eina ferð í Breiðholtið. Sennilega hefur það einnig verið gert — og allir sem fengu einhverja þjónustu í Breiðholtinu þennan ákveðna dag hafa þurft að greiða 4000 kr. í ferðakostnað. — Þeir hafa þá „gert það gott” 16, maí sl. síma- mennirnir sem unnu í Breiðholtinu og geftð góðan pening í kassann hjá Pósti og síma. -A.Bj. 2«^/ i 9 79 Kr. 6/5 1 stk. snvlra 6 metrar 3.000 V inna , , Ferðakostnaður , , 4.000 8.700 Söluskattur 20% af kr. 3.000 600 Reykjavík,...... 1/7 19 .79. 9.300

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.