Dagblaðið - 21.07.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979.
I
I
|
11
íran:
Fennir óðfluga
í spor keisarans
—nánast aðeins gjaldmiðillinn sem enn ber mynd hans sex
mánuðum eftir aðhaim hrökklaðist frá vöidum
tímenningarnir höfðu verið hand-
teknir þar til aðrir félagar þeirra
höfðu tekið við hlutverkum þeirra í
sérnefndinni. Enginn þeirra mun
aftur á móti vera þekktur í Vestur-
Evrópu.
Charta 77 var yfirlýsmg þar sern
því var mótmælt að tékknesk yfir-
völd brytu mannréttindaákvæði hins
svonefnda Helsinkisamkomulags
sem einnig fjallaði um öryggismál
Evrópu og slökun á spennu í sam-
skiptum austurs og vesturs.
Charta 77 var fyrst lagt fram árið
1977. Síðan þá hafa um það bil eitt
þúsund Tékkar ritað nöfn sín undir
yfirlýsinguna. Flestir þeirra hafa
tapað atvinnu sinni og á ýmsan hátt
verið hrelldir í kjölfar þess
verknaðar.
Sex mánuðum eftir að fyrrverandi
íranskeisari hvarf frá landi sínu og
hélt í það, sem hann sjálfur kallaði
fremur langt orlof, hefur orðstír hans
og vegur í íran farið hraðminnkandi.
Fólk, sem áður sýndi honum mikla
virðingu gerir nú lítið úr keisaranum
á allan hátt.
í grein í blaðinu International
Herald Tribune nýlega er sagt að
stjórnvöld hafi kannað hverjar hafi
verið taldar eignir keisarans og síðan
dreift þeim á meðal fólks að nokkru
leyti. Nafn hans og orðstír er
skipulega troðið niður í svaðið.
Höllum er áður töldust í eigu keis
arans og fjölskyldu hans er breytt í
söfn eða húsrými fyrir almenning.
Fyrrum fylgismenn keisarans og
aðstoðarmenn eru eltir uppi einn af
öðrum og dregnir fyrir lög og dóm.
Ekkert á að verða eftir, sem ber nafn
gamla keisarans.
Margir íranir telja keisarann
hreinan og beinan glæpamann, sem
eigi að fara með sem slíkan. Opinber-
lega er keisarinn aftur á móti
hreirtlega ekki til í íran. Hann er ör-
sjaldan nefndur á nafn opinberlega
og þá einvörðungu með miklum
viðbjóði og fyrirlitningu.
Styttur og minnismerki, af og um
keisarann hafa verið fjarlægð. Hið
mikilfenglega grafhýsi sem hann lét
gera í Perseopolis verður skóli í fram-
tíðinni. Aðalgatan í Teheran
höfuðborg landsins, sem nefnd var í
höfuðið á keisaranum er nú nefnd
Mossadek breiðgata. Er það til
heiðurs Mossadek, sem var forsætis-
ráðherra árið 1953. Var hann einn
helzti andstæðingur keisarans. Vildi
þjóðnýta olíuvinnsluna. Var það ekki
fyrr en Bandaríkjamenn komu keis-
aranum til hjálpar sem hann treysti
sér til að koma aftur heim úr stuttri
údegð, en þá var Mossadek fallinn.
Sjóður sá, sem hafði umsjón með
öllum eigum keisarans hefur nú
fengið nýtt nafn og mjög mikilfeng-
legur garður í Teheran heitir nú
Garður þjóðarinnar en ekki Garður
konungs konunganna.
Enn er andlit keisarans á gjald-
miðli landsins og frímerkjum. Þaðan
hverfur það aftur á móti um leið og
nýjar útgáfur koma úr prentsölunum
og myntmótunum. } höll keisarans
við Teheran dveljast nú ungir menn
úr andstöðusveitunum gegn honum.
öll merki um hann hafa verið fjar-
lægð af krúnudjásnunum, sem höfð
eru til sýnis.
Þess er nú vandlega gætt að
strika yfir orðið keisaraveldi, þegar
tollverðir stimpla í vegabréf ferða-
manna, sem fara inn og út úr
landinu.
,,Ef keisarinn hefði aðeins gætt
þess, að hugsa aðeins ofurlítið um
hina fátæku, þá hefði l'óik ekki snnizt
svona hatrammlega gegn honum,” er
haft eftir einum landa hans, sem
menntaður er á Vesturlöndum.
„Hann gat aftur á móti aðeins
hugsað í stórum framkvæmdum og
stórum tölum,” heldur maðurinn á-
fram.,,Stjóm keisarans var aldrei
neitt annað og meira en stjórn fá-
menns sérréttindahóps. Ég tel að þú
mundir raunveruiega eiga erfitt með
að finna neinn, sem í raun og
sannleika óskar þess að keisarinn
snúi aftur heim til írans.”
Draumur hans um að fá tækifæri
til að taka við völdum aftur einn
góðan veðurdag virðist vera fjar-
stæðukenndur eins og málum er
háttað núna. Fregnir sem borizt hafa
um ofsóknir og pyntingar á valda-
tíma hans hafa svipt hann öllum
stuðningi og samúð. Ekkert virðist
vera eftir af þeirri virðingu sem hann
naut fyrr á árum.
Jafnvel þeir, sem eru andvígir
stjórn hinna trúföstu múhameðs-
trúarleiðtoga, hafa snúizt gegn
keisaranum.
i
Útfluttar landbúnaðarfurðir árið 1978, verð í milljónum d. króna. Fob verð útfl.bætur samt. fyrir úr FEOGA útflutning
Smjör 1234 537 1771
Ostar 1691 455 2146
Aðrar mjólkurvörur 756 692 1446
Niöurs. kjöt 2144 164 2308
Nautakjöt 2406 409 2815
Alifuglakjöt 425 43 468
Korn 1152 524 1676
Sykur 469 296 765
Fræ 512 0 512
Minkaskinn 662 0 622
Aðrar vörur 2171 208 2379
Samtals 18.296 4222 22518
norskum bændum er greitt fyrir kjöt-
ið. Þannig mætti tína til nokkur
dæmi. Þetta skilja ekki „Konurnar
úr vesturbænum” sem skrifa í Dag-
blaðið eftir að Velvakandi gafst upp
á þeim. Ef Danir væru ekki í Efna-
hagsbandalagi Evrópu, þá væri
danskur landbúnaður í rústum og
framleiddi lítið meira en fyrir innan-
landsmar kaðinn.
Á siðastliðnu ári var 1/3 út-
flutningstekna Dana fyrir land-
búnaðarafurðir. Ef ísland hefði
gengið í EBE væri ekki rifist um út-
flutningsbætur, því þær kæmu úr
landbúnaðarsjóði EBE-landanna.
Trúlega fengjust hér á landi danskir
kjúklingar og jafnvel svínakjöt, en
íslenskir bændur gætu framleitt
áhyggjulaust mjólk og kjöt, sem
þeim væri tryggt fullt verð fyrir, eftir
ýmsum leiðum.
Danskur land-
búnaður og EBE
A síðastliðnum árum fluttu Danir út
landbúnaðarafurðir fyrir 18.3 millj-
arða danskra kr., útflutningsbætur
námu 4.2 milljörðum danskra kr.
Þannig að heildartekjur af út-
flutningum voru 22.5 milljarðar
danskra króna. Útflutningsbæturnar
voru greiddar úr landbúnaðarsjóði
EBE (FEOGA). Til fróðleiks fyrir
lesendur Dagblaðsins er hér birt
tafla, sem sýnir útflutning Dana á
síðastliðnu ári og greiðslur út-
flutningsbóta með einstökum
afurðunt.
Mikill hluti útflutnings Dana fer til
landa innan EBE og þá fyrst og
fremst til Englands. Væru þeir utan
bandalagsins hefðu útflutningsbætur
verið langtum meiri og eins og áður
er sagt er ótrúlegt að Danir hefðu
getið haldið uppi þetta mikilli fram-
leiðslu. Það má nefna, að á siðast-
liðnu ári hefðu Danir fengið um 4
krónur danskar fyrir hvert kg. af
smjöri.sem þeir seldu til Englands,
hefðu þeir ekki verið í EBE, en í fyrra
seldu þó Danir smjörið þangað fyrir
kr. 19hvertkg.
Sameiginleg
landbúnaðarstefna
Upp úr árinu 1960 var samþykkt
sameiginleg stefna í landbúnaði í
EBE-löndunum. Það er eina sam-
eiginlega heildarstefnan innan sam-
takanna. Hún er í sjálfu sér einföld,
það er að framleiða nægileg matvæli
og að neytendur greiði verð, sem
tryggir bændum sambærilegar tekjur
og öðrum stéttum. Vegna samtrygg-
ingar og ábyrgðar á lágmarksverði
hefur skapast verulegt vandamál
vegna umframframleiðslu á mjólk og
sykri. Þrátt fyrir ýmsar aðgerðir til
að draga úr framleiðslu þessara
afurða, þá hefur það ekki tekist. Það
þarf engan að undra þótt Ola gangi hjá
okkur að haga framleiðslunni í
samræmi við markaðsaðstæður á
hverjum tíma. Rétt er að geta þess að
heildarverðmæti landbúnaðarfram-
leiðslu Dana reiknað á verði til
bænda, var á síðastliðnu ári 28.530
milljónir danskar. Útflutningsbætur
námu 15.5% af þessari upphæð. Hér
á landi mega útflutningsbætur ekki
fara fram úr 10% af verðmæti land-
búnaðarframleiðslunnar.
Umframframleiðsla,
bændaforystan og
stjórnmálin
Það er undarleg árátta, sem komið
hefur fram hjá einstaka mönnum upp
á siðkastið, að vilja endilega kenna
forystumönnum bænda og leiðbein-
ingaþjónustunni hvernig komið er í
íslenskum landbúnaði. Þ.e.a.s. að út-
flutningsbætur skuli ekki duga lengur
„Þetta er álíka harkalegt og Alþingi hefði
ákveðið að halda 80 þúsund krónum eftir-
af mánaðarlaunum verkamanna, sem aldrei
fengist bætt.”
til að jafna útflutningsreikninginn.
Ráðunautar telja það skyldu sína að
leiðbeina bændum hverjum og einum
þannig, að þeir fái, sem mestan
nettóhagnað, annað geta þeir ekki
gert. Ekki þarf það endilega að leiða
til stækkunar búa eða meira magns
afurða. Megináherslu hafa ráðu-
nautar lagt á, að hver gripur skili,
sem mestum arði. Ég minnist þess
ekki að ráðunautar hafi rekið áróður
fyrir stækkun búa, þeir hafa fyrst og
fremst lagt áherslu á aukna hagræð-
ingu og bættar afurðir. Þannig þjóna
þeir bændum og neytendum sam-
tímis.
Þeir sem hafa verið nefndir
forystumenn bænda, eru allir kosnir
af bændum, til að gegna trúnaðar-
störfum. Ef þessir menn komast í
andstöðu við stéttina, þá eru þeir
ekki lengur í forystu, svo einfalt er nú
það mál. Vandamál landbúnaðarins
eru eðlilega rædd á fundum bænda
og þar hafa fyrir löngu komið fram
óskir um að Framleiðsluráð fengi
heimild til víðtækari stjórnunarað-
gerða en verið hefur. Það hefur
strandað á Alþingi. Það hefur ekki
fengist meirihluti meðal Alþingis-
manna til að koma á t.d. fóðurbætis-
skatti, sem talið er að geti verið einn
þáttur til stjómunar á framleiðsi-
unni.
Þeir gleðjast yf ir
kjaraskerðingunni
Ekkert hefur glatt andstæðinga
landbúnaðarins jafnmikið og þegar
nokkrir alþingismenn komu í veg
fyrir að afgreidd væri lánsheimild til
Framleiðsluráðs. Það ntá vel vera að
heppilegra hefði reynst að fara ein-
hverja aðra leið til að koma í veg fyrir
tekjuskerðingu bænda og að land-
búnaðarráðherra hefði átt að ræða
við þingmenn Sjálfstæðisflokksins og
reyna að fá þá til liðs við sig um góða
lausn á málinu. Trúlega hafa ýmsar
leiðir verið kannaðar, en ekki reynst
samstaða um neina þeirra.
Vandinn sem steðjar að land-
búnaðinum er ekki bændum að
kenna, þeir hafa ekki lagst á móti þvi
að draga úr framleiðslunni. Yfirlýst
stefna og samþykkt af bændasam-
tökunum, er að draga skuli úr fram-
leiðslunni á næstu fimm árum, svo
útflutningur á landbúnaðarafurðum
minnki verulega. Það þótti því ekki
óeðlilegt að komið yrði á móts við
bændur á þessu ári með því að
tryggja þeim fullt verð fyrir meiri
afurðir en innanlandssalan og út-
flutningsbótatryggingin nægði fyrir.
Samkvæmt áætlun Framleiðslu-
ráðs er nú haldið eftir af greiðslum til
bænda, sem nemur 190 kr. af hverju
kg af dilkakjöti, 90 kr. af kjöti af
fullorðnu og 10 kr. af hverjum
mjólkurlítra. Samkvæmt þessu
verður tekjuskerðing bónda með
jafnmikla framleiðslu og gert er ráð
fyrir í verðlagsgrundvellinum, 962
þúsund kr. Þetta er álíka harkalegt
og Alþingi hefði ákveðið að halda 80
þúsund krónum eftir af mánaðar-
launum verkamanna, sem aldrei
fengist bætt. Þar sem bændur höfðu
samþykkt að draga úr framleiðsl-
unni, þá var það engin ofrausn þótt
eitthvað hefði verið komið á móts við
þá með þvi að auka útflutningsbæt-
urnar í ár.
Það hryggir eflaust einhvern að nú
skuli vera þó nokkur söluaukning á
landbúnaðarafurðum innanlands.
Þannig að þörfin fyrir útflutnings-
bætur verður nokkru minni en gert
hafði verið ráð fyrir. Auk þess hefur
tíðarfarið í vor og sumar valdið veru-
legum samdrætti í mjólkurfram-
leiðslunni. Þetta tvennt stuðlar að þvi
að lækka má verðjöfnunargjaldið
nokkuð. 1 staðinn verða bændur fyrir
tekjuskerðingu vegna óhagstæðrar
veðráttu. Gera má ráð fyrir verulegri
fækkun búfjár í haust svo ekki þarf
að gripa til harkalegra aðgerða til að
stuðla að samdrætti í framleiðslunni.
Það er von mín að „konurnar” tvær
fyrir austan, Jónas og Reynir geti
tekið gleðisínaáný.
Agnar Guðnason
blaðafulltrúi
landbúnaðarins.
/