Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 15
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979.
15
„Þessi torfœrukeppni var ein sú
erfiöasta keppni sem ég hef tekið þátt
I, ” sagði sigurvegarinn í torfœrukeppni
Bilaklúhbs 'Akureyrar, sem haldin var
laugardaginn 14. júll slðastliðinn. Sigur-
vegarinn var Benedikt Eyjólfsson, en
hann hcfur, eins ogflestir vita, tekið þútt
I flestum torfærukeppnum, sem haldnar
hafa verið á Islandi og unnið fleiri þeirra
en nokkur annar. Hann œtti þvl að vita
um h vað hann er að tala.
Torfœrukeppnin var haldin í
svokölluðum Bœjarkrúsum, gömlum
malarnámum, sem eru rétt við
Akureyri. Bilaklúbbur Akureyrar hefur
farið þess á leit við bœjarstjórnina að
klúbburinn fái þetta svæði til afnota og
hyggjast þeir Bílaklúbbsmenn koma þar
upp ýmiskonar akstursiþróttabrautum
þar. Einkum hafa þeir áhuga á að byggja
kvartmílubraut og rallycross braut.
Torfærukeppni Bílaklúbbsins var jvo
sem fyrr sagði mjög erftð, en í hana
mættu 5 keppendur og voru þeir komnir
víðs vegar að af landinu. Þrautirnar sem
lagðar voru fyrir keppendurnar voru sjö
talsins og voru þær svo sem við var að
búast mismunandi erfðar.
Fyrsta þrautin var hringlaga tima-
braut og voru á henni ýmsar hindranir,
svo sem börð og sandhólar, sem
Finnbogason sem ók Willys með 283
kúbika Chevrolet vél. Einar Ingvarsson
sem keppti á Renegade með 304 kúbika
AMC vél. Einar kom frá Borgarnesi til
að taka þátt i keppninni. Sýndi hann
mikla lipurð við stjórn jeppans og
keppnishörku og mun hann verða and-
stæðingum sínum skeinuhættur ef hann
Jóhann A
V
tekur þátt i fleiri torfœrukeppnum.
Þriðji keppandinn sem komst yfir vatnið
var Benedikt Eyjólfsson.
Fimmta brautin lá einnig yfir fyrr-
nefnt vatn en var styttri en sú fyrri.
Bragi Finnbogason var sá eini sem
komst hana á enda.
Sjötta brautin var nokkuð löng, en
jarðvegurinn í henni var mest mold og
torf. Þegar hér var komið sögu voru
einungis þrir keppendur eftir i
keppninni, þeir Benni, Einar og Bragi,
en þeim tókst öllum að komast moldar-
brautina.
keppendurnir þurftu að fara yfir. Flestir
keppendanna geystust í hana meira af
kappi en forsjálni enda fór það svo að
tveir þeirra löskuðu bila sina svo að þeir
urðu að notast við afturdrifið það sem
eftir var keppninnar. Halldór Jóhannes-
son keppti á Bronco með 302 kúbika vél
og braut hann öxul í framdrifinu og
Guðmundur Gunnarsson, sem keppti á
Willys með 318 kúbika Chrysler vél,
braut hjöruliðskross við framdrifið og
setti viftuspaðann i vatnskassann. Bene-
dikt Eyjólfsson náði besta tímanum í
brautinni enda þótl hann hefði hlift
Svarta torfærutröllinu og keyrt rólega.
minnugur þess er hann beygði
hásinguna og braut öxul i torfæru-
keppninni á Hellu í vor.
Önnur torfæran var dekkjagryfja og
komust allir þátttakendurnir yfir hana,
nema Guðmundur Gunnarsson og hefur
hann vantað þar framdrifið sem varð
óvirkt í tímabrautinni.
Þriðja torfæran var frekar stutt
brekka með háu barði i endann.
Reyndist barðið keppendum erfitt og
tókst aðeins einum þeirra, Benna, að
komast upp það. Naut hann þar krafts
Pontiac vélarinnar, en að þessu sinni var
hann með 455 kúbika vélina í jeppanum.
Fjórða brautin lá yfir stóran poll eða
stöðuvatn. Þurfti þar að aka yfir vatnið,
yfir sandhól sem var á þvi miðju. Síðan
þurfti að taka 90 gráðu beygju til að
komast upp úr vatninu. Þremur
keppendanna tókst að komast þessa
braut á enda en það voru Bragi
Sjöunda brautin lá eftir lítilli á og var
hún mjög krókólt. Þá voru einnig i
henni tveir djúpir hylir sem voru erfiðir
einkum vegna þess að kveikjurnar i
jeppunum vildu blotna. Urðu keppendur
að beita öllum hestöfiunum sem þeir
höfðu yfir að ráða í ánni og sögðu fróðir
menn að Benni hefði örugglega botnað
þann svarta í ánni, en hann komst lengst
í þessari braut.
Úrslitin i keppninni urðu þau að
Benedikt vann svo sem fyrr sagði en
hann fékk 1800 stig. Annar varð Bragi
Finnbogason en hann fékk 1710 stig. I
þriðja sæti varð siðan Einar Ingvarsson
og hlaut hann I320stig.
Næsta keppni sem Bilakiúbbur
Akureyrar heldur verður Islands-
meistaramótið i sandspyrnu og verður
það að öllum likindum um miðjan ágúst.
Kvartmíluklúbburinn hefur jafnan séð
um að halda Islandsmeistaramótið í
sandspyrnu, en þar sem kvartmílingar
verða æði uppteknir við að halda
keppnir á kvartmílubrautinni munu
Akureyringarnir taka að sér að halda
sandspyrnukeppnina. Jafnan hefur verið
mikið samstarf og gott milli Kvartmílu-
klúbbsins og Bílaklúbbs Akureyrar.
Von er á að sumir af sprækari sand-
spyrnubílum sunnlendinga muni halda
norður I sandinn og má þar t.d. nefna
Benna á Svarta torfærutröllinu og
Finnbjörn Kristjánsson á Volvo
kryppunnifrægu.
Jóhann Kristjánsson.
Guðmundur Gunnarsson braut framdrifið ítfmmbmaiiuú I upphafi keppninnar. Varð hann að notast við afturdrifið það sem
eftir var keppninnar og greinilegt var að hann hlifðijeppanum hvergi. DB-mynd Olafur Alfreðsson.
Þrátt fyrir sólskinið var keppnin „mjög blaut" en margar þrautimar lágu um vatn.
Bleyttu kveikjumar I bilunum sig oft og urðu af þvl nokkrar tafir. Hér bröltir Bragi
Finnbogason upp úr einu vatninu. DB-mynd Ölafur A Ifreðsson.
Tlmabrautin var mjög erfið yfirferðar og gekk á ýmsu þegar keppendumir þjöstnuðust hana. Einar Ingvarsson ryost hér upp
eitt barðið I brautinni. DB-mynd Olafúr Alfreðsson.
Þessi brekka sýnist ekki vera mjög brött á myndinni en erþað eigi að slður. Sigurvegarinn I keppninni, Benedikt Eyjólfsson,
var sá eini sem komst upp hana og hér sést hann í henni með allt I botni. DB-mynd Ólafitr Alfreðsson.
c
Þjónusta
Þjónusta
* &\\x;
k
J ; j
Garðaúðun
Tek að mér úðun trjágarða. Pant-
anir í síma 20266 á daginn og
83708 á kvöldin
Hjörtur Hauksson
skrúðgarðyrkjumeistari
Garðaúðun
Sími 15928
Brandur Gíslason garðyrkjumaflur
BÓLSTRUNIN MIÐSTRÆTI 5
Viðgerðir og klæðningar. Falleg og vönduð áklæði
Sími 21440,
heimasími 15507.