Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 23

Dagblaðið - 21.07.1979, Síða 23
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1979. — syndur i danska sjonvarpinu Danska sjónvarpið sýnir um þessar mundir enskan poppmyndaflokk í sex þáttum, en þessi myndaflokkur hefur verið geysivinsæll í Englandi. Það er hinn vinsæli enski plötu- snúður Kenny Everett sem kynnir ný og gömul popp- og rokklög á sinn ein- stæða hátt í þessum þáttum. Hver þáttur býður upp á nýja gesti, m.a. Cliff Richard, David Essex, Kate Bush, Leo Sayer, hljómsveitina Thin Lizzy ásamt mörgum fleiri þekktum nöfnum. V__________________________________ Á milli atriða koma síðan smágrín- þættir þar sem heilsað er upp á helztu stjörnur heimsins. Kenny Everett er 33 ára. Hann varð fyrst vinsæll sem plötu- snúður í lítilli sjóræningjastöð sem er á skipi í Norðursjó. Eftir það fékk hann sinn eigin út- varpsþátt í BBC og seinna starfaði hann hjá einkaútvarpsstöð sem rekin er fyrir auglýsingatekjur. Sífellt er hann að auka vinsældir sínar og ekki sízt með þessum sjón- varpsþáttum, sem við getum að ein- Hinn vinsæli plötusnúður Kenny Ever- ett. hverju leyti líkt við Skonrok(k) Þor- geirs Ástvaldssonar. Unga fólkið hér á landi tæki þessum myndaflokki sannarlega fegins hendi og gætum við þar tekið Dani okkur til fyrirmyndar. - ELA J Nína Sveinsdóttir fer með eitt auka- hlutverk. FRAMHALDSLEIKRIT —útvarp kl. 13,20 á morgun: Síðasti þáttur Hrafnhettu Á morgun kl. 13.20 verður fluttur fjórði og jafnframt síðasti þáttur fram- haldsleikritsins um Hrafnhettu eftir Guðmund Daníelsson. Nefnist hann A heimsenda. Leikstjóri er Klemens Jónsson og með aðalhlutverkin fara Helga Bach- mann, Arnar Jónsson og Margrét Guð- mundsdóttir. í þriðja þætti gerðist það helzt að Hrafnhettu finnst Níels Fuhrmann hafa svikið sig, en Þorleifur Arason reynir að hugga hana. Þær Karen Hólm og Hrafnhetta eiga langt samtal um Níels og skilja engar vinkonur. Fuhrmann fer til íslands, en Hrafnhetta eltir hann þangað því að hún telur sig enn eiga heimtingu á að hann kvænist sér. Leikritið á morgun tekur 67 minútur i flutningi. - EI.A UMRÆUiÞÁTTUR — útvar^kl. 19,25 annað kvöld: Eru fjölmiðlar fjórði armur ríkisvaldsins? Helga Bachmann fer með hlutverk Hrafnhcttu. Helgi Skúlason er sögumaður í leikrit- inu. Annað kvöld kl. 19.25 verður annar umræðuþáttanna, þar sem alþingis- menn stjórna umræðum, en þeir verða alls fjórir. í þetta sinn er það alþingismaðurinn Ólafur Ragnar Grímsson sem stýrir þættinum og hefur hann sett fram spurninguna: Eru fjölmiðlar fjórði armur ríkisvaldsins? Þeir sem þátt taka í umræðunum að þessu sinni eru Jónas Kristjánsson rit- stjóri, Indriði G. Þorsteinsson rithöf- undur, Halldór Halldórsson blaða- maður, Eiður Guðnason alþingismaður og Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur. Þátturinn tekur rúma klukkustund í Ólafur Ragnar Grimsson stjórnar um ræðuþælti í útvarpi annað kvöld. HLUSTUNIN ALLT N»UR í 0,0% Á SINFÓNÍUR — en þættir íléttum dúr vinsælastir Hagvangur hf. hefur nú skilað öðrum hluta útvarpskönnunar sinnar og náði könnunin til 365 manns sem fæddir voru á tímabilinu 1.1. 1903 til 31.12. 1%0. Alls bárust 215 gild spurn- ingaeyðublöð. Fyrsta könnunin var gerð vikuna 19.—25. nóvember 1978 og annar hluti vikuna 13.—19. maí 1979. Mun hærri svarprósenta var í öðrum hlutanum og segir í skýrslu frá Hag- vangi að hugsanlega séu þrjár ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi var spurningaeyðublað- inu breytt með tilliti til einföldunar. 1 öðru lagi var spurt um dagskrá sjón- varpsins, en það var ekki gert í fyrri hluta könnunarinnar. Og í þriðja Iagi var reynt að kynna könnunina á markvissan hátt í útvarpinu sjálfu. Það kemur greinilega í ljós í könnun- inni að varðandi sjónvarpsdagskrána virðist mest horft á fréttir og fasta framhaldsþætti. Á sama hátt er mikið hlustað á fréttir og fréttaþætti i út- varpi, en varðandi tónlistina virði'st skiptast í tvö horn sem fyrr, segir í skýrslunni. Mun minni hlustun er á' „þyngri” tónlist heldur en tónlist af „léttara” taginu. 1 skýrslunni segir að áberandi sé hve hlustun er meiri á fimmtudagskvöldum í útvarpi, þegar sjónvarps nýtur ekki við. Hvað varðar einstaka þætti virðast framhaldsþættir hafa verið geysivin- sælir, svo sem þátturinn Húsið á slétt- unni, en 64,2% horfðu á þann þátt, en til viðmiðunar má nefna að á fréttir horfðu sama dag 67,4%. í útvarpi er það áberandi hve mikil hlustun virðistá fréttir og veðurfregnir, en sinfóníur og konsertar margs konar hafa allt niður í 0,0% hlustun. Má þar t.d. nefna að 13. maí var fluttur i út- varpi sembalkonsert og hafði sá þáttur enga hlustun. 14. maí var tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands útvarpað og voru 1,9% þeirra sem spurðir voru sem hlustuðu. Aftur á móti hafði þátturinn í viku- lokin 62,8% hlustun og sömu sögu er að segja um óskalagaþætti og hvers kynspoppþætti. Það sýnir sig því aftur í þessari út- varpskönnun Hagvangs að breyta mætti dagskránni til rauna, og ætti það ekki að vera erfitt ef tekið er tillit til þessara kannana. - ELA Diskóþáttur með vinsælum plötusnúð UNGIR PENNAR — útvarp sunnudag kl. 17,20: Úrslit í smásögukeppninni Myndaflokkurínn Húsið á sléttunni naut gífurlegra vinsælda ef marka má útvarps- könnun Hagvangs hf. Þess má geta að til eru 23 þættir í viðbót af Húsinu á sléttunni og væri þvi ekki úr vegi fyrir sjónvarpið að reyna að fá þá þætti til sýningar næsta vetur. Útvarpskönnun Hagvangs, annar hluti: ^ • A morgun kl. 17.20 er á dagskrá út- varpsins þátturinn Ungir pennar i um- sjá Hörpu Jósefsdóttur Amin. í sam- tali við DB sagði Harpa að þátturinn væri nú farinn að taka við sér eftir að hafa verið í efnishungri í fyrstunni. Harpa hélt að smásögukeppni, sem efnt hafði verið til í þættinum, hefði dregið svo mikið að, en í þættinum á morgun verða birt úrslit í keppninni. Þátturinn er rúmlega klukkustundar langur. - ELA Harpa Jósefsdótt- ir Amin, umsjón- armaður Ungra penna. DB-mynd Bj.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.