Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979. 2 Enn um „tryggingaskóna”: Skókaupmaður hefur engan rétt til að halda hinu parinu eftir segirbréfritari Pálína Þorsteinsdóltir, Jaðarsbraut 9 Akranesi, skrifar: Greinarkorn, sem ég skrifaði í Dagblaðið 14. júlí sl., tekur Steinar S. Waage til sín og svarar ösku- vondur í sama blaði 18. júií. Það skyldi þó aldrei sannast þar hið forn- kveðna „að sannleikanum verður hver sárreiðastur”. Hann segir að ég hafi skrifað óhróður um sig i umraeddri grein. Því neita ég eindregið. í fyrsta lagi var nafn hans þar aldrei nefnt og þess utan enginn óhróður skrifaður að mínum dómi. Ég sagði aðeins sann- leikann um það hvernig skókaupin gengu fyrir sig. En skoðanir okkar Steinars stang- ast verulega á, þar sem ég tel mig eiga skó (eitt eða fleiri pör) sem ég hefi keypt og fullborgað, þótt meðaðstoð trygginga sé. Ég held því fram að skókaupmaðurinn hafi engan rétt til þess að halda helmingnum af skónum eftir til þess að „gefa” eða selja með eða án styrkja frá tryggingum. En meðal annarra orða, hvers á ég að gjalda að hafa ekki notið gjaf- mildi skókaupmannsins? Hvað skóstærðinni viðvíkur þá dreg ég í efa þá umsögn Steinars að ég þurfi skó af mismunandi stærð, þar sem ég nota skó af sama númeri, jafnframt, enda í upphafi aðeins beðið um hækkun á vinstrifótarskó, eins og áður hefur komið fram. Þessi tvöföldun verður helmingi dýrari fyrir mig og líka tryggingarnar, í það minnsta. Ef það skyldi hafa verið misskiln- ingur hjá afgreiðsludömu skókaup- mannsins að búið væri að selja hitt parið (en það sagði hún, eins og fram kom í grein minni og kona sem með mér var heyrði líka) þá vonast ég til að fá skóna senda frá verzluninni hið allra fyrsta. Ég get svo alveg eins „gefið” þá! Ég staðhæfi nú, sem fyrr, að ég á bæði skópörin og nefndur kaupmaður hefur hvorki eignar- eða umráðarétt yfir vöru sem hefur verið keypt og fullborguð af mér með aðstoð trygginganna. Þrátt fyrir reiðilestur Steinars standa eftirfarandi staðreyndir óhaggaðar: Steinar ákveður sjálfur að afgreiða tilvísun læknis þannig að láta mig hafa skó af sitt hvorri stærð og halda hinu parinu eftir. Fyrir það borga ég kr. 27.000 og tryggingarnar aðrar kr. 27.000, samtals kr. 54.000 fyrir inniskó. Með þögninni virðast tryggingarnar ekki sjá neitt athuga- vert við þetta, en spyrja má hvað góðir gönguskór (útiskór) myndu þá kosta? Er svo útrætt um þetta mál af minni hendi, en e.t.v. sæju t.d. Neyt- endasamtökin ástæðu til að kanna það. , Kostar blaðalestur opin- berra starfsmanna í vinnu- tímanum þúsund dagsverk? M.G.Þ. skrifar: Er það ekki í rauninni fráleitt að verkstjórar ríkisins, ráðherrarnir, skuli leyfa sér að láta bera til starfs- manna sinna í vinnutímanum pólitísk málgögn sín, dagblöðin, og þar með stuðla beinlínis að vinnusvikum? Ef við gefum okkur að opinberir starfsmenn séu 17 þúsund og að þeir lesi blöðin um það bil hálftíma á dag hver og einn þá eru það 8500 klukku- -stundir eða rúmlega þúsund dagsverk á ári. Væri ekki eðlilegra að opinberir starfsmenn læsu blöðin heima hjá sér eins og flestir aðrir starfsmenn? Annað er í þessu máli sem verk- stjórarnir athuga líklega ekki. Þeir telja sig vera að styrkja flokksmál- gögn sín með því að láta ríkið kaupa nokkur þúsund eintök og dreifa þeim í opinberar stofnanir, en opinberir embættismenn, sem fá dagblöðin frítt inn á borð til sín í vinnutíman- um, kaupa auðvitað ekki sjálfir þessi blöð. Þeir kaupa frekar Dagblaðið sem rikið kaupir ekki. Var ekki einhver verkstjóranna að segja að nú þyrftu allir að spara? 10% BENSINSPARNAÐUR samsvarar 31 krónu pr. lítra. Allir sem fást við stilUngar bflvéla vita, að bensíneyðslan eykst um 10—25% miIU kveikjustilUnga. Eftir isetningu LUMENITION kveikjunnar losna bíleig- endur algjörlega við þá eyðsluaukningu, sem sUtnar platin- ur valda, þvi í þeim búnaði er ekkert, sem slitnar eða breytist. Með LUMENITION vinnur véUn alltaf eins og kveikjan væri nýstillt. LUMENITION fylgir 3ja ára ábyrgð. Verfl miðað vifl gengi 20.7. '79: KR. 46.000.- HABERG hf SÍMI: 84788. Minkaslagur viðEttidaárnar - vegfarendur unm þrjú dýr við ámar en ekki sást /ögregla eösjninj^ban^ Vegið að minkabönum Arnór Bjurnason minkabani hringdi: Mér finnst ómaklega vegið að þeim sem vinna við að drepa mink í borgar- —■ cumpHt-Urdst: LEIÐITAMUR VILDARVAGN Camptourist tjaldvagninn veldur byltingu i ferðalögum hérlendis þvi stálgrindarbygging hans, 13 tommu dekkin og frábær fjöðrun, gefur veðri og vegum landsins langt nef þegar mest á reynir. Camptourist er léttur (270 kg.) og svo leiðitamur að þú getur flakkað með hann hvert sem hugurinn ber þig hverju sinni, við erfiðustu vegaskilyrði. Eftir að hafa valið heppilegan næturstað, reisir þú þér 17 fermetra „hótelherbergi" á 15. min. ogpantarsiðan þjónustu úr innbyggða eldhúsinu, ef sá gállinn er á þér. Svefnpláss er fyrir 5-7 manns með samkomulagi. Gísli Jónsson & Co. h.f. 1 Sunclahoi't' ll. simi xtiiill. M landinu í grein í DB, sem heitir,,Minka- slagur við Elliðaárnar”. Þeir sem standa i þessu eru í fullri vinnu á daginn og stunda minkaveiðarnar i eftir- og næturvinnu. Það er auk þess „prinsipmál” að vera ekki á ferð t.d. við Elliðaárnar með byssu og hunda nema á næturnar. Hvað verður það næst? Líklega ömmuorlof Amma skrifar: Mér dettur í hug vegna fréttar um kröfu um 6 mánaða fæðingarorlof hvort ekki sé kominn tími til að set ja fram kröfu um einhvers konar ömmuorlof. Þegar ég fæddi mín börn varð ég að gera það á „minn eigin kostnað”, en ekki á kostnað atvinnuveitandans. Mér finnst alls ekki úr vegi að við, ömmurnar í dag, fáum einhvers konar „ömmuorlof” þegar barna- börnin okkar fæðast í þennan heim. Er því ekki lika haldið fram af „fræðingum” að ungabörnum sé nauðsynlegt að vera nálægt öfum og ömmum, ekkert síður en mömmum og pöbbum? DEILUR UM KEFLA- VÍKURSJÓNVARPK) ERU TÍMASKEKKJA Pétur hringdi: Alveg er það makalaust hvers konar ruglukollar vaða uppi á lesendasíðum DB. Meinleysisleg athugasemd mín við skrif Geirs Andersen hefur nú valdið einhverjum taugaæstum Kanavini svefnlausri nótt og árangur- inn er furðuleg ritsmíð í miðviku- dagsblaði DB. Ég nenni ekki að elta ólar við allar þær vitleysur sem bornar eru á borð í þessari grein en vil aðeins benda á að deilum um Keflavíkursjónvarpið er lokið. Það verður ekki opnað aftur. Ekki nema einhverjir asnar komist til valda. Og það var ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokksins sem lokaði Af þessum sökum eru deilur uin Keflavíkursjónvarpið í lesenda- dálkum DB aðeins timaskekkja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.