Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1979. KEFLAVÍK Iþróttá- og leikjanámskeið Iþróttabandalag Keflavíkur gengst á næstunni fyrir 2ja vikna íþrótta- og leikjanámskeiði fyrir börn fædd á árunum 1967 til og með árinu 1970. Innritun fer fram í íþróttavallarhúsinu mánudag- inn 30.7. milli kl. 10 og 12. Þátttökugjald er kr. 1000,00. ÍBK Nýkomin Torfœru- og götuhjól 50 CC HAFRAFELL H/F VAGNHÖFÐA 7 SÍMI85211 VARÐBORG *2p» AKUREYRI - SÍMI (96)22600 / / bADs • MORGUNVERÐUR / Vbrd • HADEGISVERÐUR FfíA > • KVÖLDVERÐUR lKR- &500.. / • HÖPAFSLÁTTUR / *!■ / • UTBUUM NESTISPAKKA DÚNMJÚKT fóst í verzlunum um land allt — Hagstœtt verð Hæf ileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: Lagaeinvaldurinn verður tólffaldur í roðinu að þessu sinni Hluti Dansflokks JSB f einu diskóatriðinu, sem hann sýndi fyrir nokkru. Á morgun dansar flokkurínn nokkra dansa úr West Side Story. Síðasti riðillinn í fyrrihluta Hæfileikakeppni Dagblaðsins og hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar fer fram að Hótel Sögu annað kvöld. Næstu tvo sunnudaga þar á eftir falla hæfileikakvöldin niður, en 19. ágúst verður tekið til óspilltra málanna að nýju. Lokakvöldið verður síðan á haustjafndægri, 23. september. >á leiða saman hesta sína sigurvegar- arnir frá því í sumar, tíu að tölu. Annað kvöld verður ýmislegt um dýrðir að venju. Tveir keppendur mæta til leiks, þeir Þór Östensen harmoníkuleikari og Guöbjörg Haraldsdóttir syngur nokkur lög við gjtarundirleik. Ákveðið hefur verið að gefa þriðja keppandanum kost á að gefa sig fram á staðnum, líkt og gerst hefur tvisvar áður. Því er um að gera fyrir þá, sem hafa áhuga á að taka þátt í hæfileikakeppninni en hafa ekki látið skrá sig að æfa sig nú vel og vandlega í dag og á morgun, mæta síðan á Sögu á sunnudags- kvöldið og gefa sig fram við Birgi Gunnlaugsson hljómsveitarstjóra, stjórnanda keppninnar. Auk þess að hæfileikafólk reynir með sér verður eitthvað annað til skemmtunar. Dansflokkur JSB ætlar að sýna dansa úr West Side Story, og ef til vill lítur Geir Björns- son sigurvegari frá síðasta sunnu- dagskvöldi við. Þá má ekki gleyma lagaeinvaldi kvöldsins, sem að þessu sinni er tólffaldur í roðinu. Það eru nefnilega blaðamenn og annað starfs- fólk Dagblaðsins sem ræður tónlist- inni að þessu sinni. Til að gefa fólki örlítinn forsmekk af þeirri tónlist sem fólkið hefur valið má nefna lögin House Of The Rising Sun, Ég er á leiðinni, Þú ert og Bleikur fíll. Dagskrá hæfileikarallsins hefst að venju stundvíslega klukkan hálftíu. Rétt er að minna fólk enn einu sinni á að koma tímanlega. Þá er þess að geta að fólki gefst kostur á að tryggja sér borð i Súlnasalnum á laugar- daginn. Fyrirhugað er að gera nokkrar breytingar á dagskrá Hæfileika- keppninnar í síðari hlutanum. Frá þeim verður skýrt í Dagblaðinu síðar. -ÁT- Flugleiðir setja einn Fokkerinn á söluskrá Eins og fram kom á blaðamanna- fundi sem forstjóri Flugleiða hélt 28. júni sl. á félagið nú við mikla rekstrarörðugleika að stríða. Þar var tilkynnt að eitt þeirra ráða sem gripið yrði til vegna hallareksturs yrði að leigja eða selja eina af F—27 Friendship flugvélum félagsins, sem notaðar eru til innanlandsflugs. Nú er ákveðið að ein þessara flugvéla, TF-FIP, verði sett á söluskrá. Fokker Friendship flugvélin, TF- FIP, er af gerðinni F-27-700. Flug- leiðir keyptu þessa vél frá Þýzka- landi í maí 1974. Áður hafði flugvélin verið í eigu norska flugfélagins Braathens SAFE. Hún er elzt þeirra Friendship flugvéla, sem nú eru í eigu Flugleiða og sú eina þeirra sem er með stórar vörudyr. Mikil eftirspurn er eftir Fokker Friendship skrúfuþotum. Upphaf- lega áætluðu verksmiðjurnar að framleiðslu þeirra yrði hætt um 1980. Nú þykir sýnt að framleiðsla þeirra haldi áfram allan næsta ára- tug, eðatil 1990. SkákbúðiríNoregi: HVER VILL FARA? íslenzkum unglingi áaldrinum 12— 18 ára býðst aö fara i skákbúðir á vegum norska skáksambandsins i Gjerpen, rétt hjá Skien, dagana 2.-9. ágúst nk. Skilyrði er að Viðkomandi sé virkur skákmaður og félagsmaður í taflfélagi. í boði er frítt uppihald og ókeypis þátt- taka, en viðkomandi verður að greiða ferðakostnað sjálfur. Lysthafendur sendi umsóknir sem allra fyrst til Skák- sambands íslands, Pósthólf 674. Þátt- takendum gefst kostur á að fylgjast með heimsmeistaramóti unglinga, sem samtímis stendur yfir í Skien. í þeirri keppni verður Margeir Pétursson, al- þjóðlegur meistari, fulltrúi íslands. -GAJ- GERDARDÓMURI LAUNADEILU MAT- REIÐSLUMANNA Skipaður hefur verið gerðardómur í maður, Sigríður Jónsdóttir þjóðfélags- launadeilu Félags matreiðslumanna og fræðingur og dr. Jón Sæmundur Sigur- Sambands veitinga- og gistihúsaeig- jónsson hagfræðingur. enda. í dómnum sitja Bjarni K. Gerðardómurinn á að skila niður- Bjarnason borgardómari, sem er for- stöðu fyrir 15. ágúst nk. -GM. Munið frímerkjasöfnun Geðverndar Innlend og erlend frímerki. Gjarna umslögin heil, einnig vólstimpluð umskjg. Pósthólf 1308 eða skrífstofa fól. Hafnarstrœti 5, simi 13468. Yfirheyrsl- umíGauta- borg miðar vel áf ram ,,Við erum i stöðugusambandi við fikniefnalögiegluna í Gauta- borg,” sagði Bjarnþór Aðal- steinsson, rannsóknarlögreglu- maður við fíkniefnadeild lög- reglunnar í Reykjavík í viðtali við DB. ,,Það er óhætt að segja, að yfirheyrslum þar yfir Íslendingun um miðar vel áfram,” sagði Bjarnþór, „en ekkert, sem fram hefur komið er þannig vaxið, að viðgetum sagt frá því.” Nú er beðið dóms Hæstaréttar í málinu um framsal þess manns, sem hér var handtekinn og veitti meðal annars upplýsingar, sem leiddu til handtöku íslendinganna í Svíþjóð. Er hans naumast að vænta fyrr en seint i næstu viku. Telji Hæstiréttur framsalið lög- mætt, kemur til kasta dómsmála- ráðuneytisins að taka ákvörðun í málinu. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.