Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 28.07.1979, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ1979. Krossgáta HER- B£R6 IV FFR VjÚPT SKOfl- RR ÖÝJP NflDRfí E/N- DPEá- /NN m FELfífl * A 1 misí in. SflmST. 4 BflRfl HE/T mi NuRTfl l. Nim Kúáfl FLON 'ofífíVJ p£ y/ W55/W BRÚN íflflflUR - Komn OK sááium irllNN' NflR l ftl/ÚKfl 'flTT L'/fT- F/ÍRf) FISK- urinN RÖDÐ 1 fí TI f LftáNfí R/<r— þRÖNá STOPP/ VONV KvÖlD SVflLj ByPKj STfíUP RR ÚTL. TlTiLL ! 'oSóÐMfl Pfí-H TRflNfí foRSÍT' (finul) LfíBISF) SQ/WU L’/FfÆRi F/SKS Þrj'ot BR NBiTPi VI S BáL SK/P/Ð (jfíbbUR rojöö DöKKflR ?ljot,r HRyufí EFTfí B’oli 'fl S/Vfl I, mijkuN KLUKKú KÆPM V/SSR ífímsT Tfíur/ SK/Pfl KÓNá HKflffl 'oiuaR ) FUC,U HV/Vi/ VIT- LEYSftR £KK/ Nk/Nfl f > STBFN- DU P/LTfí BfíUNUi fíáNiR P ÚKfl- RNlR flHáftR fírv/N- NU f 'fíTT r V/NNfl FoRfí FlSKfí ?ÖSSUN VERU liElLfí TfíLflR PjNýflr KflÐfíL hRKflR BPYTjft 9 oRmfí SKR/ffl GRflTfl áLj'fl LfluST 5 OLT- UV/U KfíUSfíR t T'/iyir B/u. LEH<up SV/FT snF- /Yirrifl $K.$T. UTfl/j RlFPi KoSTJ flVUR SííDÝP FoRSK. BE/SKt NflTT- ÚRU- FflR 5 /ER 'S % </> 3 eS </> -CO «9 * O 9: V 9: vf> > • 0 * - O K 's o VQ 9: * $ Ui * • - vp) VÖ N co K q: K k o: h Uí “s. VD k K) 0 K s 9: O K K N Ul 0 * o: • K N O V o -sj * * < tv 53: cc: K cv sl 9: o u q: a; 9: vrv cv K K s: k • $ 9: tv D $ o K * v> K U. N * 9: sj * * N » ■sl o K v> 0 Qí • q: \ VQ Uj 5: 9: V- > o: vn (V vb K '-u 9: vfS LUMSKUR ÁRÓÐUR The Deer Hunter — Hjartarhaninn Leikstjóri: Michael Cimino Kvikmyndun: Vilmos Zsigmond Aðalhkitverk: Robert De Niro, Christopher Walken, John Savage, John Cazale, Merlyn Streep Bnndarísk 1979. Sýningarstaður: Rognboginn. Regnboginn sýnir um þessar mundir einhverja umdeildustu kvik- mynd síðari ára, Hjartarbanann eða The Deer Hunter eins og hún heitir á frummálinu. Mikið hefur verið deilt á hana fyrir þá mynd sem hún dregur upp af stríðinu í Víetnam og ekki að ástæðulausu eins og nánar verður vikið að í þessu greinarkorni. íhaldssamir gagnrýnendur hafa hins vegar haldið þvi fram að myndin fjallaði ekkert um Víetnamstríðið heldur væri það aðeins notað sem umgjörð um þá sögu sem sögð er í myndinni. Myndin gefur marga túlk- unarmöguleika og hefur þar af leið- andi vakið umræður um þátt Banda- ríkjamanna í Víetnamstríðinu og slík umræða hlýtur alltaf að vera and- stæðingum stríðsins í hag. Söguþráður í örstuttu máli fjallar myndin um líf nokkurra verkamanna í Pensyl- vaníu. Áhorfandinn er leiddur inn í ómannlegt umhverfi stáliðjuveranna. Fyrr en varir er áhorfandinn kominn baksviðs í sótsvörtum stáliðjubæ og fær að kynnast því margbreytilega mannlífi sem þar þrífst. Við kynn- umst lífsháttum þessa fólks og áhrifum þeirra á aðalpersónur mynd- arinnar, sem eru innflytjendur. Þrír af verkamönnunum eru á leið til Víet- nam án þess að gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er að gerast. í hug- um þeirra er striðið ekki ólíkt hjartar- veiðum sem þeir stunda í fritíma sín- um. Síðan eru þeir skyndilega komnir í stríðið og þurfa að ganga í gegnum hinar mestu mannraunir. Þásegir frá heimkomu jreirra sem aftur snúa og þeim erfiðleikum sem þeir eiga í við að aðlagast umhverfinu á nýjan leik. Lokakaflinn gengur svo út á það að sýna hvernig stríðið hefur leikið þá og myndin endar á því að aðalpersón- urnar syngja „God bless America” og má auðveldlega túlka það á marga vegu. Áróðursmynd The Deer Hunter hefur verið sökuð um að gefa ranga mynd af Víetnam- stríðinu, en það sem meira er, er það að hér er á ferðinni viðbjóðsleg áróð- ursmynd. Það vekur undrun að slík mynd skuli vera gerð 1979 þegar menn hafa i huga að The Green Berets var gerð 1968 en það er ein- hver illrsémdasta áróðursmynd fyrir hernaðarbrölt Bandaríkjamanna í Víetnam. En í dag þykir boðskapur hennar hlægilegur vegna þess að nú er fólk upplýstara um Víetnamstríðið en þá var. En þegar Grænu húfurnar voru gerðar sögðu aðstandendur myndarinnar nákvæmlega það sama og nú er sagt um Hjartarbanann, eða eins og Michael Wayne orðaði það svo snilldarlega: „Við erum ekki að gera mynd um Víetnam heldur um þá góðu gegn hinum illu og ég held að Víetnamar séu hinir slæmu og jafnvel þó svo væri ekki þá verður þú að hafa þá slæma menn, þvi þú getur ekki misboðið áhorfendum. Það er það sama með indíánana. Við áttum kannski ekki að útrýma öllum þess- um indíánum, ég veit það ekki, en þegar maður gerir kvikmynd þá eru indíánarnir vondu strákarnir.” Vondu strákarnir Hermenn N-Víetnam eru sýndir sem ótíndur glæpalýður og í einu at- riðinu sést einn slíkur drepa óbreytta borgara, konur og börn. Þetta atriði er svo fráleitt að manni liggur við að halda að hér sé um sölubragð að ræða. Því það var vitað að þetta myndi vekja umræður, eins og reyndar á varð raunin, sem jafnframt virkaði sem auglýsing fyrir myndina. Atriðið er fráleitt þegar haft er í huga að skæruhernaður, eins og N-Víet- namar beittu, grundvallast á vináttu við ibúana því frá þeim fengu þeir vistir. í því sambandi má minna á að Bandaríkjamenn eyddu My Lai vegna þess að íbúarnir voru grunaðir Kvik myndir Friðrik Þ. Friðriksson um að styðja N-Víetnama. Það er þekkt áróðursbragð í kvikmyndasög- unni að sýna andstæðing sinn heimskan eða morðóðan, nægir í því sambandi að minna á hvernig Rússar voru sýndir í kaldastriðsmyndum eða Þjóðverjar í öllum þeim aragrúa stríðsmynda sem gerðar hafa verið. Ádeilupunktar Menn hafa bent á að nokkra ádeilu megi finna gegn þátttöku Banda ríkjamanna í Víetnamstríðinu, eins og þegar einn þeirra þremenninga er látinn stynja upp úr sér að þeir eigi ekkert heima þarna og séu eins og illa gerðir hlutir þarna í frumskógum Víetnam. Persónulega hefði undirrit- aður kosið að heyra þessa setningu sagða í verksmiðjunni þar sem þeir voru virkilega ómeðvitaðir um hlut verk sitt. Einnig má túlka atriðið þegar De Niro hættir við að drepa hjörtinn þannig að hann hafi misst löngunina til að drepa varnarlaus dýr vegna þess að hann hafði fengið nægju sína með því að drepa varnar- laust fólk í Víetnam. Allavega vant- aði ekki orðurnar á kappann þegar hann sneri aftur heim og í stríði fá hermenn orður fyrir að drepa sem mest af andstæðingum. Jákvæðar hliðar Hér að framan hefur verið drepið á nokkrar af neikvæðum hliðum myndarinnar, en sem betur fer hefur hún margt til síns ágætis eins og frá- bæra kvikmyndatöku Vilmos Zsig- mond og óaðfinnanlegan leik allra aðalpersóna, enda er valinn maður í hverju rúmi. John Cazale er hreint stórkostlegur í hlutverki eins af verkamönnunum, sem haldinn er mikilli minnimáttarkennd og til þess að vinna bug á henni gengur hann alltaf með skammbyssu ásér. Chriso pher Walken vinnur mikinn leiksigur og sama er að segja um Robert De Niro og Merlyn Streep. Öllum þess- um leikurum tekst að skapa eftir- minnilegar persónur. Leikstjóranum, Michael Cimino, tekst að skapa magnað listaverk í upphafskafla myndarinnar en síðan missir hann tökin á viðfangsefninu og myndin rennur út i sandinn þegar til Vietnam er komið. Hins vegar hefur Cimino haldið þeirri skoðun fram að myndin fjalli aðeins um sumt af þvi sem hún sýnir, hversu einkennilegt sem það kann að hljóma. Hann hefur til dæmis lýst því yfir að myndin fjalli ekki um Vietnamstríðið heldur sam- bandið milli persónanna. Þetta hefur verið tekið upp af afturhaldssömum gagnrýnendum, en nokkrir þeirra hafa sagt að að vísu fjalli myndin um Víetnamstríðið en það sé ekki það sem skipti máli. Þetta er álika gáfu- legt og að fá manni einn bolla af kaffi með mjólk út i og segja við hann að hann sé að drekka mjólk; að vísu sé kaffi í bollanum en það skipti ekki máli, mjólkin séaðalatriðið! Mean Street Það er einmitt Víetnamkafli myndarinnar sem hefur orðið þess valdandi að mynd þessari er veitt at- hygli. Það leiðir hugann að annarri mynd, sem ekki hlaut mikið umtal og engin verðlaun, þ.e. Mean Street. En þangað sækir Cimino mikið af fyrir- myndum sínum. Myndirnar eru mjög keimlikar í uppbyggingu nema hvað Víetnam er ekki í Mean Street. Sér- staklega er þetta áberandi þegar Cimino er að undirstrika þátt trúar- bragðanna. Einnig fjalla þær báðar að nokkru leyti um vináttu karl- manna. Að lokum er rétt að hvetja fólk til þess að sjá þessa mynd, þó ekki væri nema til þess að sjá fyrsta hlutann.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.