Dagblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 30.08.1979, Blaðsíða 1
• r ] I rlfrjálsi, 'áháð dagbl&ð 5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST1979 — 197. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Búnaöarbankinn: i Launagreiðendur fara í bankareikninga launþega —efþeir telja sig hafa ofgreitt laun—reikningseigendur ekki spurðir leyfís ftíkisstarfsmaður einn fékk i sumar ofgreidd laun frá fjármála- ráðuneytinu á ávísanareikning í Bún- var hann þegar búinn að gefa út ávís- anir fyrir þeirri upphæð sem lögð var á reikninginn og hafði ekki minnstu aðarbankanum. Um tíu dögum eftir hugmynd um að sér hefðu verið of- að launin voru greidð fékk hann til- kynningu frá ráðuneytinu um að mis- munurinn hefði verið bakfærður. Þá Rainbow Warrior: SÆKJA VATN OG VISTIR ,,Við erum hér til að ná okkur í vistir og vatn og til að vita hvort við getum ekki herjað út bátana okkar,” sagði einn af skipverjum um borð i Rainbow Warrior í samtali við DB í morgun. Skipið var þá að varpa akkerumáytrihöfninni Reykjavik. ,,Við ætlum einnig að kanna laga- lega stöðu okkar og að kanna hvort saksóknari hyggst gefa út kæru á hendur okkur,” sagði skipverjinn. Hann var þá spurður að því hvernig hefði gengiðá miðunum í þetta sinn. „Okkur gekk vel. Einn hvalbátanna veiddi reyndar hval fyrir framan augun á okkur. Við vorum bara með lítinn bát og gátum því ekki hindrað veiðarnar. En báturinn sneri heim að lokinni veiði á einum hval en við erum sannfærðir um, að ef við hefðum ekki verið þarna hefðu skipverjar veitt mun fleiri,” sagði skipverjinn á Rainbow Warrior. -DS. Ofsnöggar fóðurbreytingar oilulambadauða Tilraunastöðin á Keldum hefur nú til athugunar, hvað valdið hafi dauða lambanna tveggja er drápust í vörzlu Selfossbæjar nýlega áður en þau yrðu seld á uppboði. Sigurður Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, sagði i samtali við DB í morgun, að fyrstu athuganir bentu til að snöggar fóðurbreytingar hafi leitt til dauða lambanna, þ.e. þau hafi veikzt af svokallaðri garnaveiki við að vera tekin af beit og sett á gjöf innan dyra. Hann sagði að lömbin hefðu verið viðkvæm fyrir og mikil orma- sýking i öðru lambanna, sem hefði veikt mótstöðu þess. Sigurður sagðist vilja vara bændur við því, að orma- ■ sýking gæti veikt mjög mótstöðu gegn garnaveiki en ormasvking mun hafa verið ós enjumikil i lömbum i sumar. GAJ- reiknuð laun. Telur maður þessi full- an vafa leika á að bankinn hafi leyfi til að heimila launagreiðendum að fara í bankareikninga launþega án þess að láta reikningseigendur vita. „Þetta gerist öðru hvoru,” sagði Guðný Ottesen, starfandi deildar- stjóri ávísanareiknings I Búnaðar- bankanum við Austurstræti, þegar DB spurði hana hvort það væri rétt að launagreiðendur sem teldu sig hafa ofgreitt launþegum á launa- reikning þeirra í bankanum fengju endurgreiðslu út af reikningnum. Guðný Ottesen kvað þetta heita bakfærslu á máli bankans. Þegar slíkt gerðist léti bankinn reikningseiganda, þ.e. launþega, ekki vita um það sér- staklega heldur væri það verkefni launagreiðandans. Guðný sagðist ekki vita hvort til væru einhverjar skriflegar reglur bankans sem kvæðu á um þetta atriði. -GM. Auðtekinn skyndigróðií fasteigna- sölunni? DB-mynd- Bjarnlcifur. Ekki til Jan Mayen íbili — sagði Frydenlund fyrir utanríkisráðherraf und Norðurlamda í morgun „Nei, úr því verður ekki að þessu sinni, þótt óneitanlega sé veðrið til þess,” sagði Knut Frydenlund, utan- ríkisráðherra Norðmanna, er DB hitti hann að máli í morgun. Fréttamaður DB spurði ráðherrann, hvort hann ætlaði að halda áfram ferðinni norður til Jan Mayen. „Er það yðar skoðun að Íslending- ar eigi meiri rétt en Norðmenn til að nýta landgrunnið í kring um Jan Mayen?” spurði fréttamaður. Ráðherrann sagði: „Það sem eink- um hefur til þessa verið rætt eru fisk- veiðarnar. Varðandi landgrunnið hefur Noregur réttinn. íslendingar hljóta að eiga frumkvæði að umræðum um það mál.” -BS — sjá bls.9 Tillögur Framsóknar: Skattahækk- anirekkií vísitölu — þingflokkur Alþýðu- flokks tekur efnahagstillögum Framsóknar vel í tillögum framsóknarmanna i ríkis- stjórninni er meðal annars gert rað fyrir, að hækkun söluskatts og vörugjalds komi ekki inn i kaupgjalds- vísitölu og verði ekki bætt mcð kauphækkunum. Tómas Árnason fjármálaráðherra leggur til, að söluskattur verði hækkaður um tvö stig og vörugjald almennt úr 18% í 24%. Þær tekjur, sem ríkissjóði bætast við það, eiga að fylla upp i það gat, sem á honum er á þessu ári. Muni nægilegar skatttekjur koma inn á tímabilinu 1. september til l.aprilánæstaári. Framsóknarmenn segja að fallist samstarfsflokkarnir ekki á þessa leið, verði að skera niður ríkisútgjöldin. Þingflokkur Alþýðuflokksins fjallaði i gær um þessar skattatillögur og drög að efnahagstillögum, sem Framsókn er að smíða. Alþýðuflokks-'' menn tóku vel í þá stefnu. sem Framsókn markar nú i efnahagsmálum almennt og felur í sér harðar aðgerðir gegn verðbólgu, verðstöðvun í alvöru og skerðingu vísitölubóta. -HH. DC-10 Flugleiða aftur í lóftið eftir 12 daga viðgerð: HANDVOMMIVIÐHALDIORSOKIN? — Seaboard kraf ið skaðabóta reynist svo vera „Við munum að sjálfsögðu fara þess á leit að fá skaðann bættan, reynist rétt að handvömm í viðhaldi hafi orsakað bilunina,” sagði Leifur Magnússon, 1 fiugrekstrarstjóri Flug- leiða, í viðtali við DB í morgun, vegna DC-10 þotu félagsins sem hóf flug í fyrrakvöld eftir 12 daga stopp í kjölfarbilunar. Bilunarinnar varð vart eftir skoðun á vélinni hjá bandaríska félaginu Sea- board fyrir hálfum mánuði. Skýrslur áhafna, sem flugu þotunni yfir hafið, benda til að þær hafi brugðizt rétt við biluninni. Bandaríska flugmálastjórnin er nú að rannsaka málið hjá Seaboard og franska fyrirtækið UTI, sem gerði við vélina í París, er einnig að vinna skýrslu. Þá er skýrslu að vænta frá Seaboard og jafnvel Douglas verk- smiðjunum, þótt Ijóst virðist vera að ekki sé um framleiðslugalla að ræða. Að fengnum þessum skýrslum verður svo ákvörðun tekin um skaða- bótakröfur, væntanlega á Seaboard. Tjónið hefur ekki enn verið metið til fjár, en þotan var úr umferð á mesta annatíma ársins. -GS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.