Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 2

Dagblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 2
 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. Símstjórinn Reykjavík: Hafsteinn Þorsteinsson, símstjóri í Reykjavik, skrifar: í blaði yðar 27. ágúst >.I. kvartar Ólafur Baldvinsson, Lundahólum 6, um samskipti sín við starfsmenn Sim- stöðvarinnar vegna bilunar á síma- númeri hans i framhaldi af flutningi á símanum frá Asparfelli að Lunda- hólum 6, 10. mai sl. Þar sem hér gætir nokkurs misskilnings óska ég eftir að eftirfarandi verði birt í blaði yðar, sem fyrst: 1. Ólafur hafði samband við skrif- stofustjórann 22. ágtst vegna reiknings fyrir flutning símans, sem OLAFUR SKULDAÐI 3 SÍMAREIKNINGA gefinn var út 1. júlí sl. og óskaði hann eftir afslætti á reikningnum, þar sem síminn hefði verið bilaður í heilan mánuð eftir að flutningurinn var framkvæmdur 10. maí sl. Skrifstofustjórinn kvaðst þurfa að kynna sér málið og fáskýrslu frá yfir- manni Bilanatilkynninga05. Nokkrum dögum síðar kom Ólafur á fund skrifstofustjórans og var honum þá skýrt frá, að sam- kvæmt upplýsingum frá Bílanatil- kynningum hafí fyrst verið kvartað til þeirra 29. maí sl. og hefði verið gert við símann samdægurs. Ólafur kvaðst hins vegar hafa kvartað um bilunina við þá deild sem sá um flutninginn en starfsmenn deildarinnar minnast þess ekki, enda langt um liðið síðan verkið var fram- kvæmt. Skrifstofustjórinn taldi þó ekki á- stæðu til að rengja frásögn Ólafs um að hann hefði kvartað yfir truflunum á símanum fljótlega eftir flutninginn. Með hliðsjón af því tjáði hann Ólafi að til greina kæmi að fella niður afnotagjald af símanum tíma- bilið 10. til 29. maí, í samræmi við heimild í Gjaldskrá og reglum fyrir símaþjónustu, XIII. kafli, 1.6., þar sem segir: „Bili símabúnaður, ber þegar í stað að tilkynna það viðkomandi stöðvarstjóra, er sér um að gallarnir verði lagfærðir svo fljótt sem unnt er. Póstur og sími ber ekki ábyrgð á þvi, þótt síminn verði ónothæfur um stund. Verði óþarfur dráttur á viðgerð símans má krefjast endur- greiðslu á afnotagjaldi í hlutfalli við þann tíma, er síminn er ónothæfur, ef sambandsslitin eru meira en 10 sólarhringaráári.” 2. Að símanum hafi verið lokað vegna flutningsreikningsins eingöngu er ekki rétt. Ólafur átti vangreidda þrjá reikninga, tvo útgefna I. júlí sl. annar fyrir símskeyti og símtöl og hinn fyrir umræddan flutning og priðji reikningurinn var fyrir afnota- gjald og símtöl útgefinn I. ágúst sl. Símum í Breiðholtshverfi með gjaldfallnar skuldir var almennt lokað 22. ágúst sl., en ekki aðeins símaólafs. Afsláttur af afnotagjaldi af sima Ólafs fyrir tímabilið 10. til 29. maí sl. hefur verið reiknaður út og verður færður honum til tekna. Ferðasaga f rá Mallorka Badd'ir |eSenda Þórhallur Þorgeirsson skrifar: Þann 22. ágúst keypti ég mér far- miða til Mallorka með ferðaskrifstof- unni Úrval. Ekkert stóðst af því sem lofað var af ferðaskrifstofunni. Við tveir keyptum saman íbúð og átti hún auðvitað vera tilbúin við komuna. En íbúðin var ekki tilbúin fyrr en eftir tvo sólarhringa. Ég fékk nýrnastein i þvagrás á leiðinni til Mallorka og er slíkt ekki nýlunda að ég fái þann kvilla. Var ég fluttur á spítala daginn eftir komuna til Mallorka og steinninn fjarlægður þá um kvöldið. Morguninn eftir símaði farar- stjórinn i mig á spitalann og sagði að ég hefði sofið vel um nóttina. Eg hafði á orði að hér hefði ég ekkert að gera lengur og óskaði eftir að verða sóttur þá þegar. Þvi var lofað, en ekki gert. „Gleymdi” ferðaskrif- stofan mér i vikutima. Þaðan fór ég ekki inn í ibúðina, sem ég hafði greitt fyrir, heldur á yfirfullt hótel af Þjóðverium. í samtali er ég átti við farar- stjórann morguninn eftir að ég kom á spitalann, sagði hann mér að ég væri vel fjáður af gjaldeyri. Taldi ég það mitt mál en ckki hennar. Seinna varð ég þess visari að fararstjórinn, frú Halldóra, hafði sagt þetta starfs- fólkinu. Neyddist ég til þess að lána starfskonu ferðaskrifstofunnar 5000 peseta. Þess skal getið að það var ekki gert af frjálsum vilja. Einnig' skal þess getið að ég var rændur í anddyri hótelsins af starfskonu, 50 dollurum. En þeir voru mér sendir til baka í nafnlausu umslagi seinna. Ég hef gengið á fund Steins Lárus- sonar, forstjóra Úrvals, og tjáði honum að ég vildi ræða málið. Brást hann illa við. Ég krefst fullra skaða- bóta frá ferðaskrifstofunni. Matthías gleymdi að færa út í200 mflur Sigurður Jónsson, Asparfelli 2, skrifar: Mjög hafa verið básúnaðar tillögur Ólafs Ragnars og Matthiasar Bjamasonar í Jan Mayen málinu, en aðrar tillögur hafa verið ófrægðar i æsifréttastíl. Nú hefur hins vegar komið á daginn, að sjálfur Matthías Bjarnason hafði „gleymt” að „færa út” í 200 mílur í átt til Jan Mayen i ráðherratíð sinni, og varð Kjartan Jóhannsson að hafa snör handtök nú i sumar til þess að bjarga málinu að því leyti. — Næst gerist það, að kommar (ÓRG og Ragnar Arnalds) koma með helmingaskiptatillögur um hafsbotninn, og getur sú tillaga þeirra orðið okkur dýrkeypt áður en lýkur. Ætli það hafi nú ekki veriðsvo, að tillögur þeirra Benedikts Gröndals og Kjartans Jóhannssonar í Jan Mayen málinu hafi verið þær hyggilegustu, þótt ekki væru þær settar fram með froðufellandi hávaða og gauragangi? Margir telja, að þær hafi verið settar fram með vitund Geirs Hallgrimssonar og með sam- þykki Ólafs Jóhannessonar. SPARIFJÁREIGENDUR Áfangahækkun vaxta á leið til verðtryggingar <six^ Frá og með 1. september verða innlánsvextir sem hér segir: mánaða vaxtaaukareikningar 39,5% mánaða vaxtaaukareikningar 32,5% mánaða sparisjóðsbsekur 29,5% mánaða sparisjóðsbækur 28,0% Almennar sparisjóðsbækur 27,0% Ávísanareikningar 1 1 ,o% Hlaupareikningar 11 ,o% Næstu vaxtabreytingar verða 1. des. 1979 og 1. mars 1980 Innlánsviðskipti leið til lánsviðskipta BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS GEYMIÐ AUGLÝSINGUNA

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.