Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 3

Dagblaðið - 15.09.1979, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. 3 Svindl og svínarí — hjá knattspymumönnum Knattspyrnuunnandi skrifar: Um áratugi hefur mín aðal- skemmtun verið að sjá knattspyrnu- leik og er svo enn. Knattspyrnudreng- ir okkar eru margir hverjir snillingar eins og sést bert á þvi hve margir eru nú atvinnumenn í stærri erlendum knattspyrnuliðum. Flestar mínútur i stórleikjum eru til ánægju. Þvi miður er það þó svo með knattspyrnuna jafnt sem aðrar íþróttir, allt frá skákinni, að þegar menn eru farnir að fá svimandi há laun fyrir leik sinn í stærri liðum er- lendis er það ekki lengur aðalatriðið að sýna af sér flotta „teknik” og drengskap i framkomu. Þar er mammon húsbóndinn og í mörgum tilfellum guð. Að hans dómi er bara til eitt sjónarmið, það er að vinna, og til að það náist er sjálfsagt að beita öllu svindli og svínaríi sem einstaklingurinn getur uppfundið. Nú er svo komið að jafnvel hér heima í áhugamannaliðunum sjáum við áhorfendur oftar og oftar ein- staka knattspyrnumenn beita auvirði- legum hrekkjum til að næla sér í „straffi” eða fríspark. Tveir and- stæðingar berjast t.d. um boltann. Annar hlýtur að ná boltanum (trú- lega sá betri) en hinn ákveður að ná boltanum hvað sem það kostar: Hann dettur niður og engist sundur og saman, dregst saman í hnút og veltur kannski um með tilheyrandi stunum og veinum. Dómarinn hopp- aði á „trixið”: fríspark og áminning handa fíflinu. Sá slasaði stekkur á fætur geislandi af sjálfsánægju, stingur ekki einu sinni við. Dómarinn sem hafði verið einni mínútu fyrr að vona að dómur hans væri réttur, hlýtur að sjá hver er i hlutverki fifls- ins. Þetta bragð einstakra knattspyrnu- manna kalla ég óþokkabragð og það er skylda dómara og þjálfara við- komandi einstaklinga að láta þá ekki komast upp með svona litilmennsku. Annað hrekkjabragð er ekki nærri eins ljótt en samt Ijótt. Sumir sóknar- leiksmenn fara að haga sér nokkuð undarlega þegar þeim tekst að komast með boltann inn fyrir vita- punkt andstæðinganna. Komast þeir nú að raun um að drengurinn sem fyrir augnabliki var stæltur og erfið- ur viðureignar frammi á miðjunni er nú orðinn eins og strá í vindi og bara við að hlaupa öxl við öxl er eins víst að hann kútveltist á völlinn. Fjórir fætur, séu þeir í návigi, eru þannig að ekki er alltaf gott að sjá hver brá hverjum. Að endingu: Við áhorfendur erum orðnir óumræði- lega þreyttir á að þurfa eftir hvert mark að horfa upp á allt þetta kossa- flens, og ekki nóg með það: þegar nú allir vinirnir sem eru i kringum hetj- una sina (kannski er það bara alls ekki hann sem á heiðurinn skilið) hafa fengið sinn koss byrjar kannski fjörugur eltingaleikur aftur og fram um völlinn þar sem vinirnir sem ekki hafa fengið sinn koss hjá elsku krútt- inu sínu „óþolandi” elta hann uppi. Þegar knattspyrnan á okkar ís- landi er búin að losa sig við þesslags menningarlús og eftirapanir þá fer aftur að borga sig að skreppa á völl- inn. EKKERT KLÁM AÐ KASTA KLÆÐUNUM Nakinn skrifar: Þann I. september siðastliðinn birtist i blaðinu greinarkorn eftir hneykslaðan „ferðalang” sem hafði ásamt fjölskyldu sinni og venslafólki lagt leið sína í Landmannalaugar nokkru áður. „Ferðalangur” segir frá því, fullur vandlætingar, að þar hafi fólk af þýsku þjóðerni baðað sig án sundfata og jafnvel hlaupið klæðalaust um bakka lauganna. Á þetta hafi siðað íslenskt fólk orðið að horfa án þess að fá rönd við reist. meini i íran, sem ekki geta einu sinni litið blæjulaus andlit kvenna án þess að það misbjóði „sómatilfinningu” þeirra. Nekt hefur færzt i vöxt víða á sólar- ströndum. Myndin er tekin á Ibiza en þangað sækja árlega margir íslending- ar. .... Öll er lýsing „ferðalangs” hin lit skrúðugasta og að lokum ákallar hann yfirvöld og biður um fulltingi þeirra til að koma i veg fyrir ósóma eins og þarna hafi ált sér stað. Landmannalaugar og umhverfi þeirra eru ein af hreinustu og feg- urstu perlum náttúru lands okkar. Á slikum stöðum komast heil- brigðar manneskjur í náið samband við uppruna sinn. í Landmannalaugum, við Víti hjá Öskju og í Grjótagjá, svo einhverjir staðir séu nefndir, leggja menn þvi áunna siðavendni og fordóma til hliðar, kasta klæðum sínum og sam- einast hinni óspilltu náttúru i fögnuði og fegurð. Það þarf fordómafullar og ósið- lega hugsandi „Vesturbæjarkerling- ar” til að sjá i þvi klám og Ijótleik. En svoleiðis fólk finnst eins og tilvitnuð greinarklausa ber með sér. Ekki þyrfti reyndar að koma á óvart þótt „ferðalangur” eða skoð- anabræður hans krefðust þess , að graðhestar gangi i buxum, kýr með brjóstahaldara og jafnvel að tjaldað verði yfir naktar auðnir landsins. Vitringurinn Laó-tse segir að þegar sannar dyggðir hverfi taki menn að gera sér títt um siði og venjur. Þau sannindi mætti „ferðalangur” hugleiða áður en hann gengur form- lega í lið með mönnum eins og Kho- Raddir lesenda 4 Torfæruaksturskeppni Björgunarsveitín Stakkur í Keflavík heldur torfæruaksturskeppni við Grindavík sunnudaginn 16. sept. og hefst kl. 14. Komid og sjáiö spennandi keppni. Styrkiö gott málefni. Spennandi keppni — Góð verðiaun Björgunarsveitin Stakkur Spurning dagsins Býrðþú til sultu? Auður Torfadótlir, kennari: Já, ég bý til rifsberjasultu og hef gert það undan- farin ár. Jóhanna Einarsdóttir, afgreiðslumær: Já, ég bý til rabarbarasultu. Ég hcf gert það síðan ég byrjaði að búa. fTF L Björk Kristjánsdóttir, núsmóðir: lá, og ég er búin að þvi Ég bjó til rabarbara- sultu. Ég bý til s.'iltu á hverju ári nú orðið. Úlfhildur Guðmundsdóttir, Ijósmóðir: Nei.þaðgeri égekki vegna þess aðhún cr ekki borðuð hjá mér. Vilborg Björnsdóttir, kennari: Eg ei hætt þvi núna. Ég gerði þó töluvert að þvi hér áður fyrr, ég cr engin sultu manneskjanú orðið. Ásdís Einarsdóttir, kennari: Já, cg bý til rabarbarasultu og het gert það siðan ég byrjaði að búa.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.