Dagblaðið - 15.09.1979, Síða 9

Dagblaðið - 15.09.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. kom ofanritaður með 8 v. í næstsíð- ustu umferð hafði ég svart gegn Razuvajev og var augljóst að sigur varð að vinnast ef ég ætti að eygja möguleika í 1. sætið. Jafnteflistilboð andstæðingsins fyrir skákina fékk því litinn hljómgrunn. Ekki leið þó á löngu áður en mér snerist hugur. Skákin fór yfir í ankannalegan farveg og kunni ég illa við stöðu mína. Þegar tímahrak var svo yfirvofandi þótti mér hyggilegast að bjóða sættir og var vel tekið í þá málaleitan af hálfu andstæðingsins. Þar með hafði Razuvajev sama sem tryggt sér sigur á mótinu þvi Filip var honum lítil ógnun. Tékkneski stórmeistarinn, sem er á sextugsaldri, býr yfir mikilli reynslu og þekkir sín takmörk vel. í seinni hluta mótsins tók hann því upp á því að gerast ærið friðsamur og sætta sig við 2. sætið. í síðustu umferð gerði Razuvajev stutt jafntefli við Adamski (Póllandi) og Filip við Schinzel (Póllandi). Hörkubarátta var hins vegar i skák ofanritaðs við a-þýska stórmeistar- ann Knaak. Báðir lentu í geigvænlegu tímahraki og tókst hvorugum að hafa tölu á leikjafjöldanum. Stórmeistar- inn reyndist sterkari á svellinu í tíma- hrakinu og í biðstöðunni hafði hann greinilega stöðuyfirburði. Eftir að tekið var til við skákina að nýju kom næsta tímahrak til sögunnar. Meðan á því stóð tókst ofanrituðum að tapa þremur (!) peðum og skákinni þar með. Lokastaðan á mótinu varð þvi þessi: 1. Razuvajev (Sovétríkin) 10 v. af 15 mögulegum. 2. Filip (Tékkóslóvakía) 9 1/2 v. 3. —5. Knaak (A-Þýskaland), Jansa (Tékkóslóvakia) og Farago Ung- verjaland) 9 v. 6.-8. Bielczyk (Pólland), Jón L. Árnason og Timoschenko (Sovétrík- in) 8 1/2 v. 9.—11. Spassov, Spiridonov (báðir Búlgaríu) og Adamski (Pólland) 8 v. 12. Planinc (Júgóslavía) 6 v. 13. Schinzel (Pólland) 5 1/2 v. 14. Pokojowczyk (Pólland) 5 v. 15. Kruszinski (Póiland) 4 v. 16. Borkowski (Pólland) 3 1/2 v. Stigahæsti alþjóðlegi meistarinn i heiminum, Timoschenko, (Elo-stig: 2530) átti ekki láni að fagna á mót- inu. Með sigri í tveimur síðustu skák- unum tókst honum þó að fleyta sér upp í viðunandi sæti. Skák hans gegn pólska alþjóðameistaranum Poko- jowczyk fékk fegurðarverðlaun: Hvítt: Pokojowczyk Svart: Timoschenko Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6.g4 Keres-árásin, eitt hvassasta vopn hvíts gegn þeirri uppbyggingu sem svartur velur. 6. — Rc6 7. g5 Rd7 8. Be3 a6 9. h4 Be7 10. Dd2 Rxd4 11. Dxd4 0-0 12. 0- 0-0 b5 13. Hgl Hb8! Mun sterkara en 13. — Bb7 sem áðúr hefur veríð reynt. 14. h5 b4 15. Rd5 Athyglisverður leikur en eins og framhaldið leiðir í ljós á svartur ekki i vandræðum með að bægja hætt- unni frá. Leikur eins og 15. Re2 fellur hins vegar ekki í kramið hjá hvítum. 15. — exd5 16. h6 Re5 17. f4 Dc7 18. exd5 Ekki 18. fxe5 dxe5 19. Dxd5 Be6 'o.s.frv. Textaleikurinn hefur þó þann annmarka að hvítreitabiskup svarts verður stórveldi. 18. — Bf5 19. Hg2 Hfc8 20. Hdd2 b3! Svartur hefur greinilega hrifsað til sín frumkvæðið. , 21. axb3 Hxb3 22. Kdl Nokkrar vel þekktar grafikkonur hengja upp afmælissýningu Islenskrar grafikur. ARNIPALL JÖHANNSSON. AÐALSTEINN INGOLFSSON Hausar eru sömuleiðis á grafíksýningunni. Þessir eru eftir Ragnheiði Jónsdóttur. JÓN L ÁRNAS0N SKRIFAR UM SKÁK mátar auðvitað i tveimur með 31. — Dh5 + 32. Kg3 Dh3. 30. —He3+! Timoschenko gat ekki á sér setið og skellti hróknum niður í borðið svo giumdi í salnum. 31. Kxe3 er svarað með 31. — Dd3 mát svo hvítur gafst upp. 13. exd5 RxdS 14. Rf5 Dd7 15. Dh5 He8 16. Hael Til gamans skulum við að lokum renna yfir stystu vinningsskák móts- ins sem sýnir svo ekki verður um villst að stórmeisturunum getur orðið illilega á í messunni. Skákin var tefld i 9. umferð. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Planinc Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Annar möguleiki er 2. f4. 2. — Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 b5 6. Bb3 Bb7 7. Rc3 Be7 8. d3 0-0 9. Bd2 d6 10. Rd5 Rb8?! Endurbót Planinc. Áður hefur verið leikið 10. — Rd7 11. a4! og hvítur náði betra tafli í skákinni Geller-Dorfman, Skákþing Sovétríkj- anna 1976. 11. Rxe7 + Dxe7 12. Rh4d5? 12. — Bc8 er e.t.v. besti leikurinn! 16. — Rc6?? 17. Dg4 og svartur gafsl upp. Hótanirnar eru 17. Dxg7 mat og 17. Rh6 + með drottningarvinningi. I stað 16. — Rc6 gat svartur reynt 16. — g6 17. Rh6+ Kg7, en eftir 18. Dh4 hefur hvítur yfirburðastöðu: t.d. 18. — Rc6 19. Bxd5 Dxd5 20. Rf5 +! gxf5 21. Bh6+ og hvitur mátar. Best er því 18. — He6! en 19. Rg4 við- heldur stöðuyfirburðum hvíts. 22. —Bf6! 23. cxb3 23. gxf6 er svarað með 23. — Rf3! og svartur vinnur lið. Hvítur afræður að þiggja hróksfórnina enda er ekki auðvelt að sjá afleiðingarnar fyrir. 23. — Dcl + 24. Ke2 Rf3! 25. Db4 He8! Kaldur og rólegur kemur svartur hróknum i ákjósanlega vígstöðu. Hótunin er 25. — Del + og mát i næsta leik. 26. Kxf3 Dxfl + 27. Bf2 Dhl! 28. Bgl Dh3+ 29. Hg3 Dfl + 30. Hf2 Eða 30. Bf2 Dhl+ 31. Hg2 og nú er komin upp sama staða og áðan, nema hvað svartur á leikinn! Hann J I Sýningarnefnd Haustsýningar FlM samankomin. _________;_______________ Willys Overland '55. Perkins dísilvél, þungaskattsmælir, læst drif, aflhemlar og vökvastýri o.fl., o.fl. Óryðgaður. Uppl. í síma 40155. KENNARI Varnarliðið óskar að ráða kennara við barna- skóla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Um- sækjendur hafi kennarapróf og starfsreynslu í kennarastörfum. Kennslugreinar: íslenzk menn- ing, saga, íslenzka og landafræði. Mjög góð enskukunnátta, tala, lesa og skrifa skilyrði. Umsóknir sendist Ráðningarskrifstofu varnar- máladeildar Keflavíkurflugvelli eigi síðar en 24. sept. nk. (sími 92—1973).

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.