Dagblaðið - 15.09.1979, Side 10

Dagblaðið - 15.09.1979, Side 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. lltgefandi: DagblaOið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfeson. RKstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjón: Omar Vaklimarsson. íþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aöalsteinn IngóHsson. Aöstoðarfróttas^óri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrfmur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Slgurösson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hönnun: Guöjón H. Pólsson, Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Póll Jóhannsson, Bjamle'rfur BjamleHsson, Höröur Vilhjólmsson, Ragnar Th. SigurÖs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Próinn ÞorieHsson. Sökistjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjóri: Mór E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siöumúla 12. Afgreiðsla, óskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhohi 11. Aöalskni blaösins er 27022 (10 Ifnur). Setning og umbrot: Dagblaöfð hf., Sföumúla 12. Mynda- og plötugerö: Hilmir hf., Sföumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Víðaþarfaðmoka Nýlega skýrði Dagblaðið frá því, að varðskip hefði verið sent eftir drukkn- um ökumanni, sem hafði sloppið undan lögreglunni á Patreksfirði og flúið á bát út á sjó. Fréttin var staðfest af Land- helgisgæzlunni. Lögreglan á Patreks- firði þóttist hins vegar ekkert við málið kannast. Börnum er kennt að segja satt og ljúga ekki, hvorki í stóru né smáu. Sumir fullorðnir virðast hafa gleymt því, ekki aðeins pólitíkusar, heldur einnig embættis- menn á ýmsum stigum kerfisins. Dæmið um lygina á Patreksfirði er bara lítið, en nýlegt sýnishom af ótal slíkum, sem Dagblaðið hefur upplýst. Nýlega skýrði Dagblaðið frá því, að yfirvald í Kópa- vogi héldi því blákalt fram, að útilokað væri að loka í bænum opnu klóaki, sem börn léku sér stundum í. Frá- rennslislögnin var opin vegna gatnagerðar, sem gekk afar hægt. Parkinsons- og Péturslögmálin hafa leikið grátt mörg embætti hér á landi. Yfirvöldum vex í augum að fram- kvæma einföldustu og nauðsynlegustu öryggisaðgerðir í heilbrigðismálum. Dæmið um doðann í Kópavogi er bara lítið, en nýlegt sýnishorn af ótal slíkum, sem Dag- blaðið hefur upplýst. Nýlega skýrði Dagblaðið frá, og birti myndir til sönnunar, að lögreglan í Reykjavík lægi í leyni við greiðfærasta og hættuminnsta kafla gatnakerfisins, við Elliðaárvog, til að klekkja á venjulegum bílstjórum, einmitt þegar akstursskilyrði eru bezt. Auðvitað á lögreglan fyrst að hafa eftirlit með of hröðum akstri við erfið skilyrði, t.d. vegna veðurs, þröngra gatna og nálægðar gangandi fólks. Að því eftirliti fullnægðu, getur lögreglan farið að hafa af- skipti af meinlausari akstri, en tæpast fyrr. Dæmið um meinsemdina í Reykjavík er bara lítið en nýlegt sýnishorn af ótal slíkum. Nýlega skýrði Dagblaðið frá því, að gjaldeyrisyfir- völd hefðu varpað þægilegri hulu bankaleyndar yfir skrá sérstakra gæðinga, sem lifa á því að fá úthlutað gjaldeyrisleyfum fyrir kexi og sælgæti, til að selja þau síðan raunverulegum fyrirtækjum í innflutningi og verzlun. Að sjálfsögðu á það ekki að vera í verkahring emb- ættismanna að láta töskuheildsala flaðra upp um sig og herja út gjafír í skjóli bankaleyndar, heldur á verzlun að vera frjáls á þessu sviði sem öðrum. Dæmið um verndun gæðinga í rikiskerfinu er bara litið en nýlegt sýnishorn af ótal slíkum, sem Dagblaðið hefur upplýst. Nýlega skýrði Dagblaðið frá því, að forstöðumaður tryggingaeftirlitsins neitaði að framkvæma ný lög frá alþingi um, að tryggingar innlendra fyrirtækja hjá er- lendum aðilum skuli vera háðar undanþágum. Dag- blaðið hafði á reiðum höndum dæmi um, að þessi lög ^/oru brotin. Lög eru auðvitað misjöfn að viti og gæðum. En embættismenn eru ekki ráðnir til að úrskurða, hvaða lög alþingis séu með viti. Þeir eiga ekki að ráða því sjálfir, hvaða lögum þeir framfylgja. Dæmið um hrok- ann í embættiskerfinu er bara lítið en nýlegt sýnishorn af ótal slíkum, sem Dagblaðið hefur upplýst. Við gætum nefnt fleiri flokka vandamála, sem þarf að upplýsa og Dagblaðið er alltaf að upplýsa. Hér er t.d. ekki tími til að rekja nýleg dæmi um valdníðslu, sem blaðið hefur fjallað um. Þessi fjölmiðlun til fólksins i landinu er svo mikil- væg, að þrátt fyrir vinnudeilu í prentiðnaði kom Dag- blaðið út og varð að koma út, bæði í Reykjavík og víðs vegar um land. Víetnam flóttinn minnir á gyðinga- ofsóknir nasista ♦ einnig yfir Austurríki og meginhluta Tékkóslóvakíu, sem nasistar höfðu þá lagt undir sig. Árið 1933, þegar nasistar komust til valda í Þýzka- landi, höfðu gyðingar verið 721.612. Þaðan í frá og fram að heimsstyrjöld- inni höfðu því tæplega sex af hverjum tíu þeirra yfirgefið landið. Strax á fyrsta ári fóru þrjátíu og átta þúsund gyðingar. Síðan lækkaði sú tala niður í rúmlega tuttugu þúsund hvert ár 1934 til 1937. Hins vegar jókst tala gyðingaflóttamanna upp í fjörutíu þúsund árið 1938 og síðan enn meira eða í sjötíu og átta þúsund árið eftir. Flótti gyðinga frá Austur- ríki var mun örari. Rúmu ári eftir að Hitler hafði lagt það undir ríki sitt Greinilegt er að flóttamanna- straumurinn frá Víetnam á undan- förnum mánuðum líkist mjög straumi gyðinga frá Þýzkalandi Hitl- ers á fjórða áratug þessarar aldar. Þá fóru hundruð þúsunda þeirra þaðan nauðugir viljugir og þeim straumi lauk ekki fyrr en við upphaf siðari heimsstyrjaldarinnar er lokaði leið- um fyrir þeim gyðingum, sem eftir voru. í grein í brezka tímaritinu The Economist er rætt um þetta og talið að helzti munurinn sé sá að straumur flóttamanna frá Víetnam hafi aðeins verið mun meiri og hraðari en frá Þýzkalandi á tímum nasistanna. Þegar hefur tala flóttamanna frá Víetnam farið upp fyrir fjölda flú- innagyðinga fram að hausti 1939. Árið 1939 voru taldir 307.614 gyð- ingar enn í Þýzkalandi. Er þá átt við þáverandi Þýzkaland, sem náði Vi Jarðhitann ættu allir að eiga Hver á hvað? Le.n'i hafa verið deildar meiningar um hvað sé eignarréttur hvað varðar land og auðlindir, ekki hvað sízt er varðar eignarétt „landeigenda” niður á við. Um þennan rétt upp á við þekki ég aðeins eina deilu, sem fljót- lega var til lykta leidd. „Landeigand- inn” féllst á að í þá áttina myndi hann engin sérréttindi hafa áunnið sér. Á Alþingi hefur umboðsmönnum sérréttindanna tekizt að koma í veg fyrir að þessum málum sé komið á hreint, alþjóð til stórskaða og marg- vislegra vandræða. Ekki hafa sömu menn verið í vafa um hverjum bæri að greiða tjón sem af hljótast þegar orka úr iðrum jarðar eða ofvöxtur í fallvötnum valda tjóni. Engum fannst koma til greina að gera bóndann á Kirkjubæ ábyrgan fyrir gosinu í Vestmannaeyjum, sem að mestu kom úr ,,hans landi”. Ef aðeins hefði myndazt þar heitur hver er líklegt að annað hefði orðið ofan á hjá talsmönnum „landeigenda”. Ekki myndu „eigendur” vatna- svæðis Ölfusár telja sig bótaskylda þótt „vatn þeirra” flæddi yfir byggð á Selfossi, svo dæmi séu tekin um það sem gerzt hefur og gæti endur- tekið sig. Mat eigna Samkvæmt lögum á mat fasteigna að vera sem næst söluverðmæti. Yfir- leitt munu „landeigendur” ekki kæra fasteignamöt til hækkunar meðan þau gilda aðeins til að ákvarða skatta. Annað verður svo uppi á ten- ingnum ef þessar eignir á að virða til afnota fyrir almenning cins og dæm- in sanna. Fasteignamat hefur að vísu reynzt æði handahófskennt, én um þverbak keyrir þegar i hlut eiga „eignir” eins og Svartsengi, Deildar- tunguhver og jarðir við Laxá i Þing- eyjarsýslu, svo dæmi séu nefnd um staði þar sem á hefur reynt. Ef borun eftir oliu innan 60 faðrna frá stórstraumsfjöruborði fyrir landi einhverrar eyðijarðarinnar á Strönd- um bæri árangur myndu „eigendur” vafalaust finnast vítt og breitt um landið og gera sínar kröfur. Engin skilgreining mun vera i lögum um þeirra rétt frekar en þeirra sem eigna sér jarðhitann. Samkvæmt þvi sem gilt hefur ættu þeir oliuna, nema þegar hún flæddi í sjóinn, þá ættum • við hin tjónið. Hitaveitufurstar Við sem búum í fjarlægð frá Ströndum myndum telja sjálfsagt að bensin unnið úr holunni yrði á sama verði til okkar og Strandamanna. Allir landsmenn hafa fengið bensín á sama verði og svo hlýtur það að verða áfram. Hver er svo munurinn á heitu vatni sem við eigum í iðrum jarðar og þvi að úr þeim tækist að ná olíu. Að vísu kemur til flutningsvandamál ef fiytja

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.