Dagblaðið - 15.09.1979, Side 13

Dagblaðið - 15.09.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. SEPTEMBER 1979. 13 Barbara Cartland: HEFUR SELT 266 JÓMFRÚR Barbara Cartland liggur í bleikum silkisófa og les fyrir. Á viku getur hún samið bók sem vís er til að slá í gegn. 10 þúsund orð á dag er textinn og sá texti er hreint ekki gefins. 267. bókin er í smíðum. Barbara Cartland er ennþá, þrátt fyrir að hún sé orðin 78 ára, fögur kona. Með sín safírbláu augu og ljósu hárlokkana er hún eins og gulli slegin postulínsbrúða með öll kílóin á réttum stað. Og hún hefur sko efni á því. Bækur hennar fylla orðið fjöldann allan af bókahillum og bókasöfnum. Hvert orð sem hrýtur af lituðum vörum hennar til ótal ritara sem hún hefur í þjónustu sinni er seinna lesið af millj- ónum manna um allan heim, aðallega konum. En frægir menn eins og hinn látni Mountbatten lávarður og Sadat Egyptalandsforseti eru líka á meðal þeirra. Barbara segir ánægð að þar senv söguhetjar hennar séu alltaf hreinar meyjar falli þær í góðan jarðveg hjá aröbum. Á síðasta ári seldust hvorki meira né minna en 120 milljón eintök af bókum Barböru. Þessi eintök fóru um allan heim, nema til Kína, sem hún býst fast- lega við að færist inn á landakort hennará næstaári. Og NBC-sjónvarpsstöðin bandariska hyggst einmitt i þessum mánuði sýna myndina Logi ástarinnar sem gerð var eftir sögu Cartland. Myndin kostaði heil milljón pund (8—9 hundruð milljónir íslenzkra króna). Að slá í gegn Ef myndin slær í gegn eins og búizt er við er áætlað að taka fleiri myndir eftir sögum Cartland. Barbara er auð- vitað alsæl en hún var í byrjun ekki svo ánægð með túlkun Bandaríkjamanna á efni sögunnar. í 60 ár hafa allar sögu- hetjur hennar verið jómfrúr fram á brúökaupsnóttina. En það var ekki nóg fyrir Kanann. Sjónvarpsstöðin sendi Barböru bréf þar sem spurt var að því hvort ekki væri i lagi að láta sjást eitt- hvað aðeins meira en mömmukoss í endinn. Barbara, sem telur sig sjálf- skipaðan verndara fegurðar og hreysti, brást ókvæða við. Hún tók þegar í stað hina hljóðfráu Concorde-þotu vestur til þess að fylgjast með því að ekkert dónalegt yrði nú gert við söguna hennar. Eldri sonur hennar slóst í för með henni og reyndi að telja hana á að sam- þykkja breytinguna. í Bandaríkjunum yrði alltaf að vera örlitið kynlíf i bland ef einhver ætti að horfa á kvikmyndir. En sú gamla var hörð. „Ég hef skapað 266 jómfrúr og prýða þær bókahillur um allan heim. Færi ein þeirra nú að gera eitthvað dónalegt hryndi allt Cart- landveldið,” sagði hún. Rómantík en ekki losti Barbara óð inn í upptökusalinn eins og bleikt stormský með hvítum minka- bryddingum og sagði Ieikstjóranum að það sem hahn fengi frá sér væri sko hrein og klár gamaidags rómantík en enginn losti. Stúlkurnar i myndinni ættu að vera eins og nýútsprungnar rósir á vordegi og hún vildi sko ekki að fólk æti hvort annað meðan það kysst- ist. Bandaríkjamenn göptu. Barbara fékk vilja sínum framgengt og í Eldi ástarinnar er ekkert gróft. Á írlandi NBC-sjónvarpsstöðin eyddi hvorki meira né minna en 15 hundruð dollur- um í það eitt að taka upp atriði i kast- ala á írlandi þar sem sagan átti að ger- ast. Sagan segir frá stúlku sem trúlofuð er greifa. Hún heldur til Parisar að kaupa sér föt. Þar hittir hún ungt ljóð- skáld og verður ástfangin upp fyrir haus þegar hann kemur henni til hjálpar er hún hefur dottið niður tröppur að neðanjarðarlest og fótbrot- ið sig. Ljóðskáldið vill hafa við hana kynmök en fær það vitaskuld ekki í sögu eftir Cartland. Hann biður hana þá afsökunar og segist elska hana og allt fellur í ljúfa löð þar til stúlkunni ungu er rænt til þess að nota hana sem jómfrú við svarta- galdur. Rétt þegar leggja á kvenhetjuna á fórnaraltarið, vitaskuld þó ekki nakta, kemur svo skáldið hennar ríð- andi og bjargar henni. í leiðinni skýtur hann niður hið öfuga krossmark djöf- ulsins og það fellur í höfuð æðstapresti safnaðarins og verður honum að bana. NBC-menn dáðu þennan hluta. Stúlkan heldur þá heim til Englands á ný og tilkynnir greifanum sínum að hún geti því miður ekki gifzt honum. Rétt í þvi er tilkynnt koma yngri bróður greifans og er þar kominn skáldjöfur- inn frá París. Greifinn segir bróður sínum að hann sjálfur sé að dauða kominn og muni hann því (sá yngri) erfa allar eigurnar og þær eru ekkert smáræði. Og elskendurnir ungu fallast í faðma og kyssast, en afar laust, og myndinendaráþví. NBC-menn grétu. Fyrsta myndin Þessi mynd NBC er sú fyrsta sem gerð er eftir sögu eftir Cartland. Til stóð að gera eina með Douglas Fair- banks yngra fyrir mörgum árum en stríðið kom í veg fyrir þá áætlun. Og eftir það vildi enginn rómantík lengur heldur vildu menn fá að sjá eitthvað meira. En núna a þessum dögum kláms og hryllings virðist Barbara vera góð sölu- vara. Hvers vegna? „Ég veiti fólki rómantíska leið til flótta frá raunveru- Barbara 1933. Fögur eins og ein af söguhetjum hennar (litla myndin). Enn er hún fögur þó árin séu orðin 78 (stærri myndin). leikanum. Ég veiti því allt sem það hefur nokkurn tíma langað í,” segir hinn fagri höfundur. , ,FóIk er orðið dauðleitt á klámi, það er ekkert nýtt í því lengur. Ungar stúlkur dreymir mun frekar um vel klædda menn en nakta, þeir nöktu eru svo ósköp lítið spennandi. ” Sjálf er Barbara mikill aðdáandi fag- urra klæða. Bleikt er hennar uppáhald og fari hún út fyrir dyr ber hún sólhlíf í stíl við kjólinn sinn. Hún gerir sitt til þess að halda í ímynd hinna fögru, óspjölluðu meyja og þó að Bandaríkja- menn hafi við útgáfuna á Loga ástar- innar breytt kápunni á bókinni í djarf- ari átt tekur hún það ekki nærri sér. í stað kápunnar þar sem unga stúlkan og maðurinn sjást í fullri stærð og tals- verðri fjarlægð hvort frá öðru er komin önnur þar sem eingöngu sjást andlit og þau talsvert nálægt hvort öðru. Er það ekki klám? „Nei, vitaskuld ekki. Þau varla snertast með nefjunum og munnur stúlkunnar er lokaður,” segir hinn tæplega áttræði höfundur. — Þýtt úr Daily Express. / DS unnwaf kllMtoll a.ai.k. é kvéMla 'HIjOMÍAVIXIIR HAFNARSTRÆTI slml 12717

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.