Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 22.09.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979. 7 Matthías Á. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra: Svavar virðist ekki treysta sér til Rússlands —niðurstöður olíuviðskiptanef ndar staðfesta málf lutning sjálfstæðismanna „Auðvitað á Svavar Gestsson við- skiptaráðherra að fara til Rússlands ef hann hefur áhuga á lausn þessa mikla vanda en hann virðist ekki treysta sér til þess. Auk þess ætti að gera skýrslu oliuviðskiptanefndar opinbera strax svo tækifæri gefist til að meta niðurstöður hennar beint en ekki í gegnum tillögur einstakra ráð- herra,” sagði Matthías Á. Mathiesen alþingismaður og fyrrverandi fjár- málaráðherra í viðtali við DB í gær er hann var spurður álits á stöðunni í olíuviðskiptamálunum nú. Sagði hann stefnu Sjálfstæðis- flokksins lengi hafa verið þá að rétt- ara væri að dreifa áhættunni af olíu- verzluninni meira en nú er gert svo ís- lendingar séu ekki háðir olíuviðskipt- um viðeina þjóð. I því sambandi minnti hann á þingsályktunartillögu sem hann ásamt Geir Hallgrímssyni flutti á Alþingi 1973 um málið. Þar er m.a. lagt til að kannaðir verði möguleikar á olíukaupum frá Norðursjó enda sýnist sem flutningskostnaður yrði minni þaðan. í tillögunni er ekki gert ráð fyrir að leggja olíuviðskipti við Rússa alfarið niður enda segir orðrétt í greinagerð með henni: „Því má að sjálfsögðu ekki gleyma að viðskiptin við Sovét- ríkin eru að mörgu leyti hagstæð þar sem þau kaupa af okkur ýmsar út- flutningsafurðir. Ber að sjálfsögðu að hafa það atriði í huga við nýja samningagerð.” Þá gat Matthías þess að snemma á þessu ári hefði Geir Hallgrimssop skorað á viðskiptaráðherra, í Ijósi þess hvert stefndi í oliumálum okkar, að þá þegar yrðu teknar upp við- ræður um málið við ráðamenn í Sovétríkjunum í þeirri von að við stæðum betur í þessum málum nú. Einnig væri nú nýkomið fram að sjávarútvegsráðherra hefði líka lagt slíkt til við viðskiptaráðherra bréf- um síðustu áramót. Viðskipta- ráðherra hafi hvorugu sinnt svo segja mætti að það sé myndarlegu fram- taki olíuviðskiptanefndar að þakka að samninganefndin hafi nú eitthvert veganesti. Að því leyti sem honum væri kunnugt um innihald skýrslunn- ar virtist hún staðfesta málflutning sjálfstæðismanna. -G.S. Dýrleif Ingólfsdóttir fósturnemi og afgreiðslustúlka t.v. og Guðrún Jónsdóttir af- greiðslu- og fiskvinnslumær t.h. DB-mynd Árni Páll. Vladimir Bukovsky við komuna til Sviss skömmu fyrir jól 1976, þá illa haldinn eftir fangelsisvistina i Sovétrfkjunum. Bukovsky talar í Reykjavík Sovézki andófsmaðurinn og útlaginn Vladimir Bukovsky talar á opnum fundi á Hótel Sögu eftir hálfan mánuð, sunnudaginn 7. október. Bukovsky kemur hingað til lands í boði Samtaka um vestræna samvinnu. Bukovsky mun m.a. fjalla um lífs- reynslu sína og um það hvern lærdóm fólk á Vesturlöndum geti dregið af ástandinu í Sovétríkjunum, eins og segir í frétt SVS. Hann mun flytja ræðu sína á ensku og svara síðan fyrir- spurnum. Bukovsky, sem er 36 ára, hefur varið fullum þriðjungi ævi sinnar á bak við lás og slá í heimalandi sínu, ýmist í fangelsi, fangabúðum eða geðveikra- hælum. Hann er einhver þrautseigasti andófsmaður Sovétrikjanna og varð heimskunnur við komuna til Vestur- landa 1976. Þá voru höfð skipti á honum og chileanska kommúnistafor- ingjanum Luis Corvalan sem sat í fang- elsi herforingjastjórnarinnar íChile. Milli þess sem Bukovsky var inni- lokaður — vegna ,,glæpa gegn sovézka ríkinu” — stundaði hann nám. Nú nemur hann liffræði við King’s College í Cambridge í Englandi. -ÓV. Okkur vantar MATSMANN i frystihús vort strax. Upplýsingar í síma 97-5132. i Alar akraytingar unnar af fag- mönnum. Nvg hDnhiM a.ai.k. é kvéMla 'RIOMÍvAVIXIIR HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Afgreiða matvöru, fatnað ogbensín jöfnum höndum en flýja heimabyggðina á vetuma þegar ekkert er þar við að vera ,,Þó við séum báðar innfæddir Bakkfirðingar þá erum við ekki hérna nema á sumrin þvi hér er eiginlega ekk- ert við að vera á veturna,” sögðu af- greiðslustúlkurnar í útibúi Kaupfélags Langnesinga sem DB-menn hittu á ferð sinni um Bakkafjörð fyrir skömmu. Kaupfélagsbúðin á Bakkafirði er miðdepill staðarins. Verzlunin stendur á hápunkti fjörukambsins ofan bryggj- unnar og til hliðar við saltfiskverkunar- hús trillukarlanna. Þetta kaupfélagsútibú er eins og víðar í þessum landshluta eina verzlunin á staðnum. ,,Það eru hérna eitthvað 70—80 manns, mest trillusjómennog fólk með þeim,” sögðu þær stöllurnar. „Á boðstólum í búðinni er matvara, fatn- aður og það helzta sem fólk þarf en annars sækja margir ýmist til Þórs- hafnar eða Vopnafjarðar til innkaupa, eða eitthvað lengra.” Afgreiðslustúlkurnar sögðu gott að vera heima á Bakkafirði á sumrin en þar væru þær aldrei á veturna. Dýrleif Ingólfsdóttir stundar nám í Fósturskól- anum í Reykjavík en Anna Guðrún Jónsdóttir var sl. vetur í fiskvinnu á Hornafirði „og fer í eitthvað” í vinnu i vetur. Úti fyrir verzlunarhúsinu er bensin- tankur frá Esso og það er í verkahring afgreiðslustúlknanna að hlaupa út i norðanáttina og afgreiða bensinið móti vindi ef bensínkaupendur eru ekki svo liðlegir að bjóðast til að setja á bila sína sjálfir. -ASt. Motocrosskeppni að Sandfelli við Þrengslaveg Komið og sjáið spennandi keppni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.