Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 10

Dagblaðið - 22.09.1979, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1979. MMBIAÐin fijálst'áháð daghlað Útgofandi: Dagblaflið hf. Framkvœfndastjórí: Svoinn R. Eyjótfsson. Rrtstjóri: Jónas Krístjánmson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrtfstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. fþróttir: Hallur Sfmonarson. Menning: Aflabteinn Ingótfsson. Aflstoflarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrít: Ásgrímur Páisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, AtJi Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, ólafur Geirsson, Sigurflur Sverrisson. Hönnun: Gufljón H. Pálsson, Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamletfur Bjamletfsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurfls- son, Sveinn Pormóflsson. Skrífstofustjóri: ólafur Eyjótfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Söiustjóri: Ingvar Sveinsson. Drerfing- arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síöumúla 12. Afgreiflsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aflalsfmi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Sfðumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Sfðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskriftarverfl á mánuði kr. 4000. Verð í lausasölu kr. 200 eintakið. Meirabákn, verríkjör Jafnt hérlendis sem í nálægum löndum gerist alþýða manna ókyrrari eftir því sem ríkisbáknið blæs út. Aukning ríkisumsvifanna hefur víða verið með ólíkindum mikil síðustu ár. , Skattgreiðendur stynja undir þyngri byrðum. Af þessu leiðir vaxandi hreyf- ing í þá átt að skera báknið niður og víkja frá áratuga- langri stefnu ríkisforsjár yfir högum manna. Ríkisútgjöld hafa aukizt geysilega, ef litið er á þau sem hlutfall af framleiðslu þjóðanna. Hagfræðingar draga ekki í efa, að þessi þróun stofnar framleiðni ríkj- anna í hættu og hefur verið ein orsök flótta þeirra í faðm haftastefnu, sem gætt hefur í auknum mæli. Með minni framleiðni versna lífskjör, svo að kakan minnk- ar og örðugra verður að standa undir aukningu rikis- báknsins. Þessa gætir í löndum eins og Danmörku, Vestur- Þýzkalandi, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Bandarikjunum. í Svíþjóð jukust útgjöld hins opin- bera sem hlutfall af þjóðarframleiðslunni úr 35 af hundraði í 62 af hundraði á árunum 1965 til 1977. Um- svifin jukust á sama tímabili í Hollandi úr 38 af hundr- aði í 55 af hundraði. Aukning umsvifa hins opinbera varð á þessu tímabili úr 31 í 46 af hundraði í Danmörku, úr 37 í 47 af hundr- aði í Vestur-Þýzkalandi, úr 34 í 51 af hundraði í Noregi og úr 27 í 33 af hundraði í Bandaríkjunum. — Þessar upplýsingar eru fengnar í tímaritinu Economic Impact. Að sjálfsögðu hefur aukning skattheimtu og skulda- söfnunar hins opinbera fylgt þessari útþenslu báknsins. Þetta hefur aukið verðbólguna. Verkamenn hafa hert launakröfur sínar til að halda í horfinu. Atvinnuvegirnir standa verr. Aukin skattheimta af atvinnufyrirtækjum til að standa undir auknum ríkis- umsvifum hefur keyrt kostnað þeirra upp og rýrt samkeppnisgetu þeirra gagnvart vörum, sem eru fram- leiddar í ríkjum, sem í minna mæli stríða við þennan vanda. Með versnandi samkeppnisstöðu fyrirtækjanna hafa stjórnvöld freistazt til að brjóta gegn viður- kenndum reglum frjálsrar verzlunar og laumað að ýmsiss konar haftastefnu. Hömlur hafa verið settar á innflutning og innlend framleiðsla bætzt á ríkisfram- færi. íslenzkur almenningur þekkir slik dæmi mætavel úr eigin landi. Hér sjáum við ríkisbáknið síaukið og skatt- píningu nálgast það, sem gerist í þeim ríkjum, þar sem hún er verst. Auk þess er skattheimtan þungbærari öllum almenningi hérlendis en í grannríkjunum, þar sem laun eru, að minnsta kosti á öðrum Norður- löndum, miklu hærri en hér. Uppkeyrsla ríkisbáknsins hefur mjög aukið áhuga almennings á að leita leiða til að hverfa sem mest frá kerfi ríkisforsjár og efla frjálsræði. Þeir sem ekki eru sjálfir njótendur þessa kerfis í verulegum mæli vilja eðlilega freista þess að brjóta það af sér. Jafnframt hinni miklu aukningu ríkisumsvifa og sumpart vegna þeirra hefur verið samdráttarskeið í vestrænum ríkjum. Hagvöxtur hefur verið lítill og lífs- kjör standa nokkuð í stað frá ári til árs. Samdrátturinn hefur enn aukið á vandkvæðin við að bera síauknar byrðar vegna umsvifa hins opinbera. Skattpiningin hefur orðið sárari. Því hefur sú spurning verið æ meira á vörum manna, hvort hag einstaklinganna og þjóðanna væri ekki betur borgið með fráhvarfi frá stefnu ríkisforsjárinnar. /"" ——- Suður-Afríka: Fjöldi svartra hermanna í her landsins vex v r koma í stað hvítra sem eru tregir til herþjónustu og hafa einnig mikið áróðurslegt gildi Fjöldi svartra hermanna í her stjórnar hvítra í Suður-Afríku fer nú vaxandi. í viðtali við einn slikan, sem birtist nýlega í dagblaðinu The New York Times, segir frá að hann hafi barizt með félögum sínum svörtum og hvitum í Suðvestur-Afríku eða Namibíu við svarta skæruliða þar. Herförin tók fjóra mánuði. Nokkrir skæruliðar voru felldir en enginn féll af liði Suður-Afríkustjórnar. Venjulega er tekið á móti her- mönnum sem koma úr slíkunt her- ferðum sem hetjum og þeim klappað lof í lófa fyrir að verja land sitt gegn „undirróðursmönnum kommún- ista”, sem sagðir eru standa á bak við aðgerðir skæruliða. Þessi svarti hermaður tók j>ó þann kostinn að fara úr hermannabún- ingnunt áður en hann kom aftur á heimaslóðir, sem eru í Transvaal. „Vinum mínum líkar hermennska mín ekki,” sagði þessi svarti her- maður, scm er 23 ára að aldri. „Þeir spyrja mig hvernig ég geti verið i hernum á meðan hvíti maðurinn undiroki hina svörtu i landinu. Hvernig getur þú tekið að þér vörn fyrir hvíta manninn á rneðan hann traðkar á rétti okkar, segja þeir.” ttt/7 Um Iangt skeið hafa Búarnir, sem hafa verið fjólmennastir i her Suður- Afríku, vcrið því mjög andvígir að setja svarla menn undir vopn. Menn sem álitnir hafa vcrið hugsanlegir andstæðingar hvitra. Nokkuð hefur þó dregið úr þessari andstöðu á síð- ustu árum vegna þess að ekki hefur verið svo auðvelt að fá nægilega marga hvíta til herþjónustu. Svartir njóta ekki sömu launakjara og hvitir í hernum. Er þetta þrátt fyrir þá opinberu stefnu að allir eigi að hafa sömu laun fyrir sömu vinnu innan hersins. Hvítur hermaður, sem lokið hefur skólaskyldu, fær rúmlega 50% hærri laun en sá svarti. Menn af indverskum stofni eru síðan með laun sem eru mitt á milli launa svartra og hvítra. Sagt er þó að þessi launa- munur fari minnkandi. Engar sér- stakar reglur gilda um aðgreiningu hermanna eftir kynþáttum. Þeirri „SÁUN HANS IÓNS MÍNS” Það vckur hálíðlcgar kenndir með mönnum að sjá nafn Jóns Sigurðs- sonar í dagblöðum þann 17. júni. Þann dag i ár selur einn slikur nal'n sitt ofan við grein á 9. siðu Timans og nefnir: „Stjórnmál og sýndar- mcnnska”. Það birtast öðru hvoru i Ttmanum þvottakonugreinar i Kirkjubólsstil og þessi er ein af þvi sauðahúsi. Höfundur keniur viða við og slær um sig — verðlagsmál, vinnudeilur, dóntsmál o.fl. Ég get verið santmála þessum Jóni Kjallarinn Þórður Haildórsson - Sigurðssyni um margt er hann skrifar um verðlagsmál og vinnudeilur, svo sem allt það er gekk á um þetta lcyti á sl. ári, þegar sett var á útflutnings- bann og verkföll og gengið var til kosninga undir slagorðununt „samningana í gildi” og fleira af þvi tagi, sent siðar varð fyrsla vcrk nýrrar rikisstjórnar að svikja, cftir unninn kosningasigur út á alll slag- orðagjálfrið. Greinarhöfundi glcymist að gcla þcss að það cr nokkuð sama hvort stjórn landsins er samansett al' flokk- um til vinstri cða hægri, það cr vcrka- lýðsslcttin sem ræður lífi hcnnar, undir stjórn kommúnista sem hafa hrifsað til sin öll völd i verkalýðs- hrcyfingunni og stjórna henni oftast i algjörum minnihluta sem nærist á ólýðræðislegu ofbeldi til að halda undirlökunum. Næringarandrúmsloft kommúnisma og ofbeldis Það er rétt, sem Jón scgir, að i fyrra hafi baráttan verið í fullum gangi fyrir því að veikja undirstöður atvinnulifsins og stjórnkerfisins i senn undir yfirskini stéttarbaráttu og samningafrelsis. Þrátt fyrir áratuga- reynslu af þessum vinnubrögðum kommúnista flökrar Framsókn og Alþýðuflokk ekki við þvi að ganga i sæng ntcð þessunt skemntdaröflum og mynda með þeint rikisstjórn. Árangurinn: úlfúð og samslöðuleysi þessara l'lokka unt allt sem koma mætli þjóðinni aðgagni. Verðbólgan sem þessi ríkisstjórn þóltisl ætla að útrýma hcfur aldrci náð öðru cins hraðameti sem nú. Það er á svona ástandi einu sern kommúnismi nærist auk beins of- beldis, þar sem hægt er að konia þ\ i við, eins og nú blasir við i stöðuveit- ingum kommúnista, bæði í mcnnta- og atvinnumálum. Það skyldi þó aldrei vera þcssi sýndarmcnnska sem Jón Sigurðsson ætlaði að skrifa um þann 17. júni þótt hann villtist nokkuð af leið. Grcinarhöfundur ræðir nokkuð urn það hvað ntenn cru tljólir að gleyma og spinnur drjúgan langhund um það efni. í þvi trausti eyðir hann 'alllöngu máli i það að ræða urn dómsmál. Það má lesa milli lina að hann harmar það að fyrir tilverknað Dagblaðsins og Visis hcfur stjórn- kerfið orðið „opnara” en áður. „Nú deila menn opinskátt urn það sem áður var fjallað um á lokuðum fund- um,” segir hann. Hann talar um árið i hitteðfyrra, þá hafi pólitisk barátta nánast fallið í skuggann fyrir hinum. skelfilegu ósköpum sem gengu yfir þjóðina í sambandi við glæpamálin og ofstækisárásir Vilmundar Gylfa- sonar á yfirvöld dómsmála. Enn- l'remur segir Jón: „Það sem nienn hafa talið sér sæma á þessu árabili er sumt svo nýstárlegt og einstakt að

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.