Dagblaðið - 22.09.1979, Side 24

Dagblaðið - 22.09.1979, Side 24
Ræktunarstyrkir til bænda fóru fram úr fjárlögum: 235milljónir vantaði til að dæmið gengi upp —tékki frá Tómasi á leiðinni „Okkur hefur enn ekki tekizt að Ijúka greiðslum á styrkjum til jarð- ræktarframkvæmda i sveitum. Sam- kvæmt venju átti greiðslum að Ijúka í júní. Þá vantaði 235 milljónir upp á að dæmið gengi upp. Við fengum 100 milljónir úr ríkissjóði en siðan bannaði fjármálaráðherra frekari opinberar greiðslur umfram fjárlög nema til kæmu auknar ríkistekjur. Enn vantar því 135 milljónir. Við eigum von á þeim peningum í dag eða á morgun og getum þá innt greiðsl- urnar af hendi,” sagði Halldór Páls- son búnaðarmálastjóri i samtali við Dagblaðið. Styrkir til jarðræktarframkvæmda eru ákveðnir í fjárlögum. Reynt er að áætla upphæðina, en dýrtíðin skekk- ir dæmið stundum hressilega og þá fer endanleg greiðsla fram úr fjár- lögum. Svo fór í ár, þegar 235 millj- ónir skorti til að þessi póstur fjárlaga stæðist. Það eru bændur í Árnes- og Rang- árvallasýslum sem enn hafa ekki fengið ræktunarstyrki sína greidda. Einnig eiga búnaðarfélögin eftir að fá greidd framlög til starfsemi sinnar. Það eru 4% af heildarframlagi til jarðræktarframkvæmda. Ættu nú allir að fá aurana sína með skilum þegar Búnaðarfélaginu berst tékki frá Tómasi. -ARH. Agnar Guðnason, blaðaf ulltrúi bændasamtakanna: „UNDRANDIA RIFRILDINU UM BÚVÖRU- HÆKKUNINA” ,,Ég er undrandi á öllu rifrildinu sem skapazt hefur í kjölfar búvöruhækkun- arinnar. Nú er bændum áætlað svipað tímakaup og viðmiðunarhópanna i fyrsta sinn síðan árið 1973. Menn ættu að gleðjast yfir þeim árangri,” sagði Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bænda- 'tminkunnn. i 'tuniali við Dagblaðið. „Alþýðuflokkurinn og framkvæmda- >ijoií Alþýðusambands íslands hafa silnað í lekjur bænda árið 1978 máli sínu til stuðnings. Ekkert liggur þó fyrir frá Hagstofunni um tekjur bænda á sl. ári. Þó er ljóst að afkoman var yfirleitt góð 1978,” sagði Agnar. ,,Þar kemur m.a. til góðærið, breytingar á fyrningarreglum fasteigna og uppbót til bænda vegna frestunar á hækkun búvöruverðs 1977. Allt þetta hækkaði skattskyldar tekjur bænda 1978. Bilið milli þeirra og viðmiðunarhópanna minnkaði, en var alls ekki brúað til fulls fyrr en nú í haust. Ætli kratarnir og Ásmundur Stefánsson byggi ekki sínar upplýsingar á niðurstöðum bú- reikninga 152 búa, sem eru 50% stærri að meðaltali en verðlagsgrundvallar- búið. Fráleitt er að taka tekjutölur þessara búa og gera þær algildar fyrir tekjuraf búskapalmennt.” -ARH. Picasso, Matisse, Munch o.f I. til íslands næsta vor í april nk. verða sýnd hér á landi málverk eftir marga helztu listamenn vorra tíma, þ.á m. Picasso, Matisse, Miró, Munch, Klee, Gris, Bonnard, Ernst og Dubuffet. Að þessari sýningu stendur Lista- og menningarsjóður Kópavogs í samvinnu við Sonju Henie og Niels Onstad lista- safnið í Noregi, og verður hún haldin í Norræna húsinu. Verði einhver hagn- aður af henni mun hann renna til bygg-* ingar listasafnsins i Kópavogi. Ekki hafa sczt „origínal” verk eftir flesta þessa meistara hér á landi áður, og verður þetta án efa mikill viðburður í íslenzku menningarlifi. -A.I. Niðurstööur olíuviðskiptanef ndar: Njótum verri kjaraen nokkur annar —í olíuviðskiptunum við Rússa S vlðtækum athugunum, sem oliu- kunnugt um. viðskiptanefnd framkvæmdi vegna Það mun m.a. hafa verið í Ijósi skýrslugerðar sinnar fyrir viðskipta- þessa sem samráðherrar viðskipta- ráðherra, komst nefndin m.a. að þvi ráðherra lögðu mjög hart aö honum hvernig ýmis aðrir aðilar en við hafa að fara sjálfur til Moskuviðræðn- samiðvið Rússana. anna nú. Eins og DB skýrði frá í gær Eftir þvi sem DB kemst næst hefur hann ekki i hyggju að fara, njótum við verri kjara við Rússa en a.m.k. ekki strax. nokkrir aðrir sem nefndinni er -G.S. „Neeeei mamma. Ég vil ekki fara í skólann. Ég viiiiil ekki fara í skólann!” Isaksskólinn tók til starfa I gcer. Vafalaust hafa flestir hlakkaö til að setjast á skólabekk í fyrsta skiptiö og kveðið „I skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera. ” En einn og einn var haldinn einhverjum ugg um aðfyrrnefht kvæði vœri ekki eintómur sannleikur. Að minnsta kosti var þessi litli snáði ekki sérstaklega fás til að stígafyrsta skrefið út á langa námsbrautina. DB-mynd: Ragnar Th. Sigurðsson. frjálst, áháð dagbJað LAUGARDAGUR 22.SEPT. 1979. Reknetabátamir hættir og hringnótabátamir fara ekkiafstað: Rættum sentí- metra uppbót Það er að vonum órói í mönnum hér í aðgerðarleysinu og hvítalogninu,” sagði Jón Sveinsson, útgerðarmaður á Höfn, í viðtali við DB í gær, annan daginn sem reknetabátar eru bundnir við bryggjur þar sem enn hefur ekki verið gengið frá síldarverðinu þrátt fyrir að vertíðin sé löngu hafin. Sagði hann að reknetabátar frá Höfn, Vestmannaeyjum, Þorlákshöfn og af Snæfellsnesinu væru allir hættir, líklega yfir 50 bátar. Þá máttu hring- nótabátar hefja, veiðar í fyrradag, en enginn er byrjaður. Að vísu hafa þeir ekki alltaf byrjað strax, þar sem veiði er yfirleitt dræm fram yfir mánaðamót, en enginn mun ætla að hreyfa sig fyrr en viðunandi síldarverð liggur fyrir. Þeir eru yfir 60. Eftir þvi sem DB kemst næst um viðræður í yfirnefnd verðlagsráðs sjáv- arútvegsins um málið er m.a. rætt um að lækka aftur stærðarmörk í fyrsta flokk um einn semímetra. Reknetasíldin er yfirleitt alveg á mörkunum þannig að sú lækkun kynni að þýða verulega kjarabót. Fundur yfirnefndar hófst kl. 16 í gær og var ekki lokið er blaðið fór í prentun, en fyrir fundinn voru allir aðilar einhuga um að Ijúka frágangi verðlagningar á honum. -GS. Sólin skein eftirfimm vikna hlé — áDalvíkogí Svarfaðardal Eftir 5 sólarlausar vikur skein sólin loksins á Dalvíkinga og Svarfdælinga í gær. Bændur í neðanverðum Svarfað- ardal notuðu tækifærið og hreyfðu við heyi. Sumir bjuggust jafnvel.við að ná upp heyi af túnum og koma því í hlöðu. Á fremstu bæjum í Svarfaðardal og Skíðadal var hins vegar snjór niður að á og þvi ljóslega langt í að hægt yrði að ganga þar í heyskap þó góð tið héldist áfram. Bóndi i Skíðadal áleit meira að segja vafasamt að í byggð væri jörð fyrir sauðfé um þessar mundir. Bændur í Svarfaðardal eru misjafn- lega staddir j heyskapnum. Sumir eru langt komnir eða i þann veginn að Ijúka. Aðrir eru verr staddir. Dæmi eru um að einstaka bændur hafi þegar fest kaup á heyi fyrir veturinn. Fleiri munu í hugleiðingum um heykaup. -ARH.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.