Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 01.10.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979. HÁRGREIÐSLUSTOFAN Jheri Redding' KLAPPARSTÍG 29 Vekur athygli viðskiptavina sinna á því að notkun Jhery Redding Persian Henna litasjampós lengir og tryggir endingu Henna hár- litunar Hárgreiðslustofan Klapparstíg 29 Símapantanir 13010 ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lagn- ingu aðalæðar að dælustöð á Fitjum í Njarðvík ásamt frárennslislögn frá stöðinni. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Vesturbraut 10A í Keflavík og Verkfræðistof- unni Fjarhitun h/f, Álftanýri 9, Rvík. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja fimmtud. 18.okt. 1979 kl. 14. OPÍÐ KL. 9-9 ABar akreytingw unnar mt tmg- , mttnmn.______ »■« kllailall M.k. é kvéMla 'IUOVltAVIXHH HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Markll Cæéa kassettur á frábæru veréi Hlgh Energi Ferro Chrome Studlo Quality Kr. 1750 2050 2100 2450 3600 4700 Gæðaprófun á MARK II kassettum I samanburöi við allar aðrar kassettur á markaönum liggur frammi á útsölu- stöðum. BOflGARTÚN118 ________ REYKJAVlK S(MI 27099 SJÓNVARPSBÚDÍN Hluti fundarmanna er hlýddu á Pál Bergþórsson veðurfræðing flytja ræðu á Lækjartorgi. Veðurfræðingurinn skammaði lög- regluna duglega fvrir hlut hennar i Sundahafnarslagnum á dögunum. Kröfuspjöldin mátti lika nota til að skýla scr fvrir veðri og vindum, cins og sésl á litlu myndinni. DB-myndir: Kristján Ingi Herstöðvaandstæðingar röltu í beljandi vatnsveðri: „3000 MANNS A ÚTIFUNMNUM” —segir Asmundur formaður, en lögreglan vill enga tölu nefna Herstöðvaandstæðingar gengu á laugardaginn i beljandi vatnsveðri frá Hvaleyrarholti sunnan Hafnarfjarðar á Lækjartorg i Reykjavík. Áð var i Hafnarfirði og Kópavogi á leiðinni og ávörp lesin yfir göngumönnum. Ásmundur Ásmundsson, formaður Samtaka h,enstöðvaandstæðinga, sagði DB í gáfr að,um 600 manns hafi vcrið i göngunni bbgar tifún kom á áfangastað í Hafnarfirði. Hann salgði að samkvæmt talningu tveggja manna á útifundinum i miðbæ Reykjavikur, .hafi .þar verið læplcga 3000 manns þeg^í'jlcst var. ,,Miðað við veðrið voru aðgérðirnar mun fjölmennari en við þorðurri'að vona. Þetta var glæsilegt.” Bjarki Eliasson yfirlögregluhjónn vildi ckkert spá í fjölda fundarmanna. ,,Við töldum 150 manns i Sundahöfn á dögunum. Þeir sögðu 800,” sagði Bjarki. „Pað er bezl að sleppa öllum tölum. beir margfalda alltaf tölu fund- armanna.” í upphafi fundarins á Lækjartorgi kom til slimpinga við dyr Útvegs- bankans. Þar stóðu nokkur ungmenni með spjöld og kröfðust þess að herinn væri um kyrrt, en kommar færu burt. Nokkrir herstöðvaandstæðingar vildu fjarlægja kröfuspjöld fólksins og kom til stimpinga. Lögreglan stillti til friðar. -ARH. Asgeir Friðjónsson sakadómari hirðir hér peð af andstæðingi sfnum. Hann tefldi á 2. borði í sveit Taflfélags lögreglunnar á skákmóti Skákklúbbs Flugleiða á Hótel Esju um helgina. DB-mynd Sv. Þorm. „Flugleiðir-Skák 79”: TEFLDU 828 SKAKIR —bankasveitimar tefldu til úrslita „Öll skipulagning og framkvæmd þcssa móts cr til fyrirmyndar. Hcr hefur engin vandamál rckið á mínar fjörur til úrskurðar,” sagði Jóhann Þórir Jónsson, alþjóðlegur skákdómari og skákdómari keppninnar, sem kölluð var Flugleiðir — Skák — 1979. Hálfdán Hermannsson setti mótið kl. 9.30 á föstudagsmorgun, en um kl. 18 í gærkvöldi lauk 828. skák mótsins. Var hún algcr úrslitaskák milli Búnaðarbankans og Útvegsbankans. Búnaðarbankinn vann 3:0 og hlaut þar með 55 vinninga og hclgarferð til Akureyrar í verðlaun. Sveit Klepps- spilalans var í 2. sæti með 53,5 vinninga og Útvegsbankinn i 3. sæti með 52 vinninga. Jóhann Hjartarson sem tcfldi á 2. borði sigursveitarinnar hlaut flesta vinninga, 22. Á 1. borði sveitarinnar var Bragi Kristjánsson og á 3. Stcfán Þormar. Næstur að vinningum var Haukur Bergmann, Fjölbrautaskóla Suð- urncsja, 19,5 v. og i 3. sæti var Sævar Björnsson, Kleppsspítala, 19 v. Þcssir þrir fcngu allir Evrópuferð að cigin vali i vcrðlaun. Sveit Kleppsspítalans hlaut farmiða innanlands að verðlaunum og sveit Út- vegsbankans kalt borð á Hótel l.oft- leiðum. Skipuleggjendur þessa siðasta framtaks fyrir algera samciningu Flug- fclaganna voru: Hálfdán Hermanns,- son, Andri Hrólfsson, Sigurður Gisla- son og Björn Theódórsson. Þátttakendur voru rúmlega 200 með varamönnum og teflt var i 24 þriggja manna sveitum. 15 minútur voru á skák. „Þetta hefur verið geysilega strembið fyrir þá sem teflt hal'a allar skákir i sinum sveitum,” sagði Ingvar Ásmundsson i viðtali við DB. Hann tók undir orð skákdómarans um frábær- lcga góða skipulagningu. -A.SI./B.S. Enn árang- urslausleit við Ölf usá Enn er leit haldið áfram að liki Rúnars Más Jóhannessonar sem fórst við Ölfusárbrú er báti hans hvolfdi fyrir viku. í gær voru það félagar í Hjálparsveit skáta i Hafnarfirði sem leituðu. Voru þeir á bátum við Ölfusárbrú og reyndu að slæða þar. Engan árangur hafði leitin borið þegar dimmatók. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.