Dagblaðið - 01.10.1979, Page 24
24
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I. OKTÓBER 1979.
Kveðja til skáldsins
Jón frá Pálmholti skrifar enn eina
grein um húsaleigumál í Dagblaðinu
23. júlí sl. sem hann nefnir loka-
kveðju til mín, án þess að svara
spurningum mínum i grein minni 2.
júli sl. í örvæntingu sinni yfir óþægi-
lcgum spurningum mínum virðisi
hann nú kríta liðugt með enn meiri ó-
sannindum og rangfærslum. Hann
segir t.d. að mér hafi verið mikið
niðri fyrir, i símtali við hann, vegna
þess að hann hafi ekki nefnt orðið
„arfur” í grein sinni. Þetta er helber
uppspuni, ég sagði það aldrei og get
sannað það, þvi að ég á hljóðritun af
samtalinu. Hvernig er hægt að rök-
ræða við menn sem Ijúga? Jón segir
að ég hafi virst álíla að umræðurnar
um húsnæðismál hlytu að snúast um
mig pcrsónulega. Þetta er hrcinn
skáldskapur. Mér datt slikt auðvitað
aldrei í hug og Jóni auðvitað ekki
heldur. Ég hringdi í Jón vegna þess
að hann hafði rangfært grein mína i
DB 5. mars sl. Sú var ástæðan og
engin önnur.
Það er rangt að Jón hafi ekki nefnt
arf í grein sinni 9. mars. Hann talar
þar einmitt um „arfahlut”. Hann
segir að ég hafi „risið upp” eftir
grein Jóns í DB 9. mars. Þetta er al-
gert öfugmæli. Maðurinn virðist vera
kalkaður. Jón reis upp, með rang-
færslugrein sinni 9. mars, aöeins 4
dögum eftir mina grein 5. mars.
Varla hafa Dagblaðsmenn beðið Jón
að rangfæra grein mína, þótt þeir
hafi beðið hann að skrifa grein.
Víst hef ég heyrt getið um lóða-
brask og íbúðabrask i gróðaskyni.
Jóni hefur aldrei skilist annað á ntér.
Jón mælir hér þvert um hug sinn sem
fyrr, sennilega til að læða þvi að les-
endum að ég braski mcð lóðir og
íbúðir. Ég skrifaði ekki undir greinar
mínar til DB sem verkfræðingur,
heldur aðeins nafn mitt. Titlinum,
sem fer í taugar Jóns, bættu Dag-
blaðsmenn við, og ég hef furðað mig
á því að þeir skyldu þá ekki líka bæta
við titlinum „skáld” á eftir nafni
Jóns. Það hefði verið mjög viðeig-
andi, slíkt stórskáld sem hann er nú
orðinn.
Ég hef aldrei álitið það gróða cf
eign ntanns hækkar i krónutölu um
40% á ári í 40% verðbólgu. Hækki
hún meira en verðbólgan er hins
vegar um gróða að ræða en tap ef
hún hækkar minna. En svona skoð-
anir verka kannski sem helgispjöll í
eyrum Jóns, sem viðurkenndi í grcin
sinni 5. júní sl. að vera haldinn
öfundsýki. Ekki hélt ég að ibúðir
hækkuðu í krónutölu með meiri
hraða en verðbólgan, þær verða hins
vegar gamlar og ganga úr sér mcð
timanum, og eignarlóð hef ég aldrei
átt og hef aldrei selt hvorki lóð né
ibúð.
Jón scgir mig hafa reiknað út II
milljóna afrakstur af útleigu 40 íbúða
blokkar. Þetta var tala sem Jón birti
sjálfur í DB 2. apríl sl. á grundvelli
mánaðarleigu, sem gaf 2% i hagnað
eða laun yfir árið. Sú leiga var um
40% hærri en almennt gerist og átti
þvi ekki skylt við raunveruleikann.
Með þeirri leigu sem algeng er væri i
mörgum tilvikum um tap að ræða,
enda þótt leigusalinn ynni kauplaust,
eins og ég sýndi fram á í greinum
mínum 19. ntars og 30. april sl.
Jón gagnrýnir mig fyrir að „færa
málið frá málefnalegum grundvelli
yfir á persónulegan vettvang”. Fátt
er meira eitur í beinum ranginda-
manna en að þurfa að styðja rök-
leysur sínar með dæmum. Þeir segja
þá gjarnan að menn verði pcrsónu-
legir en ekki málefnalegir, enda
þótt þeir viti vel að besta túlkun mál-
efnisins kemur fram með dæmum.
„Án dæma cru umræður sem froða,
er flýtur ofan á,” sagði Vilmundur
Gylfason í útvarpsþætti 9/3 1978.
Blaðagreinar hafa einkennst um of af
slíkri froðu. Menn gagnrýna t.d.
frjálsl markaðskerfi með þvi að
benda á rangindi sem fram koma
þegar kerfið er ekki lengur frjálst.
Síðan er markaðskerfinu kennt um,
enda þótt sökudólgurinn sé einokun
eða samtök markaðsaðila. Með
dæmum kæmi hið rétta í ijós, en
froi'tmiennirnir forðast auðvitað
dæmin.
Dæmi mitt uu. lán [il ibúðakaupa,
sem Jón tclur tiðkasl hjá vcrkfræð-
ingum, er byggt á upplýsingum frá
fasteignasölum, sem vita manna best
um lánskjör. Þeir sem fá betri kjör fá
þau væntanlega fyrir „kunnings-
skap”, slík lán eru kannski sú fyrir-
greiðsla sem Jón og hans vinir geta
fcngið gegnum sin skólabræðralög og
sambönd. En almenningur fær ekki
slíkar gjafir. Aldrei hef ég heldur
fengið eitt einasta lán i neinum
tengslum við skólabræður mina.
Jón telur fáar konur vinna úti.
Þetta er nú ekki rétt, ef marka má öll
blaðaskrifin um útivinnandi hús-
mæður, enda hafa þær hálf laun sín
skattfrjáls, sem sé, jafnréttið í fram-
kvæmd. Svo bitnar þetta mest á
börnunum.
Jón segir að 9% leigjenda séu
stærri atvinnurekendur, æðri
embættismenn, stjórnendur fyrir-
tækja og fólk sem lokið hefur há-
skólaprófi. Þar við bætast væntan-
lega iðnaðarmenn sem Jón telur með
lægst launaða fólkinu, en því trúa nú
víst fáir. Eftir þessu ættu efnaðir
leigjendur að vera mun fleiri en 9%
leigjenda, en svo fjölmennur hópur
telst nú varla til „undantekninga”.
Ég hef tvisvar lent í að leigja alkóhól-
istum. Báðir léku þann leik að borga
ekki leigu nema fyrst, láta mig svo
fara margar fýluferðir til að sækja
leiguna (voru ekki heima á þeim
timum sem þeir höfðu tiltekið
sjálfir), og annar þeirra veifaði
framan i mig þykkum bunka af 5000
króna seðlum og vinflösku er ég loks-
ins náði í hann, en hann neitaði samt
MARIA SKACAN
FYRSTA
ÚTGÁFA
SELDIST
UPP
•
ÖNNUR
ÚTGÁFA
K0MIN
SJÁLFS
BJÖRG
SÍMI
25060
BARTSKERINN
Laugavegi 128 v/Hlemm
Sími 23930
Vandlátir koma
afturogaftur
SÉRPANTAIMIR í
PERMANENT.
HALLBERG GUÐMUNDSS0N
Þ0RSTEINN Þ0RSTEINSS0N
Carl J. Eiríksson
leikanum verða menn sárreiðastir
segir máltækið.
Ef leigjandinn braskar með fé-
sitt (hann getur ekki keypt sér ibúð
fyrir fé, sem hann þarf að íela), þá
hefur hann e.t.v. mun meirti í hagnað
en 3,5% á ári, og þarf þvi litlar
áhyggjur að hafa af leigunni, enda
þyrfti hann sem eigandi að borga kr.
522.100 á ári og gæti þá ekki lengur
braskað með féð. Orðheppni og háð
geta verið ágæt fyrir skáld og fram-
bjóðendur, en stoða lítið á rökréttum
grundvelli þegar menn verða að
standa fyrir máli sínu.
Jón vill ekki skilja að fjármagns-
kostnaður sé i reynd cnginn þegar
vextir eru lægri en verðbólgan, en
segir samt i sömu grein að lán séu að
hluta gjafir til þeirra sem safna eign-
um. Skv. kenningu skáldsins eru lán
á háum vöxtum (sem skáldið telur að
tíðkist til verkfræðinga) vissulega
gjafir, en lán á lágum vöxtum, til for-
réttindahópa, sem Jón virðist þekkja,
eru samkvæmt kenningunni ekki
gjafir, heldur fjármagnskostnaður!
Hver skilur svona bullkenningar?
Lán á lágum vöxtum eru auðvitað
þeim mun fremur gjafir sem vextirnir
eru lægri. Og sama hvort lántak-
andinn heitir Jón eða Carl. Vcrðbólg-
an veldur því að lánstíminn verður i
reynd mjög stuttur, þvi er nú verr.
Um hin „bágu kjör” almennings á
íslandi í dag vil ég benda Jóni á að
opna nú augun og líta í kringum sig.
Hvar eru þessir mörgu sem hafa bágu
kjörin? Á vínveitingahúsunum? í öll-
um bilunum sem aka á dýrasta
bensíni i heimi og sem varla verður
þverfótað fyrir? Eða halda þeir sig
alltaf innandyra? Hafi Jón rétt fyrir
sér í því að fjöldi fólks á íslandi hafi
bág kjör, þá hefur yfirvöldum tekist
að fela það vandlega, og slíkt væri
stóralvarlegt mál.
Eitthvað er reiknikunnáttan slök
hjá skáldinu, þegar hann heldur að
fólk geti almennt ekki eignast ibúð
fyrr en á elliheimilinu, með sparnaði.
Jón upplýsir samt sjálfur að rúm
• „Það er kannski félagslegt réttlæti að
gera eigur manna upptækar og banna öll-
um nema ríkinu að eiga nokkurn hlut. Síðan
verði stjórnað með tilskipunum...”
að borga. Var einhver að tala um
rjómafleytara i þjóðfélaginu?
í fjarstæðukenndum hæðnis-
orðum um mig virðist Jón skáld fá
svalað sárindum sínum vegna þess að
ég hef afhjúpáð biekkingaleik hans
um hagnað íbúðaeigenda. Skáldið
virðist ekki kunna mikið í reikningi,
en vill enginn sem kann að reikna að-
stoða Jón? Dæmið er nefnilega cin-
falt: Staðgrciðsluverð ibúðar l’7 ’79:
14 milljónir. Útgjaldaliðir eigandans,
sem býr í ibúðinnu, eru þessir —
1979: Fyrning: 0,5% = 70.000, fast-
eignagjöld 0,53% = 74.200, viðhald
2% = 280.000 (eins og ég benti á i
síðustu grein minni, með tilvitnun-
um, hafa talsmenn leigjenda sam-
þykkt allar þessar tölur, nema hvað
þeir vildu hafa fyrninguna 10—40
sinnum stærri), kirkjugarðsgj. ca
1.000 og húseigendatrygg. 0,115% =
16.100. Persónuskattar vegna íbúðar-
innar eru: Eignarsk. 1,208%
= 169.120 og ef tekjuskattur er i 30%
þrepi, þá hækkar hann um 30% af
eigin húsaleigu, sem er 1,5% af 14
millj., en lækkar aftur á móti um
30% af eftirfarandi: a) 0,2% af 14
millj. b) 74.200 c) 280.000 og d) 90%
af 16.100. Tekjuskattur lækkar því
nettó um 56.007. Auknir ptersónu-
skattar næsta ár, vegna íbúðarinnar,
verða þvi: 169.120 — 56.007 =
113.113. Þetta jafngildir nú 113.113 :
1,4 = 80.795, vegna verðbólgu
(40%). Útgjöld eigandans eru því:
70.000 + 74.200 + 2'80.000 + 1.000 +
16.100 + 80.795 = ca 522.100, eins
og ég benti á í grein minni 30/4 1979.
Leigjandi sem borgar algenga leigu,
kr. 63.000 á mán. nú, borgar þvi
aðeins nettó 756.000—490.000 =
266.000 á ári, eða nærri helmingi ■
minna en áðumefndur eigandi, ef
leigjandinn á jafnvirði (14 millj.) í
spariskirteinum, sem gefa 3,5% á ári.
ÞETTA ERU STAÐREYNDIR, og
Jóni sviður það kannski að geta ekki
hrakiðóþægilcgar staðreyndir. Sann-
80% íbúa á Reykjavikursvæðinu búi
í eigin ibúðum. Sá sem sparar I eða 2
sígarettupakka á dag í spariskirtein-
um frá 16 ára aldri lendir nú varla á
elliheimilinu 36 eða 48 ára gamall.
Að maður tali nú ekki um annan
fljótvirkari sparnað, t.d. á brennivini
og annarri vitleysu.
Aldrei ráðlagði ég baráttu fyrir
„bættri dagvistunaraðstöðu” fyrir
börn. Þetta er enn ein rangfærsla
skáldsins. Ég álit stofnanauppeldi
mjög skaðlegt fyrir barnssálina, og
slikt ber að forðast ef hægt er. Ég
ráðlagði baráttu fyrir lækkun dag-
vistunargjalda, sem ég tel vera allt of
há. Hvaða sanngirni er í því að sá
sem gætir 15 barna yfir daginn 5 daga
vikunnar hafi um I milljón á mánuði
fyrir það? Ég bara spyr. Sé talað um
okur á húsaleigu, hvað má þá segja
um þetta?
Það er ósatt að ég hafi spurt hvað
væri „rétt” leiga. Ég spurði hvað
væri sanngjörn leiga, að mati Jóns.
Jón svaraði því i grein sinni 5. júni sl.
Sanngjörn leiga fyrir 14 millj. króna
ibúð (staðgreiðsluvirði 1/7 ’79) væri
45.000 á mán. 1978, eða þá um
63.000 á mán. nú, í 40% verðbólgu.
En í grein sinni 2. apríl sl. segir Jón
að sé leigan hærri en 53.872 á mán. sé
um hreinan hagnað leigusala að
ræða. Samkvæmt þvi hagnast sann-
gjarn lcigusali á leigjanda sínum, en
það hélt ég að stangaðist á við kenn-
ingar skáldsins.
Skoðun min er sú að skipuleg nýt-
ing fjármagns sé sjálfsagður hlutur,
en engin góðgerðarstarfsemi. Sama
gildir um afnám brasks. Jón heldur
samt hinu gagnstæða fram, gegn
betri vitund. Ég tel að þeir sem fjár-
magninu stjórna verði að bera
persónulega ábyrgð og taka persónu-
lega áhættu, ef féð misnotast. Slíka
ábyrgð og áhættu taka fyrirtæki og
einstaklingar, en opinberir starfs-
menn yfirleitt aldrei er þeir ráðskast
með annarra manna fé. Ef einkaaðili
rekur gagnlega starfsemi með óbættu
tapi, þá tel ég það vera góðgerðar-
starfsemi, og jafnframt eignaupp-
töku, ef hann er skyldaður til tap-
reksturs. Rekstur leigustarfsemi með
engum hagnaði getur aldrei verið
brask, þótt Jón virðist halda það. En
eignasöfnun á kostnað almennings,
með lánum, sem eru að hluta gjöf, tel
ég réttnefnt brask. Vegi slíkt gjafalán
ekki upp á móti því verðbólgutapi
sem sá hinn sami hefur orðið fyrir
gegnum árin á sparifé sínu, þá er ekki
um eignasöfnun að ræða, heldur
eignatap. Gjafalánskjörin, með lágu
vöxtúnum, sem vinir Jóns fá eru
brask og auðsöfnun á kostnað al-
mennings, miklu fremur en lán með
háum vöxtum.
Vinur Jóns sem fær e.t.v. 30 ára
lán á 9% vöxtum með jöfnum af-
borgunum í 40% verðbólgu, endur-
greiðir samtals ekki nema tæp 29%
af lánsverðmætinu, sem hann fékk.
Hann fær rúmlega 71% af lánsfénu
sem hreina gjöf. Síðan kemur þessi
sami braskari og þykist stynja undan
háum fjármagnskostnaði!
Á einum stað í grein sinni telur Jón
að íbúðarkaupandinn þurfi að greiða
4-5 milljónir af láni á þessu ári og
kaup síðasta árs sé 2 1/2 milljón,
kaupandinn lifi síðan á spariskirtein-
um og leigusalanum? Mér er spum:
Hvaða leigusala? Hefurskáldið alveg
ruglast i eigin háði? Var það ekki Jón
sem hélt því fram að kjör kaupand-
ans væru léttbærari en kjör leigjand-
ans, sbr. greinar Jóns? Á kaupandinn
nú allt i einu bæði spariskírteini og
íbúð samtímis? Og leigir hann þar að
auki aðra íbúð undir sig, fyrir utan
sína eigin?
Jón talar um náð og miskunn t stað
félagslegs réttlætis. Það cr kannski
félagslegt réttlæti, i augum Jóns
öfundsjúka, að gera eigur manna
upptækar og banna öllum ncma rik-
inu að eiga nokkurn hlut. Síðan verði
stjórnað með tilskipunum örfárra
ábyrgðarlausra manna.
Það ætti að vera öllum ljóst að
með skrifum minum og útreikningum
hef ég verið að berjast fyrir sann-
gjarnri leigu og umræðum um hver
hún sé, enda var ég sjálfur leigjandi í
12 ár og þekki þá hlið vel. Ég hef
mótmælt hárri fyrningu, og ég vil
alls ekki reikna „fjármagnskostnað"
með við útreikninga á leigu, eins og
sumir, jafnvel Jón, virðast vilja. Sé
það gert við núverandi aðstæður
verður leigan fyrir 14 millj. kr. ibúð
um kr. 200.000 á mánuði minnst, en
ekki kr. 63.000 eða 73.000. Jón vill
sennllega hafa „fjármagnskostnað-
inn” með í dæminu til að geta siðan
sagt: „Sjáið bara, útreikningar cru
bull, 200.000 á mánuði i leigu er fjar-
stæða.” Þar mcð væru allir sem
kunna að reikna orðnir ómerkingar.
Auk lágs fyrningarkostnaðar og
þess, að sleppa alveg „fjármagns-
kostnaði”, hef ég metið skattgreiðsl-
ur næsta árs mun lægra en krónutölu
þeirra, með þvi að deiia með 1,4
vegna verðbólgunnar. Ef Jón væri
sanngjarn maður myndi hann þakka
mér fyrir að birta sanngjarna útreikn-
inga, eftir öll furðulegu blaðaskrifin
sl. haust, i stað þess að rangfæra orð
mín, snúa út úr og ljúga.
Jón segir að ég telji kaup tveggja
leigjenda 400—600 þús. á mánuði.
Mikið er málstaðurinn orðinn slæm-
ur, þegar svona oft þarf að gripa til
lyginnar. Ég nefndi tvær tölur um
kaup hjóna, kr. 330 þús. og kr.
361.570 á mánuði. Ég nefndi aldrei
600 þús. Jón kann greinilega ekki að
skammast sin.
í grein Jóns 2. april sl. nefnir hann
MARGA leigusala sem leigi á sann-
gjörnum kjörum og séu sómamenn.
Leigjendur þessara mörgu leigusala
þurfa a.m.k. ekki að kvarta. Hef ég
nokkra von um að komast í þennan
hóp sómamanna? Og hvernig?
í grein minni 2. júlí sl. bað ég Jón
eindregið að svara:
a) Haða reikningsvillur ég hef gert
og hvaða ranga „mötun áhalda”.
b) Hyort leigusali Jóns hafi grætt á
Jóni 1978.
c) Hverju ég þurfi að breyta hjá mér
svo að Jón álíti ekki að ég
„græði” á leigjendum minum.
d) Nákvæmlega, með tölum,
hvernig greiðslubyrði leigjanda sé
meiri en ibúðarkaupandans, með
skuldum.
e) Hverjar ástæðurnar væru fyrir
tíðum uppsögnum Jóns sem leigj-
anda (7 sinnum á 12 árum).
Það virðist vefjast fyrir skáldinu
að svara þessum spruningum.
Hvernig skyldi standa á því?
Carl J. Eiriksson.