Dagblaðið - 01.10.1979, Qupperneq 34
34
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I. OKTÓBER 1979.
VERZLUNARMANNASAM-
BAND SUÐURNESJA
Stjórn og trúnaðarráð Verzlunarmanna-
félags Suðurnesja hefur ákveðið að við-
hafa allsherjar atkvæðagreiðslu um kjör
fulltrúa á 12. þing Landssambands ísl.
verzlunarmanna sem verður haldið í
Stykkishólmi dagana 26. til. 28. október
nk. Kjósa skal sex aðalmenn og sex til
vara. Framboðslistum skal skilað til for-
manns kjörstjórnar, Matta Ásbjörnssonar,
Hringbraut 95 Keflavík, eigi síðar en
mánud. 8. október 79.
Stjórn og trúnaðarmannaráð.
Norræn
menningarvika
6.-14. október 1979:
Opnun málverkasýningar.
Á sýningunni eru verk eftir danska list-
málarann CARL-HENNING PEDERSEN
Laugard. 6. okt. kl. 30.30.
BIRGITTE GRIMSTAD: Vísnakvöld (1.
tónleikar).
Sunnud. 7. okt. kl. 20.30
Tónleikar:
JORMA HYNNINEN (baríton) og RALF
GOTHÓNI (píanó). Verk eftir Vaughan
Williams, Kilpinen, Sibelius og Hugo Wolf.
Mánud. 8. okt. kl. 20.30
BIRGITTE GRIMSTAD: Vísnakvöld (2.
tónleikar).
Þriðjud. 9. okt. kl. 20.30
Skáldið P.C. JERSILD kynnir bækur sínar og
les upp.
Miðvikud. 10. okt. kl. 20.30
Tónleikar:
HALLDÓR HARALDSSON píanóleikari
spilar verk eftir J. Speight. Þorkel Sigurbjörs-
son, Vagn Holmboe og Ludw. v. Beethoven.
Fimmtud. 11. okt. kl. 20.30
Tónleikar:
ELSE PAASKE (alt), ERLAND
HAGEGÁRD (tenór) og FRIEDRICH
GURTLER (píanó) flytja verk eftir Schumann
(Liederkreis), B. Britten (Abraham and Isaac),
Heise og Lange-Muller.
Laugard. 13. okt. kl. 20.30
Tónleikar:
ELSE PAASKE, ERLAND HAGEGÁRD,
FRIEDRICH GURTLER flytja verk eftir
Schumann (Frauenliebe und -leben), Sibelius,
Mahler og Purcell.
Sunnud. 14. okt. kl. 20.30
Lokatónleikar:
Guðný Guðmundsdóttir, Halldór Haraldsson,
félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum (stj.
Ragnar Björnsson), Kammersveit Reykja-
víkur (stj. Páll P. Pampichler) og Hamra-
hlíðarkórinn (stj. Þorgerður Ingólfsdóttir)
leika verk eftir JÓN NORDAL.
í Bókasafni og anddyri Norræna hússins:
BÓKASÝNING og MYND-
SKREYTINGAR við ritverk H.C. Andersens
eftir norræna listamenn (6.-31. okt.).
Aðgöngumiðar seldir í kaffistofu frá og með
fimmtudeginum 4. okt.
ÞERBARMASER
<KIÁKRÓKNUM
—höfnin er stóra málið og iðnaður í örum vexti
Svcitasælan hallast að sjávarsiðunni, þegar komið er að oliutönkunum undir
Nöfunum skammt frá höfninni.
Þegar litið er á hluta elztu byggðar
á Sauðárkróki, virðist bærinn vera
friðsælt sveitaþorp. Þarna er þó fjöl-
skrúðugt mannlif. Þjónustumiðstöð
er á Króknum fyrir verulegan hluta
allrar Skagafjarðarsýslu, ulan úr
Fljótum og fram í Skagafjarðardali.
Auk verzlunar- og þjónustumið-
stöðvar er þarna mikil útgerð og fisk-
vinnsla. Þama eru sláturhús. Þarna
er flugvöllur, hótel, myndarlegt hús
Pósts og síma. Á Sauðárkróki situr
sýslumaður og bæjarfógeti mcð full-
trúa og lögreglu sér til fulltingis i
störfum og löggæzlu. Þarna er ört
vaxandi iðnaður og ibúar 2100.
I sögu Sauðárkróks lesum við eftir-
farandi um hús, sem kallað var Jóns-
bær, síðar Bjarnleifsbær og nú
Suðurgata I2.
„Torfbæ þennan reisti Jónas
Simonarson. Hann fór til Ameriku
upp úr 1880. Árið 1883 eignaðist Jón
Sigurðsson frá Tjörn (Flæðitjörn)
bæinn og síðar Bjarnleifur spilari,
sonur hans. Þar sem áður var Jóns-
bær, stendur nú hús Halldórs Þor-
leifssonar, járnsmiðs (Grund) rcist
1917.”
Bjarnleifur spilari, sem getið er,
var reyndar faðir Bjarnleifs Bjarn
leifssonar, ljósmyndara DB. Músíkin
rennur í æðum mann fram af manni
og ekki úr vegi að líta þarna á
skýringuna á hæfileikum dælra
Bjarnleifs, sem iðka ballettdans.
Sveitasælan á Sauðárkróki hallast
heldur betur fram til sjávarins, þegar
litið er til olíutankanna undir Nöfun-
um ekki langt frá sjálfri höfninni.
,,Hún er stóra málið hér ' sagði
Marteinn Friðriksson, frantkvæ-ntda-
stjóri Fiskiðjunnar á Sauðárkróki.
Ókunnugir hefðu mátt ætla að
þeir væru i námunda við flugrán á
heimsmælikvarða, þegar að flugvél-
inni til Sauðárkróks kom. Þarna var
Hrafn Gunnlaugsson með alvæpni
með félaga sinum á leið til að renna
fyrir lax norður á Skaga.
Á Sauðárkróki hélt Stefán islandi
sina fyrstu tónleika við undirleik
móður Árna Elfar tónlistar- og
myndlistarmanns.
„Fyrstu leiksýninguna sá ég i Góð-
templarahúsinu á Sauðárkróki, þegar
ég var átta ára gamall. Við krakk-
arnir á Veðramóti fengum alltaf að
fara á „leikana” svoköjluðu, sem
sýndir voru almenningi í sýslufundar-
vikunni er síðar hlaut nafnið Sælu-
vika”, segir Haraldur Björnsson, sá
Flugrán á heimsvisu? Nei, þetta ef
Hrafn Gunnlaugsson á leiðinni norður
á Skaga til að veiða lax og ef til vill
citthvað fleira.
DB-mynd. Bj. Bj.
mikilhæfi leikari, sem nú er látinn, i
bókinni Sá svarti senuþjófur , sem
Njörður P. Njarðvik skráði.
Sæluvikan á Sauðárkróki er ára-
tugagömul og öllum landsmönnum
kunn af afspurn. Um bændur á sýslu-
fundarvikunni eða Sæluvikunni segir
Kristmundur Bjarnason i Sögu
Sauðárkróks: „Þeir verða spraður-
bassalegir eins og búðarþjónar,
brosin ná út undir eyru, hláturs-
skriður hrifa á burt með sér allan
vetrarfreðann, það vorar í lofti, hita-
þám i dalahlíðum, kollheitt og
glampandi sólfar hið innra”. Hann
helduráfram:
„Húsfreyjum fer likt, þótt fæstar
njóti þær Bakkusar — nema þá
óbeint. Eitthvað, sem blundað hefur i
brjósti þeirra, grafizt undan fargi
daganna, brýzt fram. Duldar þrár frá
sokkabandsárunum, gömul gleði
gefur auganu birtu og yl”.
Á siðustu Sæluviku skiptusl á
sinfóníutónleikar, kirkjuhald, dans-
leikir, kvikmyndasýningar, leik-
sýningar og kórsöngur.
Okkur Bjarnleifi ljósmyndara var
sagt, að næsta Sæluvika yrði engri
slíkri viku síðri. Við vitum að það er
rétt fyrst þeir Sauðkræklingar segja
það. Við reyndum þá ekki að raup-
semi og sameiginlegt einkenni var
það allra manna þar, að þeir barma
sér ekki.
-BS.
Eldri byggðin á Sauðárkróki eins og friðsælt sveitaþorp.