Dagblaðið - 01.10.1979, Side 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
35
FIÖLSKYLDA BÍT-
ILSINS KOMIN í
RÆFLAROKKIÐ
Nei, hann er ekki farinn að halda
fram hjá eða neiti slíkt. Nei, þetta er
heldur ekki Linda kona hans komin i
ræflarokkið. Fyrrverandi bítill Paul
McCartney lítur hálfgamaldags út við
hliðina á stjúpdóttur sinni Heather,
sem er 15 ára, en það má lika segja að
hún fylgist með tizkunni. Hún gengur
um í punkfötum og hefur Iátið klippa
hár sitt i samræmi við tizkuna. Þau
feðgin eiga þó citt sameiginlegt, þau
hlusta bæði á plötur Buddy Holly.
Myndin var tekin í samkvæmi sent
Paul hélt til heiðurs Buddy Holly,
hinum látna söngvara.
Fyrir.
Eftir
Poppsöngvarinn Hlton John, sem
orðinn er 32 ára, er aldeilis í skýjun-
um yftr dýru hárgræðslunni sinni.
Ekki alls fyrir löngu lét Elton ekki
mynda sig án höfuðfats, nú gegnir
öðru máli. Nú spókar hann sig með
þetta lika fina hár svo allir geti séð að
ekki hafi peningar hans farið til
einskis.
Ekki er ýkja langt síðan Elton
varð að viðurkenna l'yrir sjálfum sér
að hárið á honum væri orðið all-
þunnt. Á myndum sem teknar voru
af honum fyrir um tveimur árum sést
að Elton var loðnari á bringunni en i
hvirflinum.
Nú er sú tið liðin og Elton getur
aftur sýnt sig án höfuðfats. Þeir eru
ófáir sem beðið hafa spenntir eftir
því að sjá hið nýgrædda hár söngvar-
ans og ljósmyndarar hafa setið fyrir
honum.
Ahyggjufull
vegna drykkju
Sarah Spencer hin fallega fyrrver-
andi vinkona Karls Bretaprins hefur
ákveðið að selja stóra húsið sitt í
London. Hún hefur náð sér i liðsfor-
ingja og brúðkaupið er ákveðið á næsta
ári. Til þess tima ætlar ungfrúin ekki
að skála í öðru en saft . Hún var rekin
úr skóla fyrir drykkjuskap og nú er hún
viss um að taki hún vinsopa verði hún
drykkjusjúklingur.
Opnar gáttir
■
Það hefur ávallt mátt reiða sig á
eitthvað óvenjulegt i Galleriinu við
Suðurgötu 7 í sumar og nú i haust og
er langt frá því að menn hafi þar
rekið einhverja þrönga sértrúar og
meinlætastefnu. Þeir sem sóst hafa
eftir einhverju augnayndi hafa haft
alveg eins mikið upp úr krafsinu þar i
bæ og þeir sem vilja sina list huglæga
og torræða. Sem dæmi um hið fyrr-
nefnda má nefna vatnslitamyndir
Peters Schmidt. Nú er einmitt kunn-
ingi hans á ferðinni með verk sem
ættu að gleðja bæði auga og huga/
Hann heitir Peter Bettany og er frá
Wales, maður á besta aldri og að þvi
mér hefur skilist er hann liðtækur í
gerð litilla skúlptúra og staðfesta
Ijósmyndir þær sem ég hef séð þær
upplýsingar.
Elskulegt
sérlyndi
Við fáum að vísu ekki að sjá þessa
skúlptúra hans í Suðurgötu 7, en í
staðinn eru þar drög að skúlptúrum,
teikningar, vatnslitamyndir og klippi-
myndir. Allt ber þetta vott sérdeilis
elskulegu sérlyndi sem að vísu er
crfitt að henda reiður á því maðurinn
leitar á mörg mið og ólik, en úr öllum
hans nostursamlegu handverkum
skin sama innrætið. Þarna fljúga
fiskar, vötn eru innbundin með köðl-
um, Ijósvakinn er handfjatlaður og
V*
Peter Bettanj
Himinn, haf og þvinga, 1978
skondin skoðanaskipti eiga sér stað
milli dýra. Margt annað skeður sent
engin leið er að skýra, fremur en
andlitsmyndanir á miðilsfundi. Ef'
nefna ætti einhverja áhrifavalda að
þessum verkum Bettanys, þá cr það
kannski helst hinn frægi belgiski
súrrealisti Magritte sem var snillingur
i að finna veika punkta á hvers-
dagsleikanum. Þó vinnur Bettany
ekki eins markvisst og Belginn og er,
að ég held, meir umhugað um þá
póesíu sem kann að leynast i skrýtn-
um atvikum en þverstæður þeirra og
fáránleika. Það má meira að segja
finna tilvísun í konkret Ijóðagerð í
einu verki sem nefnist ,,Hús” og er
.gert á ritvél.
En best cr að fullyrða ekki allt of
mikið um ætlan Bettanys meðan við
ekki höfum aðgang að upplýsingum
um hann og markmið hans. Það eina
sem ég hef út á þessar myndir hans að
setja, er að smæð þeirra og allt
nostrið í kringum þær slævir brodd
þeirra að einhverjy marki. Annars er
óhætt að hvetja alla til að berja þessa
snotru sýningu augum, þvi hún opnar
vmsar gáttir á sálarkirnunni.
Myndlist
Afhending skírteina
Reykjavík Hafnarfjörður
Brautarholti 4, kl. 16—22, Góðtemplarahúsinu, kl. 16—19,
mánudaginn 1. okt. þriðjudaginn 2. okt.
Drafnarfelli 4, kl. 16—22, Seltjarnarnes
mánudaginn 1. okt. Félagsheimilinu, kl. 16—19,
Félagsheimili Fylkis Árbæjarhverfi kl. 16—19, þriðjudaginn 2. okt. Keflavík
þriðjudaginn 2. okt. Tjarnarlundi, kl. 16—19, miðvikudaginn 3. okt.
Kópavogur Selfoss
Hamraborg 1, kl. 16—19, Tryggvaskála, kl. 16—19,
þriðjudaginn 2. okt. miðvikudaginn 3. okt.
Danskennarasamband íslands DSÍ.