Dagblaðið - 01.10.1979, Síða 37
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
37
ÓSKARINN TIL
UNGFRÚ SVÍNKU
Af hverju getur ungfrú Svínka ekki
fengið óskarsverðlaun? spyrja
25.000 Amerikanar sem styðja tvo
stuðningsmenn Svinku sem hafa
staðið að herferðinni „Óskarinn skal
til Svínku”. Þessa tvo aðdáendur
Svínku, Bruce E. Collin 23 ára og
James C. Hall 45 ára, dreymdi aldrei
um að herferð þeirra fengi svo góðar
undirtektir.
Þetta uppátæki þeirra hefur verið
dýrkeypt þvi þeir hafa þurft að senda
öllum þessum 25.000 manns sem sent
hafa þeim stuðningsbréf til Ohio,
þakkarbréf til baka. Siðan bætist við
flugfarseðill til Hollywood þar sem
þeir munu afhenda óskarsverð-
launanefndinni bréfin. Óskarsvcrð-
launaafhendingin fer fram i marz á
næsta ári.
Það eru mörg þúsund manns i
Ameriku sem eru á þvi að Svinka eigi
óskarinn skilið frekar en nokkur
H
Hvers vegna getur Svínka ekki fengið
óskarsverðlaunin? spyrja 25.000
manns i Ameríkú. Myndin er úr kvik-
myndinni með Prúðu leikurunum.
annar. í mörg ár hafa þættirnir með mikilla vinsælda þar. í myndinni
Prúðu leikurunum verið allra vinsæl- leikur ungfrú Svínka litla grisastúlku
asta sjónvarpsefni i Bandarikjunum á leið til Hollywood með Hollywood-
og eins kvikmynd þeirra sem nú nýtur drauma i maganum.
HJÓUN 0G TÍZKAN
Það er óhætl að scgja að tizkan i dag
einkennist af íþróttaáhuga. Að minnsta
kosti eru diskófötin i leikfimibúninga-
stil, brúðarfötin i æfingafatastil og svo
mætti lengi telja. Það allra nýjasta í
tizkuheiminum, ef nýtt skal kalla, eru
hjólreiðar. Nú þykir enginn maður með
mönnum ncma hann hjóli og gangi í
hálízkufötum-(æfingafötum). I helztu
tizkuverzlunum heims má sjá ginur —
jafnvel lifandi á hjólum, og eins og
meðfylgjandi mynd sýnir lila þær ekki
ósmekklega út.
Þó ég verði 75 ára, get haldið á
gitar og fólk vill hlusta á mig, treð ég
upp — segir rokkarinn sem fyrir 25
árum gerði lagið Rock Around the
Clock og fékk þann heiður að hafa
fundið upp rokkið. Það er Bill Haley.
Hann er nú orðinn 54 ára en unglegur
og hress. Ennþá hleypur Bill Halcy
um sviðið er hann treður upp og
syngur Let the Good Times Roll —
again, Shake, Rattlc and Roll, Don’t
Knock the Rock og fleiri fræg lög.
H
Hér er Bill Haley að segja Grease-
stjörnunni Oliviu Newton-John
hvernig unglingarnir skemmtu sér hér
áður fyrr, væntanlega.
VERSLUNARMENN!
Tryggið ykkur
auglýsingaaðstöðu á
fjölfarnasta stað Reykjavíkur
Biðstöð S.V.R. Hiemmi.
f biðsalnum hefur Skyggna hf.
komið fyrir sýningarskjá
með auglýsingum
og upplýsingum þar sem
auglýsendum gefst kostur á
að birta auglýsingar
90-300 X á dag.
Ath! Takmarkað auglýsingarými.
Auglýsingapantanir og nánari
upplýsingar í síma 4.21.16.
—'EINKARITARASKÓLINN
• Veitir nýliðum starfsþjálfun og öryggi.
• Endurhæfir húsmæður tilstarfaáskrifstofum.
• Stuðlar að betri afköstum, hraðari afgreiðslu.
Sparar yfirmönnum vinnu við að kenna nýliðum.
• Tryggir vinnuveitendum hæfari starfskrafta.
• Tryggir nemendum hærri laun, betri starfsskilyrði.
• Sparar námskostnað og erlendan gjaldeyri.
MÍMIR,
y 1
Brautarholti 4 - Sími 11109 (kl. 1-7 e.h.)
m
TONLEIKAR í
LAUGARÁSBÍÓ
FIMMTUD.4.0KTOBER KL.22
john mc neil
KVARTETT
Forsala aögöngumióa í
Fálkanum Laugaveg 24