Dagblaðið - 01.10.1979, Page 39
\
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 1. OKTÓBER 1979.
8
Útvarp
39
Sjónvarp
i
VERTUHJÁMÉR-sjónvarpkl. 21.05:
Þegar dauðinn bíður manns
„Nafnið á þessari mynd er dregið af
sálmi, Vertu hjá mér, halla tekur
degi,” sagði Kristmann Eiðsson þýð-
andi sjónvarpsleikritsins, Vertu hjá
mér, sem byggt er á sjálfsævisögu
Winifred Foleys.
„Leikritið fjallar um samskipti há-
aldraðrar konu, ekkju sem býr á sveita-
setri, og 14 ára stúlku sem ræðst í vist
til hennar. Stúlkan er dóttir fátæks
kolaverkamanns og fara allir peningar
hennar til fjölskyldunnar. Konan er
skapstirð og siðavönd mjög og óttast
dauðann. Stúlkan fær hana þó til að
lita hann bjartari augum.
Mörgum finnst stúlkan alls ekki eiga
heima hjá svo gamalli konu, en stúlkan
er góð i sér og vorkennir gömlu kon-
unni,” sagði Kristmann. „Henni finnst
hún vera einmana og ósjálfbjarga og að
lokum tekst góður vinskapur þeirra á
milli. Fer það svo að endingu að stúlk-
an sefur hjá gömlu konunni. Leikritið
sýnir hve hjálparþurfi margt gamalt
fólk er og hvernig ættingjarnir snið-
ÁNY
TiME
Ann Francis i hlutverki sinu i myndinni, Vertu hjá mér. Hún fer þar með hlutverk
fjórtán ára stúlku sem er í vist hjá níræðri konu.
Svíar skruppu til Atlanta f Suðurríkjum Bandarikjanna til að kynnast af eigin raun á-
standinu þar. Afköstin fáum við að sjá i þættinum Suðrið sæla.
SUÐRIÐ SÆLA—sjónvarp kl. 22.15:
Hagur blómgast í suðrí
ganga það. Bíða þess í stað eftir að það
hrökkvi upp af til að erfa það.”
Handrit að leiknum gerði Julian
Mitchell en með aðalhlutverk fara
Cathleen Nesbitt og Ann Francis. Leik-
stjóri er Moira Armstrong og er leik-
ritið rúmlega klukkustundar langt.
-ELA.
t—:—:—:-----------------------------------------------\
UTLA MUSIN PILAPINA—útvarp kl. 9.05 ífytramálið:
ÓVENJULEG MORGUNSTUND
—blönduðtónlist
„Þetta er skemmtilegt ævintýri með
söngvum,” sagði Herdis Norðfjörð en
hún les og syngur ævintýrið Litla músin
Píla Pína eftir Kristján frá Djúpalæk í
morgunstund barnanna í fyrramálið kl.
9.05.
„Sagan fjallar um litlar hagamýs,”
sagði Heiðdís. „Þær búa i þorpi sem
nefnist Lyngbrekkuþorp. Einn daginn
kemur litil mús á fleka upp eftir ánni
við þorpið. Þorpsmýsnar taka á móti
litlu músinni, sem er allt öðruvisi en
þær eða af öðrum kynstofni.
Þær verða þó mjög góðar við litlu
músina og hún kynnist músamanni og
giftist honum. Þau eiga saman músa-
börn og eitt þeirra erlitla skrýtna Pila
Pina. Hún er mjög forvitin og fýsir að
vita eitthvað um fortið móður sinnar.
Hún leggur því af stað og á vegi hennar
verður margt sem fyrir augu og eyru
ber. Ég ætti nú ekki að segja meira svo
sagan verði spennandi,” sagði Heiðdís.
Aðspurð hver hafi gert lögin við
söguna sagði Heiðdis. „Lögin eru öll
eftir sjálfa mig og sonur minn 18 ára
Gunnar Gunnars., leikur undir á raf-
magnspíanó.” Heiðdís sagðist ekki
hafa gert neitt að þvi að semja lög, en
„Þetta er fyrsti þáttur af þremur
sem sænska sjónvarpið lét gera um
Suðurriki Bandaríkjanna,” sagði Jón
O. Edwald, þýðandi myndarinnar
Suðrið sæla sem sjónvarpið sýnir i
kvöldkl. 22.15.
„í myndinni eru viðtöl við fólk,
bæði hvitt og svart, og sýndar eru þær
breytingar sem orðið hafa i
þjóðfélaginu, hvernig borgin hefur
byggzt upp og hvernig fyrirtæki leita
sér framdráttar í sólarbeltalöndum.
Það er litið um þessa mynd að
segja,” sagði Jón. „Hún lýsir því
hvernig þetta er að breytast þarna
suður frá og hagur fólks að blómgast.”
Fjallað er um borgina Atlanta en
hún er helzta borg Suðurrikjanna.
Fyrsti Suðurrikjamaðurinn sem setið
hefur á forseiastóli i 120 ár er Jimmy
Carter, en hagur Suðurríkjanna virðist
hafa blómgazt ört siðustu ár og pólitisk
áhrif þeirra aukizt að sama skapi.
Reynt er að jafna kjör hvitra manna
og svartra í Suðurrikjunum en
svcrtingjar kvarta þó enn yfir rikidæmi
hvitra manna. Myndin er fjörulíu min.
löng.
þegar hún las handritið að sögunni um
Pilu Pínu hafi lögin ósjálfrátt orðið til.
—Er ékki óvenjulegt að sungið sé í
morgunstundinni? „Jú, ég man ekki
eftir að það hafi verið gert áður,” sagði
Heiðdis. „Ég vil þó taka það fram að
ævintýrið er óvenjulega skemmtilega
Hinn eftir-
spurði plötu-x
spilari kom-
inn aftur.
Verð kr.
195.000 m/pickup
Beindnfinn
(Direct Drive)
Sjálfvirkur
BORGARTUNI 18
REYKJAVIK SIMI 27099
WHr
wmF
Mýs eru yfirlcitt skemmtilegt efni i sögum og ævintýrum. Hér er Lilli klifurmús (Árni
Tryggvason) að tala við Mikka ref (Bessa Bjarnason) i leikritinu Dýrin i Hálsaskógi
sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu við gifurlegar vinsældir.
skrifað. Ég held að þetta sé það eina
er Kristján frá Djúpalæk hefur skrifað
fyrir börn. Lestrarnir verða alls 11 en
það er einungis sungið i fimm þeirra.
En í upphafi hverrar morgunstundar
verður flutt stef úr lagi,” sagði Heiðdís
Norðfjörð að lokum. . i -ELA.
SJONVARPSBUDIN
HINMntm AKYMtlMABVERII
Endurútgefum fimmtán hljómplötur, sem allar hafa verið uppseldar um árabil.
Koma nú einnig á kassettum.
Selt á sérstöku kynningarverði, sem er helmingi lægra en verð á öðrum plötum, eða
aðeins kr. 3900
Kynningarsalan er í VÖRUMARKAÐNUM, Ármúla - Sími 86113