Dagblaðið - 05.10.1979, Síða 9

Dagblaðið - 05.10.1979, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979. 9 Erlendar fréttir OPEC olíubirgðir vaxa Olíubirgðir í heiminum munu vaxa verulega frá því sem nú er á fyrsta árs- fjórðungi næsta árs ef vinnsla OPEC ríkjanna dregst ekki saman á næstunni. Er þetta niðurstaða sérfræðings sam- taka olíuútflutningsríkjanna og hvetur hann meðlimina til að draga úr olíu- vinnslu. DöttirBergman íþað heilaga lsabella Rossellini, 24 ára dóttir leik- konunnar Ingrid Bergman, gekk í það heilaga nýlega. Eiginmaðurinn heitir Martin Scorsese, 37 ára. Hann er bandarískur kvikmyndaleikstjóri. Faðir Isabellu er ítalski leikstjórinn Roberto Rossellini. REUTER Efnahagsbandalag Evrópu: Bretland og Italía mótmæla greiðslunum Margrét Thatcher segir að tvær fátækustu þjóðir bandalagsins eigi ekki að greiða hlutfallslega meira en aðrir Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Breta, mun fara frá Ítalíu með loforð starfsbróður síns Francesco Cossica um að styðja sameiginlegt baráttumál ríkjanna innan Efnahags- bandalags Evrópu. Bæði Ítalía og Bretland telja sig greiða allt of mikið ti! bandalagsins og hafa itrekað kvartað yfir því. Benda ráðamenn ríkjanna á, að ekki sé réttlétt að þessi tvö riki, sem séu nú meðal þeirra sem hafi einna lægstar meðaltekjur á hvern íbúa, greiði meira en efnuðu ríkin eins og Vestur-Þýzkaland og Frakkland. Samkvæmt áætlun sérfræðinga Efnahagsbandalagsins, sem nýlega var birt i höfuðstöðvum bandalagsins í Brussel i Belgíu, er talið að Bret- land verði hæsti greiðandi meðal meðlima þess i ár. Talið er víst að Bretland og ltalia muni sameinast um að fá greiðslu- reglum til Efnahagsbandalagsins breytt. Ríkin eru þó ekki algjörlega sammála um hvernig nýjar reglur eigi að vera en ekki er talið að það muni ráða úrslitum um samstöðu þeirra. Margaret Thatcher forsætisráð- herra mun í dag hitta alla ráðherra í ítölsku ríkisstjórninni að máli og væntanlega mun þá verða ákveðið hvernig ríkin tvö geta bezt unnið að þvi að fá greiðslur sínar lækkaðar. n Margrét Thatcher, forsætisráðherra Breta, ætlar ekki að greiða meira en sanngjarnt er til Efnahagsbandalags Evrópu. Sovétríkin: NYTTFRA ^ Boston Goia jogging skór w Nr. 34-38 kr. 12.305.- Nr. 39-45 kr. 12.660.- Kaupa afít komsem þeirfá Bob Bergland, landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna, sagði í útvarpsviðtali í gær að Sovétmenn mundu kaupa allt það korn í Bandaríkjunum sem þeir gætu fengið. Sagði ráðherrann að um- frambirgðir af korni vestra mundu verða um það bil tuttugu og fimm milljónir tonna og færi það að mestu leyti til Sovétríkjanna. Hann tók þó sérstaklega fram að kornsalan mundi ekki hafa áhrif til hækkunar á verði korns á Bandaríkjamarkaði. Verður þetta magn selt á næstu tólf mánuðum. Bergland ráðherra neitaði öllum orð- rómi um að kornsalan væri í nokkrum tengslum við Salt II samkomulag risa- veldanna tveggja um takmörkun kjarn- orkuvigbúnaðar. Aftur á móti viður- kenndi hann að ef Sall II yrði ekki staðfest innan tiðar væri hætt við að viðskiptasambönd milli Sovétrikjanna og Bandarikjanna yrðu stirðari. Ráðherrann sagði að Carter forseti hefði aldrei látið sér til hugar koma að tengja kornsöluna til Sovétrikjanna deilunni um sovézka hermenn á Kúbu. Kornið ætla Sovétmenn meðal annars að nota til fóðurs fyrir nautgripi. Stefnt er að því að auka kjötframleiðslu veru- lega þar eystra. TRIMMAÐ Á FULLU. Fransmaðurinn Francis dc Barbeyrac skokkaði nýlcga þrjú þúsund mílur um viðlcndi Bandarikj- anna. Manni þcssum, scm cr hcrmaður að atvinnu, líður grcinilcga vcl á röltinu því fyrir tvcim árum brá hann scr þvcrt yfir Ástralíu á tvcim jafnfljótum. Garpurinn fcr vcnjulcga 65 kilómctra á dag. Á myndinui sjást kunningjar hans fagna honum að loknu Bandaríkjaskokkinu. Stórstirnið Rod Stewart cr kominn hcim til Englands — að vísu aðeins í hcim- sókn. — Er þota hans lcnti í Southampton skýrði hann blaðamönnum svo frá að aðalcrindi hans væri að sýna fjölskyldu sinni dótturina Kimbcrley. Hún er nú orðin scx vikna gömul. „Það cr algjört æði að vera orðinn pahbi,” sagði rokkar- inn og kvaðst kunna því ágætlega að skipta um bleiur og stússa við dótturina. - Mcð feðginunum var frú Stcwart, scm áður var gift lcikaranum Gcorgc Hamilton. «4 i Gola Regnsett ^W/ Stærðir XS-S-M-L-XL Verð kr. 16.660.- Goia Super Harrier TRAINING skðr Nr. 34-38 kr. 11.155, Nr. 35-45 kr. 11.965, Laugavegi 13 Sími 13508

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.