Dagblaðið - 05.10.1979, Qupperneq 13

Dagblaðið - 05.10.1979, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 1979. /' Ný viðhorf og náttúran Framlag Norðurianda til Feneyjabiennals Flestar alþjóðlegar listsýningar eru haldnar svo langt í burtu að þær fara alveg fram hjá okkur sem búum í námunda við freðmýrabeltið marg- umrædda. Og menningaryfirvöldum vorum finnst þær svo fjarlægar að ekki taki því að gera út íslendinga á þær, en það er önnur saga. Það var því vel til fundið hjá Sonja Henie & Niels Onstad safninu í Noregi hér í fyrra, að grípa norrænu þátttak- endurna á Ung-biennalinum í París og senda þá viða um Norðurlönd með verk sín, svona til að gefa heima- mönnum smjörþefinn af list yngri manna og lofa þeim að sjá hvaða fulltrúa þeir ættu á þessari alþjóðlegu listsýningu. Þessi sýning kom við að Kjarvalsstöðum i júlí 1978 og var að mörgu leyti ferskt innlegg í sýningar- mál hér, þótt sumum yrði um og ó er þeir rákust á malarhrúgu Danans Nörgaard á parkettinu að Kjarvals- stöðum. Hringferð þátttakenda Þar var og íslenskur fulltrúi, Ólafur Lárusson, og var hann valinn eftir meðmæli Sigurðar Guðmunds- sonar, þar sem menntamálaráðuneyt- ið íslenska vildi ekkert koma nálægt þessari sýningu. Þessi ráðstöfun Henies & Onstads safnsins mæltist vel fyrir og skapaði gott fordæmi og því hefur Norræni menningarsjóður- Hefur ekkert gerst? Þetta er einkennileg sýning og eng- an veginn eins frískleg og djörf og það sem Ungdómurinn sýndi i fyrra. Feneyjabiennalinn er öðru fremur vettvangur nýrra viðhorfa í myndlist- um, en ekki virðast allir skilja það enn. Það kemur manni t.d. spánskt fyrir .sjónir að sjá Noreg tefla fram málara af Munch-skólanum eins og ekkert hafi átt sér stað í norskri myndlist síðastliðin 50 ár eða svo. Nú er Frans Widerberg sjálfsagt góðra gjalda verður og kröftugur málari, en uppspennt litróf hans og yfirþyrm- andi náttúrumýstik heyrir til annarri tíð. Svíar tefla hins vegar fram lista- manninum Lars Englund, sem er einn af mörgum sem nálgast hugtakið sköpun nánast eins og visindamaður. Þótt ekki sé nokkur leið að komast til botns í því sem Englund er að gera af þeim upplýsingum sem fyrir hendi eru, þá virðist Ijóst að hann ígrundar frumbyggingu lífrænna forma og hvernig þau form ganga saman í kerfi. Viðmiðun myndverka Virðast hin þrívíðu form hans vera nánast útlistanir á gefnum reglum, svona eins og þegar módel eru byggð1 13 Myndlist Skíða- vörur í úrvali PM3 Glæsibæ—Sími 30350 mig viö verk Finnans Olavi Lanu og get ekki á neinn hátt tengt þau fram- sækinni list. Lanu inótar búka í fullri stærð og hylur þá laufi, trjáberki, snjó, grasi og öðrum náttúrulegum efnum, kemur þeini siðan þannig fyrir að þeir virðast partur af náttúr- unni og Ijósmyndar svo árangurinn. Einnig þekur hann búka svipuðum náttúruefum og stillir þeim upp i húsi og eru tvö slík verk á austurgangi Kjarvalsstaða. En nýjabrumið er fljótt að fara af þessum verkum, því um leið og áhorfandinn sviptir í huga sér þessu ytra byrða af búkunum, koma i ljós ósköp sentímentalar og jgfnvel blautlegar uppstillingar í 19. aldar stíl sem þarna hafa blandast héraðsbundinni náttúrurómantík. Olavi Lanu — Verk. V ■■■■■■■■ ÍŒBBðP til að skýra stærðfræðileg dæmi, en ekki tilfærsla eða úrvinnsla forma, eins og myndsmiðir (skúltörar) iðka. Englund er því einn af mörgum sem vinna á mörkum lista og visinda. Annars konar sambræðingur á sér stað hjá dönsku fulltrúunum, Stig Brögger, Hein Heinsen og Mogens Möller. Þeir eiga að baki fjölbreyttan náms- og starfsferil, m.a. í guðfræði, stjórnmálafræði, arkitektúr, mannkynssögu og myndlist og hafa komið á fót stofnun sem helguð er „Skalakunst” eða við- Spakvit og fyndni Ég vona að það verði ekki talið til þjóðrembu þótt ég lýsi því yfir að Sigurður Guðmundsson veitti mér einna mesta ánægju á þessari sýn- ingu. Það hefur verið gaman að fylgj- ast með þróun myndlistar hans, frá litlum svarthvítum ljósmyndum upp í flennistórar myndir í „living colour”. Samt sem áður held ég að ekki hafi orðið mikil breyting á hugarfari Sigurðar. Ljósmvndin er þonum einfaldlega miðill til að koma á framfæri hugmyndum sem eru eng- an veginn útskýranlegar, en þó 'sneisafullar af ljóðrænu líkingamáli, spakviti, fyndni og vægu háði og sjálfur tekur Sigurður að sér „human 'interest” hlutverkið í verkunum. Hinar nýju litmyndir hans gefa hin- um eldri ekkert eftir og ef eitthvað er cru fleiri þæltir komnir inn i spilið en áður og gefa meira af sér. Að Kjarvalsstöðum fer einnig fram ísýning lcikmyndateiknara og verður um hana skrifað sérstaklega. inn ákveðið að styrkja hringferð þátt- takenda frá Norðurlöndum á Fen- eyjabiennalinum 1978. Vonandi leggst þessi góðir siður ekki af. Nú er slík sýning hingað komin og hefur verið sett upp á göngum Kjarvals- staða og hafa þátttakendurnir sjö sent úrtak af þvi sem í Feneyjum var, — er. það skal tekið fram að hverju landi er nú heimilt að senda fimm listamenn sem fulltrúa. Ekki fer nú það úrtak vel innan um gráa steypuna og er á þvi hornrekusvipur, — en það er annað mál. miðunarlist. Að þvi mér skilst á sýn- ingarskrá hafa þeir sérstakan áhuga á umhverfi og byggðarmyndun og vilja sjá öll myndverk i nánum tengslum við umhverfi sitt, en ekki eitt og stakt einhvers staðar inni í safni. Sýnist mér allur málflutningur þeirra skyn- samlegur og aðlaðandi, þótt ég eigi erfitt með að tengja hann þvi litla sem eftir þá er á þessari sýningu. Samt fannst mér málmborð þeirra fagur strúktúr, en veit ekki hvort þeir hafa áhuga á slíkum viðbrögðum. Afturgöngur Ég á hins vegar erfitt með að sætta

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.