Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 13.10.1979, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1979. DB á ne ytendamarkaði Ostaneyzlan eykst hröðum skref um Brátt von á fleiri ostategundum „Neyzla á osti hefur meira en tvö- faldazt á síðustu 10 árum,” sagði Sævar Magnússon ráðunautur hjá Osta- og smjörsölunni í Reykjavik. Haft var samband við Sævar vegna kvörtunar frá neytanda um það að siðasti söludagur skyldi ekki vera stimplaður á umbúðir smurosta sem leiddi síðan út í almennt spjall um osta og ostaneyzlu. „Við höfum ekki séð ástæðu til þess að merkja osta, hvorki smurosta né fasta osta með síðasta söludegi, á meðan ekki eru til neinar reglur þar um. Aftur á móti eru smurostar og fastir ostar merktir með pökkunar- degi. Þegar um smurostana er að ræða er þetta sama dagsetningin og á framleiðsludegi sem þrykkt er á botn öskjunnar sem osturinn er í. Smur- ostar geymast ótrúlega lengi, jafnvel upp i hálft ár í kæliskáp og vikum saman við stofuhita. Þegar osturinn er keyrður í búðir er oft athugað í leiðinni hvað líður dagsetningunni á þessum osti. Komið hefur í ljós að hann er alltaf löngu uppseldur áður en kemur að því að ástæða sé til að fara að óttast nokkuð um gæðin. Smurosturinn er eiginlega niðursoð- inn hjá okkur áður en hann fer á markað. Hann er hitaður upp í 90 gráður og pakkað það heitum. Geymsluþolið er þvi ótrúlegt.” Alltaf eitthvað í gangi Sævar var spurður að því hvort enn væru í gangi hjá Osta- og smjör- sölunni tilraunir með nýjar tegundir af ostum. „Já, við erum alltaf með eitthvað i gangi. Núna erum við með í bígerð eina tegund sem skammt á eftir og fleiri sem við þurfum að athuga betur í náinni framtíð. Ég held að það sé fullsnemmt ennþá að segja nánar til um þetta.” — Er ekki ostaneyzlan mikið að aukast? „Jú, hún hefur aukizt jafnt og þétt undanfarin ár. Eftir því sem fleiri tegundir hafa komið á markað er eins og fleiri finni eitthvað við sitt hæfi. Vinsælasti osturinn er samt sem áður brauðosturinn. Aftur á móti er selt minnst af ostum eins og gráðaosti, Port Salut og slíkum ostum. Þeir eru notaðir virðist vera á ostabakka við sérstök tilefni en því miður ekki dag- lega. Suma þessara osta framleiðum við i raun eingöngu sem þjónustuvið fólkið þvi það lítið selst af þeim að af framleiðslunni er hæpinn gróði.” — Nú ætlar Osta- og smjörsalan að fara að flytja í nýtt hús. Hvenær verður af þeim flutningi? „Vonandi svona i febrúar á næsta ári. Húsið sem við erum í er löngu orðið allt of lítið, fyrir utan það að vera ákaflega óhentugt og hlökkum við því mikið til þess að komast í nýtt og fint hús. Það verður ábyggilega til þess að við getum ennþá betur sinnt nýjungum og tilraunastarfsemi hvers konar,” sagði Sævar. Við ostaneytendur vonum innilega að sú verði raunin. En á meðan við bíðum nýrra osta skulum við fara nokkrum orðum um geymslu á þeim ostum sem við getum keypt í búðum núna. í leiðbeiningarriti sem Osta- og smjörsalan hefur gefið út segir að heilir ostar geymist í nokkrar vikur séu þeir hafðir í kæliskáp. Þá er um að gera að hafa þá i plastinu sem þeir voru í eða þá að skerða ekki vax- Hita- cuiiiij’ar Vatn l'rótein H I;ita Kalsium mjí Fosf’ór mg Vítamin A, AH Vitamín , mg Oslur 20+ 240 ss 32 ii 1000 700 2S0 0,40 Ostur 30+ 280 47 30 17 900 6S0 420 0,40 Ostur 4S+ 3S0 42 27 26 800 600 700 0,40 Gráðaostur 3S0 41 20 30 700 soo 1100 0.60 Camcmbcrt 320 SO 17 30 110 190 700 1,10 Smurostur 230 60 16 18 soo 7S0 500 0,20 Scrostur 60+ 370 45 18 33 600 700 800 0,20 Mysingur 280 33 10 6 400 SOO 200 1,20 Rjómamysuostur 440 20 11 27 soo 600 1200 0,90 Tölurnar eru miðaóar við niðurstöður innlendraog samsvarandi erlendra rannsókna. Á ÞESSARITÖFLU MÁ sjá hið mikla næringargildi osls. Hún sýnir meðaltal hinna ýmsu næringarefna i 100 grömmum osts. Taflan cr úr kynningarriti Osta- og smjörsölunnar. NÝRU í matinn Núna þegar slátursala er í fullum gangi ætti innmatur að vera á hvers manns borði, svo hollur er hann og góður. Meðan slátursala stendur yfir borgar sig að kaupa slátur og hafa lifur og nýru í matinn ásamt því að nýta þindir og hálsæðar í hakk, jafnvel þó menn vilji svo ekki nýta blóðið til sláturgerðar. Þvi verðið á ■ einu slátri er rétt aðeins hærra en verðið ákílói af lifur en sá skammtur sem fólk fær við sláturkaup er mun stærri og meiri. Flestöllum finnst lifur mjög góð en margir eru ekki eins hrifnir af nýrunum. Þykir sumum sem hið beizka bragð af nýrunum sé óvið- felldið og minni óþægilega á til hvers gagns nýrun hafi verið á meðan eigandi þeirra var í fullu fjöri. En með því aö steikja með nýrunum beikon má draga mjög úr hinu beizka brágöi. 400grnýru 100 gr beikon 100 gr laukur (1—2 stk.) 2—3 msLsmjörliki eða matarolia 3 msLhveiti 1/2 tsk. salt 1/2 tsLpaprikuduft 1/4 tsk. karrý eða sellerisalt 3 dl vatn eða soð 3 msLtómatkraftur eða tómatsósa ef vill 150 gr gulrætur (1—2 stk.). Látið nýrun í kalt saltvatn (2 tsk. af salti i litra af vatni) og sjóðið upp á þeim ef ykkur fmnst nýrnabragðið of sterkt. Annars eru þau látin liggja í vatninu, helzt yfir nótt.Flcvgið þá vatninu af nýrunum, takið burtu himnurnar af þeim og skerið af lausa fitu, grófar æðar og ganga. Skerið nýrun eftir endilöngu og skolið þau í köldu rennandi vatni í 5—10 mínútur. Þerrið nýrun og skerið í fernt. Hreinsið og skerið laukinn í þykkar sneiðar. Blandið kryddinu saman við hveitið. Steikið beikonið á pönnu og látið það síðan á eldhúspappirsblað. Bætið smjörlíki eða matarolíu á pönnuna. Veltið nýrunum upp úr hveitinu og brúnið þau vel í feitinni. Sé eitthvað eftir af hveitinu þá stráið því yfir pönnuna og hrærið vel saman við feitina. Látið laukinn á pönnuna, hellið vatni eða soði á og tómatsósu eða krafti saman við ef þið viljið. Nýrun eru soðin í 5—10 mínútur. Hreinsuð og brytjuð gulrót er soðin með. Eftir að nýrun eru soðin eru þau látin á djúpt fat, beikoninu raðað yfir og þetta borið fram með hrærðum kartöflum. Þessi nýrnasteik kostar um 800 krónur miðað við að nýrun séu keypt ein sér út úr búð. En kaupi menn slátur kostar þessi máltíð mun minna. -DS. Neyzlan á ostum hefur aukizt mjög mikið undanfarin ár og úrvalið þvi samfara. Óstur er ákaflega hollur og næringar- rikur fyrir nú utan hvað hann er góður. Börn í vexti hafa sérlega gott af osti en fullorðnir hafa aftur á móti oft á tíðum meiri og þróaðri ostasmekk. Myndin er tekin í verzlun Osta- og smjörsöíunnar í Reykjavík. húðina utan á þeim. Séu skornir bitar af heilum ostum má geyma þá í plast- pokum eða ál- eða plastfilmu. Neyt- endapakkaðan fastan ost er bezt að geyma í pakkanum sem síðan er settur í plastpoka. Einnig er hægt að geyma slikan ost undir ostahjálmi. Smurostar geymast alllengi í sínum upphaflegu pakkningum en aftur á móti gevmast ostar eins og myglu- ostar stutt. Hægt er að frysta suma osta en það ætti að vera óþarfi. Sumir ostar eins og t.d. fastir ostar vilja molna þegar þeir eru þíddir aftur en þá er tilvalið að rífa þá niður. Við frystingu þurfa ostarnir að vera í góðum og loftþéttum umbúðum. -DS. Upplýsingaseðill til samanburöar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Heimili Sími Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyidu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von I að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður í septembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. w ifftiv Fjöldi heimilisfólks

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.