Dagblaðið - 21.12.1979, Page 4

Dagblaðið - 21.12.1979, Page 4
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. / Blómin og jólin: Hnetur og matarlauk- ar í skreytingunum L igeirsson sKrúðgarðaarkitekt sagðist lengja hjá sér árið með þvi að vinna um jólin við skreytingar i Alaska i Breiðholtinu. Hann heldur þarna á minnstu og ódýrustu skreytingunni, sem á boðstólum var, á 3.500 kr. (i hægri hendi), og á minnstu hyacyntuskreytingunni sem var á 3.900 kr. Til hliðar má sjá könglana, sem minnzt er á i greininni. Jólaskreytingar með greni, kertum, hyacyntum, slaufum, kúlum og ýmsu öðru eru ofarlega á baugi þessa dagana, svona rétt fyrir jól. Fólk þarf enn meira á þeim að halda meðan rigningin lemur utan dyra og allt er ójólalegt tilsýndar. Á þetta ekki sízt við i höfuðborginni, þar sem varla birtir af degi, eilif rigning og rok. Við brugðum okkur á þrjá staði til þess að kynnast þvi sem á boðstólum er og ekki sízt til að kanna hvað herlegheitin kosta. Alaska í Breiðholti I Alaska í Breiðholti var heil- mikið af litlum snotrum jóla- skreytingum á viðarkubbum. Ódýrasta eru þær á 3.500 kr., en stærstu skreytingarnar voru upp í 29 þúsund. — Þær sent voru með hyacyntu kostuðu 3.900 kr., hyacynlurnar kosta 1400 kr. í Breiðhollinu voru líka á boðstólum einfaldir grenikönglar, sem héngu í rauðu silkibandi með lítilli grenigrein og kostuðu 1250 kr. Slikir könglar fara mjög vel, t.d. í glugga. veri Komið og sjáið sýnishom e&la?erctj, Eyjagötu 7, Orfirisey Reykjavik simar 14093—13320 Údýru furuhúsgögnin komin aftur Auður Ingólfsdóttir, ein af meyjunum I Blómavali, heldur þarna á tveimur skreytingum, 1 hægri hendi heldur hún á ódýrustu skreytingunni sem við fundum I Blómavali sem kostar 2.900kr. og I vinstri hendi er hún með hyacyntuskreytingu, sem kostar 4.200 kr. Binni i Blómum og ávöxtum heldur sig jafnan við ákveðnar litasamsetningar. Hyacyntuskreytingarnareru allar 1 fölfjólubláum litumeins og blómin og hvítu. Ef myndin prentast vel má sjá þurrkaðar nellikur og venjulegan matarlauk á skreytingunni sem hann heldur á i hægri hendi. Blómaval í Blómavali kostuðu hyacynturnar frá 1250 kr., algengasta stærðin var á 1450 kr., en einnig voru til mjög litlar hyacyntur sem kostar 1000 kr. Ódýrasta kertaskreytingin kostaði 2900, voru til allt upp í 20 þúsund kr. Algengasta stærð af skreytingum sem fólk kaupir er á 6—7000 kr. Hyacyntuskreytingarnar kostuðu frá 4200 kr. Blómin voru stærri en í Alaska í Breiðholtinu. Þarna mátti sjá skreytingar með tveimur stórum hyacyntum, jólastjörnu og ýmsu öðru skrauti fyrir 10.500 kr. Þarna voru einnig til könglar með rauðum silkislaufum. Þeir kostuðu 3.500 en voru með heldur stærri slaufu og rauðum kúlum fram yfir þá í Breið- holtinu. — í Blómavali eru til úti- kertaljós á450 kr. stykkið. Blóm og ávextir Skreytingarnar í Blómum og-á- vöxtúm eru mjög frábrugðnar þeim skreytingum, sem eru á boðstólum annars staðar. Hendrik Berndsen sagðist jafnan halda sigvið ákveðinn lit og i ár eru allar skreytingarnar annaðhvort i rauðu eða brúnu, eða að þessum tveimur litum er blandað saman. Hyacyntuskreytingarnar eru ajlar i fölfjólubláu, eins og hyacynturnar. Hendrik notar mikið þurrkuð blóm, köngla, hnetur og jafnvel mat- arlauka í skreytingar sínar. Þarna voru á boðstólum aðventukransar úr ofantöldum efnum á 29 þúsund , kransar til að hengja á vegg eða hurðir á 15 þúsund , litlar borðskreytingar í laginu eins og jóla- tré á 24 þúsund, og lítil veggskreyting á 10.500 kr. Hyacynturnar kosta 1450 kr. og hyacyntuskreytingarnar kosta frá 4.800 kr. Hendrik benti á að nauðsynlegt væri að geyma hyacyntuskreytingar á köldum stað yfir nóttina. Þá getur blómið staðið lengi. Einnig benti hann á að skreytingarnar úr Blómaskreytingar i Blótnum og ávöxtum eru mjög frábrugðnar þeim skreytingum, sem eru á boöstólum annars staðar. Allar búnar til úr þurrkuðum blómum, könglum, hnetum o. fl. náttúrlegum efnum. Litirnir eru rautt og brúnt. DB-mynd Ragnar Th.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.