Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 6

Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. Þessi sorglega háðsaga eftir Finn Soeborg Hvað er að gerast í glerhúsunum? STYRKIR til háskólanáms í Austurríki Austurrisk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu tvo styrki til háskólanáms í Austurríki háskólaárið 1980—81. — Ekki er vitað fyrirfram hvort annar hvor þessara styrkja muni koma í hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til framhaldsnáms við háskóla. Styrkfjárhæðin er frá 5.000—6.500 austur- rískir schillingar á mánuði i níu mánuði. Umsækjendur skulu eigi vera eldri en 35 ára, og hafa lokið a.m.k. 3 ára háskólanámi. Vísað er á sendi- ráð Austurrikis varðandi umsóknareyðublöð, en umsóknir þurfa að hafa borist fyrir 1. apríl nk. __ „ Menntamalaraðuneytið 14. desember 1979. FILMUR OG VÉLAR S.F. c ov’' \VVS Hllllllll Skólavörðustlg 41 — Síml 20235 MYNDAHÚSIÐ HAFNARFIRÐI FILMUHÚSIÐ AKUREYRI Morgunpósturinn gagnrýndur á tveimur útvarpsrádsfundum: „Góð tilbreyt- ing fyrir þjóðina að skipta um stjómendur” —segir Eiður Guðnason f ulltrúi í útvarpsráði „Ummæli stjórnenda Morgun- póstsins um Alþýðublaðið hafa mér þótt fullkomlega óviðeigandi. Þau eru kveikjan að gagnrýni minni,” sagði Eiður Guðnason alþingis- maður og fulllrúi i útvarpsráði við Dagblaðið. Eiður gagnrýndi Pál Heiðar Jóns- son og Sigmar B. Hauksson á tveimur síðustu fundum útvarpsráðs og vitnaði til ummæla þeirra i Morgunpóstinum um Alþýðublaðið. Fleiri útvarpsráðsmenn tóku undir mál Eiðs, samkvæmt heimildum DB. Árni Gunnarsson, varaformaður ráðsins, bar fram tillögu um að boða Sigmar B. og Pál Heiðar á fund með útvarpsráði til að skiptast á Eiflur Guðnason alþingismaður og fulltrúi í útvarpsráði. skoðunum um þáttinn. Af þeim fundi hefur enn ekki getað orðið, þar sem Ólafur R. Einarsson, formaður ráðsins, er veikur og Árni Gunnars- son er erlendis. „Ég hef ýmislegt við Morgunpóst- inn að athuga,” sagði Eiður Guðna- son. „Mér finnst stjórnendurnir þröngir i umfjöllun um einstaka mál Jafnvel má greina ákveðinn póli- lískan litarhátt á þættinum. Það er leiðinlegur andi yfir Morgunpóstin- um, að mér finnst, og hjá stjórnend- unum gætir pempiuhroka. Ég tel að skipta ætti um stjórn- endur í Morgunpóstinum, það væri ágæt tilbreyting fyrir þjóðina.” -ARH. „Minnsta krafa að Eiður geri grein fyrir máli sínu” —segir Páll Heiðar f .morgunpóstur' „Enginn útvarpsráðsmaður hefur komið til mín með mótmæli eða athugasemdir vegna Morgunpóstsins. Við fengum boð um að mæta á fund hjá ráðinu en honum hefur verið frestað. Ég hef ekki fengið uppgefið hver ástæðan er fyrir fundar- boðinu,” sagði Páll Heiðar Jónsson, annar umsjónarmaður Morgunpósts- ins i samtali við blaðið. „Ég hef heyrt utan fið mér að okkuf-.séu borin á brýn óviðeigandi umrnæli um Alþýðublaðið. Því harðneita ég.” Eiður Guðnason talar um að „greina megi ákveðinn pólitískan Páll Heiðar Jónsson, annar umsjónarmanna Morgunpóstsins. litarhátt á þættinum” hjá ykkur, Páll Á það við rök að styðjast? „Minnsta krafa til manns á borð við Eið Guðnason, alþingismanns og fyrrum fréttamanns, er sú, að hann gerir nánar grein fyrir máli sínu. Það er sanngirniskrafa og grundvallar- atriði að Eiður tilgreini hvaða „litar- hátt” hann á við, hvernig þessi „litarháttur” birtist og hvenær. Svona óljósar aðdróttanir myndu einhverjir flokka undir atvinnuróg. Menn verða að hætta slíkum vinnu- brögðum. Fyrr er vart hægt að ræða málin svo vit sé i,” sagði Páll Heiðar Jónsson. -ARH. Gerið jólainnkaupin tímanlega. Úrvals hangikjöt, svínakjöt, diikakjöt, nautakjöt. — Nýtt grænmeti. Nýir og niðursoðnir ávextir. Ath. sórstakloga að tryggja yður jóladrykkina og ístertur Allt fyrsta flokks vörur á fyrsta flokks verði. me° fynrvara ERLENDAR KARTÖFLUR KJÖTB0RG BÚÐAGERÐ110 - SÍMAR 34945 0G 34999 AUSTURB0RG STÚRHOLT116 - SÍMI23380

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.