Dagblaðið - 21.12.1979, Side 9

Dagblaðið - 21.12.1979, Side 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979. 9. Engar fyrirff ram pantanir á jólasímtölum til útlanda VERTU KLAR A SAMTAUNU OG HAFÐU HJÁ ÞÉR KLUKKU hver mínúta er dýrmæt í utanlandssamtölum „Símtöl yfir hátíðarnar verða eingöngu afgreidd eins og venjulega en ekki teknar niður pantanir fyrir- fram eins og gert hefur verið áður,” sagði ein af „nafnlausu” röddunum i 09 í stuttu spjalli við DB. Röddin var „nafnlaus”, því þetta var „opinbert” samtal, hét bara Talsam- bandið — góðan dag. Lokað verður hjá talsambandinu við útlönd kl. 6 á aðfangadagskvöld til kl. 8 á jóladagsmorgun. Að öðru leyti er allt eins og venjulega á þeim bæ. Margirhafa það fyrir venju að hringja til ástvina sinna erlendis á jólum. Einnar mínútu samtal til Noregs, Svíþjóðar, Finnlands og Englands kostar 690 kr., til Dan- merkur 650 kr., 800 kr. til Þýzka- lands, 2250 kr. til Bandaríkjanna og 2000 kr. til Kanada. — Það er því eins gott að vera búinn að ákveða 'hvað á að segja og ekki vera með neinar vangaveltur. Eins má benda fólki á að hafa greinilega klukku við höndina því símaverðirnir koma ekki inn í símtalið til þess að gefa t'l kynna hve „mörg viðtalsbil” eru liðin, eins og þegar talað er i gamaldags lands- síma innanlands. -A.Bj. Jólasveinn á kvennafari Ekki að furða þó jólasveinninn sé kampakátur. Þó honum þyki allra manna vænzt um börnin þegar hátlð gengur I garð, þá er hann mannlegur blessaður og rennir gjarnan hýru auga til fagurra kvenna. Hér gengur sá gamli að visu fulllangt — og það á götu úti. Við verðum að sýna honum ríkan skilning, þvi konan er viðáttufögur. Svona aðferðir við kvennafar komast engir upp með að nota átölulaust nema jólasveinar. Það er pottþétt. VINSÆLAR JÓLAGJAFIR Skíðalúffur Skíðagleraugu Kr. 3.085.- Verð frá kr. 1.630.- ÓDÝRIR SKAUTAR

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.