Dagblaðið - 21.12.1979, Side 15
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
115
Hver eru kjör
íslendinga?
Eitt af því sem einkennt hefur
íslenska pólitík á undanförnum árum
er tilhneiging til að viðhalda þeirri
blekkingu að lífskjör séu ekki lakari á
íslandi en yfirleitt gerist í öðrum
löndum Evrópu. Það sem stjórn-
málamenn eru að reyna að fela er í
raun og veru ekkert annað en
uppgjöf. Þeir hafa gefist upp á að
stjórna efnahasmálum landsins fyrir
langa löngu. Afleiðingin er
verðbólga, falið atvinnuleysi i
ákveðnum atvinnugreinum, yfir-
gengileg vinnuþrælkun í öðrum,
sívaxandi drykkjuskapur, eiturlyfja-
neysla, afbrotaöld og almenn upp-
lausn og vanlíðan í landinu. Fólks-
flótti til annarra landa er staðreynd
og segir sina sögu.
Sumum kann að þykja það ærin
fullyrðing, þegar stjórnmálamönnum
er kennt um svo alvarlega hluti og
mundu ef til vill segja sem svo að
einhverju sök hlytu aðrir að bera —
þjóðin öll, þrýstihópar, verkalýðs-
hreyfing og atvinnurekendur. Eflaust
má það til sanns vegar færa, en þegar
öllu er á botninn hvolft: Er ástandið
annað an afleiðing lélegrar
stjórnunar?
Nú er meira að segja komið á
daginn að það eina sem stjórnmála-
menn okkar hafa getað stært sig af á
þessum áratug , — 200 mílna land-
helgi, er ekki þeirra verk heldur
norskra stjórnmálamanna og NATO.
Er þá nokkuð eftir af afrekum nema
verðbólga og versnandi þjóðarhagur?
Einn liður í þeim blekkingarvef
er spunninn hefur verið er að halda
almenningi hæfilega fáfróðum um
lífskjör með öðrum þjóðum. Annar
liðurinn er fjármálaleg fangelsun í
landinu, — eignir fólks eru gerðar
upptækar í formi frystingar ætli það
að setjast að í öðrum löndum.
80% skattahœkkun
með smábrögðum
Sú staðreynd, að svo illa er ráðið
fjármálum þjóðarinnar að enginn
vegur er að fólk geti lifað af dag-
vinnulaunum, er ein helsta
tekjulind ríkissjóðs á sviði skatt-
heimtu. Þetta gerist þannig að fólk
er neytt til að vinna eftirvinnu og
næturvinnu í stórum stíl til þess að
endar nái saman í rekstri heimilanna.
Samkvæmt samkomulagi milli
aðila vinnumarkaðarins og vegna
vísindalegra staðreynda er yfirleitt
greitt álag á næturvinnukaup vegna
þess að eftir dagvinnu er líkaminn
búinn að skila sínu og þarfnast
eðlilegrar hvíldar. Hvort sem við
lítum á þetta álag (80%) sem
verðlagningu á hvíldartima eða
þreytu, þá er það staðreynd að ríkið
skattleggur þessa þreytu eins og
hverjar aðrar tekjur án þess að láta
nokkuð fyrir í staðinn, næturvinnan
hjá almenningi er bein skatta-
hækkun, — eða tekjuauki ríkissjóðs.
Þegarþess ergætt að álagið er greitt
fyrir að vinna við ákveðnar
aðstæður, en er ekki greiðsla fyrir af-
köst sem slík, er raunar ekki
vinnulaun, þá má það vera ljóst að
þessi skattheimta orkar tvímælis.
Fólk á ekki að greiða skatta af
annarri vinnu en dagvinnu og því
Kjallarinn
Leó M. Jónsson
ætti tekjuskattur af næturvinnutíma
að vera um 45% lægri en af dag-
vinnu.
Fátækt
Samkvæmt fréttabréfi Kjara-
rannsóknanefndar voru meðallaun
íslenskra iðnaðarmanna um 1700
krónur fyrir dagvinnutíma á öðrum
ársfjórðungi þessa árs.
Á sama tíma hefur sænskur
iðnaðarmaður 2810 krónur fyrir dag-
vinnutimann (s.kr. 30) og banda-
rískur 3523 krónur ($ 9)
En launin segja ekki hálfa söguna,
segja stjórnmálagarparnir okkur og
brosa í kampinn. Það er að sjálf-
sögðu alveg hárrétt. Það mætti segja
að það sem fæst fyrir tímakaupið
gæfi réttari mynd. Dagvinna er eini
raunhæfi mælikvarðinn, eftirvinna
og næturvinna á ekki að vera fólki
nauðsyn til að halda meðaltalslifs-
gæðum nema hjá fátækum þjóðum,
sem eru að rembast við að halda sér
uppi. íslendingar eru ekki fátæk þjóð
nema i einum skilningi, — stjórn-
leysið er okkar fátækt. Og hvað er
eðlilegra en að taka bílinn sem dæmi
um þær vörur, sem við getum keypt
fyrir launin okkar?
Ákveðinn bíll kostar hérlendis 7,1
milljón króna á sama tíma og hann
kostar 4,2 milljónir króna í Banda-
ríkjunum (4500 dollara) og 7,2 millj.
króna í Svíþjóð (77 þús. sænskar).
íslenskur iðnaðarmaður er 26
mánuði að vinna fyrir þessum bíl í
dagvinnu. Sænski iðnaðarmaðurinn
er 16 mánuði í dagvinnu að vinna
fyrir bílnum. Sá bandaríski er hins
vegar einungis tæpan 7 1 /2 mánuð að
vinnafyrirsamabíl.
Ef við héldum áfram með þetta
dæmi og tækjum skattheimtu ríkisins
af reksturskostnaði bílsins sigi
verulega á ógæfuhliðina fyrir okkur
landana. Bensínið er mun ódýrara í
Svíþjóð en á íslandi. í Bandaríkjun-
um kostar bensínið tæplega fjórðung
á við það sem það kostar hérlendis.
Tollar af varahlutum, vörugjald og
söluskattur er um og yfir 100% á
CIF-verð á íslandi eða um helmingi
hærra en í Svíþjóð. Við kaupum auk
þess lélegra bensín og ökum á
vegum, sem ekki eru gerðir fyrir
venjulega bíla, og gerir það að
verkum, að vióhaldskostnaður
meðalbíls er miklu hærri á íslandi en
annars staðar tiðkast.
Almenningsfarartæki, svo sem
strætisvagnar, njóta ekki teljandi
vinsælda, t.d. í Reykjavík, og margir
ferðast með þeim af illri nauðsyn.
Meðan aðrar þjóðir líta á bíla sem
farartæki og lið í almennri velmegun,
lítur hið opinbera á bila sem tekjulind
í mynd hagneyslu eða „lúxus”. Og
svo stynjum við brátt undir nýrri
stjórn.
Leó M. Jónsson,
tæknifræðingur.
£ Bandarískur iðnaðarmaður er 7 1/2
mánuð að vinna fyrir bíl sem sænskur
er 16 mánuði og ísienzkur 26 mánuði að
vinna fyrir.
Kjallarinn
Afleiðingar valdaskeiðs krata:
Óðaverðbólga og
upplausnarástand
Afleiðingar hins ótímabæra þing-
rofs Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis-
flokksins í október láta sig ekki án
vitnisburðar, þegar nýtt aiþingi
kemur loks saman 12 dögum fyrir jól
— og áramót nálgast. Það bætir ekki
úr skák að Alþýðuflokkurinn, — sem
ber alla ábyrgð á stjórnarslitum
vinstri stjórnar Ólafs Jóhannessonar,
og höfuðábyrgð á þingrofinu, —
hefur reynst tregur og úrtölusamur
gagnvart tilraunum Steingríms
Hermannssonar til endurreisnar
vinstri stjóminni. Hefur það vakið
athygli að Alþýðuflokkurinn hefur
litið lagt til mála í stjórarmyndunar-
viðræðunum og öðrum þræði staðið i
makki við Sjálfstæðisfl., eins og
formannskjör í fjárveitinganefnd og
utanríkismálanefnd ber vitni um. Slík
vinnubrögð voru ekki líkleg til þess
að efla samstarfsandann í stjórnar-
myndunarviðræðum Steingríms Her-
mannssonar við Alþýðubandalagið
og Alþýðuflokkinn. Þau sýna að í því
efni var og er við ramman reip að
draga.
Hver ber
ábyrgðina?
Hvað sem stjórnarmyndunar-
tilraunum líður er alvarlegast til þess
að hugsa, að allt frá þingrofi, 16.
okt., sl. til þessa dags hefur ríkt
stjórnleysi í landinu undir
„leiðsögu” Benedikts Gröndals og
Alþýðuflokksins með dyggilegri
aðstoð Geirs Hallgrímssonar og
annarra sjálfstæðismanna, sem eru
opinberir ábyrgðarmenn ráðleysis-
stjórnar kratanna.
Á valdaskeiði kratanna hefur
verðbólgan vaxið hömlulaust og er
„Allt frá þingrofi til þessa dags hefur rfkt stjórnleysi i landinu undir „leiðsögu” Benedikts Gröndals og Alþýðuflokksins.”
Ingvar Gíslason
„Óreiöan blasir alls
staöar viö.”
nú meiri cn nokkru sinni áður i
marga áratugi að sögn Benedikts
Gröndals sjálfs. Fjárlög fyrir næsta
ár liggia ekki fyrir og óvíst hvenær
þau verða afgreidd. Skattalög eru
ófrágengin og naumast gerlegt að
undirbúa skattaálagningu með
skaplegum hætti af þeim sökum.
Rekstur ríkissjóðs er því óvissu
háður um þessi áramót, og þarf ekki
mikla getspeki til að sjá hvaða
afleiðingar það hefur á horfur í
rekstri annarra þátta þjóðfélagsins.
Óreiðan blasir alls staðar við.
Þannig eru afleiðingar stjórnar-
slitanna og þingrofsins að koma í ljós
hver af annarri. Ábyrgðina á þessu á-
standi bera þeir sem valdir voru að
stjórnarslitum og ótímabæru þing-
rofi í haust, þ.e. alþýðuflokksmenn
og sjálfstæðismenn undir einka-
forystu Geirs Hallgrímssonar. Þessir
menn bera ábyrgð á því að nú ríkir
stjórnleysi í landinu, svo og að ekki
er séð fyrir endann á ráfuskap krata-
stjórnarinnar eins og nú s{anda sakir
í umræðum um stjómarmyndun.
19/121979
IngvarGislason,
alþingismaður.