Dagblaðið - 21.12.1979, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
117
Tónlist
AF-
SLÁTTUR
Stór-
markaðs-
verðá
kassettum
SS SÚPERMARKAÐUR
GLÆSIBÆ
SS VIÐHLEMM
SS SÚPERMARKAÐUR
AUSTURVERI
Þorsteinn Hannesson.
Ekki alveg
búinn
Þoratelnn Hannosson, tonór.
Hljómplata f útgáfu SG hljómplatna, SG—126.
Flytjendur: Þorateinn Hannesson og Frltz
Weisshappel viö pianóiö.
Á hljómplötu þessari eru
upptökur 14 laga, sem Þorsteinn
hafði mætur á. Eins og Þorsteinn
segir sjálfur á plötuumslaginu hefur
varla nokkur maður hugmynd um
hvenær þau voru hljóðrituð. Líkleg-
ast þykir mér að þau séu hljóðrituð á
hálfstolnum stundum í stuttum hlé-
um milli stríða, kannski klipnum
aftan af kaffitímum í útvarpinu.
Undirleikarinn var nærtækur. Hann
sá um að reka eina litla sinfóníu-
hljómsveit, í lítilli skonsu, nánast
klæðaskáp, inn af stúdíói eitt, auk
annarra starfa í stofnuninni.
Æskuvinur Fritz, sá góði maður
prófessor Georg Weinghengst, sagði
einu sinni er hann ræddi um
hann, að það gilti einu hvort Fritz
væri fenginn til að spila undir hjá
óperusöngvara eða manni, sem
spilaði á sög, hann legði sömu alúð í
hvort tveggja. Þannig var Fritz og
slíkur er hann á þessari plötu Þor-
steins.
Hljóðritanirnar eru allar fremur
einfaldar, ef ekki frumstæðar. Tækin
í útvarpinu voru af sama klassa og
togararnir sem við keyptum á þeim
árum. Við keyptum síðutogara, þeg-
ar vart voru smíðaðir annað en skut-
togarar og við keyptum geipivönduð
monotæki þegar aðrir voru farnir að
brúka stereo og leiðandi menn komu
heim af ráðstefnum úr útlandinu og
sögðu: Hvað skyldi það vera þetta
FM sem allir tönnlast á?
Þorsteinn söng sín bestu ár í út-
löndum og þá aðallega í Englandi.
Oftast heyrðist sagt, að hann hefði
snúið heim þegar hann var búinn að
vera. Platan sú arna sannar þó, að
ekki var karl alveg búinn, þó hann
hafiekkináðsínufyrra besta.
Sjö ár eru á milli uppfærslanna, og á
plötunni koma greinilega í ljós fram-
farir kórsins á þessu tímabili.
Nokkuð sem erfitt var að gera sér
grein fyrir við að heyra í honum einu
sinni á ári og ekki alltaf það. Þar
kemur einnig fram að upptökutækni
Ríkisútvarpsins hefur farið fram.
En það sem mest er um vert er að
á þessari hljómplötu kemur hvað
best fram andi Róberts Abrahams. I
stil var hann maður hreinleikans. Það
var látlaus göfgi í túlkun hans á
Messiasi, þar sem margir kysu skrúð.;
Slíkur var Róbert Abraham. Hann
þoldi ekki misræmi og var sama við
hvaðvarátt í þeim efnum; hvort sem
Róbert A. Ottósson.
Dr. Róbert Abroham Ottósson Im momorian.
Minnlngarhljómplata í útgáfu Söngavaitarinn-
ar Flharmóniu.
Efnl: Þœttir úr Þýskri sákimessu op. 45 aftir
Johannes Brahms og þættir úr óratorfunni
Messtas, eftir Georg Friedrich HindeL
Flytjendur: Söngsvoitin Flharmónia, Sinfónfci
hljómsveit íslands, einsöngvaramir Hanna
Bjamadóttir og GuÖfhundur Jónsson, Helga
Ingólfsdóttir sembaleHcari undir , stjóm
Róberts Abrahams Ottóssonar.
Fáir hafa lagt í jafnmörg stórvirki
á vettvangi íslenskra tónlistarmála og
Róbert Abraham. Það var því ekki
seinna vænna að þeir sem lutu
forystu hans sæju sóma sinn í því að
koma einhverjum af hljóðritunum
frá tónleikum undir hans stjórn út á
hljómplötu. Og nú er hún loksins
komin út, platan atarna. öll þau
þrekvirki sem Róbert Abraham vann
með óskabarni sínu, Söngsveitinni
Fílharmóníu, munu vera til í
hljóðritunum hjá Ríkisútvarpinu.
Vandinn stóri var einungis að velja.
Mér þykir valið hafa tekist nokkuð
vel. Það var réttara að velja þannig
stuttan útdrátt úr tveimur verkum en
smærri brot úr fleirum.
En þar kemur svo fleira til.
það var misjöfn gerð klukkna
Skálholtskirkju, eða óleikurinn sem
stórskrýtin heyrð þess húss gat gert
tónflytjendum, eða hvort hlaupin í
piccoloflautunni komu ekki nógu vel
fram, síðast í fimmtu Beethoven.
Hann krafðist samræmis i öllum
hlutum. Með útgáfu þessarar
. hljómplötu hafa aðstandendur
hennar reist meistaranum minnis-
varða úr vinyl. Má vera að það svarta
efni reynist óbrotgjarnara en
marmari.
MMMSVARDIUR VINYL
URVALS KASSETTUR