Dagblaðið - 21.12.1979, Side 29
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 1979.
41
-
1 % M' i. .? ► ■IM * 6
ÍMé^
Nunna úr Hafnarfirði, sem ekki vill láta nafns sins getið, afhenti tvö hundruð
þúsund krónur til Kampútseusöfnunarinnar.
DB-mynd Bj. Bj.
þessari jólavertíð, þá hafa mæður með
barnahópa oft erfiða aðstöðu að afla
sér mannsæmandi tekna, sérstaklega ef
heimilisfaðirinn er veikur eða enginn
til.
Skýringin á því, að fólk virðist
fúsara að gefa bágstöddum hinum
megin á hnettinum er auðvitað i fyrsta
lagi sú, að eymdin þar er sárari, en líka
sú, að fólk veit meira um hana. Hún
hefur verið rækilega kynnt i blöðum og
sjónvarpi, meðan skortur hér á landi
liggur í þagnargildi. Það þykir nöldur
að tala um slíkt.
Þar við bætist, að söfnun þjóð-
kirkjunnar er mjög vel skipulögð og
áuglýst, svo hún fer ekki framhjá nein-
um, meðan Mæðrastyrksnefnd hefur
fjarska hljótt umsig.
Hver króna
kemst alla leið
r
í því sambandi er rétt að nefna, að
þótt söfnun þjóðkirkjunnar kosti
vissulega talsvert fé, rennur hver króna
sem inn kemur til Kampútseu. Útgjöld
vegna auglýsinga og bíla eru greidd af
sérstökum sjóði, sem styrktúr er af
ýmsum aðilum. Allir prestar gefa eitt
prósent af launum sínum í hann og
kristnisjóður og ríkissjóður veita hon-
um stuðning.
,,Og starfsmannakostnaður er ekki
mikill,” segir Guðmundur. ,,Við erum
bara tvö héma á skrifstofunni, auk mín
Kristjana Jónsdóttir.”
Þau hafa nóg að gera, því áður á
árinu hefur verið safnað handa flótta-
drengjum í Honduras og flóttafólki í
Suðaustur-Asíu, og auk þess til sund-
laugar Sjálfsbjargar. Því stofnunin ein-
skorðar sig ekki við þá, sem bágt eiga í
útlöndum. Á hverju ári eru afgreiddar
margar hjálparbeiðnir frá prestum víðs
vegar um land fyrir hönd sóknarbarna,
sem koma að luktum dyrum í
tryggingakerfinu, þegar veikindi eða
fátækt herja á.
Guð elskar
glaðan gjafara
Fyrir tvo íslenzka þúsundkalla má
kaupa þurrmjólk, sem endist barni í
Kampútseu í heilt ár, og fyrir fjörutíu
þúsund má byggja skýli handa fiótta-
mannafjölskyldu. Og ekki á að þurfa
að óttast, að féð lendi i höndum spilltra
embættismanna eða renni til hergagna-
kaupa, því mikilsvirtar alþjóðlegar
stofnanir eins og bæði lúterska og
kaþólska kirkjan, Oxfam og fleiri hafa
samvinnu um starfslið, sem útdeila
gjöfunum til réttra viðtakanda.
Það er því alveg óhætt að hvetja
fólk til að leggja í grænu baukana, eða
inn á gíró 20005.
En unt leið má minna á, að Mæðra-
styrksnefnd er líka strangheiðarleg og
eins og stendur févana. Gjafir má
senda á gíró 36600 eða á skrifstofuna
Njálsgötu 3, kl. 1—6 í dag og á
morgun.
Eins og'segir í ritningunni: „Fátæka
hafið þér jafnan hjá yður.”
-IHH.
Götin á íslenzka tryggingakerfinu eru þvi miður stór, og samkvæmt upplýsingum Mæórast.vrksnefndar eru margar
mæóur illa settar fyrir þessi jól.
DB-mynd: R. Th.
^Hógvær
ábending
frá
Skipstjóra- og
stýrimannatal
Þetta er rit í algerum sérflokki. — Þrjú
stór bindi — yfir 1900
æviskrár — prófskrár
Stýrimannaskólans frá
upphafi — fróðlegar
yfirlitsgreinar um sjó-
mannafræðslu, fisk-
veiðar og siglingar.
Kjörbækur á hverju
heimili og sérstaklega
tilvaldar jólagjafir.
Sven Hazel:
Nýja bókin nefnist:
Guði gleymdir
Flestar bækur Hazel hafa selzt upp á
fyrsta ári. Af áður útkomnum bókum
hans eru nú aðeins fáanlegar:
Dauðinn á skriðbeltum, Hersveit
hinna fordæmdu, Martröð undan-
haldsins, Monte Cassino og Stríðs-
félagar.
Fjöldi stríðsbóka hefur verið skrifaður
og margar góðar, en fullyrða má að
engum er Hazel líkur. Nú er í ráði að
kvikmynda bækur hans. Hann hefur
hlotið hástemmt lof og bækur hans
selzt í milljónaupplögum í yfir 50 lönd-
um.
I lífsins ólgusjó
Ný bók eftir Jóhann J.E. Kúld
Enginn sem sér Jóhann Kúld, teinrétt-
an, kempulegan og
léttan í spori, gæti
imyndað sér að þar
færi maður með
svo ævintýralegan
og átakamikinn
lifsferil, sem raun
ber vitni. Hér segir
frá sjómannslífinu
á síldarárunum og
á öðrum fiskveiðum — siglingum á
striðsárunum og kynnum af ótöluleg-
um fjölda manna á sjó og landi, af öll-
um stéttum og standi. Langvarandi
baráttu við berklana, dvöl á Kristnesi
og Reykjahæli, ástvinamissi, fátækt
og atvinnuleysi. — Verkalýðsbaráttu,
vinnubanni. Novu-slagnum og átök-
um í /.jarabaráttunni, tilraun til að
svipta ðhann kosningarétti. Bóka- og
blaðaút áfu (Jóhann hefur skrifað 10
bækur), - áætlun um stærstu ölverk-
smiðju í Evrópu, sem gufaði upp
vegna striðsins. — Furðulegum dul-
rænum fyrirbærum — og fjölmargt
fleira mætti nefna sem sagt er frá af
hispursleysi undanbragðalaust í þess-
ari stórfróðlegu og skemmtilegu bók.
Fyrri bækur Jóhanns hlutu á sínum
tíma einróma lof og seldust upp til
agna, en þetta er eflaust hans bezta
bók. — Frásagnargleði hans er mikil
og lífsferillinn svo fjölþættur að fáu
verður viðjafnað.
Úr gömlum ritdómi:
„Hann er fæddur rithöfundur og óvíst
er að hann segi betur frá, þó hann
hefði gengið í annan skóla en hinn
stranga skóla reynslunnar, sem hann
hefur staðizt með sæmd.” — Guð-
mundur Finnbogason, landsbóka-
vörður.
í dagsins önn
eftir Þorstein Matthiasson
Þótt ár liði og margvislegar breytingar
verði á þjóðlífs-
háttum er sagan
ávallt ofin úr önn
hins líðandi dags.
Þeir, sem lengi
hafa lifað, þekkja
öðrum betur æða-
slög mannlífs i
Jandinu á liðnum
árum. Sú reynsla og þekking getur
orðið framtíðinni hollur vegvisir, ef
vel er að hugað. Manngildi skyldi
meta eftir því, hve sterkir menn
standa, í stormi sinnar tíðar og dug-
miklir í dagsins önn. Þeir mætu menn
sem hér rekja nokkra æviþræði eru
fulltrúar þeirrar kynslóðar sem
óbuguð hefur staðið af sér ölduföll ár-
anna og skilað framtiðinni betra landi
en hún tók við.
Vökumaður — Jón Jónsson klæðskeri
frá ísafirði.
Það er hátt til lofts og vitt tií veggja —
Guðbrandur Benediktsson bóndi frá
Broddanesi.
Minnist þess að blómabörnin skjálfa
er berast skóhljóð göngumanni frá —
Ingþór Sigurbjarnarson frá Geitlandi.
í faðmi dalsins — Snæbjörn Jónsson
frá Snæringsstöðum í Vatnsdal.
Þorbjörg og Sigurjón, Árbæ í Mýrum
í Austur-Skaftafellssýslu.
Þar gróa götur sem gekk ég forðum
ungur — Sigurpáll Steinþórsson frá
Vík í Héðinsfirði.
Það trúir þessu enginn — Magnús
Halldórsson frá Síðumúlaveggjum.
Leikir af lífsins tafli
eftir Hugrúnu
Hugrún er mikilvirkur og fjölhæfur
rithöfundur. Hún
hefur sent frá sér
ekki færri en 25
bækur — skáld-
sögur, Ijóð, ævi-
þætti, smásögur og
barnabækur.
Samúð og kær-
leikur til alls sem
lifir er rauði
þráðurinn i þessum smásögum Hug-
rúnar svo sem er i öllum hennai
bókum, ásamt óbilandi trú á hand-
leiðslu almættisins. Á þessum tímum
efnishyggju og trúleysis er slikt efni ef-
laust ekki öllum að skapi, en vonandi
finnast þeir sem hafa ekki gleymt guði
sínum, og lesa sér til ánægju þessa
hugljúfu bók.
Denise Robins
Ástareldur
nefnist nýjasta bókin hennar. Það þarf
ekki, dömur mínar,
að kynna ykkur
bækurnar hennar
Denise, þið þekkið
þær og ykkur líður
vel í návist þeirra.
Þar er enginn sori
á ferð, þótt barátta
við ill öfl og erfið
örlög sé með í spil-
inu verður hið góða í mannheimi alltaf
yfirsterkara. Þess vegna eru bækur
Denise Robins góðir og velkomnir
kunningjar.
Vegferð til vors
Ný Ijöðabók eftir Kristin Rey
Kristinn kemur viða við i þessari bók
sinni. Hann deilir
fast á hernaðar-
brjálæði, peninga-
hyggju og alls kyns
óáran í mannlífinu,
en hann á fleiri
strengi í hörpu
sinni. Ást á vori og
grOanda skipar veglegan sess og trú á
„betri tíð með blóm í haga". Skop og '
fyndni leynist einnig í pokahorninu.
Þessi snotra bók er eflaust ljóðavinum
kærkomin.
Hús hamingjunnar
eftir Gertrude Thome
Ung, ástfangin hjón, Janet og Andy,
i erfa óvænt lítið
draumahús.
Hjartarúmið reyn-
ist fljótlega of stórt
1 fyrir húsið og áöur
en varir er það yfir-
. fullt af alls konar
fólki, skyldu og
, vandalausu. Mislit-
ur hópur, skritinn
og skemmtilegur, en samt er góðvild
og skilningur alls ráðandi i litla hús-
inu. Þrátt fyrir ýmiss konar smáslys og
hrakfarir leið öllum vel og engum
leiddist i „húsi hamingjunnar”. Von-
andi verður enginn vonsvikinn sem les
'þessa skemmtilegu og þokkafullu
sögu.
• Góðfúslega, kynnið ykkur vandlega
þessa auglýsingu,
áður en þiðyeljið jólabækurnar