Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 31

Dagblaðið - 21.12.1979, Qupperneq 31
MARGSLUNGIÐ MANNIÍF SWurK*** FRIDRIK HAMX.RiMSSON rir jótín Hofdala-Jónas Jónas Jónasson frá Hofdölum. J Bókaforlag Odds Björnssonar hefur gefiö út bókina Hofdala-Jónas, og er þetta sérlega glæsileg og mikil ; bók. 454 bls. Bókina prýðir fjöldi Ijósmynda. alls 64 myndir. Þá er einnig nákvæm nafnaskrá í bókarlok á 12 blaösiðum. Jónas Jónasson frá Hofdölum í Skagafirði var kunnur hverju marinsbarni í Skagafirði og á .efri árum varð hann þjóðkunnur sem snjall hagyrðingur, sagna- og skemmtunarmaður. Bókin skiptist í fjóra hluta: Sjálfsævisögu, frásögu- þætti, úr ýmsum syrpum og bundið mál. Minning- arnar og frásöguþættirnir eru með því bezta, sem birzt hefur í þeirri grein. Sýnishornið af Ijóðagerð Jónasar er staðfesting á þeim vitnisburði, að hann væri einn snjallasti Ijóðasmiður í Skagafirði um sina daga. Hofdala-Jónas var af þeirri gæzku gjör að laða að ‘sér fólk, enda var hann aöeðlisfari mikill heimsmaður. Langferðamenn af öllum stéttum og stigum áttu glaða Istund með Jónasi i skúrnum. Fólk hvaðanæva af dandinu á ljúfar minningar um hliðvörðinn. Kristmundur Bjarnason fræðimaður á Sjávarborg og Hannes Pétursson skáld hafa séð um útgáfu bókar- ‘innar af stakri nákvæmni og vandvirkni. Bókin er sett, Iprentuðog bundin i Prentverki Odds Björnssonar hf. (Akureyri. Margslungið mannlíf eftir Friðrik Hallgrimsson. Bókaforlag Odds Björns sonar á Akureyri hefur sent frá sér sjálfsævisögu Friðriks Hallgrímssonar, Sunnuhvoli í Skagafirði og heitir bókin Margslungið mannlif. 1 þessari bók rekur Friðrik æviminningar sínar, en hann faeddist í litilli baðstofukytru, að Úlfsstaðakoti þann 14. janúar 1895, og er því kominn á niræðis- aldur nú þegar hann sendir frá sér ævisögu sina. Afkomendur Friðriks orðnir 80 þegar þessi bók kemur út. Friðrik er stálminnugur ^sögn hans er leikandi létt og hann fer iklrei iltili -ð skoðanir sinar á mönnum og málcfnum sinnar samtíöar. Hann er óvenjulega bersögull og hivpurslaus. segir frá hverju atviki eins og það blasn við af eigin sjónarhóli, og lætur sér hvergi bregða þótt skoðanir hans kunni á stundum að stangast á við skoðanir annarra. Bókin er 202 blaðsiður með vandaðri mannanafna- skrá og margt mynda prýðir bókina, sem er prentuð og bundin í Prentverki Odds Björnssonar hf. á Akur- ieyri. Að sjá öðruvísi Vikurútgáfan Reykjavík hefur gefið út bókina Að sjá öðruvísi, Esseiar um mannlegt lif eftir Sigvalda Hjálmarsson. í bókinni eru 17 ritgerðir og er hún 75. bls. DAUÐANS ’ ,.. heitai astnóur ■ duhæn spenm | Dyr dauðans efatir Frank G. Slaughter. Bókaforlag Odds Bjömssonar hefur gefið út nýja skáldsögu eftir hinn kunna rithöfund Frank G. Slaughter, Dyr dauðans. Þetta er sagan um Lynne Tallman, alræmda hryðjuverkakonu og útsendara hins illa. Hún fcrst i flugslysi, en blaðakonan Janet Burke, sem er að skrifa greinaflokk um Lynne og myrkraverk hennar, bjargasi naumlega úr slysinu. Frægum skurðlækni Mike Kerns, sem er sérfræðingur í líkamslýtum, tekst ekki eingöngu að bjarga lífi Janet — honum tekst •einnig með skurðaðgerðum að gera hana að stórglæsi- legri konu sem allir karlmenn sækjast eftir og sjálfur verður hann ástfanginn af henni. En hinn illi andi sem |bjó i Lynne Tallman hefur nú skipt um aðsetur og búið um sig í Janet. Þá hefst baráttan við hinn illa anda... Bókin er 252 blaðsíður, prentuð og bundin i Prent verki Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Þýðinguna gerði Hersteinn Pálsson en bókin heitir á frummálinu Devil’s gamble. mabryat Finnurfrœkni ! Prentsmiðjan Leiftur hefur gefið út Finn frækna eftir F. Marryat, sem er drengjasaga með myndum. Finnur frækni og drengurinn Vilhjálmur. sem enn er ungur og óreyndur sjómaður, lenda i ótal ævintýrum. Bókin er 167 bls. Leynigöngin Dularfulli skugginn n| Frank G. | . olauöhter Prentsmiðjan Leiftur hefur gefið út bækurnar* Leynigöngin og Dularfulla skuggann, um þá Hardy bræður, Frank og Jóa, eftir Franklin W. Dixon. Gísli Ásmundsson þýddi. Spennandi og viðburðarikar drengjasögur. Leynigöngin er 128 bls. Dnlarfulliskugginner 160 bls. CAROLYN KEENE Tvœr nýjar Nancy-bækur Prentsmiðjan Leiftur hefur gefiö út bækurnar Nancy og gamla albúmið og Nancy og skakki strompurinn eftir Carolyn Keene. Gunnar Sigurjónsson þýddi. Nancy Drew er einkadóttir frægs málfærslumanns, og er þess vegna hálfgerður leynilögreglumaður. Bækurnareru 175 bls. og 141 bls. NANCY og skakki stiompurinn CAROLYN KEENE Gunnar Dal LÍFIÐ ASTAPA UfiðáStapa Vikurútgáfan hefur gefiö út Ijóðabókina Lifið á Stapa eftir Gunnar Dal. Þetta er 28. bók höfundar og inni- heldur 41 Ijóð. Lifiö á Stapa er 60 bls. # NANCY og gamla albúmið N 1 ÐJATAL fiUNNLAUGS BjöRNSSONAR á emu^Kj^fím tHaöTAraw oc. nGamxtm* StfmtfciAR ÖJARNADÓmJR CÍUf»(ÚNÁ» JONSOOTTUR Ffi&ií i•'!>&((& fogþönm Niðjatal Út er komiö Niöjatal Gunnlaugs Björnssonar.bónda á Óspaksstöðum í Hrútafirði og eiginkvenna hans Sigríðar Bjarnadóttur og Guðrúnar Jónsdóttur. Friðrik Theódór Ingþórsson tók saman. Prentsmiðjan Leiftur gaf út. Niðjatalið er 206 bls. að stærð. islenzkir á kristniboðar W 1 bókinni íslenzkir kristniboðar segja frá bregða höfundar upp myndum úr lifi sinu og starfi og hafa þau fært í letur margvíslegan og forvitnilegan fróðleik um störf sin og lifskjör fólksins er þau störfuðu á meðal. Þau hafa öll starfaðsem kristniboðar i Eþiópiu í 7—10 ár. Með útgáfu bókarinnar er minnzt 50 ára afmælis Sambands ísl. kristniboðsfélaga á þessu ári. Bókin er sett hjá Grágás, prentuð hjá Prentsmíði, Prentmyndastofan annaðist filmuvinnu og Arnarberg bókband. Bókaútg. Salt gefur út.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.