Dagblaðið - 21.12.1979, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2i. DESEMBER 1979.
47
Útvarp
Sjónvarp
I
KASTUÓS - sjónvarp kl. 21,20:
Mismunun íbúðaverðs
og stjómarmyndunin
„Við verðum með tvö efni í Kast-
ljósi í kvöld,” sagði Ingvi Hrafn
Jónsson umsjónarmaður þáttarins.
„Annars vegar úttekt á íbúðaverði
Byggung, en það er ótrúlega lágt. Við
berum það saman við verð á íbúðum
Verkamannabústaða og verð á íbúð-
um hjá einstaklingsfyrirtækjum. Við
munum m.a. reyna að finna út af
hverju þessi þrefaldi verðmismunur
stafar,” sagði Ingvi Hrafn ennfrem-
ur.
,,Þá munum við fjalla um stöðuna
í stjórnarmyndunarviðræðum og fá
til okkar fulltrúa flokkanna í sjón-
varpssal. Mér tii aðstoðar í þættinum
verður Jón Björgvinsson.”
Meðal annars verður fjallað um mis-
mun fbúðaverðs I Kastljósi I kvöld.
iS&áS
POPP — útvarp kl. 15,00:
VILLT STUÐLÖG EF
AUGLÝSINGAR LEYFA
Vignir Sveinsson verður með sfðasta poppið fyrir jól I dag.
„Ég ætla að leika lög af þeim is-
lenzku plötum sem hafa komið út nú
fyrir jólin,” sagði Vignir Sveinsson
aðspurður um Popp i dag kl. 15.00.
„Þar má nefna nýju plötu Brim-
klóar, Sannar dægurvísur, Bráða-
birgðabúgi Spilverks þjóðanna,
Villtar heimildir, tuttugu stuðlög, og
Ljúfa líf Gunnars Þórðarsonar,”
sagði Vignir ennfremur.
,,Auk þess verð ég með nokkrar
fleiri islenzkar hljómplötur. Ég þurfti
aðstytta þáttinn vegna auglýsinga, en
ég er ekki viss um að hann verði flutt-
ur. Hann datt úr dagskránni sl. föstu-
dag og það má búast við að svo verði
aftur.”
Þrátt fyrir það kynnum við þáttinn
í von um að auglýsingarnar verði
færri en síðasta föstudag. Þetta er
síðasta poppið fyrir jól sem Vignir er
með i dag.
- ÉLA
KVÖLDVAKA — útvarp kl. 20,45:
Þuríöur Páls syngur
og frásöguþættir fluttir
Kvöldvaka útvarpsins er á dagskrá .
í kvöld kl. 20.45. Þar kennir ýmissa auk margs annars
grasa sem fyrr. Þuríður Pálsdóttir
syngur lög eftir Pál ísólfsson við
undirleik Guðrúnar Kristinsdóttur.
Séra Gísli Brynjólfsson flytur mið-
hluta frásögu sinnar af Staðarhrauns-
prestum. Jónina H. Jónsdóttir les
kvæði eftir Sigurð Jónsson frá
Arnarvatni. Siðan er frásöguþáttur
sem nefnist Jólin koma, það er Jónas
Jónsson frá Brekknakoti sem segir
frá. Haldið til haga nefnist þáttur
sem Grímur M. Helgason, forstöðu-
maður handritadeildar Landsbóka-
safnsins, flytur og að lokum syngur
Þjóðleikhúskórinn íslenzk lög. Söng-
stjórierdr. Hallgrímur Helgason.
Kvöldvakan er einnar og hálfrar
stundar löng. - ELA
M
Þuriður Pálsdóttir syngur nokkur lög I
Kvöldvöku útvarpsins I kvöld. Hér er
hún ásamt Guðmundi Jónssyni á söng-
skemmtuninni Hvað er svo glatt...
VAR ÞETTA GLÆPUR? - sjónvarp kl. 22,30:
Kúgaður rithöfundur
lætur til skarar skríða
„Myndin fjallar um draumóra-
mann sem vinnur hjá blaðaútgef-
anda. Hann skrifar indíánasögur í
blaðið. Blaðaútgefandinn er hið
versta illmenni og hefur öll ráð rit-
höfundarins í hendi sér og fer svi-
virðilega með hann,” sagði Björn
Baldursson blaðafulltrúi sjónvarps-
ins um myndina Var þetta glæpur?
i sem sjónvarpið sýnir i kvöld kl.
22.30.
,,Þá kemur til sögunnar kona sem
er eigandi þvottahúss. Hún þekkir
bæði útgefandann og rithöfundinn
ög veit hvernig er farið með þann
,síðarnefnda. Hún hvetur rithöfund-
.inn til að gera eitthvað í málinu og
þegar hann óvænt fær tækifæri upp í
hendurnar grípur hann það fegins
hendi,” sagði Björn ennfremur.
Myndin er frönsk frá árinu 1936 og
nefnist á frummálinu Le crime de
monsieur Lange. Leikstjórinn er hinn
þekkti Jean Renoir og með aðalhlut-
verk fara Jules Berry og René Lefevre
Florelle. Myndin er sjötíu og fimm
mínútna löng og er hún svörthvít.
Þýðandi er Ragna Ragnars. - ELA
Pétur Pétursson heildverzlun
Suðurgötu 14. Símar21020—25101.
• J) D
tHdy
DUKKAN
Lifandi, fal/eg og sérlega
meðfæriieg. Skemmtiieg
húsgögn og föt íúrvaii.
Fæstí flestum
leikfangabúðum.
KRISTALLAMPAR NÝK0MNIR
UOSAKRONUR - VEGGLAMPAR
0G SAMSTÆÐULÝSING
0PIÐ TIL KL. 10
f KVOLD
LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL
LJÖS & ORKA
Suóurlandsbraut 12
simi 84488 ... _