Dagblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JANIJAR 1980. 5 Fyrstu olíukaup íslendinga utan Sovét um árabil: SAMNINGAMENN FRA BNOC VÆNTANLEGIR EFHR HELGI Finnska olíufélagið ennþá inni í dæminu Fulllrúar British Nalional Oil Corporation, BNOC, eru sagðir væntanlegir hingað til íslands eftir helgina til samninga um sölu á oliu til islenzkra kaupenda. Takist þessir samningar verða þeir hinir fyrstu um langt árabil sem gerðir eru við aðra en Sovétríkin þegar frá er talið þotu- eldsneyti og smurolíur. Aðdragandi að þessum oþukaupa- samningum er árangur af viðleitni íslenzku olíuviðskiptanefndarinnar til að fá keypta olíu á hagstæðara verði en Rotterdamverðinu alþekkta. Brezka olíufélagið BNOC fær 51% af allri Norðursjávarolíunni eins og sakir standa. Er hún talin í mjög háum gæðaflokki. Það verð sem til þessa hefur verið rætt, eftir því sem næst verður komizt, er sem næst framleiðsluverði eða svonefndu ,,main-stream”-verði. Það er sem fyrr segir mjög miklu lægra en Rotterdaniverðið sem gilt hefur i samningum okkar við Sovétmenn. Viðræðum við Neste Oy í Finn- landi hefur verið haldið gangandi. Er hugsanlegt að samningar við það olíufyrirtæki gætu tekizt um eitthvert magn ef nauðsynleg fyrirgreiðsla fæst til þess að greiðslufrestur l'áisl þar sambærilegur við þann sem við höfum í viðskiptum við Sovélmcnn, eða 90 dagar. Þar er um að ræða full- unna neyzluoliu. -BS. Eskfirðingar fá eigin sjúkrabfl — en sjúkra- karfan gleymdist Öll félög á staðnum hafa nú þegar safnað tæpum 10 milljónum Eskfirðingar hafa nú eignazt sinn eigin sjúkraflutningabíl. Var bíllinn afhentur sl. sunnudag og tók formaður Eskifjarðardeildar Rauða krossins Jóhanna Þórólfsdóttir viðbilnum. Um áramólin 1978—79 setti dóms- málaráðuneytið reglugerð þess efnis að lögreglan úti á landsbyggðinni hætti öllum sjúkraflutningum. í þess stað skyldu heimamenn sjálfir sjá um sjúkraflutninga framvegis. Öll félög á staðn- um söf nuðu fé Þegar þetta var Ijóst hafði Lions- klúbbur Eskifjarðar forgöngu um fjár- söfnun til kaupa á sjúkrabil. Fengu Lionsmenn öll félög á staðnum i lið með sér. Sveinn Sigurbjörnsson var kjörinn formaður samstarfsnefnd^r- innar og var það hann sem afhenti bílinn. Félögin söfnuðu síðan peningum hvert með sínum hætti. Hafa nú safnazt tæpar 10 milljónir króna en áætlað er að bíllinn kosti 11,5 milljónir. Tryggvi Eiríksson, 78 ára gamall einbúi, gaf 110 þúsund kr. en það er langstærsla framlag einslaklings til þessararsöfnunar. Enn vantar í bilinn sjúkrakörfuna en hún gleymdist. Sjúkrakarfa var pöntuð i lögreglubílinn í fyrra en hún passar ekki i nýja sjúkrabilinn. Hægt er að flytja tvo sjúklinga í biln- um samtímis því bílnum fylgir slál- grind, sem hægt er að setja saman fyrir fólk sem er í hjólaslól. Einnig er hægl að leggja grindina saman fyrir liggjandi sjúklinga. Að sögn er sjúkrabíllinn vel úlbúinn, með súrefnistækjum og fleiri nauðsyn- legum tækjum. Slefán Kristinsson sótli bilinn til Reykjavikur fyrir jólin og lærði á hin nýju tæki. Sex bílsljórar verða á bílnum, tveir og tveir i einu, sína vikuna hver. — Félögin sem slóðu að bilakaupunum rnunu sjá um rekstur bílsins og leggja honum til fé en bíllinn verður i umsjá Eskifjarðardeildar Rauða krossins. Þetla sýnir að hægl er að gera stórátak á smáslöðum ef allir eru sammála eins og í þessu nauðsynja- máli. 30 sjúkraflutningar á tæpu ári Á þvi tæpa ári sem liðið er siðan Reyðílrðingar fengu sinn sjúkrabíl hefur hann farið i þrjátiu sjúkra- flutninga á Reyðarfirði og Eskiftrði en auk þess hefur lögreglan annazt sjúkra- flutninga. Hefði manni fundizl aðeinn sjúkrabíll hefði getað nægl fyrir báða slaðina, Reyðarfjörð og Eskifjörð, því ekki eru nema 15 km á milli. Þótti mér fljótt á lilið að sætin, sem ætluð eru lækni og hjúkrunarfræðingi væru ekki mjög traustvekjandi þegar fylgja þarf sjúklingum yfir fjallvegi á sjúkrahús, aðeins tveir litlir stólar og engar grindur til þess að halda sér i. -Regína Thorarensen/abj. SVALIR LVFTA L0FTR H TANNl/EKNIR (ÞÓRARINN SIGÞÓRSS0N) -skrifst: möttaka -SKRIFST - onn CDIEigna ^ LSJmarkaðurinn Austurstræti 6 Sími 26933 Nafnspjaldiö þitt á huröina, — og reksturinn erhafinn. Þaö sem tilþarf erþegar á staönum. Á þriöju hæö nýja verslunarhússins á mótum Lækjartorgs og Hafnarstrætis veröa leigö út skrifstofuherbergi. Almenn afgreiösla, móttaka viöskiptavina, símavarsla og vélritunarþjónusta veröur starfrækt fyrir leigutakana sameiginlega. Allir bankar landsins og aösetur flest-allra embætta, s.s. skatts, fógeta, dómstóla og ráöuneyta eru innan 5 mín. gangs frá húsnæóinu. Sama gildirum Eimskip, Hafskip, Flugfrakt, Tollstjóra, póst, ritsíma og fleiri þjónustuaöila. Ogþér er alveg óhætt aó skreppa frá. Símavöröurinn svarar fyrirþig allan daginn, tekur viö skilaboóum og flyturþau réttum aöilum. ÞETTA ER RAUNHÆFUR REKSTRARSPARNAÐUR 1. Enginn fastur launakostnaður 2. Enginn tima- og taugaeyöandi leit að bílastæöum í miöbænum. Þú ert þarþegar. 3. Engin bensíneyösla ísnatt milliþjónustuaöiia. Nánari upplýsingar veittará skrifstofunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.