Dagblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 05.01.1980, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JANÚAR 1980. þekktum nöfnum á Reykjavikur- skákmótið í febrúar. BBC-keppninni er sjónvarpað með nokkuð skemmtilegum hætti. Strax að loknum skákunum eru skák- meistararnir yfirheyrðir, og lýsa þeir þankagangi sínum meðan á skákinni stóð. Það er tekið upp á segulband og siðan leikið um leið og skákin er sýnd. Hver keppandi hefur klukku- stund til umráða á skák. Reyndar hefur BBC gefið út bók með fyrstu þremur keppnunum og skýringunt skákmanna og nefnist hún The Master Game. í 4. sjónvarpskeppninni var tellt i tveimur riðlurn og urðu úrslit þessi: A-riðill: I. Schmid 2 1/2 v. 2. Kortsnoj 2 v. 3. Byrne 1 v. 4. Stean I /2 v. B-riöill: I. Browne 2 1/2 v. 2. Nunn I 1/2 v. 3. Hort I 1/2 v. 4. Pfleger 1/2 v. Óvæntustu úrslitin urðu þau að Schmid sigraði Kortsnoj i skák þeirra og fékk þvi að tefla til úrslita við sigurvegarann úr hinum riðlinum, sem var kunningi vor Walter Browne. Hann er einmitt væntanlegur hingað í febrúar. Schmid sigraði siðan i úrslitaskák- .inni, sem varð rúmir 70 leikir, og tryggði sér þvi sigurinn i keppninni. Þráll fyrir hrakfarirnar þótti Kortsnoj sýna mesl tilþrif. Hér koma tvö dæmi, sem segja meira en nokkur orð. Hvíll: Byrne. Svart: Kortsnoj Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 c5 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 Re7 7. Rf3 Da5 8. Bd2 Rbc6 9. Bd3. Venjulega er leikið 9. a4, en Byrne hyggst spara sér þann leik. 9. — c4 10. Bf I f6 10. — Da4 kemur sterklega til greina. 11. e.\f6 gxf6 12. Rh4! 0—0 Ekki gekk 12. — Rg6, vegna 13. Dh5 Rce7 14. Bxc4! 13. g3 Hf7 14. Bg2 Bd7 15. 0—0 Rg6 16. Rxg6 hxg6 17. h4 Hh7! 18. Hel He8 19. Df3 Kg7 20. Bf4 Rd8! 21. He2 Rf7. Svartur hefur náð að tengja saman stöðu sína og undirbýr nú vandlega framrásina e6—e5. 22. He3 Hhh8 23. De2 Bc6 24. Dd2 He7 25. He2 Hhe8 26. g4 e5 27. Bg3 e4 28.g5? Nú myndast veikleikar á hvitu reitunum, sem Kortsnoj notfærir sér i framhaldinu á snilldarlegan hátl. 28. — fxg5 29. hxg5 Bd7! 30. Bf4 Bg4 31. He3 Da6 32. Hg3 De6 33. De3 Df5 34. Kfl Hh8 35. Kel Kóngurinn hyggst flýja yfir á drottningarvæng, en...... 35. —Bf3!36. Kd2 Ekki 36. Bxf3 exf3 37. Dxe7 Hhl + 38. Kd2 Dxf4 + og siðan — Hxa I. 36. — Hh4 37. Bb8 Bxg2 38. Hxg2 Hh3 39. Hg3 Hxg3 40. Dxg3 Rxg5 41. Kcl Rf3 42. Bxa7 Dg5+ 43. Dxg5 Rxg5 44. Bb8 Hf7 45. Hbl e3! 46. f4. Eða 46. fxe3 Hfl + 47. Kb2 Hxbl 48. Kxbl Re4 og svarla staðan er glæsileg. 46. — Rc4 47. Kb2 g5 48. fxg5 e2 49. Hel Hf2 og hvítur gafst upp. Hvítl: Kortsnoj Svart: Stean Fnskur leikur. I. c4 Rf6 2. Rc3 e5 3. Rf3 Rc6 4. d3 g6 5. g3 Bg7 6. Bg2 0—0 7. 0—0 He8 8. Hbla5 9.a3d5?! Varkárari sálir hefðu leikið 9. — d6. 10. cxd5 Rxd5 11. Rxd5 Dxd5 12. Be3 Db5?! Betra er 12. — Ðd6, þvi nú lendir drottningin i ógöngum. 13. Dc2 Bf5 14. Rg5 h6 15. Re4 Had8 16. a4! Rb4 17. Ddl Stean hefur teflt ónákvæmt til þessa og heita má að hvita staðan sé unnin. Ef 17. — Da6, eða 17. — Dd7 kemur einfaldlega 18. Rc5. Stean afræður þvi að láta drottningu sina fyrir hrók og léttan mann, en það dugir skammt, — allra sist gegn Kortsnoj! 17. . . . Dc6 18. Hd Bxe4 19. Hxc6 Bxc6 20. Dcl h5 21. Bxc6 Rxc6 22. Dc4 He6 23. Hcl b6 24. Db5 Hdd6 25. Da6 Rd4 26. Dc8 + Kh7 27. Bxd4 exd4 28. Hxc7 Hf6 29. Db7 Hde6 30. Kfl! Svartur gafst upp, því 30. — Kg8 er svarað með 31. Hxf7! Hxf7 32. Dc8+ . Frétt frá Taflfél. Seltjarnarness Hinu árlega Grohe-móti er nýlega lokið. Var teflt eftir Monrad-kerfi, 9 umferðir. Var þelta sterkasta skák- mót sem T.S. hefur haldið. Höfðu keppendur 1 tíma til að Ijúka skákinni. Úrslit urðu þessi: Vinn. nf 9 mögul. 1. Ögmundur krislinsson, T.S. 7,5 2. Mnunús Sólmundarsson, Mjölni 7,0 3. Jónas Þorvaldsson, T.R. 6,5 4. Harvey Georgsson, T.S. 6,0 5. Hilmar Karlsson, T.S. 5,5 Keppendur voru 15. Grohe-hraðskákmótið vinn. af 18 möguJ. 1. Ögmundur Krístinsson 17,0 2. Harvey Georgsson, 15,5 3. Sólmundur Krísljánsson 11,0 Engin brögð I tafli! Áhorfendur héldu niðri I sér andanum, sumir lokuðu jafnve) augunum. En Eddie karlinn marði það. EDUEFLAUGÁ MÓTORHJÓUNU SÍNU „Þetta tókst! Eg ætla aldrei að leika þennan leik aftur,” sagði Eddie Kidd eftir stórkostlegt flug hans á mótorhjóli yfir fljótið Blackwater í Essex í Bretlandi. Stökkið hjá tvítuga ofur- huganum var atriði í nýrri kvikmynd sem hann fram- leiðir sjálfur. Foreldrar hans voru viðstaddir stökkið ásamt fleira fólki, og svo var auðvitað kvikmynda- tökuliðið. Eddie stökk yfír skarð í gamla járnbrautarbrú yfir fljótið. Skarðið var 25 metrar á breidd og hæðin niður að vatnsborðinu 15 metrar. Farartæki stökkvarans var Yamaha-mótorhjól með 400 cc mótor. Hann ók hjólinu á um 170 km hraða á klukku- stund fyrir flugtakið — og lenti svo að segja heilu og höldnu á áfangastað. Smá- skráma á fótlegginn var það eina sem finna mátti athuga- vert við þennan frumlega fíugmann eftir afrekið. Endursagt úr Daily Express. » Lendingin var hörð. Litilsháttar meiðsli á fótlegg var það eina sem fyrir kom. Lygilegt en satt. Myndavélin „frysti” flugið frá upphaft til enda. Hér eru nokkrar myndir sem klipptar hafa verið saman og sýna „flugtakið' til hægri og undirbúning að lendingu til vinstri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.