Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. 3 Ef Sjáðu sæta naflann minn er klámrit, þá er_ símaskráin ástarsaga Alfreð S. Böðvarsson nemi skrifar: Ég vildi aðeins gera smáathuga- semd við bréf „Grandvars” þann áttunda janúar síðastliðinn. Þar ræðst þessi ónafngreindi bréfritari á bókina Sjáðu sæta naflann minn af miklu offorsi og er greinilega mikið niðri fyrir. Skiljanlega vill höfundur bréfsins ekki láta nafn síns getið þar sem bréf þetta er yfirfullt af órökstuddum fullyrðingum og per- sónuárásum. í fyrrnefndu bréfi um Sjáðu sæta naflann minn kallar hann bókina „viðbjóðslegt klámrit” og annað i þeim dúr. Fordómar og fyrirfram myndaðar skoðanir endurspeglast i þessari upphrópun og mætti halda að „Grandvar” hefði alls ekki lesið bókina til enda vegna særðrar siðferðistilfinningar eða misskilið bókina hrapallega. Að kalla Sjáðu sæta naflann minn „viðbjóðslegt klámrit” er álíka heimskulegt og að kalla símaskrána ástarsögu. Títt- nefndur „Grandvar” gleymir því greinilega, eða hefur ekki tekið eftir því, að bókin er skrifuð frá sjónar- hóli unglings og lýsir lífi unglinga í nútímaþjóðfélagi, hugsunum þeirra og gerðum. Sagan er tæpitungulaus af þeirri einföldu ástæðu að höfundur hennar er að reyna að gefa nokkuð sanna mynd af unglingum og þeir nota ekki rósamál sín á milli. Feluleikurinn eykur vinsældir klámrita Og „Grandvar” hneykslast á því áð unglingunum verður tíðrætt um kynlíf en það er vegna þeirrar staðreyndar að á gelgjuskeiðinu vaknar áhuginn á hinu kyninu fyrir alvöru og einkennir unglingsárin kannski öðru fremur. Og alls konar vandamál og spekúleringar fylgja í kjölfarið. Það er þetta sem bókin fjallar um. Og ekki virðist fara mikið fyrir kynfræðslunni hjá danskinum. Hvernig er þetta hérna hjá okkur? Þeir sem viskuna hafa, þ.e. hinir full- orðnu, þegja allir sem steinn og skóla kerfið hefur algjörlega brugðist í naflanri þessu máli. Ég hygg að margir unglingar muni eftir bls. 81 í annars ágætri heilsufræðibók. Þessari mest lesnu blaðsíðu barna- skólaárannavaryfirleitt sleppt eða að kennarinn fór yfir hana á nýju íslandsmeti í hraðlestri og barði priki sínu á tvö litfögur spjöld sem áttu að sýna kynfæri karls og konu í þver- skurði, á meðan hann las. Auk þess fengu stelpurnar einhverjar upp- lýsingar um tíðir svo þær héldu ekki að þeim væri að blæða út þegar þar að kæmi. Þetta er öll kvnfræðslan. Þessi feluleikur leiðir auðvitað til þess að klámblöð og-bækur verða vinsælasta lestrar- og athugunar- efnið. Og lái þeim það hver sem vill. Sjáðu sæta naflann minn er gott innlegg í umræðu um þessi mál og mun máske vekja einhverja áhrifa- menn til meðvitundar um eigin flónsku og tepruskap, fyrir utan það að vera raunsönn og skemmtileg saga. Foreldrar unglinga ættu endilega að lesa bókina, þeir myndu þá kannski sjá að sér og opna munninn og tala við unglingana sina af viti í stað þess að býsnast yfir „unglinga- vandamálinu". Þetta er bókin, sem svo mikiö hefur verið deilt um á þessari síöu, Sjáðu sæta naflann minn. DB-mynd Hörður. Sjóðurinn hristir upp í f ólki Svo ég snúi mér aftur að bréfi „Grandvars” þá ættu frekari athuga- semdir kannski að vera óþarfar. Þó skera í augun þær lágkúrulegu staðhæfingar um þýðingu og aðstandendur bókarinnar, svo og Norræna þýðingarsjóðinn, sem hæfa vart svona „grandvörum” (kven)manni. Þýðingin er mjög skýr og góð og stórefast ég um að þýðendur hafi efnast að einhverju marki á starfi sinu. Einnig er veist að útgefendum bókarinnar i sama auvirðilega stílnum og annað efni bréfsins sýnir. Norræni þýðingarsjóðurinn hefur hlotið nokkurt umtal og má jafnvel segja að með því að hrista þannig upp í fólki hafi sjóðurinn þegar sannað á- gæti sitt. Þvi miður er það flest for- dómafullt og þröngsýnt fólk á borð við „Grandvaran” sem hefur látið ljós sitt skína og skitkastað í allar áttir. Er skemmst að minnast umtalsins um Félaga Jesú á sínum tima. Sjáðu sæta naflann minn er góð bók og skemmtileg og á ekkert skylt við klámrit. Ef tæpitungulaust mál sögunnar hefur staðið í „Grandvari” er hans eigin úrelta hugsunarhætti um að kenna. Legg ég til að hann lesi bókina aftur. Og leggi hleypidómana til hliðarviðlesturinn. JA, HVILIK POUTÍK! Grandvarskrifar: Það er af sem áður var þegar við íslendingar áttum skörulega og hrein- skilna stjórnmálamenn. Þótt and- stæðingar væru gátu þeir þó allténd tjáð sig um menn og málefni. Nú er stjórnmálabaráttan háð þannig að hver reynir að „þóknast” öðrum, einkum andstæðingunum! Það er t.d. grátbroslegt að heyra og sjá þingmenn hinna svokölluðu „lýð- ræðisflokka” þegar þeir tjá sig um innrás Rússa í Afganistan. Þeir fordæma innrásina að vísu, flestir, en þegar á hólminn er komið, t.d. þegar rætt er um hvort við eigum að halda áfram samskiptum og við- skiptum við Sovétríkin, þá fer hjólið að snúast öfugt — „við eigum”, segja þeir, „ekki að blanda saman pólitík og íþróttum”, ekki „viðskipt- um og pólitík”, og sennilega ekki öllu og pólitík! Já, hvilik pólitik hjá þessum þykjast-stjórnmálamönnum! Hver er eiginlega afstaða islenzkra stjórnmálamanna gagnvart Sovét- ríkjunum? Eini islenzki stjórnmála- maðurinn sem þó hefur sagt eitthvað af viti í þessum efnum er Benedikt Gröndal. Hann lét ekki sitja við orðin tóm, afturkallaði heimsókn háttsetts ráðamanns frá Sovétrikjun- um.Ogvið það situr enn. Það eru þó helzt ritstjórar dagblað- anna, raunar helzt Mbl., Vísis, Dag- blaðsins og einnig Alþbl., sem hafa haft í frammi skelegg ummæli og andóf vegna innrásar Rússa i Afgan- istan. Einnig má virða framtak stúd- entafélagsins Vöku og Heimdallar fyrir framtak sitt um mótmæli. En hvar voru stjómmálamennirnir? Þeir létu ekki svo lítið að taka þátt í þess- um mótmælum. — Ritstjóri Alþbl. var þó viðstaddur. Hann vex fyrir það frumkvæði. Sennilega myndu stjórnmálamenn hér láta sér fátt um finnast þótt Sovétmenn gerðu alvöru úr þeim æf- ingum sem þeir hafa haft uppi um innrás í ísland eða Noreg. Þeir myndu segja sem svo: „Þetta er nú ekki til frambúðar og við höfum alltaf átt góð samskipti við Rússa, það er engin ástæða til að ætla annað en þeir muni hverfa á brott ef við óskum þess.”! En svo, þegar hengingarnar byrja, viðbrögð þeirra verða eitthvað á þessa leið: „Okkur kom aldrei annað í hug en það ætti einungis að prófa ólarnar, rétt að bregða þeim um háls- inn til mátunar, en ekki til þess að herða að”! — Og þetta munu þeir segja ef þeir verða þá ekki með þeim fyrstu sem hengdir verða. Ritstjóri Alþýðublaðsins var við- staddur mótmælin við rússneska sendi- ráðið. „Hann vex fyrir það frum- kvæði,” segir bréfritari. TVið teljum aö notaðir VOL VO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum. Volvo 245 dl árg. 1978, ekinn 20 þús. í skiptum fyrir VOLVO árg. 71—73. VOLVO 245 DL ÁRG. 1977, ekinn 42 þús. i skiptum fyrir eldri VOLVO. VOLVO 343 DL ÁRG. 1977, ekinn 31 þús. i skiptum fyrir ódýrari bíl. VOLVO 244 DL ÁRG. 1976, ekinn 37 þús. í skiptum fyrir eldri VOLVO eða lítinn japanskan. VOLVO ÁRG. 1976, ekinn 60 þús. í skiptum fyrir VOLVO 244 árg. 1979. VOLVO 144 DL ÁRG. 1974, ekinn 91 þús. í skiptum fyrir eldri VOLVO. VOLVO 144 DL ÁRG. 1974, ekinn 103 þús. í skiptum fyrir nýrri VOLVO. VOLVO 142 DL ÁRG. 1974, ekinn 115 þús. í skiptum fyrir VOLVO árg. 1976. VOLVO 145 DL ÁRG. 1973, ekinn 121 þús. í skiptum fyrir VOLVO 244 árg. 76—78. VOLVO 144 DL ÁRG. 1972, ekinn 149 þús. í skiptum fyrir beinskiptan VOLVO. VOLVO 142 ÁRG. 1971, ekinn 162 þús. í skiptum fyrir VOLVO árg. 74—76. VOLVO VEtflR HF .. -J Suðurlandsbraut 16, Sími 35200. Linda María Magnúsdóttir, innheimtu- strumpur: Alla nema Albert Guð- mundsson. Ég vil ekki tjá mig um ann- an. Spurning dagsins Sigurður Ólafsson, gerir ekki neilt: Ég er hlutlaus i því máli. Að minnsta kosti ekki búinn að ákveða mig. Björk Gisladóttir húsmóðir: Háskóla- rektorinn, Guðlaug Þorvaldsson. Ég er ákveðin i að kjósa hann. Guðbjörg Gisladóttir húsmóðir: Já, ég segi það sama. Háskólarektorinn Guðlaug Þorvaldsson. Ég er að hugsa um að kjósa hann. Eimskip: Albert Guðmundsson. Ég hef ákveðið að kjósa hann. Guðrún Ingólfsdóttir, húsmóðir: Helst vildi ég hafa Kristján Eldjárn áfram. En fyrst hann er ekki þá kýs ég Albert Guðmundsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.