Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 9
9 \ DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. NORDURSTJARNAN AD LAMA SÖLUSTOFNUN LAGMET1S! — eftir að Sölustofnun bjargaði Norðurstjömunni með sölu á 4 milljónum dósa af kippers Stjórn Norðurstjörnunnar í Hafnarfirði hefur samþykkt að frá og með næstu áramótum skuli fyrir- tækið sjálft sjá um sölu á fram- leiðsluvörum sínum og hætta að fela Sölustofnun lagmetis að annast hana eins og verið hefur um langt árabil. DB er kunnugt um að þarna þykir ýmsum öfugt að farið og sízt sitja á forráðamönnum Norðurstjörnunnar ,,að kippa þannig fótum undan Sölustofnun þegar erfiðleikar steðja að henni”. Norðurstjarnan hefur framleitt um það bil fjórðung af sölu Sölustofnunarinnar. Telja þessir aðilar samþykkt stjórnar Norður- stjörnunnar gera vera í þeim anda að segja: Nú er allt i lagi og nú get ég. Fyrir um það bil fjórum árum, þegar ákveðið var að stofna til lceland Waters Industries Ltd. í Bandaríkjunum til að sjá um sölustarfsemi þar vestra voru óseldar kippers birgðir hjá Norðurstjörnunni sem námu upp undir fjórar milljónir dósa. Var hagur fyrirtækisins mjög bágur vegna þessa og fleiri atriða. Var fyrirtækinu meðal annars neitað um alla fyrirgreiðslu hjá lána- stofnunum til hráefniskaupa (sildar) til frekari framleiðslu á meðan svo miklar birgðir af kippers voru óseld- ar. Vegna þessara erfiðleika Norður- stjörnunnar var meðal annars verulegur þrýstingur á að Iceland Waters Industries Ltd. gæti þegar hafið sölustarfsemi. Er skemmst frá því að segja að Norman Salkin fram- kvæmdastjóra tókst fljótlega að selja kippersbirgðir fyrirtækisins. Á þessum tímamótum, rétt áður en hið bandariska sölufyrirtæki Sölustofnunar lagmetis var stofnað, var hagur Norðurstjörnunnar svo slæmur að höfuðeigandi þess, Fram- kvæmdastofnun ríkisins, fól nýráðnum framkvæmdastjóra þess að kanna möguleika á sölu eigna þess. Var á timabili mjög rætt um að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar keypti fasteignir fyrirtækisins en Bæjarút- gerðin er næsti nágranni Norður- stjörnunnar. Ávallt mun hafa verið nokkur andstaða gegn Sölustofnun lagmetis meðal ýmissa áhrifaaðila hjá Norðurstjörnunni. Eru þeir meðal annarra sagðir vera nokkrir af fyrri eigendum sem þátt áttu i stofnun Norðurstjörnunnar á sínum tíma i samstarfi við norska fyrirtækið Bjelland As. Var framleiðslan i Hafnarfirði seld undir King Oscar merki Bjelland í Bandaríkjunum i byrjun. Ekki reyndist þó grundvöllur fyrir þeim rekstri bæði vegna skorts á síld og einnig vegna þess að afköst í verksmiðjunni reyndust ekki eins mikil og áætlað hafði verið i byrjun. -ÓG/GS. Unnið i niðurlagningarverksmiðju Norðurstjörnunnar. < I)B-mynd: Hörður. *..... Ungverskur sjarmi Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands i Há- skólabíói 10. janúar. Stjórnandi: Janos Ftirst. Einleikari: György Pauk. Verkefni: Bóla Bartok: Danasvíta; Antonín Dvorak: Fiðlukonsert í a-moll, óp. 53, Zoltán Kodály: Háry Janos-svfta. Eru engir Ung- verjar hér? Á fyrstu árum sjöunda ára- tugarsins spurðu erlendir hljómsveit- arstjórar sem hingað komu, einatt — „Hvað, eru engir Ungverjar hér?” Vakti það furðu manna að við skyldum ekki hafa reynt að laða að okkur eitthvað af þeim úrvals tónlist- armönnum, sem yfirgáfu heimaland sitt nokkrum árum áður. Styrktu til dæmis ýmsar skandinaviskar hljóm sveitir lið sitt varanlega á þennan hátt. Ekki sá þó högg á vatni, því að áfram áttu Ungverjar afbragðshljóm sveitir, heimafyrir, sem endranær. Það mátti með sanni kalla þessa tónleika ungverska þótt granninn Dvorák ætti sinn ljúfa fiðlukonsert inn á milli. Dansasvita Bartóks var fyrst á skránni. Þessi vinsæla dansa- svíta er erfið i flutningi, sérstaklega þjóðum eins og fslendingum. Okkur skortir tilfinningu fyrir hrynjandinni og því vill flutningur hennar og fleiri ungverskra verka verða kauðskur og lítt sannfærandi. Svo fór nú — að þrátt fyrir nákvæma stjóm Janosar Fúrsts og þó að allar nóturnar væru á réttum stöðum, þá vantaði sálina í flutninginn. Hljómsveitin fann sig ekki fyrr en upp úr miðjum adagio kaflanum á fiðlukonsertinum þegar hún hreifst með einleikaranum og hún hélt striki sínu ágæta vel eftir það. Háry János, sá gamli kunningi rak svo lestina. Hann er eitt af þessum tilfellum, þar sem músíkin lifir af fremur ómerkilegt leikrit. Hljómsveitin hefur alltaf haft dálæti á þessari skemmtilegu svítu og lék hana nú vel, sem sýnir að okkur Islendingum er ekki alls varnað þegar magyörsk hrynjandi er annars vegar. Enda heimtuðu áheyrendur meira að heyra svo að Janos Fúrst afréð að endurtaka noble-cardasinn, við mikla hrifningu. Á heimavelli Þáttur Janosar Fúrst í þessum vel heppnuðu tónleikum er að sjálfsögðu stór. Hann er feikna nákvæmur í GYÖRQY PAUK sinni stjórn, slagið greinilegt og gott og túlkun hans viðfelldin. Með þessu verkefnavali var hann á heimavelli. Það er svolitið skrýtið að sjá hann stjórna án tónsporta, en honum lætur ugglaust betur að koma meiningu sinni til skila þannig. György Pauk sótti okkur nú í þriðja sinn heim. Það er óhætt að segja að hann sé einn af uppáhaldsfiðlu- leikurum íslenskra tónleikagesta. Tónn hans er afar hlýr og þótt hann sé ekki beinlinis mikill, er hann einstaklega tær og hreinn og nýtur sín til fulls i geislandi leikgleði Pauks. Hann er ekki enn upp úr því vaxinn að gefa þakklátum áheyrendum aukalög og heillaði alla viðstadda hreinlega upp úr skónum með Sarabande Bachs. Einn lítinn Þessir tveir sjarmerandi Ungverjar fluttu okkur um kvöldstund geislandi tónlistarhefð þjóðar sinnar, en hljómsveitin hefði mátt fylgja þeim betur. Ekki ætla ég að gerast talsmaður almennrar áfengisneyslu á sinfóniu- tónleikum, en svei mér ekki ef það hefði nægt til að koma hljóm- sveitinni á sporið með ungverska hrynjandi, hefði hverjum hljómsveit- arlim verið veitt einsogeitt staupaf góðum ungverskum Barack áður en gengið var inn á sviðið? -EM. Tónlist V Úr bókinni Filsni og Hampafólk, „Kynlegir Kvislir”. Um hampafólk Heinesens Að undanförnu hefur talsvert verið rætt um svokallað fjölþjóðaprent og hvernig það sé að sliga islenska bókaframleiðslu. En nú er kominn fram nýr angi á þvi „vandamáli”. Það kemur nefnilega í Ijós að íslendingar eru sjálfir farnir að prenta bækur fyrir aðrar þjóðir og þær ekki af verri endanum. Mér var að berast ný bók um myndlist hins þekkta skálds William Heinesen sem Emil Thomsen forlagið í Þórshöfn gefur út í tilefni af 80 ára afmæli hans nú í janúar, bæði á færeysku og dönsku. Það vekur athygli að bókin er prentuð og bundin i Prent- smiðjunni Odda og verður ekki séð annað en allur frágangur sé með hinum mestu ágætum. í bókaflokki Fleiri íslendingar komu þarna við sögu, því Sigurþór Jakobsson list- málari sá um útlit, en litgreiningar skiptast milli Myndamóta og dansks aðila, Dystan a/s sem svarar þrír á móti einum, en i heild eru litgæðin betri en ég man eftir í annarri lista- verkabók sem framleidd hefur verið á islandi. Mér skilst ennfremur að út- flutningur á bókum hafi farið vaxandi hjá Odda undanfarin ár, að mestu til Færeyja. Bókin um Heine- sen nefnist Filsni og Hampafólk, Teikningar, málningar og litklipp og inniheldur yfir 90 myndir frá síðustu 50 árum eða svo. Undirritaður hjó einnig eftir því að hún er sú fyrsta i bókaflokki um færeyska myndlistar- menn, en á næstunni er ætlun útgef- anda að gefa út bók um færeyska myndlist frá upphafi og síðan um list- málarann Mykines. Ber þetta vott um stórhug og ræktarsemi í garð myndlistar sem hérlendis útgefendur mættu taka nótís af. Djúp samkennd með náttúru í bókinni um Heinesen er ekki reynt að gera úttekt á myndlist hans, heldur er hún fremur hátíðarútgáfa og virðingarvottur. Allur texti, að formála undanskildum, er eftir Heinesen sjálfan, — hugleiðingar um lífið og listina gegnum árin. Þótt undirritaður sé vart stautfær á færeysku, þá þykist hann greina í máli skáldsins djúpa samkennd með náttúru og sagnahefð heimabyggðar sinnar, en jafnframt ríkan skilning á mannlegri náttúru um víða veröld, svo og bráðsmitandi kimni. Þessi einkenni koma enn greinilegar fram í myndlist Heinesens. Hann er að mestu sjálflærður i greininni, en hún hefur fylgt honum frá upphafi, í formi skrautritunar, málverka, riss- aðra hugmynda og klippimynda. Hún ber að vísu ýmis merki sjálf- menntunar, t.d. i teikningu smáat- riða og litasamsetningum. Stundum ber hið frjóa imyndunarafl hann ofurliði og það hriktir í myndum. En honum fyrirgefst margt fyrir það hve glöggt auga hann hefur fyrir sér- kennum alls þess sem hann fjallar um. Og þegar hugarflugið og litaspil haldast í hendur gerir Heinesen skreytikennd verk sem sjálfur Mathisse hefði ekki fúlsað við. „Sjónvaipið á að vera á Hellisheiðinni” — sagði maður er hringdi til DB „Sjónvarpið átti að vera þarna á Hellisheiði,” sagði rödd manns i sima hringdi á ritstjórn DB og átti við sjónvarpsviðtækið er fannst á þjóðveginum á Hellisheiði á laugar- dagskvöldið og sagt var frá í DB á mánudaginn. „Röddin” kvaðst heita Helgi Bjarnason og sagði maðurinn að nýlega stofnaður trúarflokkur sem teldi 26 félaga hefði látið sjónvarpstækið á þjóðveginn. Tilgangurinn væri að vekja fólk til umhugsunar með óvæntum atburðum sem það getur talizt að finna slíkt tæki á þjóðvegi á heiði uppi. „Dýpri tilgangur,” sagði maðurinn, „er að koma trúnni á víðari grundvöll”. Ekki vildi maðurinn ræða safnaðar- mal sín, en kvað Jón Helgason vera forsvarsmann safnaðarins. Væri hann trésmiður eins og Jósef en aðhefðist litið í atvinnumálum sem stæði. Gaf hann upp símanúmer formannsins, en er reynt var að ná sambandi við hann, var maðurinn floginn úr því hreiðri. DB skýrði manninum frá hvar sjónvarpstækið væri niður komið en að sögn lögreglunnar á Selfossi hefur enginn hringt þangað til að gera tilkall til tækisins sem er talið ónýtt sem slíkt. -A.Sl. Eskifjörður: Hráefnið kem- ur og hráefnið fer Urriðafoss tók 1600 tunnur af salt- sild á Eskifirði á mánudag og væntan- legt er annað skip til að taka það sem eftir er af þeirri sild sem fer á Rúss- landsmarkað. Hólmatindur kom á sunnudag með 70 tonn af fiski til Eskifjarðar og þótti hráefnið mjög gott. í gær, þriðjudag, var fegursta veður á Eskifirði, fjörðurinn isaður um morguninn þar til sólin gægðist yfir fjallatoppa annan daginn í röð á árinu, þá hvarf ísinn. -Regína. er búið að stilla Ijðsin? Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON EYJÓLFUR MELSTED UMFEROARRAO

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.