Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. 10 7 iBIAÐIÐ Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjóifsson. Ritstjóri: Jónas Knstjónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Heigason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. (þróttir: Hallur Símonarson. Menning: Aöalsteinn Ingólfsson. Aöstoöarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Asgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdóttir, Elín Albertsdóttir, Gissur Sigurösson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Ljósmyndir: Arni Póll Jóhannsson, Bjamleifur Bjarnloifsson, Höröur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurös son, Sveinn Þormóösson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjórn Síöumúla 12. AfgreiÖsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. Aöalsimi blaösins er 27022 (10 llnur). Setning og umbrot: Dagbiaöiö hf., Síöumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun Árvakur hf., Skerfunni 10. Áskriftarverð á mánuöi kr. 4500. Verð I lausasölu kr. 230 eintakið. Við þurfum þolinmæði Meira fjör færist tæplega í stjórnar- myndunarleikinn, þótt boltinn hafi komizt í hendur Lúðvíks Jósepssonar. Er þó í fersku minni, hversu rösklega hann gekk til verks í fyrra, þegar hann myndaði stjórn fyrir Ólaf Jóhannesson. Lúðvík situr ekki lengur á þingi og vísaði boltanum áfram til Svavars Gestssonar. Svavar kann að verða fljótari en Steingrímur og Geir að komast að- niðurstöðu, en tæpast eins fljótur og Lúðvík hefði orðið. Leikurinn hefur einfaldazt. Alþýðubandalagið hefur nú síðast flokka lagt fram áætlun um minnkun verðbólgunnar. í viðræðunum hafa því allir flokkarnir um áþreifanleg atriði að ræða. Þeir ættu þá að geta komið sér að efninu fyrr en ella. í rauninni er ekki hægt að sjá, að óyfirstíganlegar hindranir séu milli áætlana flokkanna um minni verðbólgu á þessu ári. Oft hefur sézt samið um svartara en þennan mun. Að þvi leyti hlýtur stjórnarkreppan að teljast óeðlileg. Auðvitað fæst niðurstaða að lokum. Einhverjir leiðtoganna munu grafa stríðsaxirnar og koma sér saman eins og menn um myndun þingræðislegrar stjórnar. Þeir munu gera það áður en raddir um utan- þingsstjórn verða of háværar. Ekki skiptir öllu, hvort þetta tekst fyrr eða síðar. Verðbólguáætlanir allra flokkanna eru hvort sem er vettlingatök. Það verða engin þáttaskil, þótt þeir taki við af núverandi stjórnleysi. Við getum því tekið lífinu með ró. Óskhyggja er kjarni tillagna flokkanna í verðbólgu- stríðinu. Þær ganga í raun allar út á, að verðbólgan verði bönnuð, að sjúkdómseinkennin verði bönnuð. Þær fela í sér meiri eða minni frystingu á launum og verðlagi. Áætlanir flokkanna lúta ekki að orsökum sjúkdómsins, svo sem þenslu í opinberum rekstri, óhóflegri seðlaprentun, misnotkun frystifjár í Seðla- bankanum og sjálfvirkum peningaaustri til forréttinda- atvinnugreina. Minnzt er á slík atriði í tillögum sumra flokkanna, en þá á marklítinn og óáþreifanlegan hátt. Sú stjórn, sem mynduð verður, er ekki líkleg til að ná meiri árangri gegn verðbólgunni en núverandi starfsstjórn sem ekkert má gera. Ýmsar niðurstöður koma til greina, mismunandi sennilegar. Samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks yrði friðsöm helmingaskiptastjórn við kjöt- katlana. Hún gæti enzt út kjörtímabilið, en hún fyndi tæpast lausn á kjördæmamálinu. Samstjórn Sjálfstæðis-, Framsóknar- og Alþýðuflokks mundi byggjast á auðveldu samkomu- lagi um verðbólgutillögur. En hún mundi verða að horfa á Alþýðubandalagið leika lausum hala i vinnu- deilum og ábyrgðarlausri stjórnarandstöðu. Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðis-, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks mundi finna lausn á kjördæma- málinu. En illindin milli síðarnefndu flokkanna mundu lama störf hennar alveg eins og vinstri stjórnar. Nýsköpunarstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags er mun sennilegri, því að þar veit hvor flokkur um sig nokkurn veginn hvar hann hefur hinn. Sú stjórn mundi leysa kjördæmamálið og efla frið og framleiðni í atvinnulífinu. Geir Hallgrímsson hefur þó rétt fyrir sér, þegar hann mælir með þjóðstjórn. Búast má við öðru og betra samstarfi í þjóðstjórn en þriggja flokka stjórn, enda markmiðin takmarkaðri og starfstíminn styttri. En þá á enn eftir að taka sinn tima að finna niður- stöðuna. — Panama: Stjómarandstaðan vill ekki taka — segist búast við kosningasvikum með aðstoð vaxandi efnahagsvanda auk óróa á stjórnmálasviðinu sem skapazt hefur vegna mótmæla stúdenta yfir veru fyrrverandi keisara írans í Iandinu. Stjórnarandstöðuflokkarnir í þessu Mið-Ameríkuríki segja að ástæðan fyrir að þeir ætli ekki að taka þátt í kosningunum til stjórnlagaþingsins í ágúst næstkomandi sé sú að með því vilji þeir mótmæla þeim hindrunum sem stjórn landsins setji til að koma í veg fyrir eðlilega lýðræðislega stjórnarhætti. „Við munum ekki taka þátt í kosningunum nema löggjafarvaldi og öðrum sjálfsögðum stjórnarþáttum í lýðræðisþjóðfélagi verði gefinn kostur á að starfa eðlilega,” sagði dr. Ricardo Arias Calderon einn leiðtoga stjórnarandstöðunnar í viðtali við fréttamenn. í stjórnarandstöðunni í Panama eru tíu flokkar. Enginn þeirra hefur tekið þátt i kosningum síðan árið 1%8. Margir þessara flokka hafa ekki einu sinni uppfyllt þau skilyrði sem sett eru af hálfu stjórnvalda til þjóðvarðliðsins Flestir stjórnarandstöðuflokkar í Panama hafa í hyggju að hunza kosningar til væntanlegs stjórnlaga- þings, sem ætlunin er að halda næsta sumar. Þessar ráðagerðir koma nú þegar landið stendur frammi fyrir Panama á að fá fulla stjórn á Panamaskurði árið 2000. þátt í kosningum Víetnam í rússneskum herstígvélum — trampar á Kampútseu og Laos Víst skal biblíunni snúið upp á skrattann og þögnin og lygin sett í sannleiks stað. Hitt er verra þegar villimennskunni er rétt hjálparhönd og hún hafin til himins og kölluð frelsisbarátta. Herleiðangur Víet- nam, að undirlagi Sovétríkjanna, gegn Kampútseu og Laos er villi- mennska. Þó fáir séu eru þeir til sem þora að standa fram opinberlega og verja þessa villimennsku. Einn þess- ara er Ólafur Gíslason. Tvennt það helsta sem Ólafur notar til að réttlæta villimennsku vietnama er — staðhæf- ing um ógnarstjórn Pol Pot í Kampútseu og amerískt-kínverskt samsæri gegn Vietnam. Um amerískt-kínverskt samsæri skal það sagt að enda þótt tvö ríki taki upp stjórnmálasamskipti og á grundvelli þeirra geri með sér samn- inga um viðskipti og önnur samskipti þá réttlætir það ekki að eitt ríki ráðist inn í annað. Um hitt atriðið skal sagt að hvað svo sem til er í staðhæfing- unni um ógnarstjórn þá réttlætir það heldur ekki innrás og hernáni. Auk þess skal því bætt við að staðhæfing- in er í meira lagi fáránleg. I fýrsta lagi er vitað mál að eftir þjóðfélags- byltingu fer ávallt tímabil mikils óró- leika og rósturs. Það hefur sagan sýnt Kjallarinn Albert □narsson okkur. Þessa er frekar að vænta þegar umgjörð þjóðfélagsbyltingar- innar er með þeim hætti sem var í Kampútseu — landið í rúst eftir margra ára sprengjuregn og mikinn hernað. Á þeim árum (frá 1970— 1975) voru milljónir á flótta um landið þvert og endilangt. í öðru lagi er vitað að her Þjóðfrelsishreyfingar- innar í Kampútseu, síðan stjórnarher landsins, taldi aldrei meira en u.þ.b. 80 þús. manns. Herinn var ákaflega illa búinn vopnum, en styrkur hans lá í því að hann var hluti alþýðunnar í landinu. í þriðja lagi væri það ekki líklegt, ef stjórn Pol Pot hafi verið eins og t.d. Ólafur Gíslason hefur lýst, að engin umfangsmikil skipu- lagning andstöðu hefði átt sér stað. Það er ekki fyrr en eftir innrás Víetnam að t.d. Khmer Seri, sem voru andstæðingar Þjóðfrelsis- hreyfingarinnar og fylgjendur Lon Nol, fara að skipuleggja sig til bar- áttu af krafti og þá auðvitað gegn innrásarliði Víetnam. Indókína eftir 1975 Enda þótt margir hefðu búist við að friðsamleg uppbygging hæfist í Indókina (Víetnam, Laos og Kampútseu) eftir sigurinn yfir Bandaríkjunum 1975 þá snerust málin á annan veg. Þá þegar voru ráðamenn í Hanoi í Víetnam með á prjónunum áætlanir um að leggja undir sig Laos og Kampútseu með það fyrir augum að setja á stofn stór- ríkið Indókína. Þá þegar voru V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.