Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 16. JANÚAR 1980. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Breyttu stöðunni úr 0-1 í 9-1 Þýzkalandsmeistarar Hamborgar sátu ekki auðum höndum (fótum væri réttara) í jólafríinu sínu, Liðið hélt i keppnisför til Asiu og lék þar tvo leiki. Þeim fyrri, gegn Kanton-úrvalinu lauk 3—3 eftir mjög skemmtilegan leik að viðstöddum 23.000 áhorfendum. Mörk Hamburger skoruðu þeir Keegan, Memering og Bliemeister. Ekki blés byrlega fyrir þeim félögum er leikið var gegn Hong Kong-liðinu Siko. Eftir 11. mínútna leik var staðan orðin 1—0 fyrir þá gulu. Hamburger tókst þó að hrista af sér slenið og komast 2—1 yfir fyrir leikhlé með mörkum þeirra Reimann og Jakobs. í síðari bálfleiknum héldu Hamburgerengin bönd og liðið skoraði 7 sinnum tii viðbótar áður en biásið var til leiksloka. Milewski bætti þremur mörkum við á 62., 67. og 70. mínútu og þar með var fjörið búið. Þá tók Horst Hrubesch við og bætti öðrum þremur mörkum við á 76., 77.,og 88. mínútu. Rétt fyrir leikslok sendi svo einn leikmanna Siko knöttinn í eigið mark. Lokatala 9—1 fyrir Ham- borg. Ekki gekk þó eins vel hjá meisturunum er heim var komið þvi i sínum fyrsta leik, í bikarnum gcgn Kickers Offenbach úr 2. deild, máttu þeir þola 0—2 tap og eru þar með úr leik i bikarnum. Dráttur hér og dráttur þar í dag verður dregið í riðla í Evrópukeppni lands- liða, en úrslit þeirrar keppni fara fram í Róm i sumar. Nöfn átta þjóða verða í hattinum þegar dregið verður. ítalir, sem gestgjafar, V-Þjóðverjar, Hollendingar, Englendingar, Belgar, Spánverjar, Tékkar og Grikkir, sem unnu sé þátttökurétt i úrslitunum mjög svo óvænt. Það verður 10 ára pottormur sem verður látinn draga í riðlana úr hatti dr. Artemio Franchi frá Ítalíu en hann er forseti UEFA (Knattspyrnusam- band Evrópu). Búizt er við því að fulltrúar allra þjóðanna verði viðstaddir dráttinn þvi mikið er í húfi. En það er ekki bara dregið i Evrópukeppni lands- liða. í dag verður einnig dregið i 8-liða úrsiit hinna Evrópumótanna, þ.e. Evrópukeppni meistaraliða, bikarhafa og svo UEFA keppnina. Þrir fyrrverandi sigurvegarar úr meistarakeppninni eru nú í 8-liða úrslitunum. Ccltic, sem sigraði 1967, Ajax, sem sigraði 1971, 1972 og 1973 og svo Real Madrid sem sigraði 1956, 1957, 1958, 1959, 1960 og 1966. í Evrópukeppni bikarhafa eru frægustu nöfnin Barcelona, Arsenal og Juventus. Bæði Barcelona og Juventus hefur gengið mjög illa í deildakeppninni i sínum heimalöndum en Arsenal er á meðal efstu liða í Englandi án þess þó að eiga neina raunhæfa mögu- leika á sigri þar. í UEFA keppninni beinist athyglin öll að þýzku liðunum en þau er hvorki fleiri né færri en 5. Kaiserslautern, Borussia Mönchengladbach, Bayern Munchen, Stuttgart og Eintracht Frankfurt. Auk þessara 5 liða eru 3 frá öðrum löndum en það að V- Þjóðverjar eiga 5 lið i 8-liða úrslitunum segir meira en nokkuð annað um gæði knattspyrnunnar í V- Þýzkalandi. léku alla landsleiki V-l verja á síðasta ári Þetta eru þeir félagar úr v-þýzku landsliðinu Manfred Kaltz (t.v.) og Bernd Cullmann. Þeir léku alla landslelki V-Þjóðverja á sl. ári og voru þeir einu er það afrekuðu Kaltz leikur með Hamburger SV og Cullmann með Köln. Charlie Georgc hélt i gær til Nottingham Forest og mun dvelja hjá liðinu um tíma sem lánsmaður. Kemur þetta mjög á óvart þar sem George hefur verið talinn búinn, sem knattspyrnumaður. Fari svo að Forest kaupi kappann mun það borga fyrir hann 500.000 pund. Brian Clough er engum likur. / Blackbum áf ram í bikarnum — eftir sigur gegn Fulham í gærkvöld Úrslitin í ensku bikarkeppninni halda sífellt áfram að koma á óvart. í gærkvöldi gerði 3. deildarlið Blackburn sér litið fyrir og sigraði Fuiham á úti- velli i 3. umferð bikarslns. Ekki i sjálfu sér svo ýkja merkilegt að sigra Fulham á Craven Cottage á þessum síðustu og verstu tímum hjá félaginu en það vekur alltaf athygli þegar lið úr lægri deild ber sigur úr býtum í viðureign sinni við lið í deild fyrir ofan. Fyrri leik liðanna á Ewood Park, heimavelli Biackburn, lauk með jafntcfli, 1—1, en í gær- kvöldi sigraði Blackburn 1—0. Eina mark leiksins var skorað strax á 15. mínútu. Andy Crawford sendi þá knöttinn í netið hjá Lundúnaliðinu. Er ljóst var í gærkvöldi að Fulham ætlaði ekki að takast að svara fyrir sig hófu áhangendur félagsins að hrópa nafn framkvæmdastjórans Bobby Camp- bell. Vildu þeir fara fram á afsögn hans þar sem félaginu hefur gengið afleitlega í vetur. Fulham er ekki eina Lundúnaliðið, sem farið hefur illa út úr viðureignum sínum á heimavelli í bikarnum í vik- unni. Bæði Chelsea og Crystal Palace máttu þola tap á sínum heimavöllum á mánudag. Chelsea gegn Wigan úr 4. deild og Palace fyrir Toshack og Co. i Swansea. Blackburn mætir Coventry í næstu umferð. Önnur úrslit í gærkvöld urðu sem hér segir: 3. deild Grimsby—Reading 2—1 Ensk/skozki bikarinn Morton — Bristol City 0—1 (Bristol sigrar 3—2 samanlagt og kemst í úrslit keppninnar). Leikjum Swindon og Wolves og Nottm. Forest og Liverpool i undanúr- slitum deildabikarsins var báðum frestað vegna frosts. Bjöm Borg kjörinn tennisleikari ársins Sviinn Björn Borg var i gær útnefnd- ur tennismaður ársins af bandaríska tímaritinu Tennis. Val hans ætti ekki að koma neinum á óvarl þar sem hann hefur skarað langt fram úr öllum öðr- um tennisleikurum mörg undanfarin ár. Borg vann á sl. ári m.a. sinn. 4. Wimbledontitil, en sigur í þeirri keppni er talinn jafngilda óopinberri heims- meistaratign. Þá vann Borg einnig sinn 4. sigur i opna franska meistaramótinu í lennis á sl. ári svo eitthvað sé nefnt. Hann hóf árið 1980 á því að vinna Grand Prix Masters keppnina i New York í ársbyrjun. Þar voru saman komnir allir beztu tennisleikarar heims og Borg vann öruggan sigur. Hinn ungi Bandaríkjamaður John McEnroe varð í 2. sæti í kosningunni og Jimmy Connors varð þriðji. Röð annarra varð sem hér segir: 4. Vitas Gerulatis, 5. Roscoe Tanner, 6. Guillermo Vilas, 7. Jose Higueras, 8. Harold Solomon, 9. Peter Fleming, 10. Victor Pecci. Björn Borg er hér ásamt sinni heittelskuðu, Mariu Simonescu frá Rúmeniu. Hún er einnig liðtæk i tennis. Gerðu aðeins tvö jafntefli — V-Þjóðverjar með frábæran árangur V-Þjóðverjar hafa mörg undanfarin ár verið sterkasta knattspyrnuþjóð Evrópu og eru m.a. núverandi Evrópu- meistarar i knattspyrnu. Á síðasta ári léku V-Þjóðverjar 9 landsleiki og töp- uðu ekki einum einasta þótt 6 leikjanna væru á útivelli. Fyrsti leikurinn var gegn Möltu í Valelta og lauk honum með marka- lausu jafntefli. Næsti leikur var leikinn í Izmir gegn Tyrkjum og honum lauk einnig án marka. En þá sögðu Þjóð- verjar hingað og ekki lengra og unnu hvern einasta landsleik sem eftir var á árinu. Þeir sigruðu Wales 2—0 í Wrexham, þá unnu þeir íra 3—1 í Dublin, svo okkur íslendinga 3—1 i Laugardalnum, þá Argentínumenn — sjálfa heimsmeistarana — 2—1 í Berlín. Þá kom 5—1 sigur gegn Wales í Köln, síðan 3—1 sigur yfir Sovétmönn- um í Tibiisi og loks 2—0 sigur yfir Tyrkjum í Gelsenkirchen. Alls notuðu V-Þjóðverjar 31 leik- mann í þessa 9 leiki og aðeins tveir þeirra léku alla leikina, 9 að tölu. Það voru þeir Manfred Kaltz úr Hamborg og Bernd Cullmann frá Köln. Flest markanna 20 skoruðu þeir Karl Heinz Rumenigge og Klaus Fischer — 5 hvor. Dieter Höness skoraði 3 mörk, en hann skoraði einmitt tvö þeirra hér á Laugardalsvellinum. V-Þjóðverjar notuðu 12 nýliða á sl. ári og tveir þeirra hófu feril sinn á Ís- landi. Það voru þeir Harald Schuh- macher úr Köln og Heins Groh frá Kaiserslautern. í dag verður dregið i riðla i Evrópu- keppni landsliða en úrslit þeirrar keppni fara fram á Ítaliu. Átta þjóðir hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni og auðvitað eru V-Þjóðverjar þar á meðal. Tim Dwyer hefur hér betur i viðureign sinni við Jónas Jóhannesson úr Njarðvik. Þannig fór i flestum einvigjum i gærkvöld. DB-mynd Bjarnleifur. Valsmenn voru ein- faldlega of sterkir — Njarðvíkingar áttu ekkert svar við góðum leik þeirra og máttu þola 74-85 tap Valsmenn hleyptu enn aukinni spennu i toppbaráttuna í úrvalsdeild- inni í körfuknattleik er þeir lögðu Njarðvikinga að velli með 85 stigum gegn 74 i Laugardalshöllinni í gær- kvöld. Með þessum sigri sinum hafa Valsmenn þokað sér upp að hlið KR og Njarðvíkur — öll liðin hafa hlotið 14 stig í 10 leikjum. Valsmenn voru allan tímann betri aðilinn i leiknum og ein- faidlega of sterkir fyrir Suðurnesja- mennina, sem ekki virkuðu nógu sann- færandi. Valsmenn komust strax yfir í leikn- um og héldu forustu sinni átakalítið út allan leikinn, Eftir rúmar 4 mín. var staðan 14—7 Valsmönnum í hag en góður fjörkippur gestanna gerði það að verkum að þeim tókst að minnka mun- inn í 2 stig eftir 7 mín, 18—16. Vals- menn skoruðu hins vegar næstu 8 stig og náðu afturgóðri forystu. Það var einkennandi fyrir leikinn i gærkvöldi — einkum og sér í lagi í upp- hafi hans, að leikmenn gripu ekki knöttinn. Mikið var um mistök hjá báðum liðum en á sama tíma og Vals- menn lagfærðu sínar vitleysur héldu Njarðvíkingar áfram við sama heygarðshornið og hittni þeirra var afspyrnuslök framan af. Enda ef til vill engin furða. Leikmenn létu skot ríða af langt utan af velli án þess að vera í nokkru færi að heitið gæti. Þetta æði smitaði út frá sér og áður en varði voru allir leikmenn liðsins farnir að skjóta utan af velli. Fæst skotanna rötuðu rétta boðleið og Valsmenn, sem voru ákaflega grimmir í fráköstunum, skor- uðu hverja körfuna á fætur annarri. Þegar um 5 min. voru til loka fyrri hálfleiks höfðu Valsmenn náð 16 stiga forystu, 40—24. í hálfleik munaði ekki nema 12 stigum, 43—31, og virtust sunnanmenn aðeins vera að hressast. Staðan var lítið breytt framan af í síðari hálfleiknum og allt virtist geta gerzt. Njarðvíkingar, með þá Gunnar Þorvarðarson ogGuðstein Ingimarsson sem langbeztu menn, reyndu að berjast hvað þeir gátu en fundu einfaldlega fyrir ofjarl sinn þar sem voru Vals- menn. Þegar síðari hálfleikurinn var nákvæmlega hálfnaður var munurinn orðinn 14 stig, 65—51, og augljóst hvert stefndi. Til að tryggja að allt færi samkvæmt áætlun skoruðu Valsmenn næstu 7 stig og komust í 72—51. Þar með var öll spenna rokin út í veður og vind. Hörðustu stuðningsmenn Njarð- vikinga eygðu þó vonarglætu um tíma er þeirra menn tóku góðan kipp undir lokin. Breyttist þá staðan úr 79—58 i 81—68 á stuttum tíma. Tíminn vann hins vegar með Valsmönnum og þeir nýttu hann vel. Lengdu sóknir sinar til muna og voru á köflum heppnir að halda knettinum. Vonleysi hljóp í Njarðvíkingana undir lokin en þeim tókst þrátt fyrir það að minnka muninn örlítið. Lokatölur 85—74 og öruggur sigur Valsmanna. Fyrstan af öllum í þessum leik ber að nefna Tim Dwyer hjá Val. Hann átti stórgóðan leik og auk þess að skora fjöldann allan af stigum var hann grimmur í vörninni. Kraftur hans og einbeiting setti Njarðvikinga alveg út af laginu og Ted Bed, sem lék slakar en oftast áður, virkaði eins og barn t höndunum á honum. Kristján Ágústs- son var að vanda sterkur svo og Rik- harður og þá kom Jón Steingrímsson mjög vel frá leiknum. Þórir byrjaði leikinn vel en fór síðan að skjóta i tíma og ótíma — mest þó ótíma — með tak- mörkuðum árangri. Torfi var eins og oft áður kapituli út af fyrir sig. Ákaf- lega heilsteyptur leikmaður. Sérlega glæsilegt var að sjá til hans undir lokin er hann lék Njarðvíkurliðið sundur og saman einn síns liðs og sendi síðan gull- fallega sendingu á Swyer, sem skoraði örugglega. Aðeins tveir leikmenn eiga hrós skilið í liði Njarðvíkinga og það mikið hrós. Þeir Gunnar Þorvarðarson og Guðsteinn Ingimarsson virtust hrein- lega vera einu mennirnir sem höfðu áhuga á verkefninu. Yngri mennirnir voru illa „motiveraðir” og augljóst var að eitthvað var að þegar leikmenn hættu að taka í hönd hver annars við innáskiptingar. Óvenjulegt að sjá slikt þeirra herbúðum. Barátta þeirra Gunnars og Guðsteins fieytti liðinu áfram lengst af en þeir máttu ekki við margnum. Með örlitið meiri krafti ánnarra leikmanna er allsendis óvíst hvernig farið hefði. Stig Vals: Dwyer 36, Torfi 13, Kristján 10, Þórir 10, Ríkharður 8, Jón 4, Gústaf 2 og Jóhannes 2. Stig UMFN: Gunnar 25, Guðsteinn 18, Bee 17, Jónas 7, Júlíus 4, Brynjar 2 og Jón Viðar 1. Dómarar í gærkvöld voru þeir Jón Otti Ólafsson og Sigurður Valur Halldórsson. Dómgæzla þeirra var til fyrirmyndar lengst af og gátu bæði liðin vel viðunað. Staðan i úrvalsdeildinni er nú þannig að þessum leik loknum: KR 10 7 3 828—758 14 Valúr 10 7 3 865—819 14 Njarðvík 10 7 3 839—802 14 ÍR 10 5 5 865—8% 10 Fram 9 2 7 697—750 4 ÍS 9 18 778—820 2 -SSv. Kef Ivíkingar ætla sér að krækja í Gyala Nemes — þrjú 1. deildarlið enn án þjálfara og ráða væntanlega menn á næstu dögum Keflvíkingar hafa nú allan hug á að ráða Gyala Nemes, sem þjálfara fyrir lið sitt næsta keppnistímabil. Hafa Keflvíkingar að undanförnu verið að reyna að hafa upp á Nemes, en hann býr nú einhvers staðar í Belgíu. Að lok- um höfðu þeir samband við Klaus Barthel varð 01-meistari í 1500 m. 1952 Joshep nokkur Barthel er nú staddur hér á landi, sem samgöngumálaráð- herra Luxemburgar. Kom hann m.a. fram í sjónvarpi i gærkvöld í beinu sambandi við erindi sitt hér á landi. Já, en þetta er íþróttasíðan. Hvaða erindi á hann hingað? Jú, staðreyndin er nefnilega sú að þessi sami Joshep Barthel er fyrsti og eini ólympiumethafi Luxemborgar. Hann kom, sá og sigraði glæsilega í 1500 metra hlaupi á ólympíuleikunum í Helsinki árið 1952. Barthel hljóp á 3:45,2 mín. og sigraði eftir geysilega keppni við Bandaríkjamanninn Bob McMillan. McMillan fékk sama tíma en var dæmdur sjónarmun á eftir. Barthel skaut þarna mörgum frægum hlaupurum ref fyrir rass og þeirra á meðal má nefna V-Þjóðverj- ann Werner Lueg og Roger Bannister, sem þá var nemandi i Oxford háskóla en er nú heimsfrægur. Tími Barthel var nýtt ólympískt met en það hefur nú orðið að víkja. Greaves hættur að drekka Jimmy Greaves, hinn frægi knatt- spyrnumaður Englendinga hér fyrr á árum, hefur að eigin sögn unnið sinn stærsta sigur i lífinu. Honum hefur tekizt að yfirstíga ofdrykkjuvanda- málið, sem hófst hjá honum fljótlega eftir að hann lagði skóna á hilluna f at- vinnumennskunni. Upphafið að drykkju Greaves var að hann missti son sinn. Hóf hann þá aö drekkja sorgum sínum og gerði það svo ótæpilega að hann varð forfallinn alkóhólisti. Á myndinni hér að ofan má vel sjá að áfengið hefur sett sín mörk á Greaves, sem er nú 39 ára gamall. Greaves lék 58 landslelki fyrir Eng- land og skoraði 44 mörk. Þá skoraði hann 357 mörk fyrir félagslið sin en hann lék með Lundúnaliðunum Chel- sea, Tottenham og West Ham. Á sínum beztu árum þótti Greaves standa öllum miðframherjum Englands framar. Jiirgen Hiipert en hann mun vita hvar Nemeser að finna. Nemes er íslending- um að góðu kunnur — þjálfaöi Vals- menn tvö sl. sumur. Leikmenn kefla- víkurliðsins munu verða hafðir með í ráðum í sambandi við ráðningu þjálfar- ans og mun verða fundur mjög bráð- Sigurður Sverrisson lega með leikmönnum. Keflvíkingar hafa einnig verið með önnur járn í eld- inum. Flest 1. deildarliðin hafa nú ráðið sér þjálfara. Sjö þeirra hafa þegar tryggt sér menn og þar af eru fjórir íslend- ingar. Hólmbert Friðjónsson verður með Fram eins og í fyrra. Magnús Jónatansson verður áfram með KR- liðið. Ásgeir Elíasson tekur við FH- liðinu og Jón Hermannsson verður áfram nieð Blikana sína úr Kópavogin- um. Þróttur hefur ráðið Ron Lewin og Skagamenn endurráðið Klaus Hilpert. Valsmenn hafa krækt sér í Þjóðverja og nú eru aðeins 3 liðanna þjálfaralaus. Þórsarar lögðu Fylki Þór frá Akurcyri kom heldur betur á óvart er liðið lagði topplið 2. deildar- innar, Fylki, að velii í bikarkeppninni. Lokatölur urðu 21—20 fyrir Þór í æsi- spennandi leik þar sem gestirnir leiddu lengst af og höfðu undirtökin. Fylkir hafði yfir í hálfleik 10—9. Fylkismenn leiddu eins og fyrr sagði framan a,' og höfðu þetta 2—3 mörk yfir. Þór tókst loks að jafna metin á 10. min. síðari hálf- leiksins en Fylkismenn voru ávallt á undan til að skora. Ekki blés — byrlega fyrir Þór því Fylkir leiddi 18—16 þegar aðeins 10 mín. voru til leiksloka. En fljótt skipast veður i lofti og Fylkismenn gerðu alls kyns vitleysur á meðan Þórsarar héldu haus og spiluðu yfirvegað. Þór tókst að skora 5 mörk gegn aöeins einu frá Fylki áöur en leiktímanum lauk. Fylkir fékk auka- kast, sem framkvæmt var cftir að leik- timanum iauk. Skoruðu þeir úr því næsta auöveldlega þar sem Þórsarar voru allir farnir inn í húningsklefann enda sigurinn í höfn. Pálmi skoraði 9 mörk fyrir Þór, þar af 4 úr vítum. Benedikt var með 4, Hrafnkell 3. Árni 2, Oddur 2 og Ölafur I. Fyrir Fylki skoraði Guðni mest eða 8 og eitt þeirra úr viti. Ragnar skoraði 5, Einar 3, Gunnar 2 og þeir Ásmundur og Guðmundur 1 hvor. -GS. Lítið hefur frétzt af högum Víkinga en þeir eiga enn eftir að ná sér í mann. Eyjamenn munu hafa lagt fast að Viktori Helgasyni að taka að sér þjálf- un Eyjaliðsins aftur en hann hefur lýst þvi yfir að hann vilji ekki — eða öllu heldur hafi ekki tíma til — þjálfa áfram. - emm / SSv. Gyala Nemes. Þetta er til skammar, HSÍ! — leikmenn úr 3. flokki karla mótmæla harðlega ringulreið í dómaramálum Undirritaðir flokkar sem allir leika í A-riðli í íslandsmóti þriðja flokks í handknattleik, vilja hér með mótmæla harðlega þeim vinnubrögðum sem hingað til hafa tiðkazt við skipulagn- ingu og framkvæmd þeirra móta sem leikin hafa verið það sem af er keppnis- tímabilinu. Fyrsta mótið fór fram á Selfossi seinni hluta nóvembermánaðar. Þar var öll aðstaða og skipulagning til fyrir- myndar af Selfyssinga hálfu en sama verður ekki sagt um þá aðila sem áttu Framhalds- skólamótið á fullu Handboltamót framhaldsskólanna er nú í fullum gangi og höfum við hér á DB aðeins greint frá mótinu litillega áður. Ekkert var skiljanlega leikið um Iólin en nú er keppni hafin á nýjan leik. dag kl. 15.30 mætast i Réttarholts- skólanum heimamenn og Flensborg úr Hafnarfirði. Kl. 16.30 leika svo í íþróttahúsi Hagaskóla Hagaskóli og Laugalækjarskóli. Siðan verður leikur á milli Víghólaskóla og Réttarholts- skóla á morgun, nánar tiltekið I hádeginu, og fer hann fram í Kársnes- skólanum. Dagblaöið gaf á sínum tíma veglegan bikar til keppni í mótinu og hefur þessi keppni aukið mjög áhuga á handknatt- leik í skólunum. I fyrra sigraði Haga- skólinn undir stjóm Viðars Símonar- sonar nokkuð örugglega en nú stefnir I harðari keppni. Við birtum hér einnig alla þá leiki, sem fram fara i janúar. 19. jan. Æfingaskólinn — Laugalækjarsk. 21. jan. Laugalækjarsk. — Vighskóli 24. jan. Álftamýrarskóli—Hagaskóli 24. jan. Víghskóli — Æfingaskólinn 26. jan. Æfingaskólinn — Réttarholtssk. 31. jan. Álftamýrarsk — Laugalækjarsk. 31. jan. Vighskóli — Flensborg að sja um og skipuleggja dómaramál mótsins, því engir dómarar létu sjá sig þar. En til að allir þyrftu ekki að snúa heim við svo búið hlupu þjálfarar lið- anna undir bagga með dómgæzlu í mótinu, þó svo að sumir þeirra hefðu ekki tilskilin réttindi, en allir þjálfarar samþykktu þessa tilhögun mála áður en mótið hófst, i þeirri trú að betur yrði staðið að þessum málum næst. Næsta mót átti að fara fram í höll- inni dagana 27. til 28. des. en aftur láta engir dómarar sjá sig. í þeirri von að dómarar myndu koma var mótið hafið, en þegar leiknir höfðp verið þrir leikir og ekkert bólaði á dómurum var sam- hljóða ákveðið að hætta í mótmæla- skyni við þessi vinnubrögð og héldi menn þá að sá aðili sem ábyrgur væri fyrir dómaramálum mótsins myndi sjá sóma sinn i því að kippa þeim málum í lag. Sú varð nú aldeilis ekki raunin, því þegar næst átti að Ieika, sunnudaginn 6. janúar, tók út yfir allan þjófabálk er dómarar mættu þá ekki heldur, þurftu því allir að fara heim aftur í annað skiptið í röð. Sérstaklega var þetta þó bagalegt fyrir Selfyssinga sem þurftu nú að snúa heim í annað skiptið í röð án þess að fá leik. Hvort sem það er HSÍ, HKRR eða Dómarafélag Reykjavíkur sem er ábyrgt fyrir þeirri óstjórn og því skipu- lagsleysi sem hér hefur átt sér stað, er það til háborinnar skammar fyrir þann aðila sem ábyrgur er fyrir þessum mál- um. Virðingarfyllst, mcð fyrirfram þökk fyrir birtingu. Leikmenn þriðju flokka Vals, Víkings, Fram, Selfoss, KR, HK og Gróttu. Knattspyrnumenn Knattspyrnufélag í Færeyjum óskar eftir leikmanni á næstkomandi keppnis- tímabil. Allar upplýsingar veittar í síma 76629 eftir kl. 20.30 á kvöldin: íbúar Strandasýs/u: Stofnfundur Rauðakrossdeildar Strandasýslu verður haldinn laugardaginn 19. jan. nk. kl. 16.30 í Grunnskólanum Hólmavík. fulltrúi RKÍ kemur á fundinn. Kaffiveitingar. Undirbúningsnefndin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.